Morgunblaðið - 18.04.1991, Side 52
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTl.'DAGUR 18. APRÍL 1,991
Blekkingarleikur
um EB og EES
eftir Kristínu
Einarsdóttur
Á fjölmörgum fundum sem ég
hef verið á bæði á vinnustöðum
og annars staðar hefur umræðan
um samskipti íslands og EB verið
áberandi. Flestir hafa verulegar
áhyggjur af því að verið sé að leiða
þjóðina inm' EB. íslendingar hafa
ríka sjálfstæðistilfinningu og telja
ekki koma til greina að færa stjórn
okkar mála til Brussel. Þessu er
yfirgnæfandi meirihluti sammála.
Það er hinsvegar áberandi hve
margir halda að samningar sem
nú standa yfir við EB snúist aðal-
lega um niðurfellingu á tollum
fyrir íslenskar sjávarafurðir inná
markaði EB.
Evrópskt efnahagssvæði
Samningar EFTA, þ.m.t. ís-
lands, við EB sem nú standa yfir
miða að því að mynda einn mark-
að fyrir fjármagn, þjónustu og
vöru og að fólk hafi sama rétt á
svæðinu öllu til atvinnu, stofnun
fyrirtækja, kaupa fasteignir þ.m.t.
land o.fl. Þetta þýðir að Island
verður hluti af svæði þar sem 350
milljónir manna hafa sama rétt
. og ekki er leyfilegt að mismuna á
neinn hátt eftir þjóðerni. EFTA-
löndin eiga að gera að sínum lög-
um 1.400 lagabálka EB sem fjalla
Um efnahags- og fjármál. Þannig
munu 11 þúsund síður bætast við
íslenska lagasafnið sem nú nær
tvö þúsund síðum. Með þessu er
í raun verið að reyna að steypa
allri Vestur-Evrópu í eina efna-
hagsheild. Ríkisstjórnin sem nú
situr hefur veitt utanríkisráðherra
umboð til að ganga til samninga
á þessum forsendum.
Blekking eða hvað?
í umræðu stjórnmálamanna í
kosningaham undanfarið hefur
heyrst margt undarlegt. Við fáum
að heyra forsætisráðherrann segja
æ ofan í æ að ísland geti ekki
gengið í EB m.a. vegna þess að
þá muni útlendingar koma hingað
og kaupa heilu dali og fjöll og fisk-
vinnslufyrirtækin muni hvérfa úr
höndum íslendinga. Veit hann
ekki að ríkisstjórnin þar sem hann
er í forsæti hefur gengið til samn-
inga við EB um Evrópskt efna-
hagssvæði þar sem ekki er gert
ráð fyrir neinum hömlum á rétt
erlendra aðila til fjárfestinga hér
á landi, ekki heldur í fiskvinnslu-
fyrirtækjum? Látið er í veðri vaka
að samningar EFTA og EB fjalli
um niðurfellingu á tollum af ís-
lenskum sjávarafurðum og ekkert
annað. Það er vandséð hvaða til-
gangi slíkur málflutningur þjónar.
Er verið að reyna að blekkja kjós-
endur?
Frelsi fjármagnsins
í samningunum um Evrópskt
efnahagssvæði er því fyrst og
fremst verið að semja um að af-
nema landamæri milli ríkja fyrir
íjármagn þannig að þeir sem eiga
peninga geti farið með það þangað
sem talið er hagkvæmast að fjár-
festa og stofna fyrirtæki. Einnig
er gert ráð fyrir óheftum vöruvið-
skiptum með iðnaðarvörur en við-
skipti með sjávarafurðir eru ekki
fijáls. EB hefur lýst því yfir að
þeir muni ekki afnema tolla af
sjávarafurðum nema í staðinn
komi veiðiheimildir innan fiskveið-
ilögsögu EFTA-ríkjanna. Við get-
um aldrei samþykkt að skip EB
veiði innan okkar lögsögu og gefa
þannig eftir það sem áunnist hefur
í útfærslu landhelginnar.
Aðild að EES er stórt skref
inn í EB
Aðild að EB er ekki kostur fyr-
ir íslendinga. Aðild að EES er stórt
skref inní EB. Þess vegna hefur
A R
Kristín Einarsdóttir
„Veit hann ekki að rík-
isstjórnin þar sem hann
er í forsæti hefur geng-
ið til samninga við EB
um Evrópskt efnahags-
svæði þar sem ekki er
gert ráð fyrir neinum
hömlum á rétt erlendra
aðila til fjárfestinga hér
á landi.“
Kvennalistinn lýst yfir andstöðu
við aðild íslands að EB og EES.
Við eigum að hafa góð samskipti
við EB sem og aðra á sviði við-
skipta og á ýmsum öðrum sviðum
án þess að afsala okkur þeim
stjórntækjum sem við þurfum á
að halda til að tryggja afkomu
þjóðarinnar og sjálfstæði. Það
moldviðri sem nú er reynt að þyrla
upp nú um að kosningarnar fram-
undan séu þjóðaratkvæðagreiðsla
um inngöngu í EB er helst til þess
fallið að auðvelda þeim öflum sem
vilja keyra okkur alla leið inní EB.
Kvennalistinn vill aðrar leiðir
í gildi er fríverslunarsamningur
milli íslands og EB. Samningurinn
er tiltölulega hagstæður þótt eðli-
legt sé að krefjast endurskoðunar
á honum vegna breyttra aðstæðna
frá þvi hann var gerður. Þetta á
sérstaklega við um verslun með
sjávarafurðir en mikilvægt er fyrir
okkur að fá tolla á þeim lækkaða
eða fellda niður án þess að þurfa
að veita EB aðgang að þeim auð-
lindum sem við byggjum afkomu
okkar á. Við eigum að leita tví-
hliða samninga við EB um þetta
sem og önnur samskipti.
Fyrir nokkrum árum fór meiri-
hluti af fiskútflutningi okkar á
Bandaríkjamarkað, en hin síðari
ár hefur markaður EB tekið við
stærstum hluta hans. Við megum
gæta okkar á því að binda okkur
ekki svo fast á einn markað að
svigi-úm okkar til viðskipta þreng-
ist. Bandaríkjamarkaður getur
aftur orðið okkur mikilvægur og
við eigum að vinna að því, sem
og því að vinna markaði annars
staðar, t.d. í Austur-Evrópu og
Asíu.
Vinnum saman að auknum við-
skiptum og öðrum samskiptum við
aðrar þjóðir án aðildar að efna-
hagsheildum. Það vill Kvennalist-
inn gera.
HÖfundur er þingnuiður
Kvennalistans og skipar 2. sæti
V-listans í Reykjavík.
Byggðamál - sveitastj ómarmál
eftir Arnbjörgu
Sveinsdóttur
Ákaflega mikilvægt er að drepa
umræðum um byggðamál ekki á
dreif, með því að flækja um of
deilum um stjórnskipunarmál
sveitastjórna inn í þau. Það er
' aðal sumra stjórnmálaflokka að
hræra þessum hlutum í einn gi'aut,
þannig að almenningi er gert af-
skaplega erfitt að skilja þar á
milli. Reyndar er það nú svo að
tekist hefur að stofna a.m.k. tvo
stjómmálaflokka nú að undanf-
örnu, Heimastjórnarflokk og Þjóð-
arflokk, utan um þennan eina
málaflokk, þ.e. hvernig skuli skipa
stjómvaldinu sveitarstjómir.
Sveitarstjórnir eru fóikinu ákaf-
lega mikilvægt stjórnvald og
stendur því næst hvar sem það
býr í sveit eða borg. Það styrkir
vissulega alla byggðaþróun að
sveitarstjórnir séu þess megnugar
að takast á við þau verkefni sem
þeim era falin. Það dregur úr mið-
stýringu ríkisvaldsins að dreifa
valdi og ábyrgð til sveitarfélag-
anna. Sveitarfélögin era vel hæf
til að taka við auknum verkefnum
á sviði menntunar, félagsþjónustu,
samgangna og umhverfismála. En
til þess er nauðsynlegt að sveitafé-
lögin fái aukna tekjustofna. Til
stærri verkefna og sameiginlegra
hafa sveitafélögin möguleika á að
stofna byggðasamlög, sem er mjög
æskilegur kostur. Það er því mín
skoðun að sveitafélög og fijáls
félagasamtök þeirra í núverandi
mynd hafi alla burði til að taka
við auknum verkefnum. Til eru
svæði þar sem sameining sveitafé-
laga getur verið hagkvæm og eðli-
leg og íbúarnir sjálfir óski samein-
ingar. Slíkt er eðlilegt og sjálf-
sagt, en lögþvingun frá ríkisvald-
inu er ákaflega ógeðfelld og ætti
ekki að eiga sér stað í trássi við
vilja íbúana.
Sterkar sveitarstjórnir eru því
stór þáttur í eflingu byggða, en
til þarf að koma ótalmargt fleira
þannig að framreikningur á íbúa-
þróun næstu 20 ára verði ekki að
veruleika.
í stuttu máli þá þarf byggða-
stefna næstu ára að fjalla um það
hvar 30.000 manns setjist að í
landinu á næstu 20 árum. Það er
sá fjöldi, sem spáð er að velji sér
búsetu á höfuðborgarsvæðinu
umfram náttúrulega fjölgun þar.
Það er ákaflega dýrt og óhag-
kvæmt að byggja upp alla þá þjón-
ustu, sem þetta fólk þarf á að
halda í formi samgöngumann-
virkja, skóla, heilsugæslu, félags-
þjónustu, sorps og holræsakerfis
á höfuðborgarsvæðinu og alls
ónauðsynlegt, þar sem sú þjónusta
er þegar til vítt og breitt um landið.
Þær einstöku aðgerðir sem
koma til með að hafa hvað mest
áhrif á þessa þróun eru að almenn
efnahagsstjórn í landinu verði með
VINKLAR Á TRÉ
Þ.ÞOBGRlMSSON&CO
ÁRMÚLA29, SÍMI 38640
Arnbjörg Sveinsdóttir
„í stuttu máli þá þarf
byggðastefna næstu
ára að fjalla um það
hvar 30.000 manns selj-
ist að í landinu á næstu
20 árum. Það er sá
fjöldi, sem spáð er að
velji sér búsetu á höfuð-
borgarsvæðinu umfram
náttúrulega fjölgun
þar.“
þeim hætti að undirstöðuatvinnu-
greinar landsbyggðarinnar hafi
eðlileg rekstrarskilyrði og að sam-
göngur innan héraða verði með
þeim hætti að vaxtarsvæði lands-
byggðarinnar verði sem stærst og
öflugust.
Það hvernig efnahagsmálum
Vinnuskólar
— bæjarfélög
Traustir jeppar,
7-12 sæta Land Rover með toppgrind.
Mini-busar.
Margar geröir aí traustbyggðum kerrum.
Lækkið fjármagnskostnaðinn.
Leigið bíla íyrir vinnuhópana.
interRent
Europcar
Bílaleiga
Akureyrar,
Skeifunni 9, Reykjavík (Hafsteinn), sími 91-686915.
Tryggvabraut 12, Akureyri (Vilhelm), sími 96-21715.
hefur verið stjórnað á undanförn-
um árum hefur haft hvað mest
áhrif á byggðaþróun. Gengis-
skráning krónunnar er sá þáttur,
sem hvað mest áhrif hefur haft á
öryggisleysi í undirstöðugreinun-
um. Þetta öryggisleysi gerir það
að verkum að iðnaður og þjónustu-
greinar þar sem flest ný störf í
þjóðfélaginu verða til, hafa ekki
getað þróast eðlilega við hlið und-
irstöðugreinanna. Þjónustugreinar
geta dafnað á öflugum vaxtar-
svæðum. Með hugtakinu vaxtar-
svæði er átt við þéttbýlisstaði og
sveitir sem tengjast með daglegum
öruggum samgöngum og mynda
samfelld atvinnu- og þjónustu-
svæði. Fjárfesting í vegakerfinu
er því nauðsynleg til þess að spara
fjárfestingar á öðrum sviðum í
opinberri þjónustu. Samgöngu-
bætur snúast fyrst og fremst um
að efla vaxtarsvæðin þannig að
hagkvæmni stærðarinnar fái notið
sín.
Sjálfstæðisflokkurihn hefur
mótað nýja og framsækna byggð-
astefnu sem tekur á þessum mál-
um.
Almennar aðgerðir eru það sem
til þarf að koma, en ekki skömmt-
unarstefna núverandi stjórnvalda.
Stjórnkerfisbreytingar hjá sveitar-
stjórnum sem sumir flokkar boða
og kalla ýmsum nöfnum, t.d. þriðja
stjórnsýslustigið hafa ekkert með
þróun byggðar að gera. Það sem
skilur á milli Sjálfstæðisflokksins
og annarra flokka er trúin á ein-
staklinginn og samtök þeirra og
að markmiðum byggðastefnu
verði náð með almennum aðgerð-
um. Stefna stjórnvalda miði að því
að hvetja til frumkvæðis og fram-
taks, einstaklinga og fijáls félaga-
samtök þeirra.
Höfundur er skrifstofustjóri,
fonnaður bæjarráðs á Seyðisfirði
og stjórnarma ður íSSA.IIún
skipar 4. sæti á lista
Sjálfstæðisflokksins í
Austurlandskjördæmi ogá sæti í
stjórn byggðanefndar
Sjádfstœðisflokksins.