Morgunblaðið - 18.04.1991, Side 66
iooi iHiq/, 'i 'rj;)AtVvn/un (tjn/ liiMifOflOl/i
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRIL 1991
Finnur Magnússon,
Isafirði - Minning
Fæddur 5. október 1909
Dáinn 8. apríl 1991
Finnur Magnússon fyrrverandi
kaupmaður á ísafirði er genginn.
Dauðinn hafði leikið hann grátt síð-
ustu árin. Engin vægð, bara
hatrömm sókn þar sem vörn varð
ekki viðkomið. Við sem stóðum
álengdar sáum hve hjálparvana og
lítilsmegandi stæltustu karlmenni
geta orðið í lokaorrustu lífsins þeg-
ar ekkert er hægt að gera til að
hamla á móti hinu óumflýjanlega.
Eins og áður segir var Finnur
heitinn Vestfirðingur í húð og hár
og leyndi því ekki. Hann var hávax-
inn og grannur, léttur í spori, svip-
urinn bjartur og frá honum stafaði
innri gleði sem hann átti svo auð-
velt með að miðla öðrum.
Þó að við Finnur hefðum hist
nokkrum sinnum utan heimabyggð-
ar hans þá fannst mér ég fyrst
kynnast honum þegar við hjónin
tókum hús hjá Helgu og honum
fyrir um það bil tveim áratugum.
Finnsbúð sem var á jarðhæð var
miklu meira en venjuleg verslun þar
sem kaupmaðurinn réttir vöruna
yfir búðarborðið og tekur á móti
peningum, hún var líka lifandi sam-
komustaður þeirra sem lögðu leið
sína um Hafnarstræti svo og eins-
konar skriftarstóll þeirra sem áttu
engan að til að deila með áhyggjum
sínum og vandamálum og að auki
góður staður fyrir smáfólk sem
ekki hafði mikil auraráð. Kaupmað-
urinn kunni ráð við öllu og honum
var ljúft að leysa flestan vandann
með bros á vör. Og allt gat hann
gert í sömu andrá. Mér fannst það
eins og að sitja í stúkusætum stórs
samkomuhúss og njóta dýrindis
skemmtiatriða þegar mér tókst að
tylla mér á tóman ölkassa innan
við búðarborðið hjá honum Finni.
Þar réð húsum hinn dæmigerði
kaupmaður á horninu í bestu merk-
ingu þeirra orða.
Auk starfa síns var Finnur heit-
inn mikill heimamaður og átti sér
hin ýmsu tómstundaáhugamál.
Tónlist var honum kær. Ef einhvern
vantaði skrautskrifara þá var hann
til reiðu. Á sumrum var ætíð stund
aflögu til að sinna skógrækt inn í
dal, þar sem þau hjónin áttu griða-
stað í fögrum lundi og var þar oft
þröngt setinn bekkurinn um helgar.
Að grípa veiðistöng og renna fyrir
lax var fastur þáttur í lífi Finns
meðan hann var búsettur fyrir vest-
an.
Þótt Finnur heitinn væri ljúflynd-
ur og lipur var hann skoðanafastur
og í kappræðum lét hann ógjarnan
sinn hlut. í daglegu lífi var Finnur
hamingjumaður, kvæntur skör-
ungskonu sem ól honum þijú börn
sem öll hafa komist vel til manns
og borið hróður góðra foreldra víða.
Þótt-tæpt hafi verið á ýmsu hér
að framan um dvöl mína á ísafirði
hér um árið þá er mér ógleymanleg-
ast eitt kvöld eins og þau geta ver-
ið fegurst’fyrir vestan. Blankalogn,
Pollurinn spegilsléttur, bátarnir
vaggandi sér við kæjann, hljótt og
kyrrt yfir öllu og við Finnur á rölti
í Neðstakaupstað. Þar var ég eins
og lítill skóladrengur hlustandi með
ákefð og eftirvæntingu á sögur litlu
húsanna og ævintýri látinna íbúa
sem lifnuðu að nýju í heillandi frá-
sögn Finns. Þetta kvöld var eins-
konar hápunktur á dvöl minni fyrir
vestan. Eftir það fann ég svo ekki
varð um villst að ég átti vináttu
Finns.
Ég hygg að Finnur hafi aldrei
notið sín sem skyldi eftir að hann
flutti hingað suður þó að hann léti
það aldrei uppi.
— Einu sinni Vestfirðingur ávallt
Vestfirðingur. —
Við hjónin sendum Helgu mág-
konu minni, börnum hennar og
tengdabörnum samúðarkveðjur.
Björn Bjarman
Minning:
Ragnheiður Guð-
mundsdóttir
Fædd 22. ágúst. 1918
Dáin 11. apríl 1991
í dag verður til moldar borin frá
Bústaðakirkju okkar ástkæra
frænka Ragnheiður Guðmundsdótt-
ir eða Duda eins og við systkinin
kölluðum hana. Þegar okkur var
tilkynnt um andlát hennar kom
okkur það mjög á óvart þótt Duda
væri orðin 72 ára gömul. Hún gekk
að vísu ekki heil til skógar sl. ár
en Duda veiktist skyndilega og var
lögð inn á sjúkrahús og gekkst
undir aðgerð en átti ekki aftur-
kvæmt.
Duda fæddist og ólst upp á
Stokkseyri og var elst fimm systk-
ina. Hún giftist Kjartani Árnasyni
sem andaðist fyrir nokkrum árum.
Við systkinin munum fyrst eftir
þeim þegar þau bjuggu í Mávahlíð-
inni en þar dvöldum við stundum
þegar foreldrar okkar fóru í ferða-
lög. Það voru ánægjulegar stundir
því þau voru sérlega barngóð og
reyndu alit fyrir okkur að gera þrátt
fyrir fötlun sína en Duda var með
staurfót eftir berkla sem hún fékk
á yngri árum og Kjartan var með
gervifót, en fótinn hafði hann misst
í slysi. Það gleymist seint hversu
hissa við lítil systkinin vorum þegar
Kjartan tók af sér fótinn og af-
henti okkur hann eða þær stundir
þegar við fengum skartgripaskrínið
hennar Dudu lánað með öllum
skartgripunum til að leika okkur að.
Það var dekrað við okkur innan
veggja sem utan, í bíltúrum niður’
að tjöm til að gefa öndunum og
víðar. Sömu sögu er að segja þegar
þau komu að heimsækja okkur í
Maríubakkann og síðar á Hjalla-
brautina.
Duda og Kjartan áttu einn son,
Má, bifvélavirkja búsettan í Reykja-
vík.
Við þökkum elsku Dudu innilega
fyrir allar ánægjustundirnar og
vottum Má og systkinum Dudu
samúð okkar. Megi blessun fylgja
henni í ferðinni til birtunnar.
____ Anna María, Halldór
og Betti
Komið er að kveðjustund. Finnur
Magnússon, fyrrverandi kaupmað-
ur á ísafirði, er látinn eftir þungbær
veikindi undanfarin þijú ár.
Finnur var fæddur á Flateyri við
Önundarfjörð 5. október 1909,
fyrsta barn hjónanna Magnúsar
Guðmundssonar, skósmiðs á Flat-
eyri, og Guðrúnar Guðmundsdóttur.
Árið 1918 flyst hann til ísafjarð-
ar ásamt móður sinni, yngri bróð-
ur, Magnúsi Bergi, og fósturföður,
Elíasi Kærnested Pálssyni skósmið,
en föður sinn hafði Finnur misst
nokkrum árum áður. Það er til
marks um þá þrautseigju og dugnað
er einkenndi Finn alla tíð, að hann
fór fótgangandi ásamt fósturföður
sínum frá Flateyri yfir Breiðadals-
heiði til ísafjarðar frostaveturinn
mikla, aðeins níu ára gamall.
Finnur stundaði almenn störf í
landi og sjómennsku, m.a. síldveið-
ar, í ísafjarðardjúpi og á Siglufirði.
Hann hóf síðan verslunarstörf, sem
áttu eftir að verða hans ævistarf.
Finnsbúð, eigin verslun, opnaði
hann 28. september 1942 í myndar-
legu íbúðar- og verslunarhúsnæði í
Hafnarstræti 8. Elías fósturfaðir
hans lét reisa húsið á árunum
1928-29 og rak þar skósmíðaverk-
stæði og verslun. Verslunina rak
Finnur síðan í samtals þijátíu og
ijögur ár, er hann ásamt eiginkonu
sinni flutti alfarinn til Reykjavíkur.
Finnsbúð er mörgum Vestfírðingum
enn í fersku minni, en þar var ekki
aðeins rekin verslun, heldur var þar
samkomustaður félaga Finns,
margt skrafað og hlegið, enda hafði
hann næmt auga fyrir spaugilegri
hliðum mannlífsins, brosið sem náði
til augnanna ógleymanlegt.
Finnur Magnússon starfaði að
félagsmálum á ísafirði, var um tíma
formaður Stangaveiðifélags ísa-
fjarðar, sat í stjórn Skógræktarfé-
lags ísafjarðar og var alla tíð
áhugamaður um skógrækt. Hann
var einn af stofnendum íþróttafé-
lagsins Vestra, teiknaði merki fé-
lagsins og lék knattspyrnu með fé-
laginu á yngri árum.
Þann 14. nóvember 1936 gekk
Finnur að eiga Helgu Stefánsdóttur
frá Neskaupstað, dóttur hjónanna
Stefáns Guðmundssonar og Sess-
elju Jóhannesdóttur. Helga kom
vestur á firði og nam hússtjórn við
Húsmæðraskólann á ísafirði, en þar
þóttu jafnan miklir kvenkostir við
nám. Þau felldu hugi saman og
varð gæfa beggja. Helga hefur ver-
ið eiginmanni sínum stoð og stytta
í veikindum síðustu ára, svo aðdáun
hefur vakið. Þeim hjónum varð
þriggja barna auðið. Þau eru Elsa,
ritari hjá Pósti og síma, gift Erni
Arnarþ Ingólfssyni, framkvæmda-
stjóra Isgrafs, þau eiga tvo syni og
eina sonardóttur, Magnús Elías við-
skiptafræðingur, hann á tvo syni
og tvær dætur, Stefán læknir,
kvæntur Einfríði Þ. Aðalsteinsdótt-
ur, þau eiga fjóra syni.
Finnur Magnússon var heiðurs-
maður í þess orðs bestu merkingu.
Vinur vina sinna, góður heimilisfað-
ir og barnabörnum sínum elskuleg-
ur og eftirlátur afi. Það vakti jafnan
aðdáun barnabarna sem annarra
hve hagur hann var og þá einkum
rithöndin, en eftir Finn liggja ótelj-
andi skrautskrifaðar bækur, skjöl
og kort, er hann ritaði í frístundum
sínum, einkum fyrir samborgara
sína á Isafirði. Finnur reyndist mér
elskulegur tengdafaðir, hafi hann
þökk fyrir allt og allt, á okkar kynni
bar ekki skugga.
Tengdamóður minni votta ég
samúð. Guð blessi minningu Finns
Magnússonar.
Einfríður
Traustur vinur okkar í áratugi,
Finnur, er látinn. Mér brá að heyra
það, bjóst ekki við því þrátt fyrir
skerta heilsu hans undanfarið.
Þegar ég flutti til ísaijarðar rúm-
lega tvítug var Finnur glæsilegur
ungur piltur og vann í verslun Ólafs
Kárasonar ásamt tveim sonum
hans. Man ég vel hvað mér þótti'
gott að versla við þessa ungu menn,
svo vinalegir og kurteisir. Nokkru
síðar setti Finnur upp sína eigin
verslun í húsi móður sinnar, Guð-
rúnar, og seinni manns hennar,
Elíasar Kærnested skósmíðameist-
ara, sem var hinn mesti öðlingur.
Hann var mjög góður við eldri dótt-
ur mína sem var þar heimagangur,
var svo mikið með dóttur stjúpsonar
hans, Magnúsar, sem bjó á efri
Lárus H. Eggerts-
son - Minning
Fæddur 22. júní 1910
Dáinn 7. apríl 1991
Það er svo margt, sem kom upp
í hugann er ég frétti að afi á Sóló
væri Iátinn. Otal minningar, sem
legið höfðu í gleymsku, komu allt
í einu upp í hugann. Og ég uppgötv-
aði að þessar minnihgar voru það
eina, sem ég átti eftir af honum
afa mínum.
Minningarnar mínar um afa
tengjast flestar Sólvallagötunni, þar
bjó hann ásamt ömmu í sextán ár.
Frá Sóló fórum við í ótal gönguferð-
ir saman. Niður að Tjörn, um Vest-
urbæinn, út í Björnsbakarí, þar sem
hann keypti þriggjakorna brauðið
sitt, og á ótal fleiri staði.
Afi tefldi og spilaði mikið, hann
var alltaf tilbúinn með skákborðið
þegar við komum í heimsókn. Hann
og bræður mínir gátu setið tímun-
um saman og teflt og skoðað skák-
ir. Þegar hann var sjötíu og fimm
ára eignaðist hann skáktölvu, sem
hann kallaði meinvættið. Eftir það
sat hann Jöngum. stundum. og Jék á..
meinvættið. Stundum mátaði hann
það svo glæsilega, að hann varð
að láta stöðuna standa þar til ein-
hver sem kunni gott að meta kom
og leit á snilldina. Hann hafði líka
mjög gaman af að spila og var
góður spilamaður. Mest spilaði
hann brids en einnig vist og fleiri
spil.
Það var alltaf gaman að koma á
Sóló og spjalla við hann afa. Hann
var einstaklega góður sögumaður
og þreyttist aldrei á að segja okkur
sögur af uppvexti sínum fyrir vest-
an, á Klukkulandi í Dýrafirði. Hann
sagði líka sögur af lífinu á sjónum,
en það þekkti hann býsna vel. Hann
var á sjó á sýnum yngri árum og þá
á fiskiskipum, og svo eftir nokkuð
langa dvöl í landi við ýmis störf réð
hann sig til Landhejgisgæslunnar
og var á varðskipinu Óðni um nokk-
urra ára skeið. Þegar ég man 'fyrst
eftir mér var hann hættur á sjón-
um, en starfaði áfram hjá Gæsl-
unni, fyrst sem vaktmaður á Ing-
ólfsgarði og þá fengum við að
skreppa um borð í þau varðskip sem
voru í höfn í það og það skiptið.
Síðustu árin var hann svo kaffi-
hæðinni ásamt Finni og hans ijöl-
skyldu.
Elías og Guðrún bjuggu á neðri
hæðinni, en svo var verslun Finns
og skósmíðaverkstæðið á fyrstu
hæð.
Nokkru seinna varð ég einnig
heimagangur þar eftir að Finnur
kvæntist sinni elskulegu konu
Helgu Stefánsdóttur frá Norðfirði.
Hún hafði stundað nám í Húsmæðr-
askólanum Ósk, og ílengdist á
ísafírði eins og margar aðrar skóla-
stúlkur.
I verslun sinni vann Finnur oft-
ast einn alla tíð þar til að þau fluttu
suður til Reykjavíkur enda öll börn-
in með sín heimili þar.
Oft sagði ég við Helgu konu
Finns að hann væri á rangri hillu,
hann hefði átt að verða listamaður,
svo vel teiknaði hann, málaði og
skrifaði alveg skínandi skrautskrift.
En að standa í búð frá morgni til
kvölds er síst minna starf en hvað
annað. Það var alltaf jafn indælt
að skreppa til þeirra hjóna. Þau
voru svo mikið góð heim að sækja,
gestrisin og veittu vel. Við Helga
vorum lengi saman í saumaklúbb,
ásamt öðrum eldhressum ísfírskum
konum. Það voru góðir tímar.
Magnús, bróðir Finns, er látinn
fyrir nokkrum árum, en fóstursyst-
ir hans Sigríður er gift og býr í
Reykjavík. Þau hjón Helga og Finn-
ur áttu barnaláni að fagna. Börn
þeirra eru: Elsa, vinnur hjá Pósti
og síma, hennar maður er Örn Ing-
ólfsson sem er stærðfræðingur, eiga
þau tvo syni og eitt barnabarn.
Magnús Elías, framkvæmdastjóri
Kaupmannasamtakanna, á hann
tvo syni og tvær dætur. Stefán
heilsugæslulæknir í Reykjavík,
kvæntur Einfríði Aðalsteinsdóttur
og eiga þau ijóra syni.
Hjá þeim hjónum bjó einnig El-
ías, fósturfaðir Finns, eftir að hann
var orðinn einn, var Helga honum
eins góð og við mátti búast af slíkri
konu og hann átti skilið. Einnig
reyndist Helga manni sínum ein-
staklega vel, þar til yfir lauk.
Þá er komið að kveðjustund og
þakka ég fyrir öll góðu gömlu árin,
sérstaklega á ísafirði.
Sendi Helgu vinkonu minni,
börnum þeirra og öðru venslafólki
innilegar samúðarkveðjur.
J.B.I.
Sumar manneskjur neitar hugur
manns að kalla fram öðru vísi en
iðandi af lífi, á þönum í dagsins
önn. Gildir á einu þótt maður hafi
séð slikt fólk eldast. „Þegar allt
er komið í kring“ er það lífsorka
þess sem upp úr stendur og minni
manns geymir — annað er gleymt.
Þannig muna margir Finn kaup-
ka.ll, eins og hann sagði sjálfur, í
Skemmunni sem Gæslan hafði að-
setur sitt í.
Já! Hann afi minn var góður
maður, sem mun aldrei gleymast
þeim er þekktu hann. Ég vil votta
elsku ömmu og bömunum þeirra
sex samúð mína og biðja Guð að
blessa minninguna um afa minn á
Sóló.
Ingibjörg Hrefna