Morgunblaðið - 18.04.1991, Síða 60

Morgunblaðið - 18.04.1991, Síða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1991 \ -V------------- MÚSÍKTILRAUNIR Músíktilraunir Tónabæjar og Stjörnunnar hófust með miklum látum síðasta fimmtudag og í kvöld er önnur lota tilraunanna. Þá munu sjö hljómsveit- ir keppa um rétt til þátttöku í úrslitum í næstu viku, en síðast komust þrjár áfram. Hljómsveitirn- ar sem þátt taka í kvöld koma víða að, ein úr Reykjavík, tvær úr Kópavogi, ein úr þéttbýlinu sunnan Reykjavíkur, ein kemur frá Laugarvatni, ein úr Borgarnesi og ein af Akranesi. Rokk í þyngri kantinum verður í hávegum í kvöld, líkt og fyrsta tilraunakvöldið, en þó ekki einrátt. Ein og fram hefur komið eru hljóðverstímar í verð- laun að venju.og verða fyrstu verðlaun 30 tímar Morgunblaðið/RAX Mortuary Mortuary heitir hljómsveit úr Reykjavík. Hana skipa Árni Jónsson söngvari, Jóhann Rafnsson trommuleik- ari, Vigfús Rafnsson gítarleikari, Albert Þorbergsson gítarleikari og Þórarinn Freysson bassaleikari. Mortuary leikur ruslrokk (thrash) með dauðarokkáhrifum, enda segjast sveitarmenn hafa dálæti á gæðasveitunum Slay- er og Sepultura. Meðalaldur sveitarmanna er 18 ár. Morgunblaðið/RAX Strigaskór nr. 42 Strigaskór nr. 42 tóku einnig þátt í síðustu Músíktilraun- um og náðu hæglega í úrslit þá, þó ekki hafi sveitin komist á verðlaunapall. Strigaskórnir eru Gunnar Reyn- ir Valþórsson gítarleikari, sem ekki var með síðast, Ari Þorgeir Steinarsson trommuleikari, Kjartan Róbertsson bassaleikari og Hlynur Aðils Hilmarsson gítarleikari sem einnig syngur. Strigaskórnir leika dauðarokk og meðal- aldur sveitarmanna er rúm 15 ár. í Sýrlandi, fullkomnasta hljóðveri landsins, en án upptökumanns. Önnur verðlaun verða 25 tímar í Hljóðmúrnum með hljóðmanni. Til viðbótar til hljóðverstímana sem eru í fyrstu og önnur verð- laun, hafa Nýi tónlistarskólinn og Tónskóli Eddu Borg tekið sig saman um að bjóða vegleg auka- verðlaun og verða útsendarar skólanna á staðnum til að velja efnilegasta gítarleikara og hljómborðs- leikara Músíktilrauna, sem fá námskeið í skólun- um að launum fyrir frammistöðuna. Einnig má geta þess að Hard Rock Café og Vífilfell eru styrktaraðilar tilraunanna. Gestahljómsveit í kvöld verður Loðin rotta, sem leika mun á undan til- raunasveitunum og á meðan atkvæði eru talin. Myrtur Myrtur er sveit sem að mestu er af Akranesi, en einn sveitarmanna er frá Stykkishólmi, sem gerir æfingar væntanlega strjálli. Sveitina skipa Ingþór Bergmann bassaleikari, Erlingur Viðarsson gítarleikari, Unnsteinn Logi Eggertsson trommuleikari og Þorbergur Viðarsson söngvari, sem söng sveit sína, Lalla og setimetrana, í úrslit í síðustu tilraunum. Þess má geta að Erlingur og Þorbergur eru bræður, en þriðji bróðirinn, Einar, átti snaran þátt í að sveitin Durkheim komst í úrslit að þessu sinni. Meðalaldur sveitarmanna er rúm tuttugu ár og sveitin leikur melódískt rokk. Röndótta regnhlífin Röndótta regnhlífin er önnur þriggja borgneskra sveita sem þátt taka í Músíktilraunum að þessu sinni. Sveitina skipa Jón Þór Sigmundsson gítarleikari, Sigurður Örn Guðmundsson gítarleikari, Gunnar Ásgeir Sigurjónsson trommuleikari, Halldór Ingi Jónsson bassaleikari og Eva Rós Björgvinsdóttir söngkona. Sveitin leikur mýkri gerð af rokki, með nokkra áherslu á rólegri lög. Meðalaldur sveitarmeðlima er tæp sextán ár. Morgunblaðið/KGA Möbelfacta Möbelfacta er sveit úr þéttbýlinu sunnan Reykjavíkur. í sveitinni eru Davíð Ólafsson trommuleikari, Reginn Freyr Mogensen gítarleikari, Hrafn Thoroddsen Hamm- ondorgel, Helgi Vignir Bragason söngvari, Einar Már Björgvinsson gítarleikari og Ellert Schram bassaleikari. Meðalaldur sveitarmanna er 18 ár og sveitin leikur rokk í léttari kantinum. Saktmóðigur Saktmóðigur heitir sveit sem tengist Menntaskólanum á Laugarvatni. Sveitina skipa Davíð Ólafsson bassa- leikari, Svavar Njarðarson gítarleikari, Ragnar Ríkharðs- son gítarleikari, Karl Óttar Pétursson söngvari og Þor- váldur Gunnarsson trommuleikari. Sveitarmenn eru allir tvítugir og leika hardcorerokk. Morgunblaðið/RAX No Comment No Comment heitir sveit úr Kópavogi sem skipuð er Árna Sveinssyni, Halldóri Geirssyni og Kristni Arnari Aspelund, sem allir syngja, og Hlyn Aðils Hilmarssyni sem leikur á hljómborð, gítar og tölvutól. Meðalaldur sveitarmanna er tæp fimmtán ár, en No Comment leik- ur dauðadiskó. Utrýming íslenskrar farmannastéttar eftir Birgi H. Björgvinsson Það kemur oftar fyrir en ekki að þær fréttir koma frá íslenskum kaupskipaútgerðum að þær séu í mikilli samkeppni við erlendar út- gerðir. Þetta á aðeins við i litlum mæli í flutningi á heilu förmunum, ekki í flutningi á stykkjavöru. Ekkert erlent skipafélag hefur aðstöðutil að keppa við íslensk ski^HW á. þessu sviðienþeSfe flutningar eru mjög ábatasamir enda sést það best á umfangi skipa- félaga hver afkoman er. Það eru keypt hlutabréf í mörgum fyrir- tækjum og töppum þessara fyrir-, tækja borguð ótrúlega góð laun, en þegar kemur að verkafólki og far- mönnum þá er ekkert hægt að borga og aðrar leiðir ekki færar en ráða erlenda sjómenn í þrælahald á smánarlaunum. Svo rammt kveður að þessu í áróðri að helst er að skilja á far- skiijaeigendum að það sébest að vera með höfuðstöðvar á Kýpur til að vera nær samkeppnisaðilanum. Enginn á íslandi getur keppt við þetta vinnuafl á þessum lágu laun- um. Þá er spurningin aðeins: Ætl- um við að gera út íslenskan farskip- astól eða glata okkar hlut í flutn- ingi að og frá landinu? Þá yrði stutt í að við misstum sjálfstæðið. Ráða- menn þessarar þjóðar eru alltaf að leita leiða til að afla gjaldeyris og er ekkert nema gott um það að segja, en það virðist til nógur gjald- eynr fyrif leigu a erlendum skipum. Ég hef ekkert á móti erlendu vinnu- afli, en séu þeir með vinnuréttindi hér, verða þeir að vera á íslensku kaupi. Að lokum vil ég nefna eitt dæmi um kaup erléndra farmanna frá Austurblokkinni. Fyrir 14 tíma vinnu á dag í 30 daga eru launin 350 $ (ca. 20.650). Þessar upplýs- ingar eru komnar frá Norræna flutningaverkamannasambandinu. Vinnukraftur úr Austurblokkinni er löngu farinn að sækja í vörubíla- keyrslu á Norðurlöndunum. Þá er spurningin: Hverjir eru næstir? Ég vil ennfremur ítreka fyrri hugmyndir um stofnún flutninga- verkamannasambands til að sporna gegn þrælahaldi. Ég trúi því ekki að það geti verið stefna íslenskra stjórnvalda að tfeysta erlendum farskipaflota fyrir flutningum að og frá landinu, sem aðeins myndi þjóna gróðafíkn örfárra fýrirtækjaf" Því segi ég: íslenskan fána á skip í eigu Islendinga. P.s. Til fróðleiks læt ég hér með fylgja texta úr auglýsingu frá Eim- skipafélagi íslands sem birtist í Fijálsri verslun árið 1955: „Þegar íslendingar glötuðu sjálfstæði sínu á árunum 1262-1264 steig þjóðin það hættulega spor að trúa útlend- ingum fyrir sigiingamálum sínum. Með stofnun hf. Eimskipafélags íslands endurheimti þjóð vor þessi mál í sínar hendur, og steig þar með hið heilladrýgsta spor í sjálf- stæðisbaráttunni. Verið sannir ís- lendingar með því að ferðast með fossunum og látið Eimskip annast alla vöruflutninga yðar.“ Nú spyr ég: Hefur aðstaða okkar sem eyþjóðar eitthvað breyst á þess- um tíma? Hötundur cr í stjórn Sjonmnnnlcíngs Heykjnvíkur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.