Morgunblaðið - 18.04.1991, Qupperneq 58
58_____________________MORGUNBLAÐIÐ FJMMTUDAGUR 18. APRÍL 1991_
Greinargerð frá utanríkisráðuneytinu:
Islendingar vilja miðla mál-
um milli Eystrasaltsríkj-
anna og sovéskra stjórnvalda
Morgunblaðinu hefur borizt
eftirfarandi greinargerð frá ut-
anríkisráðuneytinu. Greinargerð
þessa afhenti utanríkisráðherra
sendiherra Sovétríkjanna á Is-
landi sl. föstudag.
Hinn 23. janúar 1991 ákvað ís-
lenska ríkisstjórnin að fallast á
beiðni Litháenstjómar um að hafnar
yrðu viðræður um möguleika á nán-
ari diplómatískum samskiptum land-
anna. Með þingsályktun sem sam-
þykkt var hinn 11: febrúar 1991
lýsti Alþingi sig fylgjandi þessari
ákvörðun. I ályktuninni er áréttað
að viðurkenning Islands á sjálfstæði
Litháen árið 1922 sé í fullu gildi. í
henni var einnig skorað á ríkisstjórn-
ina að koma á formlegum stjórnmál-
asamskiptum við Litháen eins fljótt
og verða má.
I yfírlýsingum sem afhentar voru
sendiherra íslands í Moskvu 5. og
13. febrúar krafðist utanríkisráðu-
neyti Sovétríkjanna skýringa á frétt-
atilkynningu utanríkisráðherra ís-
lands hinn 23. janúar 1991 og álykt-
un Alþingis hinn 11. 1991.
Ríkisstjórn íslands harmar að ut-
anríkisráðuneyti Sovétríkjanna líti
svo á að ákvarðanir hennar og álykt-
^in Alþingis séu þeim óvinsamlegar,
og hafí talið nauðsynlegt að sýna
fram á þessa afstöðu með því að
veita sendiherra Sovétríkjanna í
Reykjavík fyrirmæli um að halda
kyrru fyrir í Moskvu til samráðs.
Ríkisstjórnin metur mikils hin lang-
varandi samskipti við Sovétríkin, og
væntir þess að samskipti sem eru
til hagsbóta fyrir bæði ríkin verði
fram haldið.
Sendiherra íslands í Moskvu hefur
samkvæmt fyrirmælum farið fram á
fund utanríkisráðherra íslands og
viðeigandi stjórnvalda í Sovétríkjun-
um til að skýra afstöðu íslands til
Eystrasaltsríkjanna, og þá einkum
Litháen.
Afstöðu Isiands til Litháen verður
'að meta í samhengi við hinar rót-
tæku breytingar sem orðið hafa á
síðari árum í samskiptum Evrópu-
ríkja. Sérstaklega ber að líta á hana
í tengslum við þá lýðræðisbyltingu
sem átt hefur sér stað hvarvetna á
vettvangi evrópskra stjórnmála, en
sú byiting var fyrst og fremst mögu-
leg vegna stefnu Sovétríkjanna. Við
það, að tekist hefur að vinna bug á
skiptingu Evrópu hafa vonir glæðst
um stöðugleika í samskiptum allra
þjóða álfunnar.
Þessar breyttu aðstæður komu
meðal annars fram í Parísaryfírlýs-
ingu um nýja Evrópu sem undirrituð
var 21. nóvember 1990. Þar lýstum
við þeirri sameiginlegu sannfæringu
okkar að „efling lýðræðis ásamt því
að mannréttindi séu virt og þeim
haldið uppi í raun eru óhjákvæmileg-
ar forsendur fyrir því að festa megi
frið og öryggi í sessi meðal ríkja
okkar“. Við vorum ennfremur sam-
mála um að „lýðræðisleg landsstjórn
er byggð á vilja fólksins, sem látinn
er reglulega í ljósi í fijálsum og sann-
gjömum kosningum“.
Ríkisstjóm Litháens, sem kjörin
var í frjálsum kosningum, hefur leit-
ast við það af fullri einurð að endur-
heimta sjálfstæði landsins. Hin
óformlega þjóðaratkvæðagreiðsla
hinn 9. febrúar 1991 sýnir einnig
fram á að vilji alls þorra Litháa
stendur til þeSs að koma fullu sjálf-
stæði- aftur á.
Það er í samræmi við anda París-
aryfirlýsingarinnar, sem gerir ráð
fyrir nýjum og bættum samskiptum
í afstöðu ríkja okkar á sviði öryggis-
.rnála, byggðum áþví að báðir aðhyll-
ist lýðræðisleg gildi, mannréttindi
og mannfrelsi, að sinnt sé lögmætum
MTY
óskum eins og þeim sem fram hafa
komið hjá lýðræðislega kjörinni
stjórn og þjóð Litháens. Hina yfír-
lýstu stefnu að styðja sjálfstæðisbar-
áttu Litháa ber ekki að líta á sem
tilraun til að bijóta gegn reglunni
um landamærahelgi, heldur sem leið
til að stuðla að því, að þessi framtíð-
arsýn megi rætast.
Sú afstaða sovéska utanríkisráðu-
eytisins, að stefna íslendinga í mál-
efnum Eystrasaltsríkja sé ósam-
rýmanleg skuldbindingum þeim sem
kveðið er á um í stofnskrá Sámein-
uðu þjóðanna, lokasamþykkt Hels-
inkiráðstefnunnar og öðrum grund-
vallarsamþykktum Ráðstefnunnar
um öryggi og samvinnu í Evrópu,
og að um sé að ræða íhlutun í inn-
anríkismál Sovétríkjanna er ríkis-
stjóm íslands að sjálfsögðu mikið
áhyggjuefni. En hún getur þó ekki
fallist á þessar skoðanir.
Eftirfarandi eru skýringar ut-
anríkisráðuneytisins á ákvörðunum
íslensku ríkisstjórnarinnar. Þær eru
settár fram til að verða við ósk sov-
éska utanríkisráðuneytisins um upp-
lýsingar.
II
í kjölfar þess að Litháen var end-
urreist sem sjálfstætt ríki var lýð-
veldið Lithaén viðurkennt de jure
af hálfu íslands árið 1922. Verslun-
arsamskiptum var komið á milli
landanna á grundvelli samninga þar
að lútandi á árunum 1923 og 1930.
Að áliti íslenskra stjórnvalda hafði
það engin áhrif á viðurkenningu ís-
lands á lýðveldinu Litháen er herir
Sovétríkjanna hernámu Litháen árið
1940, og að það var síðan innlimað
í sovéska ríkjasambandið.
Endurreisn æðsta ráðs lýðveldis-
ins Litháens á hinu sjálfstæða ríki
Litháen hinn 11. mars 1990, ogstað-
festing á bráðabirgðastjórnarskrá
lýðveldisins Litháens sama dag,
gerði að nýju mögulegt að líta á
Litháen sem fullgildan þjóðréttar-
aðila.
Hin óformlega þjóðaratkvæða-
greiðsla í Litháen hinn 9. febrúar
1991 staðfesti að aðgerðir þessar
njóta stuðnings yfirgnæfandi meiri-
hluta Litháa.
III
Á síðastliðnu ári hafa íslensk
stjómvöld staðfastlega stutt Litháen
í viðleitni þess að fá viðurkenningu
á sjálfstæði sínu. Ríkisstjórn íslands
hefur borið málið upp á fjölþjóðleg-
um vettvangi, t.d. Ráðstefnunni um
öryggi og samvinnu í Evrópu, alls-
heijarþingi Sameinuðu þjóðanna og
Evrópuráðinu, og í tvíhliða sam-
skiptum við mörg Evrópuríki.
Hinn 23. mars 1990 reit Jón Bald-
vin Hannibalsson utanríkisráðherra,
Shevardnadze utanríkisráðherra
bréf þar sem hann hvatti Sovétríkin
til að hefja viðræður við lýðræðislega
kjörna fulltrúa Litháens án skilyrða.
Steingrímur Hermannsson forsætis-
ráðherra reit Mikhail Gorbachev for-
seta Sovétríkjanna bréf hinn 13. jan-
úar 1991, og hvatti hann þar til að
binda endi á ofbeldisverk framin af
sovéskum sérsveitum í Litháen.
Vitnað var til Parísaryfirlýsingarinn-
ar og lokasamþykktar Helsinkiráð-
stefnunnar. Hinn 23. janúar 1991
lagði sendiherra íslands ennfremur
fram erindi við sovésk stjómvöld þar
sem farið var fram á upplýsingar
um tiltekin ofbeldisverk sem framin
höfðu verið af sovéskum hermönnum
í Litháen og Lettlandi. í því sam-
hengi var vitnað til þess sem laut
að málaflokknum um hinn mannlega
þátt á Ráðstefnunni um öryggi og
samvinnu í Evrópu. Afstaða Islensku
ríkisstjórnarinnar ætti því ekki að
vera sovéskum stjórnvöldum neitt
undrunarefni.
Auk áðurgreindrar þingsályktun-
ar hinn 11. febrúar 1991 hafði Al-
þingi á þessu tímabili samþykkt
þijár aðrar þingsályktanir er vörð-
uðu Eystrasaltsríkin, hinn 13. mars
1990, 18. desember 1990 og 14.
janúar 1991.
Eftir að óeirðir bmtust út í Eystr-
asaltsríkjunum í janúar 1990 fór Jón
Baldvin Hannibalsson utanríkisráð-
herra í opinbera heimsókn til höfuð-
borga landanna þriggja.
Er utanríkisráðherra sneri aftur
til Islands tók ríkisstjórn samskipti
Islands við Litháen til athugunar,
og leiddi það til ákvörðunar hennar
hinn 23. janúar 1991 þar sem fjallað
var um stjórnmálasamband við Lit-
háen og hvatt til þess að athygli
yrði aftur beint að ástandinu í Lithá-
en á fjölþjóðlegum vettvangi.
IV
Ríkisstjórn íslands hefur athugað
vandlega þær reglur sem fyrir hendi
eru um hvernig ákvarða skuli að
þjóðarétti hvort tiltekin samfélags-
heild eigi rétt á að teljast ríki. í
þessu sambandi verður að líta til
viðurkenningar Islands á Litháen
1922, til þess að í mars 1990 komu
þar til skjalanna stjórnskipulega lög-
mæt yfirvöld, og þess að í hinni
óformlegu þjóðaratkvæðagreiðslu í
febrúar 1991 kom greinilega fram
vilji litháísku þjóðarinnar. Því verður
ekki á móti mælt að sjálfstæði Lithá-
ens er heft nú, en vegna eðlis þeirra
kringumstæða sem leiddu til þeirra
hafta hafa þær ekki þýðingu að al-
þjóðalögum. Unnt er að benda á fjöl-
mörg dæmi í alþjóðasamskiptum
þessu til stuðnings.
Sú spuming hefur verið borin upp
hvort líta megi á þær aðgerðir sem
ríkisstjóm íslands-hefur íhugað sem
afskipti af innanríkismálum Sov-
étríkjanna. Að áliti Islendinga er
ekki unnt að útiloka þá frá því að
koma fram við Litháen sem þjóðrétt-
araðila. Upphafleg viðurkenning Lit-
háens er talin enn í gildi, og ekki
er unnt að fallast á, að þær aðstæð-
ur sem ríktu þegar Litháen var inn-
limað í Sovétríkin árið 1940 breyti
því.
Afstaða íslands er byggð á vand-
legri könnun á réttarheimildum þjóð-
aréttar um hvenær ríki sé talið vera
til. Þótt nokkur samstaða virðist
ríkja um forsendur þess að líta megi
á samfélag sem ríki, er oft erfítt að
beita þeim viðmiðum á þau tilvik sem
upp koma í raun. Að sumu leyti er
hér um að ræða álitaefni um stað-
reyndir, að öðm leyti um lagaatriði,
og að enn öðru leyti mat þess ríkis
sem leitar svars við spurningnnni.
Ríkisstjórn íslands hefur kannað
hvernig ríki hafa nálgast hliðstæð
mál, en það er ekki alltaf auðvelt
að fella saman við hreinar fræði-
kenningar. Til em dæmi um að sam-
félögum sem hafa haft öll kenni-
merki ríkis til að bera, hafi verið
synjað um alþjóðlega viðurkenningu.
í öðmm tilvikurh hefur samfélögum,
sem augljóslega höfðu ekki til að
bera eitt eða fleiri viðurkennd eðli-
seinkenni ríkja, engu að síður verið
veitt viðurkenning sem slíkum.
í reynd er ekki hægt að einkenna
ríki á neinn altækan hátt, því unnt
er að viðurkenna samfélag sem ríki
að sumu leyti, til dæmis til að njóta
tiltekinna samskipta við það, en ekki
að öðru leyti, til dæmis til aðildar
að alþjóðlegri stofnun.
Ríkisstjórn íslands er því ekki að
setja fram almenna skilgreiningu á
lagalegu eðli ríkishugtaksins, en
hefur fremur kosið að beina augum
lcsbl OíSí TTI
að því hvort þjóðarréttarleg staða
Litháens sé þess eðlis að hægt sé
að koma á stjórnmálasamskiptum.
íslenska ríkisstjórnin telur lögin
frá 11. mars 1990, sem kváðu á um
endurreisn sjálfstæðs Litháens og
settu stjómskipunarreglur (stjórnar-
skrá) til bráðabirgða, sérstaklega
mikilvæg. Þær yfirlýsingar sem þar
koma fram gera öðrum ríkjum kleift
að líta á réttarástandið I Litháen sem
viðvarandi. Þegar það er gert sýna
lögin frá 11. mars 1990 að hinar
klassísku viðmiðunarkröfur um land-
svæði og íbúa séu uppfylltar, og virð-
ist það við fyrstu sýn einnig eiga
um kröfuna um virkt ríkisvald.
Krafan um virkt ríkisvald og
hæfí til að annast samskipti við aðr-
ar þjóðir er nátengd sjálfstæðishug-
takinu, þ.e. að hvaða marki sú skipu-
lagsheild sem um er að ræða fer
með ríkisvald og erlend samskipti
án fyrirmæla frá öðrum ríkjum.
Það er því nauðsynlegt að taka
til athugunar lagalegar afleiðingar
þess að Sovétríkin hafa heft Litháen
í virkri beitingu ríkisvalds og tak-
markað getu þess til að eiga sam-
skipti við önnur ríki.
I þessu samhengi má greina, að
hæfi til að fara með samskipti við
önnur ríki er tvíþætt. í fyrsta lagi
kemur til athugunar hvort samfélag
það sem um er að ræða sé ábyrgt
fyrir gerðum sínum að þjóðarétti,
og í öðru lagi hvort önnur ríki séu
reiðubúin til að skuldbinda sig gagn-
vart því.
Mörg afbrigði á afstöðu ríkja til
þessara mála má skýra út frá her-
námi eða ólöglegri hersetu. Á slíku
hefur til dæmis hinn fræðilegi
grunnur fýrir samskiptum við útlag-
astjómir verið byggður.
I öðrum tilfellum hefur sú stað-
reynd að ríkjandi aðstæður voru
ólögmætar, hnekkt löglíkum sem
ella kynnu að hafa verið taldar til
staðar.
Ástandið í Litháen samsvarar
þeim mun sem í þjóðarétti er gerður
milli „formlegs" sjálfstæðis og
„virks“ eða „raunverulegs" sjálf-
stæðis. Þótt Litháen sé hindrað í að
beita sjálfstæði sínu verður að vega
það og meta hvort slíkt hafí áhrif á
það formlega sjálfstæði sem ísland
viðurkenndi áður fyrr.
Réttaráhrif aðgerða ríkisstjórnar
Sovétríkjanna árið 1940 skipta því
öllu máli þegar ákvarða skal þjóð-
réttarlega stöðu Litháen.
Sú grundvallarregla þjóðaréttar
nýtur fullrar viðurkenningar, að ekki
megi byggja neinn rétt á ólöglegum
aðgerðum. Neitun þjóða heims á að
viðurkenna ólöglegt hernám og inn-
limun byggir á því, að valdbeiting í
andstöðu við þjóðarétt er skýlaust
fordæmd. Dæmi úr samtíðinni sýna
að samfélag þjóðanna er ekki tilbúið
til að viðurkenna rétt þess ríkis sem
stendur að innlimun.
Svo aftur sé vikið að Litháen, þá
má fyrst geta þess að sú skoðun,
að hernám Litháens árið 1940 hafi
verið ólöglegt, var staðfest með
ályktun fulltrúaþings Sovétríkjanna
hinn 24. desember 1989,
Almennt er talið að þar til sýnt
er fram .á annað, beri að líta svo á,
að gerðir ríkisstjórnar, sem sett er
á stofn í kjölfar hernaðaraðgerða
og hernáms, séu ekki gerðir sjálf-
stæðs ríkis. Að öðru leyti fara réttar-
áhrif eftir mati á atvikum. Það er
almennt viðurkennt, að innlimun
Litháens í Sovétríkin átti sér aðdrag-
anda, runninn undan rifjum heráms-
liðsins, sem að mörgu leyti var mjög
óeðlilegur.1 íslendingar eru ekki ein-
ir í því að álíta þessa atburðarás fela
í sér ólögmæta valdbeitingu og ólög-
lega innlimun. Yfirgnæfandi meiri-
hluti vestrænna ríkja er sömu skoð-
unar. Tilraunir til að greina á milli
þeirrar niðurstöðu að samningur
Molotoffs og Ribbentrops hafí verið
ógildur, og þeirra lagalegu aðstæðna
sem fylgdu á eftir hernámi Lithá-
ens, standast ekki nána athugun.
Þá kemur upp sú spurning hve
lengi réttarstaða þjóðréttaraðila
standist áhrifin af ólögmætu her-
námi.
Með því að bæla niður það þjóðfé-
lag sem fyrir var, valdastofnanir
þess, tungu og menningu, geta áhrif
innlimunar í kjölfar ólöglegs
hernáms verið svo alger, að hið pólit-
íska samfélag líði undir lok. Nýleg
dæmi sýna hins vegar að samfélög
í mörgum heimshlutum, hafa komið
fram aftur í sem næst upprunalegri
mynd þrátt fyrir frelsissviptingu um
lanjgan tíma.
I þessu efni skipta lögin frá 11.
mars 1990 og óformlega þjóðarat-
kvæðagreiðslan hinn 9. febrúar 1991
einnig máli, þar sem þau sýna, að
hið pólitíska samfélag Litháens
stóðst rás tímans og var áfram til
sem sérstakur lögaðili.
Benda má á annað atriði varðandi
hæfi til að fara með samskipti við
aðra, og lýtur það að hvers eðlis
slík samskipti eru. Staðreyndin er
sú, að þau aeru að sama skapi háð
afstöðu annarra ríkja. Þegar önnur
ríki eru reiðubúin til að hafa sam-
skipti við tiltekið samfélag hefur
afstaða þeirra þau áhrif að festa í
sessi réttarstöðu þess.
Gera verður ráð fyrir að ríki sem
fallast á að hefja samskipti við ríki
með takmarkað löghæfí hagi þeim
þannig að tekið sé tillit til ríkjandi
aðstæðna, svo þau baki sér ekki
ófyrirsjáanlega ábyrgð að alþjóða-
lögum. Þeim væri jafnvel ókleift að
leita réttar síns þegar takmarkanir
á hæfí þeirra til að stunda sam-
skipti við aðra eru augljósar. í þessu
efni má ekki binda sig um of við
fræðikenningar, og margs konar
aðstæður munu koma upp sem
bregðast verður við með sveigjan-
leika og réttsýni.
Sú spurning fylgir, hvort neita
megi Litháen um réttinn til að með
það sé farið sem ríki. Með öðrum
orðum, getur annað ríki vikið sér
undan skyldum sínum einfaldlega
með því að neita að umgangast það
sem ríki? I samræmi við þá grein-
ingu sem gerð er hér að framan
getur ísland ekki leyft sér að þrýsta
á að önnur ríki geri álit þess að sínu,
en lætur þeim heldur eftir að bera
aðstæður sínar saman við þær sem
eiga við á íslandi. Það er hins vegar
bent á, að kjami þess sem athugun
íslensku ríkisstjórnarinnar leiðir i
ljós, þ.e. að hemám Litháens og inn-
limun þess árið 1940 var ólögleg,
kemur í veg fyrir að Sovétríkin geti
beitt rökum sem þau gætu nýtt sér
við venjulegar aðstæður.
V
Ríkisstjórn íslands hefur einnig
athugað ákvæði lokasamþykktar
Helsinkiráðstefnunnar um öryggi og
samvinnu í Evrópu. Þótt lokasam-
þykktin sé ekki samin með orðalagi
skuldbindingar að lögum, þá er hún
samt háð lögskýringu á mjög svipað-
an hátt og lagaleg ákvæði.
Almennt séð er rétt að benda á að
í þeim viðræðum sem voru undan-
fari þess að lokasamþykktin var
undirrituð áréttuðu mörg vestræn
ríki þá vel þekktu afstöðu sína að
þau hefðu aldrei viðurkennt inn-
göngu Eystrasaltsríkjanna í Sov-
étríkin de jure. Sovétríkin hefðu
þannig átt að hafa fengið aðvörun
um að þessi ríki myndu ekki sætta
sig við þá túlkun lokasamþykktar-
innar, að réttarstöðu Eystrasaltsríkj-
anna væri þar með endanlega komið
á hreint, og ekkert þeirra gæti síðan
vakið máls á réttarstöðu þeirra sem
álitaefnis að þjóðarétti. Þau vest-
rænu ríki sem hér um ræðir hafa
síðan enn staðfest afstöðu sína í
tengslum við hina nýlegu atburði í
Eystrasaltsríkjunum.
Hvað athugun á réttarstöðu Lit-
háens viðvíkur eru í þremur af meg-
inreglum lokasamþykktarinnar um
samskipti þátttökuríkja ákvæði sem
skipta máli í því sambandi þ.e. I
meginreglum I, III og IV.
Fyrsta ákvæðið er í meginreglu
I, en hún fjallar um jafnrétti fullvald-
aríkja og virðingu fyrir þeim réttind-
um sem í fullveldi felast, og fylgir
tarJ KtólíaálÖBtg slwl innflibnola