Morgunblaðið - 18.04.1991, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1991
67
mann Magnússon frá ísafirði: Á
fannhvítum sloppi í búð sinni og
sópaði að honum. Snöggur í hreyf-
ingum sem tilsvörum, hressilegur
og oftast samræðugóður — gat þó
hvesst á stundum — grannur mað-
ur og spengilegur alla tíð.
Nokkuð fram eftir aldri upplifir
hver kynslóð sjálfa sig sem ódauð-
lega, eða að minnsta kosti að
mannsævin sé svo löng að jafngildi
ódauðleika. Þetta er hin dásamlega
blekking æskuáranna. Ef undan
er skilið fráfall jafnaldra, er ekkert
jafn skeinuhætt þessari blekkingu
og brottför þess fólks sem var í
blóma lífsstarfs síns á manns eigin
uppvaxtarárum. Á ísafirði æsku
minnar voru búðir kaupmannanna
Finns, Jónasar og Arngríms hluti
af svo sjálfsögðum veruleika að
þær hlutu alltaf að hafa verið —
og yrðu alltaf til. Ilvert fráfall
þess fólks sem setti svip á ísafjörð
þessara ára etur upp væna sneið
af blekkingunni ljúfu.
Finnsbúð stóð við Hafnarstræti
í hjarta ísafjarðar í þá tíð sem
sölubúðin var enn bæði verslun og
samkomustaður._ í hálfan fjórða
áratug vöndu ísfirðingar komu
sína í Finnsbúð beggja erinda,
sumir hvatskeytlega með verald-
legar þarfir sínar á hreinu, aðra
vanhagaði meira um mannlegt
samneyti, fóru sér hægar og mynd-
uðu hóp eftirminnilegra fastagesta
sem endurnýjaði sig í tímans rás '
að mannlífsins hætti. I búð sinni
stóð Finnur í 33 ár, jafn teinréttur
og kvikur í hreyfingum þegar hann
lokaði dyrum Finnsbúðar í síðasta
sinn árið 1975 eins og september-
daginn 1942 að hann opnaði. Samt
hafði auðvitað margt breyst og
kannski var hvorki strætið né
kaupmaðurinn jafn iðandi af lífi
og fyrr, hvað sem sýndist á ytra
borði.
Finnur Magnússon fæddist á
Flateyri við Önundarfjörð 5. októ-
ber 1909, eldri sonur hjónanna
Guðrúnar Guðmundsdóttur frá
Hvilft í Önundarfirði og Magnúsar
Guðmundssonar skósmiðs á Flat-
eyri. Magnús, faðir Finns, lést er
Finnur var á fimmta ári. Var
drengurinn þá sendur um hríð til
fósturs hjá frændum sínum að
Hvilft en níu ára að aldri fluttist
hann til ísafjarðar með móður sinni
og fósturföður, Elíasi Kæmested
Pálssyni skósmið, sem margir ís-
firðingar minnast sem hins mesta
ljúfmennis. Finnur hóf ungur versl-
unarstörf hjá ýmsum kaupmönn-
um á ísafirði, fyrst hjá Elíasi Páls-
syni, þá Skúla í Bræðraborg en
síðast og lengst, eða í tólf ár, í
verslun Ólafs Kárasonar. Önnur
tilfallandi störf stundaði Finnur
sem ungur maður m.a. síldveiðar
á Isafjarðardjúpi og frá Siglufirði
á sumrum. Finnur fluttist búferlum
til Reykjavíkur árið 1975 og vann
þá á ný við verslunarstörf hjá öðr-
um þau ár sem heilsan leyfði. Erf-
iður hrörnunarsjúkdómur heijaði á
Finn síðustu æviárin, dvaldi hann
á hjúkrunardeild Hrafnistu þar
sem hann lést áttunda þessa mán-
aðar.
Finnur var maður félagslyndur,
listfengur náttúrunnandi og valdi
sér félags- og tómstundastarf í
samræmi við þá eðlisþætti. Hann
sat um árabil í stjórn Skógrækt-
arfélags ísafjarðar, var lengi form-
aður Stangaveiðifélags ísafjarðar
og hafði forgöngu um byggingu
veiðihúss þess félags í hinum fagra
Langadal við Djúp. Finnur var oinn
af stofnendum íþróttafélagsins
Vestra á ísafirði og teiknaði merki
félagsins, einnig starfaði hann
fjölda ára í Frímúrarareglunni.
Hann var drátthagur og eftirsóttur
skrautskrifari. Mörg eru þau ritin
og heiðursskjöl samborgara Finns
á Isafirði sem varðveita afburða
rithönd hans og listræn tilþrif í
»kalligrafíunni.“ Víst er um það
að fábreytni í atvinnulífi og rýr
efni mörkuðu fólki af Finns kyn-
slóð starf og lífsstefnu miklu frem-
ur en gáfur, hæfileikar og áhuga-
mál. Hefðu þau tækifæri boðist
þá sem komið hafa í hlut okkar
kynslóðar, er ekki ólíklegt að Finn-
ur hefði haslað sér völl á sviði lista
Petrína Magnús-
dóttir - Kveðjuorð
Fædd 21. apríl 1911
Dáin 20. mars 1991
og _átt þar fullt erindi.
Óhætt er að segja að Finnur
Magnússon hafi verið hamingju-
maður í einkalífi. Hann kvæntist
Helgu Stefánsdóttur frá Neskaup-
stað, rausnarkonu og mannasætti
og varð af henni meiri en hann
sjálfur. Lifir hún mann sinn. Þeirra
hjónaband var eitt margra milli
ísaijarðar og ljarlægra landshiuta
á þessum árum sem rekja má til
hinnarmerku stofnunar Húsmæðr-
askólans Óskar á ísafirði. Finni
og Helgu varð þriggja barna auð-
ið. Þau eru: Elsa, ritari hjá Pósti
og síma í Reykjavík, gift Erni Arn-
ari framkv.stj., Magnús Elías, við-
skiptafræðingur og framkvæmda-
stjóri Kaupmannasamtaka íslands,
áður kvæntur Jarþrúði Hafsteins-.
dóttur, og Stefán, læknir í Reykja-
vík, kvæntur Einfríði Þ. Áð-
alsteinsdóttur. Barnabörn Finns og
Heljgu eru tíu.
Eg tók vinskap við Finn í arf,
ef svo má að orði komast, eftir
föður minn Þóri Bjarnason sér-
leyfishafa á ísafirði en þeir Finnur
voru æskuvinir. Þeirra vinátta ent-
ist meðan báðir lifðu þótt stundum
slægi í brýnu og í vinskapnum
hrikti, þvi báðir voru skapmiklir.
Árið 1935 lögðu þeir félagar við
þriðja mann, Magnús bróður Finns,
upp frá ísafirði á fornbíl einum af
Fordgerð, nánar tiltekið því fræga
T-módeli frá árinu 1926. Var ferð-
inni heitið til Neskaupstaðar til
fundar við Helgu sem þá var orðin
unnusta Finns. Þótti ferð þessi þó
nokkuð söguleg á sinni tíð. Ekki
fyrir þá sök að þeir skyldu komast
á áfangastað og til baka, sem þó
var afrek í sjálfu sér, heldur vegna
þess að þeir klykktu út með því
að bijótast yfir vegleysur Stein-
grímsijarðarheiðar á bakaleiðinni
og verða þannig fyrstir manna á
bifreið að ísafjarðardjúpi. Þessa
ferð riijaði Finnur upp nær hálfri
öld síðar í lipurlega skrifaðri grein
í ársrit Útivistar 1982. Af þessari
frásögn og mörgum öðrum eftir-
minnilegum þeirra félaga lærðist
manni, að þriðji og fjórði áratugur
aldarinnar var spennandi tími
áræðnum ungum mönnum og eng-
in ástæða að vorkenna þeim að
hafa lifað sviplausari tilveru en
okkar nema að síður væri, hvað
sem allri tæknivæðingú líður.
Finnur var af þeirri kynslóð sem
félagssagnfræðingar dagsins í dag
segja okkur að fengið hafi lítinn
tíma til að vera börn, í nútíma
skilningi, og í mörgum tilvikum
kynnst vinnuhörku snemma. Má
satt vera, og líka það, að margur
hafi byggt um sig þykka skel og
hijúfa af þessu sökum. Ekki væri
þó síður athugunarefni, hvort þessi
kynslóð hafi haft annars konar
hugmyndir um tryggð og vináttu
en títt er í dag. Þegar á bjátaði í
minni fjölskyldu teygði Finnur
Magnússon sig ótrúlega langt til
hjálpar og var óspar á sjálfan sig.
Meðal annars tók hann um tveggja
ára skeið á sínar herðar, ásamt
þeirri góðu konu Guðbjörgu Her-
mannsdóttur, að sjá um lítið fyrir-
tæki móður minnar á ísafirði í
hennar veikindum og eftir að hún
féll frá. Aldrei varð maður var við
að þetta hafi kostað hann sérstaka
fyrirhöfn, og þaðan af síður, að
við systkinin ættum honum skuld
að gjalda. Fyrir þetta, ásamt þvi
að hafa átt athvarf hjá honum og
Helgu í blíðu og stríðu — gleði og
sorg — frá barnæsku, þakka ég
Finni nú að leiðarlokum. Blessuð
sé minning Finns Magnússonar.
Þórir Þórisson,
tónlistarkennari
-------M-t------
Leiðrétting
í minningargrein um Garðar
Benediktsson eftir Sig. Þórðar-
son i blaðinu á þriðjudaginn, féll
niður nafn systur hans Guðjónu.
Þar sem minnst er á barnabörn
hans, fimm, átti að standa barna-
barnabörn. Beðist er velvirðingar á
mistökunum.
-ÍIiísJ ova nncr: -i£v nna uJbuóí
í nótt gekk ég hjá húsi og leitaði
eftir svip þeirrar sem hafði lagt
hjarta sitt í að koma því upp, svo
ung, af hugrekki sem mér er fram-
andi. En svipur þess hafði bliknað
frá í gær. Þó leitaði ég grannt eft-
ir yfirbragðinu sem það hafði haft
nokkrum stundum fyrr, þegar ég
vissi af henni fyrir innan. Hvernig
má það vera að fölvi komi svo skjótt
í garð svo litríkan sem ilmar af
blóma sínum? Er hægt að þekkja
þessa hausttíð, búa sig undir hana,
eða kemur hún alltaf svona köld
og fyrirvaralaust? Átti ég að vita
að vinur var að fara? Hvernig átti
ég að vita það?
Átti ég _að vita það vegna aldurs
vinarins? Átti ég að vita það þegar
hún kvaddi heimili sitt? Átti ég að
vita það þegar ég kyssti enni henn-
ar, svo óvenjulega þvalt? Átti ég
að skilja það í handtakinu? Kannski
var það í því sem ég villtist. Hand-
takið hennar. Svo traust, svo
öruggt. Svo sefandi ráðvilltum.
Eg gat ekki skilið að hún átti til
að dansa í einskærri kátínu þess
sem elskar lífið og mannfólkið, enda
þótt líkami hennar væri örþreyttur.
Og hjarta hennar ljómaði af Ijöri
en reyndist svo við það að bresta.
Og orðin hennar báru þess ekki
merki að við rót þeirra leyndist
hugur sem þráði að hvílast en við-
hélt skýrleika og skerpu og talaði
tungu æskunni snarpari. Eg trúði
hendingum styrkleikans ekki veik-
leikans og kannski var það þess
vegna sem mér ýfirsást hvað vinur
minn var orðinn þreyttur.
Og hvað hefur gerst? Ilvert fór
vinurinn? Og hvað er eftir hér? Er
það minningin ein sem eftir er?
Tekur dauðinn allt annað og hylur
það með tjöldum sínum? Nei, svo
mikið er vald hans ekki og nær
ekki að slökkva gleði Guðs yfir
kviknun lífs. Það sem vinurinn var,
er hann enn. Ráð hennar, hugsun
hennar, mannelska hennar, svipur
hennar er orðinn til lífs í komandi
kynslóðum. Það er meira en minn-
ing. Það er lífið sjálft. _
Gunnbjörg Oladóttir
Petrína Magnúsdóttir talsíma-
vorður í Reykjavík lést 20. mars
sl. Petrína fæddist 21. apríl 1911,
að Hólum I Staðardal við Stein-
grímsíjörð. Foreldrar hennar voru
Kristín Árnadóttir og Magnús
Steingrímsson sem bjuggu að Hól-
um þar sem Petrína ólst upp í stór-
um systkinahópi.
Skólaganga Petrínu var að loknu
námi hjá heimakennara fyrst eins
vetrar nám í alþýðuskólanum á
Hvítárbakka og síðan nám á Hús-
mæðraskólanum á Laugalandi í
Eyjafirði. Petrína sagði mér frá því
að ekkert hefði henni þótt skemmti-
legra en námið og vistin I skólan-
um. „Allt sem er skemmtilegt er
stutt“ var haft eftir Petrínu og átti
hún þá við námið. Vegna veikinda
varð ekki um frekari skólagöngu
að ræða hjá henni og settu veikind-
in mikið mark á lífsgöngu hennar.
Ég átti því láni að fagna að kynn-
ast Petrínu á námsárum mínum í
Reykjavík. Petrína var vinkona mín
og velgjörðarmanneskja, en kynni
okkar tengdust vináttu . okkar
Magnúsar Haraldssonar systurson-
ar hennar sem bjó hjá henni á Birki-
mel 8.
Heimili hennar stóð mér jafnan
opið og nutum við Magnús þess
'ii ög þegar við sátum við lestur
að geta litið við I já Petrinu og not-
ið andlegrar og líl amlegrar næring-
ir hjá hene' og fengið uppörvun
ig livatningu við námið.
Allt í fari hen.iar var fágað og
vandað og bar heimili hennar þess
augljósan vott. Við Petrína áttum
sameiginleg áhugamál og ræddum
um þjóðmál, menn og margvísleg
málefni þegar stundir gáfust. Áhugi
hennar á bókmenntum og ýmsum
fræðum var mikill og leyndi sér
ekki að þar fór kona sem hefði
notið sín vel við kennslu eða fræði-
störf. Menntun í víðasta skilningi
var að mati Petrínu lykill að lífs-
göngunni og hvatti hún hina yngri
mjög til þess að leita menntunar,
ekki einungis í skólum heldur með
lestri og fræðslu hjá þeim sem í
skóla lífsins hafa numið.
Petrína starfaði sem talsímavörð-
ur í yfir 30 ár, fyrst á Hólmavík
og síðar í Reykjavík og naut hún
starfsins.
Á kveðjustundu minnist ég Petr-
ínu með þakklæti fyrir vináttu.
Blessuð sé minning hennar.
Sturla Böðvarsson,
Stykkishólmi.
TIL B 0 fl Á R $ I NS
VEGNA HAGSTÆÐRAINNKAUPA
GETUM VIÐ BOÐIÐ
UM 47.000,- KR. VERÐLÆKKUN
Rubin Ijós eik, 160 x 200 cm, með náttborðum og dýnum
(spring- eða latexdýnur).
Verð kr. 102.457,- stgr. og lánaverð kr. 109.457,-
Áður kr. 146.355,- stgr. og lánaverð kr. 156.529,-
_______________ Dænti um greiðslumáta:___________________________
l)Visa/Euro raðgreiðslur í _ 2) Munalán í 30 mánuði.
11 mánuði, ca. 10.888,- Útborgun 27.364,-, afborgun
hvern mánuð. á mánuði ca. 3.500,-
Umboðsmcnn: Austurland: Hóhnar hf., Reyðarfirði.
Norðurland: Vörubær, Akureyri. Vestfirðir: Hiísgagnaloftið, ísafirði.