Morgunblaðið - 18.04.1991, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRIL 1991
65
Dólgafijálshyggj-
an og vísindin
Athugasemd við bókarýni Guðmundar Heiðars Frímannssonar
eftir Friðrik Hauk
Hallsson
Það verður ekki upp á atvinnu-
gagnrýnendur Morgunblaðsins
logið, að þeir séu fljótir til að hugsa
og skrifa. Fjórum mánuðum eftir
að bók mín um mannlífið í ná-
grenni bandarísku herstöðvarinnar
á Miðnesheiði kom út, birtist þar
einskonar umijöllun. Sá verktaki á
sviði gagnrýni sem fenginn er til
verksins, virðist hafa það helst sér
til ágætis að vera úr liði svokall-
aðra fijálshyggjumanna. Hann
tekur þann kostinn að gagnrýna
bókina sem minnst, en fella þess
í stað yfir henni pólitískan sleggju-
dóm.
En af öllum textum má þó eitt-
hvað læra. Það á jafnvel við um
bókarrýni Guðmundar Heiðars Frí-
mannssonar, sem birtist undir fyr-
irsögninni „Bandaríska varnarliðið
og íslenskt þjóðiíf“ (Mbl. 27. mars
1991).
Almennt telst bókarýni hvorki
náttúrlegt mál né eðlilegur texti,
heldur flokkast hún til „útbúins
texta“ og er stundum menntað
mál. Af frásögn venjulegs fólks
getur félagsvísindamaðurinn mun
meira lært um þjóðlífið og hugsun-
arheim íslendinga, því þar birtist
óbrengluð upplifun frásögumanns,
færð í þann búning sem öllum er
töm og sem allir skilja. Það á hins
vegar ekki við um texta lærðra
manna sem haga orðum sínum
gjarnan eftir ytri markmiðum og
tilgangi vinnu sinnar — einkum
þegar þeir eru verktakar. Svipað
á reyndra einnig við um mál stjórn-
málamanna. Það kemur sjaldnast
frá bijóstinu eins og í ævisögu
venjulegs fólks, heldur eru orðin
valin með tilliti til markmiða valds-
ins, klædd í búning hugmynda-
fræðinnar og framreidd eftir henti-
semi tíðarandans. í meðförum
þeirra verður málið umfram allt
að tæki í valdabaráttunni. Einmitt
þess vegna er „ástæðulaust að taka
stjórnmálamenn með sama hætti
á orðinu og almenna borgara“, eins
og ég tek fram í bók minni á bls.
44. Þetta er sérhveijum sem skilur
á annað borð mannamál deginum
ljósara — sérstaklega á kosninga-
baráttutímum. En GH gerir sér
upp skilningsleysi og gerir ofan-
greinda setningu að lykilatriði í
gagnrýni sinni. Annars virðist
hann hafa leitað með logandi ljósi
um alla bókina, u.þ.b. 550 blaðsíð-
ur, að einhveiju gagnrýnisverðu,
en ekkert fundið sem hægt væri
að fullyrða í viðatalsbút, sem ég
birti í bókinni, um „umferðaró-
höpp“ í herþorpinu. Er éins og GHF
vilji helst fara að rífast um túlkun
þessa hlægilega smáatriðis, en sér
þó sjálfur eftir langt mál í þrem
liðum að „þetta er ekki mjög mikil-
vægt tilefni“, hættir umfjöllun
sinni og skilur lesandann eftir án
frekari skýringa. Er þetta eina til-
raun GHF til efnislegrar gagnrýni
— og endar hún óneitanlega ögn
barnalega. Strangt tekið er það
mikið lof og stórt á alla efnismeð-
ferð í bókinni „Herstöðin, félags-
legt umhverfi og íslenskt þjóðlíf“
að ekkert markverðara finnst í
henni — annað en hugsanleg önnur
túlkun á „umferðaróhöppum“ —
þrátt fyrir Ianga og stranga leit!
Þvínæst víkur GHF að hugs-
unarfræðilegum grundvelli rann-
sókna minna — og skyldi maður
ætla að heimspekingurinn væri hér
staddur á heimavelli. En það skal
strax taka fram að eimmitt í þess-
um efnum olli GHF mér mestum
vonbrigðum. Það þekkingarleysi
og sú óvandvirkni í efnimeðferð
sem kemur fram í skrifi hans er
með öllu óþolandi.
1) Hann hefur augljóslega aldrei
sinnt því að kynna sér áhrifamestu
stefnu nútíma heimspeki, þ.e.a.s.
túlkunarfræðina (Hermeneutik).
Þó hafa þessi fræði horfið inn í
aðrar stefnur heimspeki, sagn-
fræði og félagsvísinda almennt, og
em þau nú bókstaflega „óhugs-
andi“ án túlkunarfræðanna. Nú
eru vissulega til ýmis rök gegn
grundvelli túlkunarfræðanna —
sem og mótrök við þeim — og
hafa þau verið rædd í fagtímaritum
síðastliðna áratugi. Ekkert þessara
raka þekkir GHF né getur hann
séð af lestri bókar minnar hvað
telja megi aðferðarfræðinni til
lasts. GHF virðist hafa misst al-
gjörlega af þessari þróun og t.d.
aldrei lesið stafkrók af textum
G-H. Gadamers sem ég fjalla stutt-
lega um á bls. 255-58, (Bók Gada-
mers um „sannleika og aðferð“
kom fyrst út árið 1960).
. 2) I umfjöllun GHF um „hlut-
lægnishugtakið í tvennum skiln-
ingi“ er flest á huldu en þó ljóst,
að hann hefur ekki náð tökum á
hornsteini hugsunarfræðanna,
sjálfu sannleikshugtakinu. Skv.
heimspekilegu mati GHF þá ber
að gera mun á annars vegar sam-
svörun frásagnar við raunveruleika
(þ.e.a.s. eins konar klassískt sann-
leikshugtak — sem verður þó í
orðalagi GHF svo útþynnt og ein-
kennilegt að það er illþekkjanlegt)
og hins vegar einstaklingsbundinni
reynslu. Nú má GHF vissulega líta
svo á málin í greinum sínum fyrir
Morgunblaðið og í stofunni heima
hjá sér, en það er gjörsamlega
ótækt að han skuli tileinka mér
þetta klúður. Það eitt krefst at-
hugasemda ,og mótmæla af minni
hálfu.
í inngangi bókar minnar (bls.
17-81) geri ég ítarlega grein fyrir
grundvelli mannvísindanna og nýj-
ustu kenningum á sviði aðferða-
fræðanna. Auk þess eru fræðin
útskýrð í samhengi við greiningu
frumgagnanna, einkum frásagnar-
viðtalanna. í sem stystu máli, þá
er það gengið útfrá „margföldum
raunveruleika“ (Alfred Schutz,
1932) þar sem enginn einn „stór
sannleikur" er lengur til, heldur
ræðst hið sanna af samtengingu
þess, sem tilfellið er: atburðar, frá-
sagnar, afstöðu o.s.frv. „Hlutlægn-
ishugtök" mín eru því hvorki eitt
né tvö, ein og GHF álítur, heldur
samsvara þau nákvæmlega við-
komandi „raunveruleika“, þ.e.a.s.
sami fjöldi og svið þjóðlífsins sem
til umfjöllunar eru. Sem dæmi um
þessa uppskiptingu sannleikshug-
taksins vísa ég á síðustu töfluna í
bókinni á bls. 540-41.
Þessi hlutlægni, sem miðast við
viðfangsefni hvers og eins, en ekki
einhliða ákvörðun fræðimannsins,
er GHF greinilega mjög á móti
skapi. Hugarfari og afstöðu hans
svipar til gamals stalínista, sem
ekkert vill viðurkenna annað en
„stóra sannleik" — að vísu ekki
Kremlbóndans, eins og fyrrum var
títt, heldur almætti af öðrum gæð-
um og mér ókunnugum (kannski
„markaðslögmálsins").
3) GHF furðar sig á því að
.hægt sé að taka „hvaða fordóma
sem vera skal“ alvarlega. Sýnir
það enn og aftur að hann héfur
ekkert skilið af hugsunarfræði
mannvísindanna. Það eru einmitt
„fordómar“ venjulegs fólks sem
eru lykillinnn að hugsanagangi
þess og í framhaldi af því hvers-
dagslegu skipulagi lífsins, skilning
þess á lífinu og tilgangi þess. Nú
er það reyndar gamall ósiður
menntamanna að vera með for-
dóma út í fordómafullt fólk, þ.e.a.s.
þeir setja sig skör hærra og þykj-
ast verá fordómalausir. GHF fellur
að sjálfsögðu í þessa fordóma-
gryfju kylliflatur.
í máli allra og í öllum tegundum
texta eru margir og oft skrítnir
fordómar. Það á jafnt við um nátt-
úrlegt mál venjulegs fólks sem og
pólitíska bókaiýni eins og þá sem
GHF birtir í Morgunblaðinu. Hjá
honum liggja fordómarnir í augum
uppi: Illræmdastur er sá gagnvart
höfundinum sjálfum, og byggist
hann greinilega á gamalli reynslu
frá því á menntaskólaárunum fyrir
um 20 árum, eins og GHF getur
sérstaklega um. Þá .setur GHF
fram þekkta fordóma um bandar-
íska herinn og opinberar auk þess
furðu yfirborðslegar skoðanir sínar
á herlífinu. Loks hefur GHF ekki
PageMaker • Macintosh
©
Nauösynlegt námskeiö fyrir alla sem vinna aö útgáfu!
12 klst námskeiö fyrir byrjendur og lengra komna!
Tölvu- og verkfræöiþjónustan
Grensásvegi 16 - flmm ár I forystu
Friðrik Haukur Hallsson
enn lagt í það að endurskoða af-
stöðu sina í „varnar- og öryggis-
málum þjóðarinnar", þrátt fyrir
gjörbreyttar aðstæður eftir fall
Berlínarmúrsins, stríðið við Persaf-
lóa, og önnur stórmerk tíðindi af
þessum vettvangi. Hann kýs heldur
að endurtaka úr sér gengnar
kreddur kalda stríðsins og sparar
sér þar með að mestu, þá fyrirhöfn
að gagnrýna bók mína. Má til
sanns vegar færa, að gagnslítið
sé að taka slíka fordóma alvar-
lega, enda ekkert af þeim að læra,
annað en að því ófrumlegri og eldri
kreddan sé, þeim mun árásargjarn-
ari og illskeyttari verði- framsetn-
ing hennar. Ekki vil ég þó alhæfa
þann lærdóm, heldm' takmarka
gildi hans við skrifandi verktaka
af sama gamla fijálshyggjuskólan-
um og GHF tilheyrir.
GHF hefði verið mögulegt að
takast a.m.k. á við síðustu 150
bls. bókarinnar af einhverri þekk-
ingu, því þær fjalla um félagslega
siðfræði, þar á meðal útskúfun og
meint brot á almennu velsæmi. Það
eina sem hann hefur um siðfræðina
að segja, er að hann hafi haldið
að „ástandið“ væri tengt stríðsár-
unum en „bransinn" Keflavíkur-
flugvelli. Einmitt þetta tek ég
reyndar sérstaklega fram á bls.
413, en þó neðanmáls, enda um
óverulegan greinarmun að ræða
sem litlu máli varðar. Svo flatur
er GHF í öllu sínu skrifi, að hann
klappar sjálfum sér þannig á öxlina
fyrir „uppgötvanir“ sem þó standa
skýrum stöfum (og mun nákvæm-
ar) í bók minni — og eru auk þess
algjör smáatriði.
Af öllum textum má samt eitt-
hvað læra. Af skrifi GHF er það
reyndar mest iítið, en þó má þar
sjá vandræði manns við að skrifa
um bók sem hann ræður ekkert
við, og hvernig hægt er að bjarga
sér frá slíku verkefni, nefnilega
með því að ijalla í stað þess um
eitthvað annað, t.d. pólitík í göml-
um anda kalda stríðsins og endur-
taka við það tækifæri það sem
maður sagði fyrir 20 árum og hef-
ur alltaf verið að endurtaka síðan.
í grein sinni minnir GHF á hand-
boltamann sem er vissulega mikill
á velli og þungur í fræðunum, en
svoddan tréhross í hreyfingum, að
það eina sem hann kemur til leiðar
eru stöðugir pústrar og hrinding-
ar, bellibrögð og brot á leikreglum.
Það er dijúgt að hafa slíkan leik-
mann í ruddalegum leik, en ákaf-
lega þreytandi og skemmandi í
góðum handbolta.
Höfundur er félagsfræúingur.
fíóm ÍMND
Föstudagskvöldið
26. apríl
LDHEITA
Eyja- stemmningin
endurtekin.
til dagsins ídag.
Lögin þekkja allir.
Reykvískir
Eyjamenn - mætið!
Miða- og borðapantanir í síma 687111.
enn hafa lengi talað