Morgunblaðið - 18.04.1991, Side 55

Morgunblaðið - 18.04.1991, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1991 55 rv \\ K O S N 1 I N G A R U Éfling Alþingis: Tveg’gj aflokkakerfi Jafnframt öflugum landsmálaþingum flokkanna eftir Þór Jakobsson Listadansinn í Hruna Margir hafa gaman af kosning- um, en það sér hver heilvita maður að skörin færist heldur en ekki upp á bekkinn um þessar mundir. Fjöldi lista í kjördæmunum er sem hér segir: 9 listar í Reykjavík, 8 listar í Vesturiandskjördæmi, 7 listar í Vestfjarðakjördæmi, 8 listar í Norð- urlandskjördæmi vestra, 8 listar í Norðurlandskjördæmi eystra, 8 list- ar í Suðurlandskjördæmi, 11 listar í Reykjaneskjördæmi. Hvað verða margir næst? Að meðaitali tólf og þarnæst kannski sextán? Að lokum verða ef til vill í boði tuttugu sérþarfalistar með sín forsmáðu baráttumál og skammir út í „gömlu flokkana" sem líka verða fleiri og fleiri? Tvcggjaflokkakerfi Framtíðin gæti því óneitanlega orðið bráðskemmtileg og býsna spennandi fyrir kosningar, en mig langar hins vegar að vekja athygli á nýlegri skoðanakönnun sem bend- ir til, að fólk flest kunni ekki að meta svona skemmtun. Þvert á móti. Samkvæmt henni virðast annar hver maður telja tveggjaflokkakerfi æskilegt á íslandi. Þetta er reyndar ekki ný hugmynd. Hins vejgar hefur henni lítt verið hampað. Arangurs- laust var hún gerð að umtalsefni í blöðum fyrir allmörgum árum, og hefur þróun mála gengið í gagn- stæða átt eins og dæmin sanna. Skoðanakönnunin var fram- kvæmd af SKÁÍS fyrir Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu. Var greint frá henni í Morgun- blaðinu 3. apríl sl., bls. 50. í greinar- gerðimíi stendur: „Loks voru svar- endur spurðir hvort þeir teldu tveg- gjaflokkakerfi æskilegt á ísiandi. 49,4% svöruðu því játandi, 44% neitandi, en 6,2% voru óákveðnir." Þetta eru mjög athyglisverðar nið- urstöður. Fjöldi spurðra var 600. Afstaða til tveggjaflokkakerfis var könnuð miðað við stuðning við stjórnmálaflokkana: rúm 62% stuðningsmanna Framsóknar- flokksins telja tveggjafiokkakerfi æskilegt, rúm 43% stuðningsmanna Alþýðuflokks, 52,5% stuðnings- manna Sjálfstæðisflokks, rúm 31% stuðningsmanna Alþýðubandalags, tæplega 31% stuðningsmanna Kvennalista og hér um bil 73% stuðningsmanna annarra flokka. Afstaðan er nokkuð mismunandi, en heildarútkoman er skýr og ber vitni um almenna ósk um allt aðra þróun en á sér stað um þessar mundir. Fólk vill færri flokka, ekki fleiri — og annar hver maður vill meira að segja láta tvo nægja! Hvað skal til bragðs taka? Fyrir margra hluta sakir væri þjóðþrifa- mál að stefna markvisst að tveggja- flokkakerfi. Látið verður.nægja að svo stöddu að lýsa hér í stuttu máli hugmynd um slíkt fyrirkomu- lag. I. Flokkarnir Hvort sem mönnum líkar betur eða verr virðast æði margir tor- tryggja „gömlu flokkana". Stjórn- málaflokkarnir þyrftu að vinna bet- ur að því að draga úr slíkri tor- tryggni og vinna traust áhugafólks um þjóðmál og félagsleg úrbóta- mál. Sægur er af slíku fólki innan og utan félagasamtaka. Þetta fólk þarf að fá til samstarfs við þá sem starfa að stjórnmálum í flokkunum. Þrátt fyrir slíkt samstarf, þyrftu utanflokksmenn ekki að skuldbind- ast flokkunum fyrr en þeir kærðu . sig .Uljl...................... Illt er að sjá átta fylkingar hug- Þór Jakobsson „í stuttu máli sagt: 1) hvetjum fólk til þátt- töku í stjórmálaflokk- unum, 2) eflum lýðræði með valdameiri lands- fundum — „undirþing- um“ og 3) eflum Alþingi — með því að fækka flokkunum! sjónamanna geisast fram í eldmóði kosningaleiks hver með sína stefnu- skrá — og reyndar með svipuðu orðalagi að mestu leyti. Verra er að vita til þess, að vindur verði úr flestum skekinn strax eftir kosning- ar, félagslega heimilislausum og áhrifalitlum. Starfsorku og félagsáhuga þyrfti að beina inn á færri farvegi, svo að kraftar og þekking áhugamanna nýttist — líka milli kosninga! Með öðrum orðum: Forystumenn „gömlu flokkanna“ verða að spyija sig, hvers vegna fólk virðist feimið eða hrætt við að gefa sig að hefð- bundnu flokkunum. Margir telja sig uppgefna á gömlu flokkunum. Hins vegar verður almenningur að spyrja sig: Mála menn ekki skrattann á vegginn? Hver og einn þarf að spyija: Gæti ég þrátt fyrir allt haft meiri áhrif í flokksstarfi en ég hef gert ráð fyrir, með sam- starfi og kynnum við aðra liðsmenn þar í flokknum. Fróðlegar greinar hafa birst eftir háskólakennara „í tilefni kosning- anna“. Það er í áttina. En næst ganga þeir vonandi lengra og jafn- vel fram fyrir skjöldu, þeir sem vit- ið hafa. Þeir ættu ekki að hafa neitt á hættu, þótt þeir Iétu meira til sín taka. Margir hika við að koma nálægt flokki af hræðslu við stimpilinn — vegna þeirrar algengu og hvimleiðu skoðunar, að flokks- menn þurfí að vera sömu skoðunar í einu og öllu og taka á sig allar syndir flokksins frá upphafi. Flokk- ar eiga að mínum dómi að þróast eins og þjóðfélagið sjálft. II. „Undirþing“ Ofannefnt samstarf innan flokk- anna yrði síðan styrkt smám saman með því að efla árleg þjóðmálaþing eða landsfundi stjórnmálaflokk- anna. Stefnt yrði hnitmiðað og formlega að því, að gera þjóðmála- þingin að einskonar „undirþingum“. Undirþing flokks endurspeglaði hin ólíku sjónarmið innan flokksins, gömul og ný, en einnig gætu þang- að sótt þau félög, félag'asamtök og hópar sem telja sig boða algerar . nýjuugar eða.framgang gleymdra mála. Þar ynnu boðberar nýrra sanninda málum sínum fylgi. Þar yrði áhrifamikill vettvangur þeirra sem um þessar mundir telja sig neydda til að sniðganga „gömlu flokkana“. Undirþing mótaði stefnu flokksins og undirbyggi menn og málefni fyrir löggjafarþing íslands, Alþingi.. Með öðrum orðum: Á „undirþing- um“ flokkanna sem mættu standa alllangan tíma mættust flokksmenn og áhrifahópar og fylkingar af ýmsu tagi sem nú ganga sjálfstæð- ar fram og vilja beint inn á Al- þingi. Á undirþingum yrði samið og lagt á ráðin um fram gang mála á sjálfu Alþingi. Undirþingum flokkanna fækkaði að sjálfsögðu um leið og sjálfum flokkunum, og efldust þau að sama skapi. En undirþing yrðu eins og áður sagði fyrst og fremst fjörugur og áhrifamikill vettvangur ólíkra sjón- armiða, „þrýstihópa" og samtaka af ýmsu tagi — og síðast en ekki síst hefðu þau skorinort og valdmik- ið umboð til að ráða stefnu flokks- ins. III. Alþingi Samtímis kerfisbundinni upp- byggingu lýðræðislegra undirþinga þarf að styrkja mikilvægustu stofn- un landsins, Alþingi, með því að hækka lágmarksfylgis sem krafist yrði af flokki vilji hann fá fulltrúa á löggjafarsamkundu þjóðarinnar. Á 4 til 5 kjörtímabilum, á um það bil 20 árum, ætti að hækka lág- markið smám saman, fýrst í 5%, síðan 10%, þá 20% og að lokum í 35% (sic!) Samtímis fækkaði undirþingum flokka með samruna eða uppgjöf smáhópa sem telja sig ekki eiga samleið með neinum. Með öðrum orðum: Kosningar og störf Alþingis í tveggjaflokkakerfi yrðu einhlítari í augum almennings. I kosningabaráttunni yrði deilt um aðalatriðin. Einnig yrðu þeir helst í sviðsljósinu sem ábyrgðina bera. Með fullri virðingu fyrir Pétri og Páli úti í bæ sem teíja sig geta stokkið fyrirvaralaust inn á þing er brýnast fyrir kjósendur til Al- þingis að heyra mál þeirra sem eru við stjómvölinn eða eru líklegir til að ráða næstu árin. Ráðamenn þyrftu bæði að geta svarað til saka og greint frá fyrirætlunum sínum á áberandi hátt. Flokkar — „undirþing" — Alþingi Hafa verður í huga, að með til- liti til lýðræðisins eru ofangreindu þættirnir þrír jafnmikilvægir. í stuttu máli sagt: 1) hvetjum fólk til þátttöku í stjórmálaflokkun- um, 2) eflum Iýðræði með valda- meiri landsfundum — „undirþing- um“ og 3) eflum Alþingi — með því að fækka flokkunum! Annars mun óreiða aukast og stefna mun í óefni næsta áratuginn. Höfundur er veðurfræðingur og skipur 6. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík. -------------------- ■ SAMBAND ungra jafnaðar- manna kynnir nýja útvarpsstöð, A-stöðina, á FM 97,4. Stöðin hóf útsendingar 13. apríl sl. og er til húsa í gamla Alþýðuhúsinu og hef- ur síma 629129. ■ DEILD geðhjúkrunarfræð- inga innan Hjúkrunarfélags ís- lands heldur ráðstefnu um: Viðhorf neytenda til geðhjúkrunar og geð- heilbrigðisþjónustu, í Borgartúni 6, 4. hæð, föstudaginn 19. apríi kl. 13.00-17.00. Ráðstefnan er öll- um opin. (Frctlatilkynning) Þúþarft ekkiab veltaþví lengi fyrir þérhvemig spammá vibmatar- innkaupin Ef þú vilt lækka matarreikning heimilisins, þarftu ekki aö velta lengi fyrir þér veröi og kostum lambakjöts á lágmarksveröi til að sjá augljósa leið til spamaðar. Gæði kjötsins hafa veriö stóraukin með mun meiri snyrtingu, auk þess sem öllu kjötinu í pokanum er nú sérpakkað í fjóra minni poka, tilbúið í ísskápinn. í hverfumpoka eru: • 6-7 súpukjötsbitar • 4-5 framhryggjarsneiðar eða grillsneiðar • 12-14 kótilettur eða hálfur hryggur • 1/1 heilt læri á íágmarksverði & sj 2.900, Sparaðu og kauptu poka af lambakjöti á lágmarksverði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.