Morgunblaðið - 18.04.1991, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 18.04.1991, Blaðsíða 79
tf'fif JIH'IA .81 fllJO MORGUNBLAÐIÐ em ÍÞRÓTTIR FIMMTUDAGUR 18. APRIL 1991 79 HANDKNATTLEIKUR Forráðamenn Grosswallstadt ræða við Sigurd - koma til landsins um helgina til samningaviðræðna að vera á hreinu ef til samninga kemur að ég verði laus í undirbún- ing landsliðsins fyrir B-keppnina í Austurríki næsta ár,“ sagði Sigurð- ur. Hann sagði að það væri freist- andi að fá tækifæri til að leika í Þýskalandi. „Þýskur handbolti hef- ur verið einn sá besti í heiminum og félagsliðin þar eru góð,“ sagði Sigurður í samtali við Morgunbiaðið í gærkvöldi. „ÞAÐ yrði gaman að fá tækifæri til að leika með Grosswall- stadt. Það hefur alltaf blundað I mér að fá að kynnast handbolt- anum erlendis," sagði Sigurður Bjarnason, landsliðsmaður og leikmaður Stjörnunnar. Tveir af forráðamönnum þýska liðsins Grosswallstadt koma til landsins á laugardaginn til að ræða við Sigurð og forráðamenn Stjörnunnar um væntanlegan samning. Sigurður sagðist fyrst hafa frétt af áhuga Grosswallstadt þegar hann lék. með landsliðinu í Þýska- landi í desember. Þar hafi iiðið ver- ið með „njósnara". „Þeir hafa síðan haft samband með jöfnu millibili og nú er svo komið að þeir mæta hingað á laugardaginn til viðræðna. Ég á eftir að sjá hvað félagið kem- ur til með bjóða uppá. Það er þó alveg öruggt að íslenska landsliðið hefur forgang hjá mér. Það verður Morgunblaðið/KGA Beðið eftir dcmurunum í Hafnarfirði í gær - og Þjóðveijunum frá Grosswall- stadt, sem Sigurður ræðir við um helgina. Steinar hættir Steinar Birgisson, sem leikur með Haukum, hefur ákveðið að leggja handboltaskóna á hilluna eftir þetta kepþnistímbil. „Ég held að það sé kominn tími til að hætta og fara að snúa sér að öðru,“ sagði Steinar. Hann hefur áður leikið með Víkingum og norsku liðunum Runar og Kristjansand. Hann á að baki fjölmarga landsleiki. Einar aftur í Stjörnuna? Einar Einarsson, fyrrum leik- maður Stjörnunnar sem nú leikur með austurríska liðinu Vog- elpumpen, verður að öllum líkind- um með Stjörnunni næsta vetur. Austurríska liðið liefur ráðið til sín nýjan ungverskan þjálfara og er talið að hann komi með ung- verskan leikmann með sér til Austurríkis. Ef af því verður kem- ur Einar heim og leikur með Stjörnunni. í Austurríki mega lið- in aðeins nota einn útlending. Einar. Lerfur missti stjórná skapi sínu Leifur Dagfinnsson, lands- liðsmarkvörður í handknatt- leik úr KR, var í sviðsljósinu í Laugardalshöllinni í gærkvöldi, ■■■■■■ þar sem KR-ing- Kjartan ar máttu þola £ór enn eitt tapið - ^gnamsan nú fyrir Frarr)i 20:24. Leifur missti gjörsamlega stjórn á skapi sínu þegar hann fékk að sjá rauða spjaldið er staðan var 9:11 fyrir Fi-am. Leifur byijaði á því að mót- mæla dómi þegar Sigurði Sveinssyni var vikið af leikvelli í tvær mín. Hann mótmælti með því að spyrna knettinum í áhorf- endabekkina. Dómarar vísuðu honum þá af leikvelli í tvær mín. Það þoldi hann ekki og missti stjórn á skapi sínu - hugðist ráðast á dómarann og það reyndi hann í þrígang. Þurfti hálft KR-liðið til að halda Leifi frá dómaranum og varð fimm mín. töf á leiknum á með- an verið var að koma honum burtu. Leifur yfirgaf salinn með því að spyrna upp hurð að bún- ingsklefum. Þegar leikurinn hófst á ný var allur vindur úr leikmönnum KR-liðsins. Framarar gengu á lagið og náðu sjö marka for- skoti, 21:14. Eftir það gáfu þeir eftir, enda sigur þeirra í öruggri höfn. Framarar eru efstir í neðri hluta 1. deildar, ásamt Gróttu- mönnum, en fallið blasir við KR-ingum. Létt hiá Valsmönnum Æfingalitlir FH-ingar veittu Valsmönnum litla sem enga keppni að Hlíðarenda, þar sem Valsmenn unnu auðveldan sigur, ■■■!■■ 33:22. Það var að- SigmundurÓ. eins í byijun leiksins Steinarsson að FH-ingar náðu skrífar aú vejta mótspyrnu, eða á meðan lykil- menn FH höfðu úthald. Þegar staðan var 12:12 sprungu FH-ingar og Valsmenn komust yfir, 17:13, fyrir leikhlé. Eftir aðeins tíu mín. leik í seinni hálfleik voru Vals- menn búnir að ná tíu marka for- skoti, 26:16. Eftir það kom losara- bragur á leikinn. Leikmenn FH gerðu mörg slæm mistök í sókn og átti Einar Þorvarðarsson oft auð- velt með að veija laus skot þeirra, en FH-ingar skutu nokkrum sinnum beint á hann. „Þetta eru staðsetn- ingarnar,“ sagði Einar við félaga sína og brosti. , Brynjar Harðarson, Valdimar Grímsson og Jakob Sigurðsson voru sprækastu menn Valsmanna, sem hefðu eflaust viljað fá meiri mót- spyrnu en FH-ingar veittu þeim. „Við höfum ekki æft af fullum krafti að undanförnu, heldur notað æfingarnar meira til að leika okk- ur. Mikið hefur verið um meiðsli hjá okkur, auk þess sem við höfum ekki að neinu að keppa," sagði Guðjón Árnason, fyrirliði FH. Axel hetja Stjömunnar Axel Björnsson var hetja Stjörn- unnar er hann skoraði sigur- mark liðsins, 24:25, þegar 30 sek. voru eftir gegn grönnum sínum í ■■■■■■I Haukum í íþrótta- ValurB. húsinu við Strand- Jónatansson götu. Haukar fengu skrifar tækifæri til að jafna leikinn á síðustu sekúndunum er Sigutjón Sigurðs- son komst innúr úr hægra hominu, en Ingvar Ragnarsson varði meist- aralega. Leikurinn var mjög jafn og spennandi allan tímann. Haukar voru oftar með frumkvæðið og náðu mest þriggja marka forskoti, 16:13. Mikil spenna og taugaveiklun var í lokin og á síðustu mínútunni fengu Hilmar og Sigurður Bjarnason báð- ir rauða spjaldið fyrir þrjár bottv- ísanir og léku Garðbæingar því aðeins með fjóra útileikmenn síðustu sekúndurnar. Haukar náðu ekki að færa sér liðsmuninn í nyt. En jafntefli hefði verið sanngjörn úrslit. Axel og Magnús Sigurðsson voru bestu leikmenn Stjörnunnar. Haf- steinn Bragason komst einnig vel frá sínu og eins Ingvar í markinu. Sigurður Bjarnason var í strangri gæslu allan leikinn. Hjá Haukum var Baumruk í sérflokki eins og svo oft áður. Jón Örn og Magnús Árna- son, markvörður, léku einnig vel. Leikurinn hófst ekki á tilsettum tíma þar sem dómarar mættu ekki. Það tók 40 mínútur að útvega dóm- araa. Þessi framkoma HSÍ er ekki til sóma og á ekki að geta gerst. Morgunblaðið/KGA ión Kristjánsson reynir að komast í gegnum FH-vörnina, en Guðjón Árna- son, fyrirliði Hafnfírðinga, er greinilega ekki á því að hleypa honum í gegn. Valsmenn komust þó yfirleitt leiðar sinnar. KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ Bo velur í Englandsferðina Bo Johansson, landsliðsþjálf- ari, hefur valið landsliðið sem leikur vináttuleiki gegn b-liði Englands 27. apríl og gegn Wales 1. maí. Hópurinn er skipaður eft- irtöldum leikmönnum. Bjarni Sigurðsson, Val, Ólafur Gottskálsson, KR, Atli Eðvalds- son, KR, Sævar Jónsson, Val, Guðni Bergsson, Tottenham, Gunnar Gíslason, Hácken, Kristj- án Jónsson, Fram, Ólafur Þóröai- son, Lyn, Sigurður Jónsson, Arsenal, Sigurður Grétarsson, Grasshoppers, Þorvaldur örlygs- son, Nottingham Forest, Rúnar Kristinsson, IvR, Arnór Guðjohns- en, Bordeaux, Eyjólfur Sverris- son, Stuttgart, Ragnar Margeirs- son, KR og Antony Karl Gregory, Val.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.