Morgunblaðið - 18.04.1991, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 18.04.1991, Blaðsíða 71
,oo .MORGUNBLABIÐ. FIMMTiUDAGUfl 1«;/ABRÍIj«1991 nv7i Þorrakórinn ásamt söngstjóranum Halldóri Þórðarsyni. Morgunblaðið/Sveinn Guðmundsson MANNFAGNAÐUR Þorrakór Dalamanna í \^mp[ 1 ; íuhís "" ÉP njj! ; ð heimsókn á Reykhólum Þorrakórinn kom hingað í heim- sókn laugardagskvöldið 13. þ.m., en hann samanstendur að mestu leyti af bændafólki úr Hvammssveit, Fellsströnd, Skarð- strönd og Saurbæjarsveit. Þessi kór skiptist reyndar í þrjá kóra, þ.e. karlakór, kvennakór og samkór. í kórnum eru um 30 manns og er söngstjóri Halldór Þórðarson bóndi á Breiðabólsstað. Hann er líka kirkjuorganisti og svo kennir hann við tónlistarskólann í Búðardal og á Laugum. Kórinn byijaði á því að syngja fyrir gamla fólkið á Barmahlíð og kom svo upp á Mjólkurvelli og skemmti fólki þar í rúma tvo tíma. Kórarnir sungu, menn sögðu brand- ara og Ragnar Ingi Aðalsteinsson skáld skemmti, meðal annars með því að syngja mansöng við rímu sem hann er að yrkja út frá Bósasögu en við þann náunga eru miklir kvennamenn kenndir. Einnig kom Ragnar með fyrripart og bað fólk að botna. Besti botninn kom frá fjórum konum í Reykhólasveit og fengu þær verðlaun fyrir. Halldór Þórðarson lék undir. Skemmtunin var vel sótt og stóð fram undir morgun. Formaður Þorrakórsins er Ester Kristjánsdóttir, Skógum á Fellsströnd. Eftir söngskemmtunina byijaði harmonikkuhljómsveitin Nikkólína að leika fyrir dansi og er hún skip- uð fólki víðsvegar úr Dölum. Ballið stóð fram undir morgun. Við þessa granna okkar eru mörg tengsl en Gilsfjörður hamlar oft þau skipti, einkum um vetrartímann. Við þökk- um þessu ágæta fólki fyrir komuna og góða menningarlega skemmtun. - Sveinn Harmonikuhljómsveitin Nikkólína. Ragnar Ingi Aðalsteinsson að syngja mansöng að Bósarímu. HÁR F ergie farg- ar rauðu lokkunum Fergie, hertogaynja af Jórvík, kom alþýðu manna í opna skjöldu fyrir skömmu er hún mætti til opin- berra embættisverka stuttklippt. Síðu eldrauðu lokkamir voru horfnir og eftir var meinleysisleg kjálkasíð klipping. Þar með hefur Fergie held- ur en ekki tekið stakkaskiptum og rétt einu sinni rataðist henni á eitt- hvað sem gulltryggði að hún yrði böðuð í sviðsljósinu. í viðtölum bæði við Fergie og Andr- és prins í gegn um tíðina hefur kom- ið fram að það var fyrst og fremst dragsíða rauða hárið sem vakti at- hygli hans á henni og í sömu við- tölum og öðrum, en viðtölin eru orð- in mörg, hefur Fergie meira að segja viðurkennt að hún hafi einungis hald- ið síðu lokkunum til að þóknast Andr- ési. Enda sagði hún þegar hún kom fyrst fram með stutta hárið, „ætli eiginmaður minn drepi mig ekki?“. Þetta var auðvitað grín hjá hertoga- ynjunni, en að sönnu vissu Andrés ekkert um uppátækið og ekki hafa viðbrögð hans við breytingunni hvis- ast út enn sem komið er. Hárgreiðslusérfræðingur Fergie, Nicky Clarke, hefur hins vegar látið eftir sér hafa að hin nýja Fergie sé allt önnur og glæsilegri og ekki spilli að stutt hár sé auðveldara í meðför- um heldur. en síðir lokkar. Hann er þaó góóur í sinn á Hard Rock aó... Velkomin á Hard Rock Cafe, sími 689888 MDHDIU ARMBAHDID SEM REYHST HEFUR FRÁDJERLEGA VEL ÞAÐ ER STAÐREYND - ÞAU VIRKA Þúsundir Islendinga nota Mondial armbandið daglega og eykst fjöldi þeirra stöðugt. Virkni MONDIAL ormbandsins felst í pólunum, sem eru hluðnir 6 millivultu spennu, ug tolið er að hafi óhrif ú plús- ug minusurku líkamuns í útt til jafnvægis ug eykur þannig vellíðan. Hollensk gæði og frábært verð. Mondial armbandið fæst í 5 stærðum XS—13—14 cm ummál S-14-16 cm ummál AA —17—18 cm ummál L-19-20 cm ummál XK-21-22 cm ummál Verð: Silfurhúðað..........................kr. 2.990,- Silfurhúðað með gullhúðuðum kúlum.............................kr. 2.990,- Húðað með 18k gullhúð..............kr. 3.990,- Ánægðir viðskipfavinir hafa eftirfarandi um Mondial að segja: Ásta Benný Hjaltadóttir, verslunarmaður: „Áður en ég fékk Mondial armbandið hafði ég þjáðst af migreni og svo slæmum sjóntruflunum, að stundum sá ég ekki nema helminginn af skifunni, þegar ég leit á klukkuna. Fyrstu dagana, sem ég gekk með armband- ið sýndi likaminn sterk viðbrögð við breytingunni, en eftir 7-10 daga notkun var mígrenið horfið og nána, tæpu ári síðar, get ég hrósað happi yfir því að hafa ekki fengið mígrenikast síðan.“ Brynjólfur Snorrason, nuddari og heilari: „Ég hef notað Mondial armbandið í nær eitt ár og það hefur reynst mér mjög vel. Armböndin vinna þannig, að þau hjálpa likamanum til að jafna orkusviðin. Í nútíma þjáðfélagi, sem einkennist af mikilli spennu og streitu, er því mikil þörf fyrir þau.“ PERSONULEG ÞJONUSTA OG FAGLEG RÁÐGJÖF. VERSLUNIANDA NÝRRAR ALDAR Laugavegi símar (91) 623336 - i M9 101 Reykjavík 626265 Póstkröfuþjónusta - greiðslukortaþjónusta Pantanasímar: (91) 623336 og 626265
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.