Morgunblaðið - 19.04.1991, Page 10

Morgunblaðið - 19.04.1991, Page 10
I r MORJGSUNBLAÐŒB iFÖSTTOAGlfRi 19.: iAPRDL' 1991 IflO Listmálarafélagið Bragi Ásgeirsson og Einar Þorláksson. meirihluti þeirra sem hér sýna hefur haldið einkasýningar á síð- ustu tólf mánuðum, dregur úr gildi sýningarinnar fyrir þorra gesta; þeir hafa haft betri tæki- færi til að kynnast vinnu þeirra á öðrum vettvangi. Eitt ráð væri að gera hlut þess sem hlýtur öndvegissætið hveiju sinni enn meira en nú er, og gera þannig hverja sýningu að sértækara til- efni en ella fyrir listamenn og listunnendur. Sýningu Listmálarafélagsins á Kjarvalsstöðum lýkur sunnudag- inn 21. apríl. Myndlist Eiríkur Þorláksson í Vestursal Kjarvalsstaða stendur nú yfir árleg samsýning Listmálarafélagsins. Þeir félagar sýndu siðast saman í júní á síð- asta ári, svo segja má að þeir séu iðnir við kolann. Nú eru fleiri með á sýningunni en í fyrra, og hún ijölbreyttari fyrir vikið. Á veggjunum eru tvö til fimm listaverk eftir hvern eftirtaiinna listamanna: Björn Birnir, Braga Ásgeirsson, Einar G. Baldvins- son, Elías B. Halldórsson, Guð- mundu Andrésdóttur, Gunnlaug St. Gíslason, Hafstein Aust- mann, Jóhannes Jóhannesson, Jóhannes Geir Jónsson, Pétur Má Pétursson og Sigurð Sigurðs- son. Á sýningum Listmálarafélags- ins fá listunnendur tækifæri til að heilsa upp á gamla kunn- ingja, ef svo má segja. Lista- mennirnir hafa allir verið að störfum um langt skeið, og breytingar í þeirra myndmáli felast í jafnri og stöðugri þróun fremur en stökkbreytingum. Myndlist þeirra er ólík innbyrðis, og samsýningarformið er þeim því handhægt, þar sem hver list- amaður heldur sínu sjálfstæði. Hins vegar er spurning hvort tvær til þijár myndir sé ekki of lítið til að gefa einhveija mynd af hveijum listamanni. Gunnlaugur sýnir hér fjórar vatnslitamyndir, þar sem vald hans á miðlinum kemur vel fram, þó myndirnar séu ekki átaka- miklar; „Skúraleiðingar (nr. 1) minnir skemmtilega á skýja- myndanir ýmissa eldri meistara. Verk Guðmundu Andrésdóttur eru björt og leikandi sem fyrr, og Pétur Már bregður fyrir sig leikandi pensilskrift í fletinum, einkum í „Undirstrikuð" (nr. 10). Hafsteinn Austmann vinnur stöðugt út frá svörtum ramma í fletinum, en áferð og sterk lita- notkun gefur myndunum nú fer- skari svip en oft áður, t.d. í „Vet- ur“ (nr. 12). Stórar myndir Elías- ar B. Halldórssonar virka hins vegar flatar og daufar hér, og myndir Einars G. Baldvinssonar eru viðfangsefni fjórða áratugar- ins, án þess að bæta nokkru við. Bragi sýnir hér fimm málverk á endavegg, gegnt verkum Ein- ars Þorlákssonar, og mynda þær litríka andstæðu sín á milli; í „Ljósbrot“ (nr. 21) vinnur lista- maðurinn skemmtilega út frá eðli litarins, og svipað má segja um „Árstíðaskipti" (nr. 24) þar sem litaspjald árstíðanna dreifist frá miðjunni. Jóhannes Geir sýnir hér lands- lagsmyndir með nokkuð sér- kennilegu litaspjaldi, sem passar misvel við myndefnið. „Nesja- vellir“ (nr. 27) kemur hins vegar vel fyrir. Jóhannes Jóhannesson hefur um nokkurt skeið unnuð út frá svipuðum formum, sem vinna vel saman þar sem litir og myndbygging ganga upp, eins Nú stendur yfir í Listhúsinu Vesturgötu 17 sýning á verkum Elíasar B. Halldórssonar, en þar er um að ræða rúmlega tuttugu olíumálverk og tíu grafíkmyndir. Samtímis á Elías tvær myndir á samsýningu Listmálarafélagsins á Kjarvalsstöðum, þannig að segja má að hann komi víða við um þessar mundir. Elías vinnur sín málverk að mestu á óhlutbundinn hátt, þó í einstaka verki hér séu einnig til- vísanir til hlutveruleikans. Mest eru þetta nýjar myndir, sem í heild sinni gefa gott yfirlit yfir viðfangsefni listamannsins. Flestar olíumyndanna ganga út frá ákveðnum lit, og vinna síðan með hann í gegnum fjörugt sam- spil litatóna og forma, þar sem gróf pensilskrift einkennir áferð- ina og stjórnar heildarmyndinni. Þeir litir sem Elías vinnur mest með eru frumlitirnir, blátt, ogt.d. í „Upprisa" (nr. 29). Björn Birnir og Sigurður Sigurðsson eru á kunnuglegum slóðum í sín- um verkum, og bestu verk Sig- urðar hér voru einnig á sýningu hans í FÍM-salnum á síðasta ári. Að þessu sinni skipa verk Ein- ars Þorlákssonar öndvegi á sýn- ingunni. Hann sýnir hér átta verk. Einar notar bjarta liti og ljósa myndskipan í verkum sín- um; hins vegar hefur hann valið að sýna hér að mestu nokkurra ára gömul verk, en aðeins eitt nýtt. Það hefði verið skemmti- legra að fá meira af því nýjasta sem listamaðurinn er að fást við, því „Skapraun“ (nr. 42) er skýrt markað og vel framsett verk. Þar sem heildarsvipur sam- sýninga Listmálarafélagsins er orðinn mjög kunnuglegur, væri athugandi fyrir þá félaga að velta fyrir sér nýjum formum á sýningarhaldi. Sú staðreynd, að gult og rautt. í hverri mynd rík- ir einn litur, og listamaðurinn vinnur út frá möguleikum hans, þannig að flöturinn vitnar að lokum um samvinnu litanna frekar en átök milli þeirra. Þann- ig næst gott samspil í bláum lit- um í verkum eins og „Undir blá- björgum (nr. 16) og „Blístrað í logninu (nr. 21), en heitir gulir litir ráða ríkjum í „Stormgeigur“ (nr. 13) og „Skæðagull" (nr. 3). Listamaðurinn nær jafnvægi við þessi óhlutbundnu málverk með því að vinna einnig grafík- myndir, þar sem sagnaminni og furðuveraldir ríkja. Grafíkverkin sem Elías sýnir hér eru allt tré- ristur, unnar í krossvið, í mjög einföldum og grófum dráttum, þannig að áferð viðarins gegnir ákveðnu hlutverki í myndunum sjálfum. Sú veröld sem hér birtist er gjörólík þeim leiftrandi heimi birtu og lita sem olíumálverkin Elías B. Halldórsson: „Upp, upp mín sál trérista, 1991. fjalla um. Hér eru það undirdjúp- in sem birtast áhorfendum, og þar ríkja furðuskepnur sem minna á þann mikla meistara vítiskvalanna, Hieronymus Bosch. Kentárar á fylliríi og vængjaðar mannverur gefa þeim annarlegan svip, og gróf vinnsla myndanna gerir þær sterkari en ella. En það þarf ekki flókinn myndheim til að þessar tréristur skili árangri. „Tunglgeigur“ (nr. 27) er sterk mynd í einfaldleik sínum, og „Upp, upp mín sál“ (nr. 30) er skemmtileg stofusýn úr lífí hversdagsins (sjálfs- mynd?). Þessi sýning Elíasar B. Hall- dórssonar í Listhúsinu við Vest- urgötu er létt og skemmtilegt innlegg í sýningarflóru vorsins. Olíumálverkin eru íjörug og sterk í sínum litaleik, og grafíkin sömuleiðis, þó hún sé gjörólík málverkunum í allri uppbygg- ingu og viðfangsefnum; en það er jú einmitt tilbreytingin sem á einn stærsta þáttinn í að halda lífínu í allri myndlist. Sýningunni lýkur sunnudag- inn 21. apríl. Elías B. Halldórsson Svavar Gests afhendir verðlaunin á Islandsmeistaramoti í Svarta-Pétri 1991. Átta ára íslandsmeist- ari í Svarta-Pétri ÍSLANDSMÓT í Svarta-Pétri var haldið á Sólheimum í Grímsnesi 1. apríl sl. Mótið var opið öllum ungum sem öldnum sem áhuga hafa á þessari alþjóðlegu spilaíþrótt. Katla Þorleifsdóttir átta ára grunnskólanemi bar sigurorð af öðrum þátttakendum og hreppti titilinn íslandsmeistari í Svarta- Pétri 1991. Meðal þátttakenda, sem voru alls 55 og komu víða ___________________________ að, voru Sigurður Ragnar Kristj- ánsson og Astráður Þór Proppé, fyrrverandi meistarar í þessari grein. Heimilið vill koma á framfæri sérstöku þakklæti til eftirtalinna fyrirtækja fyrir að gefa þær veit- ingar og aukaverðlaun sem veitt voru á mótinu: Nói-Siríus, Skífan hf., Heildverslun Ásbjörns Olafs- sonar, Kárabakarí, Sanitas hf. og Meistarinn hf. (Fréttatilkynning) __________ Dönsk kammertonlist _________Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson Blásarakvintett Reykjavíkur kom fram á Dönskum vordög- um sl. mánudag en meginá- herslan á þessum tónleikum var dönsk kammertónlist. Tónleik- arnir hófust á syrpu íslenskra laga sem Páll P. Pálsson hefur útfært fyrir blásarakvintett og studdist hann að mestu við eldri kórútfærslur laganna. Útfærsla Páls var smekklega unnin og trú upprunagerð laganna. Annað verkið á efnisskránni var kvintett í F-dúr eftir Peter Rasm- ussen (1838-1913), en verk hans eru nær óþekkt og hans hvergi getið í bókum. Kvintettinn er í fjór- um þáttum, vel saminn, rómant- ískur og minnti stundum á Mend- elssohn. Glaðvært yfirbragð verks- ins kom einkar skemmtilega fram 1 tveimur seinni köflunum, sem að formi til eru einskorar „skersó“ og „rondó“ en A-kaflinn í „rondó- inu“ var fjörleg fúguframsaga. , Flutningur félaganna í blásarak- vintettinum var mjög góður. Sama má segja um flutninginn á „Walden“ kvintettinum, eftir Hans Abrahamsen (1952). Verkið fiórum báttum og byggir á náttúruhyggju, sem kennd er við bandaríska skáldið Henry David Thoreau (1817-1862) auk þess að vera, hvað stíl sriertir, unnið sam- kvæmt „nýja einfaldleikanum“ sem er eins konar mótvægi við „módernismann" og fellir saman í eina heild nútímalega og hefð- bundna hljóma, tónferli og form- skipan tónhugmynda. Þá er og mikilvægt að túlkun hefur meira vægi en í „strúktúi-verkum“ síðari ára og er þessi stefna að nokkru rakin til Ligeti, sem sagður er að hafi „endurnýjað nútímatónlist með því að gæða hana gleymdum galdri og það á síðustu stundu“. Það er sterk náttúrustemmning í kvintett Abrahamsen, bergmál, kyrrð, sem er snögglega rofin af margvíslegum hljóðum, niður og mistur og að endingu maðurinn syngjandi í skóginum sem iðar af lífsfögnuði. Þetta fallega verk var mjög vel flutt og voru þessar stemmningarnar snilldarlega út- færðar af félögunum í Blásarak- vintett Reykjavíkur. Síðasta verk tónleikanna var sextett fyrir píanó og blásara eftir Hermann Koppel (1908). Píanó- leikari var Peter Westenholz. Verkið er samið 1942 og mjög undir áhrifum af Stravinskíj án þess þó að vera bein stæling. Það t'J'Jji.jóg Mfii MBÚÖ var ý köflum vel flutt þó síðasti þátturinn, sem er glaðvær og í Allegro hraða, hafí verið um of glannalega leikinn og að leggja mætti meiri áherslu á kyrrð „pastorale" kaflans, sem er sérlega falleg tónlist. Þetta voru skemmtilegir tón- leikar. Öll dönsku verkin eru ágæt- lega samin og spanna 100 ára tímabil í tónlistarsögu Danmerkur. Kvintettinn eftir Rasmussen er samin 1896, Sextett Koppels 1942 og náttúrstemmningarnar eftir Abrahamsen 1978. Að því leyti voru þetta fróðlegir tónleikar og það sem mest er um vert, að hér er bæði um að ræða góða tónlist og að flutningurinn var afburða góður. heimili landsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.