Morgunblaðið - 18.04.1991, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 18.04.1991, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRIL 1991 Við Evrópumenn eftir Jón Hjálmar Sveinsson Samningaviðræðum um evrópska efnahagssvæðið miðar lítið og menn hafa gefist upp á að reyna að búa hugsanlegum áföngum þeirra stund- askrá en hún var einmitt mikið aug- lýst við upphaf viðræðnanna. Frum- kvæðið að þeim var boð EB en þó EFTA hafi þekkst boðið sendu þjóðir þess fulltrúa sína til leiks nánast án þess að þeir hefðu umboð til að snerta knöttinn. Heimavinnan hafði ekki verið unnin. Sagt er að þó að einung- is málamyndaniðurstaða náist þá muni starfið nýtast einstökum ríkjum síðar í tvíhliða viðræðum við EB. Þetta er rétt að því leyti að lög og reglur EB eru nú þýdd á tungur EFTA-ríkja. En árangursleysi EES- viðræðnanna er ekki gott veganesti fyrir tvíhliða viðræður sem munu —verða hveiju ríki mikilvægari en það sem eftir björtustu vonum kynni að hafa náðst með EES. Löglærðir hafa bent á að tækifæri okkar til að hafa áhrif á sameiginlegar ákvarðanir EES yrðu takmarkaðri en möguleik- ar okkar sem EB-aðila til mótunar stefnu EB. Að þora eða þora ekki Innan EFTA hafa Norðurlönd ekki sýnt íslendingum þoiinmæði í EES- viðræðunum eins og fylgjendur þess- arar leiðar vonuðu. Það er því síst verra að vinna sérstöðu okkar skiln- ing með beinum viðræðum sem hafa aðild að markmiði. Eigi EB-aðiId fylgjendur meðal íslenskra stjðrn- málamanna þá virðast þeir ekki þora að halda skoðunum sínum fram en ætla sér að bíða eftir því að almenn- ingsálitinu skoli fyrirhafnarlaust á fjörur þeirra. Því er af flestum hald- ið fram að við vitum ekki nóg um EB til að geta tekið afstöðu til þess hvort aðild sé vænleg eða ekki. Þetta stenst ekki því EB er stöðugt í frétt- um og upplýsingar um það hafa á síðustu misserum verið miklar og aðgengilegar í fjölmiðlum. Hins veg- ar verða ekki allir hlutir reiknaðir út, ef svo væri þá hefðum við aldrei val. Menntamenn sem kynnt hafa EB-mál í nafni sérfræða sinna hafa þrátt fyrir langar útlistanir forðast að taka afstöðu með eða á móti. Þeir ætla greinilega að vera „réttu megin“ hver sem íeikslok verða. EB-þjóðir vita ekki hvort þeim muni takast að frámkvæma áform sín en þær hafa þó stokkið en ekki hrokkið. Nú er okkar tími kominn. Andstæðingar EB vilja varðveita forréttindi Þau rök að tvíhliða viðræður séu ekki vænlegur kostur vegna þess að EB taki ekki nýjar aðildarumsóknir á dagskrá fyrr en eftir sameiningu markaða áramótin 1992-93, hafa misst gildi. Þeim var haldið fram af fylgjendum ESS, en á þau reyndi ekki. Á meðan EES-ferlið stendur í stað miðar EB örugglega áfram og sameiginlegi markaðurinn nálgast. Austurríki hefur sótt um og Svíar undirbúa að sækja um EB-aðild í ár. Andstæðingar EB hérlendis hafa komist í mótsögn við sjálfa sig. Ann- ars vegar halda þeir því fram að við óhindraða fjármagnsflutninga sem fylgja aðild myndu útlendingar kaupa upp íslenskar atvinnugreinar. Hins vegar óttast þeir fjármagns- flótta frá landinu, þ.e. að lífeyrissjóð- ir t.d. fjárfesti erlendis. Sé íslenskt atvinnulíf útrendum arðvænlegt, hvers vegna ætti það þá ekki að vera það gagnvart innlendum sparifj- áreigendum? Þá hefur hvort eð er um árabil ríkt það óréttlæti að ein- stakir íslenskir aðilar hafa getað flutt fjármagn út t.d. með „hækkun í hafi“ á útflutningi og duldum umboðslaun- um á aðfluttum rekstrarvörum. Mal er að slík forréttindi hverfi. Nokkrir háskólamenn halda því fram að þó við yrðum utan EES í framtíðinni þá myndu íslenskir námsmenn eftir sem áður eiga aðgang að mennta- stofnunum í EB. Afburða náms- mönnum eru skólar hvar sem er í heiminum opnir og það ekki af ná- ungakærleika því að ríki vonast eftir starfskröftum þeirra með því að gera vel við þá. Verðum við utan EB ættu íslenskir meðalnemar vart kost á skólavist í ríkjum bandalagsins, nem- ar frá aðildarríkjum gengju fyrir. Erum samkeppnisfærir en ekki ómissandi Andstæðingar EB kalla það mið- stýringarskrýmsli og líkja því við kerfi það sem þjóðir Sovétríkjanna eru að bijótast undan. Samlíkingin missir marks því notendur hennar eru raunar ekki á móti miðstýringu, þeir kjósa áframhald hennar á Is- landi. Þó að skipulag EB sé klunna- legt þá er það í stöðugri þróun byggðri á lýðræðislegu ferli. Þar að auki er meginmarkmið Austur-Evr- ópulanda að losna undan áætlanabú- skap og taka upp markaðshagkerfi, nokkuð sem EB þegar byggir á. Því er haldið fram að við getum búið við óbreytt ástand áfram, nokkurs konar efnahagslegt hlutleysi en þó gert tvíhliða viðskiptasamninga í allar áttir. Rök þeirra sem halda þessu fram eru að við framleiðum það eftir- sótta vöru að þeim sem í dag njóta hennar geti ekki verið án hennar. Með svona málatilbúningi er horft fram hjá því að það tók mikið starf að koma útflutningsvörum okkar á markað og stöðugt er unnið að því að halda sessi þeirra svo að þær eru ekki ómissandi í heimsverslun. Þá er erfítt að ímynda sér af hvaða ástæðum þjóðir ættu að veita okkur einhver vildarkjör í tvíhliða samning- um um leið og við rækjum þá stefnu í alþjóðaviðskiptum að axla aldrei byrðar samstarfs. Óþarft ætti að vera að minna á að einstakar þjóðir Jón Hjálmar Sveinsson „Á meðan EES-ferlið stendur í stað miðar EB örugglega áfram og sameiginlegi markað- urinn nálgast.“ viðskiptabandalaga hvorki vilja né geta samið við okkur um afnám við- skiptahindrana. Borið hefur á þeirri skoðun að við séum ríkjum EB svo ómissandi í varnarmálum að við þyrftum aðeins að draga þetta meinta mikilvægi inn í hugsanlegar EB-viðræður og okkur. myndu allir vegir færir. í þessum málflutningi gleymist að við búum við gjörbreytta heimsmynd frá því sem var fyrir örfáum árum svo jafn- vel þó að menn hefðu geð í sér til að beyta þessari nýstárlegu útgáfu Aronskunnar þá er það tækifæri fyr- ir nokkru úr greipum gengið. Ný Evrópa, fersk hugsun, nýjar leiðir opnast Það er eðlileg þróun að EB láti í vaxandi mæli utanríkismál til sín taká. Sameiginlegar yfirlýsingar full- trúa aðildarríkjanna eru fyrir löngu orðnar mikilvægt framlag til alþjóða- stjórnmála. Sameiginlegar varnir EB munu komast á og hófsöm afstaða Svía til þessa ber pólitískum þroska þeirra vitni. Sovétríkin eru ekki leng- ur fær um styijöld, bæði þau og Bandaríkin eiga fullt í fangi með innri vandamál. Varsjárbandalagið hefur formlega verið lagt niður. NATO-kenningin um sveigjanleg við- brögð hefur verið lögð niður og þrátt fyrir að aðildarþjóðir NATO viður- kenni þörf á nýrri grundvallarstefnu fyrir NATO hafa þær ekkert gert til að móta hana. Áftur á móti hafa embættismenn EB og stjórnmála- menn einstakra aðildarríkja ymprað á því að EB hljóti að taka varnarmál á sínar hendur, slíkt sé óhjákvæmi- legt. Þessar raddir hafa orðið meira áberandi eftir að EB varð að láta sér nægja að álykta um Persaflóa og einstök aðildarríki, en ekki EB sem heid, urðu að fylgja stefnunni fram. Sama er upp á teningnum í afstöðu EB til Kúrda, tilfinningalegt mátt- leysi í að fylgja eftir fögrum loforð- um. Sameiginlegar og alþjóðlega óháðar hervarnir EB munu fylla þetta tómarúm. Þeir sem nú ákafast beita hræðsluáróðri um lok sjálfstæð- is og fullveldis ef til EB-aðildar kæmi eru vart trúverðugir. Þetta eru sömu aðilarnir og í áratugi hafa horft fram hjá því að það er alþjóðlega viður- kennt að sjálfstæði og fullveldi til- heyri þjóðlegar hervarnir. Þeir hafa talið herlaust fólk eiga erindi meðal þjóða sem leggja herskyldu á drengi sína og tappað einokunargróða af framkvæmdum fyrir erlendan her. Þetta eru sömu aðilarnir og beitt hafa sér fyrir EES sem hefði þýtt byrðar án áhrifa, skyldur án rétt- inda. Hin raunverulga hræðsla býr með þessum mönnum sjálfum sem sjá fram á að geta ekki lengur hald- ið hæfileikum og framtaki fólks í fjötrum forsjárhyggju, flokks- og frændklíku yrði af EB-aðild heldur myndu einstaklingarnir njóta sín í hinni opnu Evrópú fjölþjóðlegrar samvinnu og samkeppni. Þar yrði ekki spurt um flokksskírteini eða ættartölu heldur einfaldlega, viltu, þorirðu, geturðu? Við Evrópumenn segjum já. Höfundur er verkamaður. HAWÞAUGL YSINGAR Norðurland eystra Akureyri Aðalskrifstofa Sjálfstæðisflokksins hefur verið flutt á Glerárgötu 32, Akureyri. Opið er alla daga frá kl. 10.00-22.00. Símar skrifstofunnar eru 21500, 21501 og 21504. Sjálfstæðisflokkurinn. Föstudagsrabbfundur Föstudagsrabbfundur verður föstudaginn 19. apríl kl. 21. f Hamraborg 1, 3. hæð. Gestur fundarins að þessu sinni verður Davið Stefánsson, formaður Sambands ungra sjálfstæöismanna. Að sjálfsögðu verður aðallega rabbað um kosningarnar og kosningastarfiö og lokapunktinn á því, vinnuna á kjördag. Nýir félagar sérstaklega boðnir velkomnir. Týr. Seltjarnarnes Sjálfboðaliðar Sjálfstæðisfélag Seltirninga óskar eftir aðstoðarfólki til hinna ýmsu starfa á kjördag, 20. apríl. Vinsamlegast látið vita í síma 611220 frá kl. 13-19 eða á símsvara. Höfum opna kosningaskrifstofu frá kl. 13-19 alla daga fram að kjör- degi. Sjálfstæðisfélag Seltirninga. Hafnfirðingar- Reyknesingar Kosningavaka í Haf narfirði Kosningavaka Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði verður í Sjálfstæðis- húsinu, Strandgötu 29, laugardagskvöldið 20. apríl. Frambjóðendur munu mæta á staðinn. Léttar veitingar og sjónvarp. Opið fram und- ir morgun. Hafnfirðingar og Reyknesingar fjölmennið. Allir velkomnir. Sjálfstæðisflokkurinn i Hafnarfirði. Reyðarfjörður Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisfélags Reyðarfjarðar, Austurvegi 19, simi 41491. Opið frá kl. 20.00-22.00. Upplýsingar á daginn í sima 97-41378. Kaffi á könnunni. Húsavík Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins er á Árgötu 14. Simar 42230 og 42231. Sjálfstæðisflokkurinn. Ólafsfjörður Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins er á Aðalgötu 3. Sími skrifstofunnar er 62204. Sjálfstæðisflokkurinn. FÉLAGSÚF ÚTIVIST GRÓFIHN11 • REYKJAVÍK • SÍMI/SÍMSVARI14606 Spennandi skíðaganga fyrir frískt fólk 25.-28. apríl. Gengið með viðleguútbúnað frá Húsafelli yfir Kaldadal á Þing- velli. Gist í tjöldum. Fararstjóri Óli Þór Hilmarsson. Húsafell og nágr. 25.-28. apríl. Farið í hellana í Hallmundarhrauni: Surtshelli og Stefánshelli. Gengið niður með Norðlingafljóti: Barnafoss og Hraunfossar. Gengið á Strút ef veður leyfir. Fróöleg og skemmtileg ferö. Fararstjóri Ingibjörg Ásgeirsdóttir. Úlfljótsvatn 27.-28. apríl. Gengið um Grafn- ing: Úlfljótsvatnsfjall, Þingvalla- vatn, Skinnhúfuhöfði, en þetta er fallegt svæði sem býður upp á marga athyglisverða staði. Stutt ferð á hagstæðu verði sem skilur mikið eftir. Fararstjóri Björn Finnsson. Sjáumst! Útivist. fítmhjólp Almenn samkoma verður í kap- ellunni í Hlaðgerðarkoti í kvöld kl. 20.30. Umsjón: Gunnbjörg Óladóttir. Samhjálp. Tilkynning frá Skíða- félagi Reykjavíkur Áður auglýst þrisvar sinnum 10 km skíðaþoðganga (Reykjavíkur- meistaramót) fer fram nk. laug- ardag, 20. apríl, kl. 13.00, við Borgarskálann. Skráning á sama stað kl. 12.00. Ef veður verður óhagstætt, kemur tilkynning í Ríkisútvarpinu kl. 10.00 keppnis- daginn. Upplýsingar í síma 12371. Skíðafélag Reykjavíkur. 0 FREEPORTKLÚBBURINN Freeportklúbburinn Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 18. apríl kl. 20.30 i safnaðarheimili Bústaðakirkju. Gestur fundarins: Inger Anna Aikman, dagskrárgerðarmaður. Öllu áhugafóki frjáls þátttaka. Stjórnin. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Vakningarsamkoma verður í kvöld kl. 20.30. Stjórnandi Garöar Agn- arsson. Allir hjartanlega velkomnir. Skiphoiti 50b Samkoma i kvöld kl. 20.30. Þú er innilega velkomin(n). Góðtemplarahúsið, Hafnarfirði Félagsvistin í kvöld, fimmtudag- inn 18. apríl. Byrjum að spila kl. 20.30 stundvíslega. Allir velkomnir. Fjölmennið. Frá Félagi eldri borgara Gönguhrólfar hittast nk. laugar- dag kl. 10.00 á Hverfisgötu 105. □ HELGAFELL 59914187 VI 2 FRL St.St. 59914187 VII I.O.O.F. 11 = 17204187'/2 = H.F.* 9.0 □ SINDRI 59911847 = 2 ÍRvík. I.O.O.F. 5 = 1724188V2 =SK.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.