Morgunblaðið - 18.04.1991, Side 50
MQRGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGL'R, 18, AJ>RI1, 19.9J
M.
N G
N G A R
Úrelt lög- hindra viðskipti
eftir Þórleif Jónsson
Á því herrans ári 1922 eða fyrir
u.þ.b. 70 árum voru sett lög hér á
landi um rétt til fiskveiða í land-
helgi. Samkvæmt þessum lögum er
það meginregla að islenskir ríkis-
borgarar hafi einir heimild til að
stunda fiskveiðar við landið og að-
eins megi nota íslensk skip til veið-
anna. Erlendum skipum er sam-
kvæmt lögunum á sama hátt bann-
að að verka veiði sína í íslenskri
landhelgi, svo og að flytja hana í
land til verkunar. Erlendum skipum
er ennfremur bannað að hafast hér
við til að stunda héðan veiðar utan
íslenskrar landhelgi. Undanþágu-
ákvæði er í lögunum, sem veitir
sjávarútvegsráðherra möguleika á
að leyfa innlendum vinnslustöðvum
að kaupa afla af erlendum skipum.
Slík leyfi skal binda við ákveðna
staði eða landshluta.
íslensk stjómvöld túlka lög þessi
þannig, að í þeim felist einnig bann
við því að erlend skip sem eru að
veiðum fyrir utan fiskveiðilögsög-
una komi hér að landi til viðgerða
eða annarra viðskipta. Túlkun
stjórnvalda byggist á áðurnefndu
ákvæði laganna um að útlendingum
sé bannað að hafast við hér við
land eða í höfn til þess að reka
þaðan fiskveiðar utan landhelgi.
Þótt lagatúlkun þessi byggist á
veikum grunni og draga verði mjög
í efa, að niðurstaða dómstóla yrði
hin sama, ef á reyndi, er augljóst
að þessi túlkun yfírvalda sjávarút-
vegsmála hindrar erlend skip í að
eiga viðskipti við íslendinga. Þegar
við bætist, að samkvæmt þessum
gömlu lögum er útlendingum tví-
rætt bannað að landa og selja fisk
hér á landi, nema gegn sérstöku
leyfí, er líklegt að gjaldeyristekjur
þjóðarinnar skerðist um mörg
hundruð milljónir ár hvert af þess-
um sökum. Það mætti því halda að
verulega rík rök hnigi að því að
viðhalda þessum 70 ára gömlu laga-
ákvæðum. Svo er þó ekki að mínu
mati, eins og mjög stuttlega verður
vikið að hér á eftir.
Helsta ástæða þess að lögum
þessum hefur ekki verið breytt er
sú hin sama og upphaflega, þ.e.
þeim er ætlað að gera erlendum
veiðiskipum erfitt fyrir með veiðar
úr fiskistofnum okkar. í þessu sam-
bandi þarf að hafa í huga að lögin
voru upphaflega sett þegar land-
helgi og fiskveiðilögsaga íslands
voru aðeins 4 sjómílur. Aðstæður
eru því allt aðrar nú og mikilvæg-
ustu nytjastofnar okkar sem útlend-
ingar áttu auðveldan aðgang að á
þeim tíma, sem lögin voru sett,
halda sig nú að mestu innan núver-
andi fiskveiðilögsögu. Þrátt fyrir
þetta markmið laganna sóttu erlend
skip mikla þjónustu til innlendra
hafna fyrr á tímum. Eftir útfærslu
fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur
kemur upp ný staða, þar sem semja
þarf um skiptingu ýmissa fisk-
stofna, svo sem karfa, loðnu og
rækju, sem tímabundið leita út fyr-
ir lögsöguna og eru þar með nýttir
af fleirí þjóðum. Til þess að styrkja
samningsstöðu sína gagnvart þess-
um þjóðum (Grænlendingum, Norð-
mönnum, Færeyingum o.fl.) hefur
sjávarútvegsráðuneytið beitt fyrir
sig lögum þessum og í raun túlkað
þau þrengra en áður var gert. Ráðu-
neytið telur að beiting laganna hafi
borið árangur hvað varðar karfa-
stofninn milli íslands og Græn-
lands, sem fiskifræðingar telja að
megi veiða um 70-80 þúsund tonn
úr á ári. Grænlendingar hafa fram-
selt til Evrópubandalagsins veiði-
heimildir uppá um 40 þúsund tonn
á ári af þessum stofni. EB-löndun-
um tekst aðeins að ná um 5.000
tonnum að sögn sjávarútvegsráðu-
neytisins á meðan þeir fá ekki að-
stöðu til útgerðar hér á landi. Ráðu-
neytið telur að fái þeir aðstöðu hér
á landi minnki íslenski karfaaflinn
að sama skapi. Þessi túlkun ráðu-
neytisins er hæðin. Islenski karfa-
flinn hefur verið um 90 þúsund tonn
og allur sá afli er veiddur innan
fiskveiðilögsögu íslands. Veiðar á
karfa utan lögsögunnar við austur-
strönd Grænlands eru einfaldlega
mjög erfiðar og hæpið, að þar
næðist meiri afli þrátt fyrir að þau
skip fengju þjónustu eða jafnvel
fengju að landa afla sínum hér á
landi. Það er því afar hæpið að
þeir hagsmunir sem hér er verið
að vernda séu ríkari en til að mynda
hagsmunir innlendra fiskvinnslu-
stöðva, sem skortir nú hráefni, enda
hafa þær tekið það ráð að flytja
það inn.
Það verður að teljast fullkomlega
óeðlilegt að banna erlendum veiði-
skipum að landa afla hér á landi á
sama tíma sem allt að 20% af afla
landsmanna hefur verið fluttur út
sem ferskur fískur og fiskvinnsla
hér á landi á af þeim sökum í vök
að verjast. Þá má að sjálfsögðu
nefna þá gífurlegu hagsmuni sem
eru í húfi fyrir atvinnugreinar sem
missa af verulegum viðskiptum, svo
sem viðgerðum og endurbótum á
skipum, sölu á búnaði og tækjum
um borð, viðgerðum og kaupum á
veiðarfærum, kosti, vatni, ís, lækn-
isþjónustu, viðskiptum við hótel og
flugfélögvegnaáhafnaskipta, hafn-
argjöldum, olíu og olíuvörum, vara-
hlutum, almennri verslun o.fl.
Lög þessi og túlkun sjávarút-
vegsráðuneytisins á þeim samræm-
ist á engan hátt nútíma viðskipta-
háttum. Það skýtur skökku við, að
nú eftir útfærslu fiskveiðilögsög-
unnar og á tímum fríverslunar og
afnáms hafta, séu þessi lög túlkuð
Þórleifur Jónsson
„íslensk stjórnvöld
túlka lög þessi þannig,
að í þeim felist einnig
bann við því að erlend
skip sem eru að veiðum
fyrir utan fiskveiðilög-
söguna komi hér að
landi til viðgerða eða
annarra viðskipta.“
til hins ítrasta. Að breyta þessum
iögum eða a.m.k. túlkun sjávarút-
vegsráðuneytisins á þeim, er einföld
leið fyrir okkur til að auka útflutn-
ingstekjur okkar. Þessi erlendu skip
eru þarna úti hvort sem okkur líkar
betur eða verr og í mörgum tilfellum
eru þau ekki að sækja í stofna, sem
við nýtum okkur. í þeim tilfellum,
þar sem um stofna er að ræða, sem
við nýtum, þá hlýtur að vera betra
fyrir okkur að fá þann afla inn til
íslenskrar vinnslu og fiskmarkaða,
en að láta nágrannaþjóðum okkar
hann eftir. Grænlendingar landa
rækju hér 6 mánuði á ári og Sovét-
menn tilfallandi á undanþágu og
ekki er séð nema að það komi sér
vel fyrir innlendar rækjuverksmiðj-
ur.
Landssamband iðnaðarmanna og
Félag dráttarbrauta og skipasmiða
hafa ítrek'að vakið máls á því á
opinberum vettvangi að eðlilegt
væri að breyta þessum lögúm. Jafn-
an hefur sjávarútvegsráðuneytið
vísað þessum hugmyndum á bug
með því að vísa á undanþáguheim-
ild laganna. Hefur verið bent á að
lögin stæðu ekki í vegi fyrir öðrum
viðskiptum en löndun fisks, þar sem
auðvelt væri að fá leyfi til t.a.m.
skipaviðgerða og annarra viðskipta.
Það þarf varla að fara mörgum
orðum um það, að skip, sem er að
veiðum utan landhelgi, fer varla í
land til að leita eftir viðgerðum, ef
það fær ekki að selja aflann um
íeið. Auk þess hljóma þessi rök sem
hróp aftan úr grárri forneskju nú
á tímum, þegar allir stjórnmála-
flokkar viðurkenna fríverslun sem
grundvallarreglu viðskipta. Það var
e.t.v. ekki auðvelt að fá leyfi Fjár-
hagsráðs á sínum tíma fyrir inn-
flutningi á vörum eða þjónustu en
það var þó hægt. Hér er því einung-
is um stigsmun að ræða en ekki
eðlísmun. Það þætti líklega ekki góð
latína ef lög væru í gildi frá árinu
1922 um að bannað væri að versla
í kaupfélögum Iandsins en hinsveg-
ar væru boð látin út ganga að auð-
velt væri þó að fá til þess leyfi.
Sjálfsagt væri fljótlegt að auglýsa
slíka undanþágu hér innanlands, en
hvernig myndi ganga að fá útlend-
inga til þess að skipta við kaupfé-
lögin?
Höfundur er framkvæmdastjóri
Landssambands iðnaðarmanna.
„Þjóðarsátt hin nýja“
eftir Helga Laxdal
í Morgunblaðinu þann 28. mars
sl. birtist grein eftir Guðjón A.
Kristinsson skipstjóra og Johann
Ársælsson skipasmið undir nafninu
„Leið til sátta um stjórn fiskveiða“:
Fyrri hluti greinarinnar fer í að
útmála galla hins svokallaða kvóta-
kerfís og því fundið flest til foráttu,
en steininn tekur þó úr þegar kom-
ið er að því að segja frá hvernig
farið er framhjá kerfinu en um
þann þátt segir orðrétt:
„Margir, hvort sem þeir eru í
andstöðu við núgildandi kerfi eða
ekki, telja lítinn glæp að fara fram-
hjá því.
Ótal möguleikar eru á að víkja
sér undan og leika á kerfið. Allir
vita að afla, sem lágt verð fæst
fyrir, svo sem smáum fiski eða lé-
legum, er hent í sjóinn í verulegu
magni ef menn hafa lítinn kvóta.
Afla er landað framhjá vigt. Afli
er skráður á rangt skip. Tegundir
eru rangt skráðar.
Vafasamt er að upplýsingar
vegna afla sem ekki er vigtaður hér
séu nægilega nákvæmar."
Heldur finnst mér nú sá vitnis-
burður sem hér er settur fram um
íslenska sjómenn og útgerðarmenn
dapur ef sannur reynist. Þó er ef
til vill verst að það eru ekki bara
andstæðingar kerfisins sem hafa
þennan háttinn á heldur margir sjó-
menn og útgerðarmenn. I framhaldi
hlýtur að læðast að manni sá grun-
ur að það kerfi sem við líði var á
undan þessu hafi verið misnotað.
Þar þurfti að fylgjast með afla,
fylgjast með tegundum o.s.frv.
Kannski var bara veiddur þorsk-
ur á þeim tímabilum þegar aðrar
tegundir átti að veiða og hann
t.d. skráður karfi, ufsi o.s.frv.
ef að það er svona auðvelt að
fara framhjá reglum í þessari
atvinnugrein. En um hvað snýst
hin nýja þjóðarsátt, það kemur
fram í eftirfarandi kafla úr um-
ræddri grein.
„Aiþingi skal kjósa stjórn (Fisk-
veiðistjórn), í henni skuli eiga sæti
fískifræðingar, sjávarlíffræðingar
og aðrir valdir með það grundvallar-
markmið í huga að sú besta þekk-
ing sem fyrir hendi er á hveijum
tíma á lífríkinu í sjónum og málefn-
um sjávarútvegsins ráði ákvörðun-
um fiskveiðistjórnunarinnar.
Hlutverk fiskveiðistjórnar verður
að stjóma nýtingu fiskistofna með
tilliti til ástands þeirra og lífríkis
sjávar á hveijum tíma.
Taka skal upp aflagjald tengt
sóknarstýringu með aflagjaldi,
stjórnunaraðferð sem byggist á
þremur höfuðþáttum:
1. Því að meta áhrif veiðanna á
fiskistofna til verðs og leggja
aflagjald á hvert landað tonn.
Þannig að verði álagið á fiski-
stofnana meira en ráðlegt er
hækkar gjaldið og þannig mynd-
ast efnahagslegar forsendur sem
taka mið af ástandi í lífríkinu.
2. Banndagakerfi.
3. Svæðabundnum veiðibönnum.
Fiskveiðistjórn verður heimilt að
hafa áhrif á veiðar fiskiskipa með
álagningu sérstakt gjalds sem mið-
ast skal við magn þess afla af hverri
tegund sem að landi kemur af
hveiju skipi.
Gjaldið skal vera mismunandi
hátt bæði milli tegunda og jn_n_an_
hverrar tegundar, til dæmis
hærri fyrir smáan fisk eða léleg-
an þó aldrei það hátt að ekki sé
hagkvæmt útgerð og sjómönnum
að landa öllum aflanum.
Þær veiðar sem hagkvæmast-
ar verða taldar fyrir nýtingu
fiskistofnana á hverjum tíma
gætu haft mjög lágt gjald. Gjald-
ið skal endurskoða með hæfilegu
millibili með tilliti til ástands
hverrar tegundar og nýjustu
upplýsinga um veiðarnar. Fisk-
veiðistjórn getur einnig gripið
inn í með nýjum veiðiákvörð-
unum á aflagjaldi ef sérstakar að-
stæður skapast milli verðákvörðun-
artímabila.
Gjaldið skal renna í sjóð sem
nota skal m.a. til úreldingar skipa.
Einnig skal heimilt að greiða úr
sjóðnum uppbætur á veiðar á van-
nýttum tegundum og veita styrki
til tilraunaveiða. Sjóðurinn gæti
nýst til margvíslegra þarfa vegna
starfsemi sjávarútvegsins. Gjaldið
skal ekki íþyngja sjávarútveginum,
það skal fyrst og fremst verða
stjórnlæki.
í fyrsta lagi á að byggja á áliti
fiskifræðinga hvað varðar nýtingu
hafsvæðanna umhverfis landið líkt
og gert hefur verið en til viðbótar
á að setja á stofn einhverskonar
dagskipunarráð sem á að gefa fyrir-
skipanir um sóknina hveiju sinni
og til þess að takmarka og stýra
henni á að leggja gjald á hvert land-
að tonn. Gjaldið á að fara eftir teg-
undum og gæðum þess fisks sem
landað er hveiju sinni, einnig á að
taka tillit til stærðar hans. Það sem
mér finnst merkilegt við þessa upp-
talningu er að þessi fiskyeiðistjórn-.
Helgi Laxdal
„Auðvitað eru ekki allir
sammála en mér er
spurn um hvaða þjóð-
mál sem skiptir máli
hérlendis ríkir algjör
eining, þau finn ég ekki
í mínum huga og ekkert
óeðlilegt við það.“
un á að byggja á sömu höfuðþáttum
hvað varðar eftirlit og sú stjórnun-
araðferð sem í gildi er. Það þarf
sem sé að fylgjast með lönduðum
afla. Það þarf að fylgjast með hverri
tegund fyrir sig, það þarf að fylgj-
ast með stærð fiskjarins og til við-
bótar á aðfara fram nákvæmt eftir-
lit með gæðum aflans.
í upphafi er því lýst að í nú-
gildandi kerfi fari margir fram-
hjá öllum þeim þáttum sem hér
eru upptaldir og gildir þá einu
að mati. höfunda. hyprt JH.eim .eru
andsnúnir gildandi kerfi eður ei.
Er þá ekki fremur ólíklegt að
farið verði að virða settar reglur
þó annað kerfi sé sett á laggirnar
ef sjómenn og útgerðarmenn eru
svo óskaplega ólöghlýðnir, og ekki
verður eftir litlu að slægjast í boð-
uðu kerfi ef menn geta með lítils-
háttar greiðasemi sloppið við að
greiða fyrirhugað aflagjald sem í
öðru orðinu á að vera virkt stjórn-
tæki en í hinu svo lágt að það nán-
ast engin áhrif hafi. Að vísu þarf
töluverðan velvilja til þess að skynja
virkni slíks gjalds.
Þeir tvímenningar gagnrýna öll
þau boð og bönn sem fylgja gild-
andi stjórnkerfi eða eins og þeir
lýsa því, þá sé verið að -hnýsast í
hvers manns kopp. Ekki ætla ég
að leggja dóm á koppaskoðun en
ekki fæ ég séð að úr henni mundi
draga þótt að farið yrði að þeirra
tillögum nema síður sé. Því er einn-
ig haldið fram að mikið ósætti ríki
um gildandi fiskveiðistefnu. Sam-
kvæmt skoðanakönnun Gallups sem
nýlega fór fram virðist svo ekki
vera. Auðvitað eru ekki allir sam-
mála en mér er spurn um hvaða
þjóðmál sem skiptir máli hérlendis
ríkir algjör eining, þau finn ég ekki
í mínum huga og ekkert óeðlilegt
við það, við búum í lýðræðisríki og
því fullkomlega eðlilegt að skoðanir
séu skiptar, það er eðli lýðræðisins.
Með grein sinni setja höfundar fram
stjórnunarleið sem þeir vonast til
að um gæti orðið þjóðarsátt í þessu
máli. Þjóðarsátt er tískuorð í dag
sú þjóðarsátt sem varð um almenn
kjör á liðnu ári byggist á vandlega
undirbúnum tillögum um efnið,
sú þjóðarsátt sem hér er boðuð
virðist ekki hafa slíkt fram að færa.
Höfundur er formaður
, Vplstjórafélags íslands.