Morgunblaðið - 18.04.1991, Qupperneq 75

Morgunblaðið - 18.04.1991, Qupperneq 75
vELvAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Vond ráðgjöf á Rás 2 Einhver hefur tekið að sér að leysa vandamál hlustenda á Rás 2. Von- andi eru lausnirnar sem gefnar voru mánudaginn 8. apríi ekki dæmigerð- ar fyrir hvernig ríkjandi hugsunar- háttur rásarinnar er um hvernig skal leysa samskiptavandamál fólks. Fyrsta dæmið sem ég hlustaði á var stúlka sem vissi ekki hvort hún ætti að sofa hjá eða ekki. Svarið var í stuttu máli: Ekki hlusta á aðra — gerðu eins og þig langar — þá er allt í lagi (en mundu getnaðarvarnirnar). Sama svar með viðbót var til konu sem átti í útistöðum við tengdamóð- ur sína: Sýndu klærnar og fáðu helst manninn þinn með og segðu henni til syndanna. Má spyija: Hver væri munurinn á hegðun aðilanna tveggja ef svarið sem gefið var, yrði framkvæmt? Nákvæmlega enginn. Ekkert vanda- mál í samskiptum mannanna leysast við það eitt að haga sér eins leiðin- lega og andstæðingurinn. Með öðr- um orðum, vandamálalausnarinn á Rás 2 leysir engin vandamál með svör eins og þau fyrir ofan. Eina afleiðingin er sú að málin flækjast meira. Þetta er því miður mjög al- gengur hugsunarháttur í dag, en hlífið okkur að minnsta kosta við því að fá þessu útvarpað inn á hvert heimili um land allt. Ekki örva fólk til að haga sér eins og skepnur. Þetta snýst ekki um tilveru hinna hæfustu. Best væri að láta einhvern annan taka við þessum þætti sem hefði svolitla hugmynd um siðfræði og eðli mannsins. Það er alrangt að lauslæti hjálpi stúlku að halda í vin sinn. Ef kynlíf Kvernialistmn - rauð- asta afturhaldsaflið Þegar skoðanir Kvennalista á þjóðmálum komu í ljós við fyrstu setu þeirra á Alþingi þá nefndi ég þær Hjörleifssinna, en seinna við setu núverandi ríkisstjórnar, Stein- gríms J. Sigfússonarsinna. Að mínu mati er Kvennalisti rauð- asta afturhaldsaflið í atvinnumálum, skattamálum og varnarmálum og þar að auki er kvenréttindabarátta Kvennalista ekki á jafnréttisgrund- veili við karla eins og hjá skoðana- systrum þeirra, ' Alþýðubandalags- konum. Konur, börn og gamla fólkið Slagorð Kvennalista eru: Konur, börn og gamalmenni. Gömlu rauð- sokkurnar og aðrar rauðar kerlur börðust fyrir fijálsum fóstureyðing- um, fijálsum ástum og frjálsu kyn- lífi án allrar ábyrgðar. Því að konan átti sig sjálf og aðeins þannig voru kvenréttindin til jafns við karlrétt- indin. Slík kvennaævintýri hafa skaðað ómælt aðhaldsuppeldi barna og unglinga og sljóvgað með ófyrirsjá- anlegum afleiðingum siðferðisvitund þjóðarinnar. Að mínu mati er tilvera Kvennalista sprottin úr þessum jarð- vegi, enda var eitt af forgangsverk- efnum þeirra eftir að þær náðu kjöri til setu á Alþingi að fá í gegn fijáls- ar fóstureyðingar. Þegar fóstureyð- ingalögin voru samþykkt á Alþingi þá voru fijálsar fóstureyðingar nefndar félagslegar fóstureyðingar, sem þýðir í raun að geðþóttaákvörð- un konunnar ræður, hvort að heil- brigð kona með heilbrigðan getnað lætur eyða ósjálfbjarga óbornu lífi í móðurkviði, eða ekki. Síðustu pró- sentutölur um fóstureyðingar eru, að félagslegar fóstureyðingar eru nú 93% en af læknisfræðilegum ástæðum 7%. Hvað segði gamla fólkið ef það vissi að félagslegar fóstureyðingar eru greiddar af ríkinu og þær pen- ingagreíðslur sem m.a. eiga að renna til eldra og lasburða fólks minnka sem því nemur til að deyða óborið líf? Settir í meðferð Þegar Kvennalisti fékk þá tillögu samþykkta á Alþingi að skipuð yrði nefnd vegna nauðgunarmála, þá áttu m.a. sæti í nefndinni frú Guð- rún Agnarsdóttir, Kvennalista og prófessor Jónatan Þórmundsson. Mér eru minnisstæð orð Jónatans er hann sagði í umræðuþætti á Stöð 1 að loknum nefndarstörfum að það -liafi vakið undrun sumra í nefndinni sú afstaða Kvennalista að þær vildu ekki að nauðgarar væru dæmdir til fangavistar heldur að þeir væru sett- ir í meðferð. _„Þá vitum við það.“ Frú Ásdís Erlingsdóttir á að vera það sem á að tryggja sam- band tveggja unglinga, þá er sam- bandið nú þegar búið að vera. Strák- ur sem setur slíkt sem skilyrði, mun fljótt leiðast þegar hann hefur feng- ið sitt og leita eftir nýjum ævintýr- um. Stúlka sem hefur háa siðferðis- kennd, er alltaf eftirsóknarverðara, það skiptir engu hvað strákurinn segir. Tvöfalda siðgæðið sem flestir strákar hafa, verður augljóst ef . spurt er hvort þeir myndu leyfa syst- ur sinni, móður, eiginkonu eða dótt- ur að haga sér eins og þeir vilja að stúlkurnar geri. Aðeins fólk með mjög iágan standard í siðferðismál- um svaraði játandi. Það sem er ekki virt fyrir hjónabandið, mun í flestum tilfellum ekki heldur vera virt á eft- ir. Það er rödd hins innra manns sem kemur í ljós þegar lauslæti er for- dæmt. Þetta varðar karlmenn sem konur. Almennt getur maður staðhæft að ef fylgt er slíkum hugsunarhætti eins og Rás 2 gefur í skyn — gerðu það sem þig langar til og hlustaðu ekki á aðra, verður árangurinn mjög óhamingjusamt fólk. Þessi hugsunarháttur hefur þekkst frá fyrstu byijun mannkyns, og fær sína umfjöllun hjá ýmsum trúarbrögðum í sögunni um synda- fall mannsins. Það hefur síðan eyði- lagt heilu menningarsamfélögin út um allan heim af því að það eyðilegg- ur samstarfsmöguleika mannanna. Það er betur þekkt sem hrein sjálfs- elska. ■ Halvard K. Iversen Grátt DBS reið- hjól í óskilum Fyrir nokkrum dögum var skilið eftir grátt DBS Classic 26 tommu kvenreiðhjól í portinu á bak við Morgunblaðshúsið. Þetta er gírahjól með brotinni framlugt og beigluðu afturbretti. Víkveiji skrifar Ymsum kann að finnast framboð öfgasinnaðra jafnaðarmanna fyndin uppákoma, en er þetta ekki skrumskæling á lýðræði, að menn geti farið í framboð og ætlazt til að fá atkvæði með því að segja ein- tóma aulabrandara. Kannski má segja að þetta hafi verið svolítið broslegt fyrr á árum, þegar O-flokkurinn bauð fram á sínum tíma, en þétta framboð nú er aðeins ódýr eftirlíking á gömlum brandara að mati Víkveija. Segja má að þetta geri kannski ekkert til. Þeir, sem vilji kasta at- kvæði sínu á glæ, eigi ekki skilið annað en fá að gera slíkt, en þetta uppátæki breytir ýmsu og gerir það i að verkum, að menn geta kannski ekki nýtt sér kosningatölur sem skyldi. Hér á Víkveiji við kosninga- | forritið Þjóðráð, sem Friðrik Skúla- son hannaði fyrir kosningarnar 1987. Tölvuforrit þetta er gert fyr- ir 10 framboð og nú þegar hið 11. bætist við, T-listinn í Reykjanesi, riðlast allt forritið og verður ekki nýtilegt með sama hætti og áður. Við bætist og að framboðsfrestur hefur verið styttur verulega, þannig að breytingar forritsins taka of langan tíma, þegar fjölga þarf þeim frambdðum, sem það heldur utan um. Því getur fólk ekki nýtt sér það forrit, sem það keypti fyrir síðustu kosningar, svo að það verði kórrétt - eins og það var við kosningarnar 1987. Þá fannst Víkveija einnig heldur ömurlegt að horfa upp á framboðs- fund í sjónvarpinu í fyrrakvöld, þar sem frambjóðendur flokkanna sátu hljóðir og svipbrigðalausir á meðan T-listamaðurinn reytti af sér sína vandræðalegu brandara, en um leið og hann hafði lokið máli sínu, hófst umræðan að nýju, rétt eins og hinn „öfgasinnaði" hefði aldrei talað. Víkveija finnst, að unnt sé að gera kröfur til frambjóðenda, að þeir hafi eitthvað fram að færa annað en aulafyndni. XXX Iþáttum Víkverja hefur áður verið fjallað um svokallaðar „stofn- anamállýskur“, enda tilefnið oft verið ærið. Nú hefur fjármálaráðu- neytið bætt einni fjólunni í safnið. í frétt, sem blaðamanni barst þaðan á dögunum og fjallar um yfirdrátt ríkissjóðs í Seðlabankanum, skýtur upp kollinum orðið versnun. Þannig er á einum stað talað um að versn- un stöðunnar gagnvart Seðlabank- anum sé minni en hægt sé að skýra með verri stöðu ríkisvíxla og spari- skírteina o.s.frv. Það undarlega við fréttina er, að sá sem hana ritaði kann greinilega að orða þetta á annan hátt, en kýs að grípa til orð- skrípisins inn á milli, líklega til að forðast endurtekningar. Þannig segir að bráðabirgðatölur bendi til að staða ríkissjóðs í Seðlabankanum hafi versnað um 8,7 milljarða króna til loka marz. í næstu setningu er hins vegar talað um að versnunin á viðskiptareikningum hafi numið 8,9 milljörðum. Einu sinni létu ráðu- neytismenn sér nú bara nægja að tala um verri stöðu á reikningum. Hvenær megum við búast við frétt um bötnun? Herrasandalar Verð 1.995 Stærðir: 40-46. Litir: Vínrauður, dökkgrár, ljósgrár. Efni: Leður. Sóli: Léttur og lipur. Ath.: Mikið úrval af öðrum gerðum, sem eru með lokuðum hæl. 5% staðgreiðsluafsláttur. Póstsendum Domus Medica, s. 18519. Toppskórinn, Kringlunni, s. 689212. Veltusundi, s. 21212. Metsölublad á hverjumdegi! GOODfYEAR PHILIPS upptökuvél og myndband • Vélina má tengja beint við sjónvarp • Vegur aðeins 1,3 kg. • Dagsetning og klukka sjást við upptöku • Sjálfvirkur fókus- og birtustillir • Mjög Ijósnæm 10 lux. Ljósop 1,2 ATH. Með tösku og öllum fylgihlutum Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SlMI 691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20 ■ísamuHgtím> HEKLA LAUGAVEG1174 * 695560 & 674363 GOOD^YEAR 60 ÁR Á ÍSLANDI SPARIÐ BENSÍN AKIÐ Á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.