Morgunblaðið - 18.04.1991, Page 74

Morgunblaðið - 18.04.1991, Page 74
MORGUNBLAÐIÐ KlMMTLUAGL’ii 1S. APRÍL 1,991 74 wew/ifw •«g^«í5w;u,, «91990 Universal Press Syndicate Ást er... ... líka fyrír bílinn. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved ® 1991 LosAngelesTimesSyndicate Heima fæst hann ekki til að lyfta kaffikönnunni__ HÖGNI HREKKVÍSI Með morgunkaffínu Hvað er að gerast með þjóð vorri? Ég verð að segja, að ég er meira og meira iindrandi á stjórnsýslu mála hér. Ég tek til dæmi úr fisk- veiðimálum. Hvers vegna er svo mikið kapp lagt á togveiðar, þegar bæði leikum og lærðum er fullljóst hversu slíkar veiðar fara hættulega með sjávar- botn og uppeldisstöðvar, bæði botn- varpan með sínu smáfiskadrápi, sem og netin að meðtöldum drauga- netunum. Það hvariíar óneitanlega að manni, að einhver annarleg gæðingasjónarmið ráði ferð. Ég er ekki einn um það álit að leggja beri mun meiri áherslu á krókaveið- ar hverskonar. Ekki bara er slíkur afli mun verðmeiri — hefur verið reiknað yfir 40% — heldur hafa slík- ar veiðar enga eyðileggingu í för með sér, auk þess sem smábátaveið- ar skapa mun meiri atvinnu, bæði til sjós og lands. En þetta sjónar- mið á ekki upp á pallborðið hjá hin- um hæstu herrum. Þvert á móti er smærri bátum gert sem þyngst fyr- ir og jafnvel hvattir til lífshættu- legrar sóknar með tvöföldum kvóta einmitt og aðeins yfír hörðustu vetr- armánuðina. Ótrúleg ráðsmennska og óheillavænleg, sem oft hefur sýnt sig í slysatíðni. Mér virðist augljóst að auka beri allar króka- veiðar sem mest, því slíkar veiðar þola fiskistofnar örugglega án mik- illa takmarkana. En það er þó ann- að sem er miklu óskiljanlegra, en það eru núgildandi úreldingareglur smábáta og takið nú eftir. Gamall bátur, sem. seldur er kvóti frá, skal úreldur þ.e. hann fær ekki framar veiðiheimild og er þar með að fullu úr leik. Allt í lagi með það. En það sem fáum tekst að skilja er, að áður en úreldingin á sér stað, þá skal gera þann sama bát í stand eftir nýjustu öryggis- og siglingakr- öfum, sem oft getur kostað stórfé. Og síðan kastar nú fyrst tólfunum. Til að bæta gráu ofan á svart, þá skal þessi bátur nú eyðileggjast, höggvast eða brennast, má sem sagt ekki vera eign lengur, t.d. til skemmtisiglinga, báturinn sem ný- verið hefur verið standsettur að stöngustu kröfum. Menn eru þarna skyldaðir til að fleygja og eyði- leggja mikil verðmæti, tæki sem aldrei meira getur þó komið inn í atvinnuveiðar. Hafa menn heyrt slíkt rugl og sóun verðmæta og hafa einhveijir menn lagalega heimild til að skylda aðra að fleygja eignum sínum. Skyldi ekki vera kominn_ tími á slíka stjórnsýslu- menn? Ég býst við að forfeður okk- ar hristu höfuð sín yfir vitleysunni. Ekki furða, að við erum með allt meira og minna niður um okkur. Mig langar að minnast á fleira. Hvar er maður eða menn til að stjórna þessu landi af einhveiju viti? Svokallaðir A-flokkar eða vinstri flokkar, sem svo vilja nefna sig eru að mínu mati einhveijir mestu afturhalds- og yfirstéttarstefnu- menn og á ég þar með við þá, sem flytja hér boðskapinn úr Austrinu af mikilli mælsku um baráttuna fyrir lítilmagnanum. Hvergi eru sérréttindi meiri og hvergi hefur alþýðan það jafn skítt. En yfirstétt- in, valdhafarnir, blómstra. Sannar- lega er siglt undir fölsku flaggi og spilling eykst meðal landsfeðra, svo leita verður samjöfnuðar til svört- ustu Afríku eða austur á bóginn. Hræsnin er þó sem betur fer alltaf að verða fólki ljósari. Mælskulist hefur þessu fólki ávallt verið ríku- lega gefin, en það þýðir fjarri að sama skapi stjórnlist. Það er talað og bullað í trausti gleymsku og dómgreindarleysis fólksins og slag- orð óspöruð. Velferð þjóðarinnar með uppbyggingu atvinnuvega fer lönd og leið. Eigin velferð stjórnar- herra vorra og þeirra nánustu situr í fyrirrúmi. Það hefur verið drómi yfir landinu og skuldasöfnun ríkis aldrei geigvænlegri. Rifjið aðeins upp hveijir mest réðu ferð, þegar verðbólga komst í 130 stig, sem síðan leiddi af sér ótöluleg gjald- þrot, sem einmitt bitnaði hvað mest á hinum almenna launamanni, af því að þessir „vinsælu" stjórnar- herrar höfðu bara ekki athugað áhrifin. Þetta eru ævintýramenn og tækifærissinnar, sem enn biðla til þjóðarinnar og treysta á minnisleysi hennar, þegar þeir ættu fremur að breiða yfir haus og skammast sín. En nú er lag. í gegnum söguna alla vitum við hve oft einn maður hefur breytt gengi þjóðar, bæði til góðs og ills. Ég hef þá trú og von, að Davíð Oddsson sé slíkur maður meðal vor, sem geti og kunni að stjórna þessu landi eins og vel reknu fyrirtæki. A.m.k. kem ég ekki auga á annan og vonandi er skútan ekki svo sigin enn, að ekki verði þjarg- að. Mér líkar vel, að Davíð er ekki yfirlýsingaglaður maður, hefur enda sýnt að vilja láta verkin tala. Þó hefur hann lýst yfir vilja til fækkunar ráðherra og fleira mun koma á eftir og er það ekki einmitt þetta, sem maður heyrir oftast meðal fólks, þ.e. útþensla hins opin- bera, síaukin miðstýring og skrif- finnska. Slíkt eykur ekki hagvöxt — en veitir valdhöfum auðvitað aukin völd. Kosningar eru nú í nánd, og svo margir framboðslistar, að ég veit ekki tölu. Hvað höfum við með slíkt að gera? Er ekki kominn tími til að einn flokkur fari með stjórn hveiju sinni, og standi eða falli með verkum sínum? Það getur enginn gert sér í hugarlund hver ógn getur verið af samsteypustjórn- un. Enginn nema Guð almáttugur veit hve gífurlega hrossakaupin kosta, ekki bara í beinni ijáreyðslu og mismunun, heldur jafnframt með glötuðum tækifærum þjóðarinnar, meðan setið er og karpað og samið bak við tjöldin. Eg vona, að augu íslendinga séu að opnast fyrir þessu og pólitískur þroski að aukast. Eins flokks kerfi hefur sýnt sig og sann- að víða. Við eigum fullt af tækifær- um, ef einhver kann og þorir að nýta, en við lifum aldrei mannsæm- andi á kjaftæðinu einu. Venjulega og öfgalausasta fólkið í landinu er sjálfstæðisfólk. Ég hef trú á Davíð til að leiða okkur. Haraldur Lýðsson Fjötrar félagshyggj unnar Kosningar eru framundan og hart tekist á í þjóðfélaginu. Enda er mikið í hfi og því nauðsynlegt að kjósendur vandi val sitt. Því langar mig til þess að fá tækifæri hér til þess að leggja mitt af mörk- um í þessu örlagaríka stríði. Það er ósk mín, að kjósendur láti sér ekki í hug koma, að kjósa til forystu neina af félagshyggju- flokkunum. I því sambandi þer hæst að nefna það hugmyndakerfi, sem hljómar svo hátt í röðum vinstri manna, en er stórhættulegt og skaðlegt í, framkvæmd. Liggur beinast við að nefna ríkisvaldið, hið uppkomna barn félagshyggjunnar, sem lenti á villigötum og varð hætt- ulegt hveijum þegn og eignum þeirra. Hugsunin um frelsi, jöfnuð og betra líf var draumur sem sner- ist upp í martröð, óraunhæfur og langt frá raunverulegur. Við eigum hins vegar að styrkja frelsi einstaklingsins til athafna, svo mannðlegir hæfileikar fái notið sín, hið fjölbreytta göfuga íslenska hugvit, sem hefur sannað sig í margvíslegri hagnýtingu og ekki síður í fallegri list. Það er því af- skaplega mikilvægt fyrir okkur, að forðast fjötra félagshyggjunnar. Einnig ber okkur að efla fjölskyldu- böndin og ættartengslin, að stórfjöl- skyldan sýni ábyrgð og hugsi um sitt fólk, í staðinn fyrir að ríkis- stofnanir séu sem ruslakistur, sem taka við félagslegum vandamálum, sem upp koma í fjölskyldum. Þessir ríkisreknu vandamálakistlar eru oft hagkvæm lausn fyrir marga, en verða oft valdir að enn víðtækari þjóðfélagslegum hörmungum. Svo ekki sé minnst á laun ríkisstarfs- mannanna, sem vinna á þessum stofnunum, og tekin eru af al- mánnafé í formi skatta. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt staðið vörð um íjölskylduna, sem hornstein þjóðfélagsins. Þann raunhæfa, eðlilega og framkvæm- anlega lífsmáta eigum við að efla og styrkja, en hafna öllum hug- mundum r hugmyndabanka félags- hyggjumanna, þar sem sundur- þykkjan ríkir og hugmynd þeirra í verki hefur sannað sig sem gagns- lausa og mannskemmandi. Einar Ingvi Magnússon -------------- Ekki nýlunda Kæri Velvakandi. Ásta Ragnheiður Johannesdóttir, sem nýtekin er við starfi deildar- stjóra upplýsingadeildar Trygging- astofnunar ríkisins, hefur verið dugleg að skrifa um tryggingamál undanfarið og einnig komið fram í útvarpi og er það góðra gjalda vert. En eitt finnst mér athugavert í sambandi við þennan málflutning hennar, að hún lætur í veðri vaka að þessi upplýsingastarfsemi sé svo til ný af nálinni og hafi ekki átt sér hliðstæður áður. Þetta er mesti misskilningur. Ég fylgist það vel með félagsmál- um að ég veit að allar þær konur, sem gegnt hafa þessu starfi áður hafa kynnt tryggingamál vítt og breitt um landið. Ég man ekki bet- ur en t.d. Margrét Thoroddsen hafi verið með víkulega þætti í DV, þar sem hún kynnti tryggingamál og svaraði fyrirspurnum. Við höfum verið að ræða þessi mál nokkrir starfsfélagar og fannst rétt að það sanna komi í ljós. Kristín Árnadóttir STJÖRNUKORT Falleg gjöf Persónulýsing, framtíðarkort, samskiptakort. Gunnlaugur Guðmundsson, Stjömuspekistöðin, Miðbæjarmarkaðinum, Aðalstræti 9, sími 10377.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.