Morgunblaðið - 18.04.1991, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 18.04.1991, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRIL 1991 63 Örfá orð eftir Úlf Hjörvar Við lifum á miklum umbrotatím- um og mörgum reynist „erfiðara og erfiðara að taka afdráttarlausa afstöðu," segir Heimir Pálsson í nýlegri tímaritsgrein. Þá kann að vera gott að hafa hugföst orð Þór- bergs um að undirtónn tilverunnar sé meinlaust grín, en muna jafn- framt hver alvörumaður Þórbergur var. Því að nú er alvara á ferðum, það á að fara að kjósa til Alþingis, og kosningar eru „ekki farsi heldur alvarlegt mál,“ eins og Valgerður Bjarnadóttir skrifar okkur frá þeim stað í Evrópu, sem Jónas Svafár kallaði einhvern tímann Brussuna Ellu. Það virðist að vísu enn vera eitt- hvað að velkjast fyrir mörgum frambjóðendum hvað kosið verði um, en kjósendur úti á landi heyr- ist mér að geri sér að minnsta kosti fullljóst hvað í húfi er. Hér í Vík- inni er allt meira á huldu hvað menn ætlast fyrir á kjördag, nema hvað trotskíistar ku ætla að sitja heima að þessu sinni — eða kjósa Kvennalistann. Sjálfstæðisflokkur- inn er vitaskuld mjög sigurviss, og foringi hans hefur um stund slíðrað sverðið Þorsteinsbít, en fer með blíðmælgi í liðsbón um allar jarðir; einkum þangað sem fáir þekkja hann. Og svo eru Engeyjarmenn aftur farnir að róa. Á kjördegi ætti afstaða manna alltént nokkuð að ráðast af því hver saltfiskreitur þeirra er og hveiju þeir telja. að atkvæðið geti skilað sér og sínum eftir kosningar. Að þessu sinni eiga nokkrir kjósendur til dæmis von á að fá Búnaðarbank- ann að gjöf eftir kosningar, og kannski eitthvað fleira gott; aðrir minna eins og gengur. Þetta fer að sjálfsögðu allt eftir því hvað menn eiga mikið fyrir. Við á menningarreitnum, starfs- fólk menningar- og menntastofn- ana, listdansarar, prentarar, hljóm- listarmenn, kennarar, kvikmynda- gerðarmenn, þeir sem selja gamlar bækur og nýjar, útvarpsmenn, söngvarar, skáld og rithöfundar, bókbindarar, arkitektar, leikarar, útgefendur, myndlistarmenn, bóka- verðir, blaðamenn, hljóðfærasalar, pappírsinnflytjendur og enn fleiri, verðum líka að gera upp hug okk- ar. Afstaða okkar hefur eðlilega alltaf markast töluvert af því, sem verið hefur að gerast í menntamála- ráðuneytinu hverju sinni, en það hefur því miður oftast verið harla lítið eins og við vitum. Og sjaldan neitt að gagni nema við sjálf legð- umst á eitt um að knýja það fram. Menntamálaráðuneytið hefur löng- um verið hornreka í stjórnkerfinu og einskonar skiptimynt við stjórn- armyndanir. Ráðherraefni, sem dottaði á stjórnarmyndunarfundum, gat átt það á hættu að hrökkva upp í þessu ráðuneyti. Og sumir héldu því miður bara áfram að sofa þar. Fyrir nokkru skolaði að vísu þangað inn manni, sem hafði þá pólitísku fífldirfsku til að bera, að láta dusta rykið af möppunum, og lét síðan hendur standa fram úr ermum svo að um munaði. Gerði meira að segja allt hvað hann gat til að koma Þjóðarbókhlöðu undir þak. Og fékk miklu áorkað. Og hvað var gert við þennan mann? Hann var við fyrstu pólitísku hent- ugleika tekinn úr umferð og lokað- ur inni niðrí Landsbanka. En nú gustar aftur um mennta- málaráðuneytið. Svavar Gestsson hefur á skömmum tíma tekið ræki- lega til hendinni og sýnt mikinn pólitískan kjark í því menningar- fjandsamlega umhverfi, sem lág- kúrufólki er að takast að skapa hér. Um þetta deilum við ekki, en sumum fínnst, eins og alltaf er, að hann hefði kannski átt að nota hina höndina, láta þeirra brýnustu þarfir ganga fyrir, eða láta eitt og annað ógert, og þurfum við heldur ekki að deila um að þessir hafi eitthvað til síns máls. Sjálfur treysti ég þó Svavari og hans góða fólki best til að halda áfram að vinna þau verk sem vinna Úlfur Hjörvar „Menntamálaráðuneyt- ið hefur löngum verið hornreka í stjórnkerf- inu.“ þarf í menntamálaráðuneytinu, og jafnvel að ganga í verkin hans Davíðs, eins og Daði Guðbjörnsson virðist hafa bundið miklar vonir við. Það er þó því miður engan veginn víst að Svavar verði áfram mennta- málaráðherra; það getur eins orðið einhver annar og þá úr allt öðrum flokki. Ýms nöfn hafa flogið fyrir, en til að verða ekki sakaður um hræðsluáróður rétt fyrir kosningar, ætla ég engin þeirra að nefna hér.- En við ættum að leiða hugann að því, að hvað sem verður, styrkjum við sjálf okkur og íslenska menning- arstarfsemi mest með því að fylkja okkur um mann, sem þorað hefur að taka á mörgum stórum málum, sem við berum fyrir bijósti og varða lífsafkomu okkar. Og þetta er eigin- lega hafið yfir allan pólitískan flokkadrátt því að öflugur stuðning- ur við Svavar Gestsson er jafnframt nauðsynleg hvatning hveijum þeim sem nú kann að taka við af honum. Ella mun allt sækja í gamla horf- ið. Höfundur á sæti í menntamálaráði. Ky nningarfundur á vegnm Norræna iðnaðarsjóðsins NORRÆNI iðnaðarsjóðurinn heldur kynningarfund um starf- semi sjóðsins í dag 18. apríl nk. kl. 15.00 á Holiday Inn í Hvammi. Markmið fundarins er að kynna starfsemi sjóðsins og fjalla um hvaða verkefni eiga möguleika á stuðningi og hvernig standa beri að umsóknum. Hlutverk Norræna iðnaðarsjóðs- ins er að örva tækniþróun og ný- sköpun í norrænu atvinnulífi. Sjóð- urinn veitir m.a. styrki og lán til norrænna rannsókna- og þróunar- verkefna. Um 20% af heildarfram- lagi Norðurlandáþjóðanna til nor- ræns samstarfs, renna til starfsemi á vegum sjóðsins. íslensk fyrirtæki og stofnanir hafa í vaxandi mæli verið þátttak- endur í verkefnum sem notið hafa stuðnings frá Norræna iðnaðar- sjóðnum. Oft hefur þátttaka í verk- efnum sem fjármögnuð eru að hluta af Norræna iðnaðarsjóðnum verið fyrsta skref fyrirtækja og stofnana til þátttöku I alþjóðlegu samstarfi. Fundurinn er öllum opinn. (Fréttatilkynning) TVOFALDUR1. vinningur . UJJOV I MMMMdATiiiuTi.ij—aaapana flrníirjr«—tfMMMarft'iiMMBiBOTWiriyfTiBwmx Vörn í sókn, bændur eftir Geir Vilhjálmsson Mengunar- og eiturefnaálagið alþjóðlega séð., en einkum í iðnríkj- unum, er ennþá meira en flestir vilja af vita. Ekki verður §ölyrt um umfang þessa vanda hér aðeins bent á eina af afleiðingum aukinnar vitundar fólks um mengunar- og eiturefnavandann: Eiturefnasnauð og/eða lífrænt ræktuð matvæli verða sífellt eftir- sóttari í nágrannalöndunum og framleiðendur fá frá 50 til 200% hærra verð fyrir slíka vöru. Að erfitt sé að selja lítt mengað kjöt af íslenskum fjallalömbum er- lendis á viðunandi verði getur því ekki stafað af skorti á kaupendum, heldur vegna vankanta á vali um- boðsaðila erlendis, skorti á mæling- um og öðrum upplýsingum sem sanna gæði kjötsins og e.t.v. öðrum ágöllum í markaðssetningu. Fá- mennt fulltrúakerfi bændastéttar- innar kann og í þessu máli, sem á fleiri sviðum þjóðlífsins, að hafa leitt til skorts á skilvirkni og snerpu í viðbrögðum við nýjum aðstæðum. Bændur hafa líka sumir hveijir ánetjast um of ólífrænum fram- leiðsluháttum. Þó að dregið hafi úr gjöf tilbúins áburðar og innflutts fóðurs, þá þurfa þeir sem vilja fram- leiða lífrænt kjöt á að halda gjöf tilbúins áburðar í lágmarki og hætta alfarið að nota föður„bæti“ með innfluttu korni. Fóðurkorn er erlendis ætíð ræktað með eiturefna- stuðningi og lömbin fá sinn skerf af þeim í móðurkviði og verða því í besta falli eiturefnasnauð, ekki eiturefnalaus, þó að sumarfæðan sé síðan engja- og heiðagróður. Geir Vilhjálmsson „Fóðurkorn er erlendis ætíð ræktað með eitur- efnastuðning-i.“ í öllum helstu nágrannalöndum eru starfandi samtök framleiðenda lífrænnar fæðu. Víða er því hægt að leita að fyrirmyndum um rækt- un, meðferð og markaðssetningu lífrænnar fæðu. Höfundur er sálfræðingur. UTSALA - VERDHRUN Allt á að seljast Enn meiri verðlækkun - Aðeins 3 dagar eftir Verðið er ótrúlega lágt Skór- Barnaskór- Uppháir skór - Skór með riflás Töskur Liðasett, þ.e. treyja, buxur og sokkar: Liverpool, Arsenal, Manch. Utd, Tottenham, England. Verð 1.990,- (áðui 3.790.-1 O.tl., O.tl. Laugavegi 97 (ó móti Stjörnubíói). Sími 17015.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.