Morgunblaðið - 19.04.1991, Qupperneq 12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1991
d2
Auðlindir og
erlend viðskipti
eftir Yngva
Harðarson
Atvinnulífíð er nú um margt statt
á svipuðum tímamótum og í upp-
hafi áttunda áratugárins. Fiski-
stofnar voru ofveiddir þótt ekki
ætti þjóðin þar ein hiut að máli og
stöðnun ríkti í vinnuaflsnotkun
landbúnaðar. Samningar um nánari
viðskiptatengsl þjóðarinnar við
helstu viðskiptalönd stóðu yfir. ís-
land gekk í EFTA árið 1970 og
gerði fríverslunarsamning við Evr-
ópubandalagið árið 1972. Mikil
aukning varð í nýtingu vatnsorku
til orkufreks iðnaðar en álbræðsla
ÍSALs tók til starfa árið 1969.
Eins og í upphafi áttunda áratug-
arins eru fískistofnar ofveiddir þótt
nú standi þjóðin ein að veiðunum.
Vaxandi vandamál blasa einnig við
í landbúnaði vegna breyttra neyslu-
venja og aukinnar framleiðslu.
Samningar um nánari viðskipta-
tengsl við helstu viðskiptalönd hafa
staðið yfír um skeið í tengslum við
myndun evrópsks efnahagssvæðis
og einnig standa yfir samningavið-
ræður við erlenda aðila um bygg-
ingu nýs álvers og orkusölu til þess.
Hagvaxtarhorfur
Þótt nokkuð svipi til aðstæðna
nú og í upphafí áttunda áratugarins
þá eru horfur á áframhaldandi vexti
tekna og framleiðslu talsvert aðrar
nú en þá. Þjóðhagsstofnun hefur
nýverið birt útreikninga sem gefa
til kynna að árlegur vöxtur fram-
leiðslu og tekna næsta áratug geti
numið á bilinu 1,5-2,0% að meðal-
tali. Tii samanburðar má nefna að
meðal aðildarríkja Efnahags- og
framfarastofnunarinnar (OECD) er
búist við að árlegur meðalvöxtur
framleiðslu og tekna verði um 3%
á sama tímabili. Sá hagvöxtur sem
búist er við hér á landi næsta ára-
tuginn er jafnframt lítill í sögulegu
samhengi. Á áttunda áratugnum
var árlegur hagvöxtur hérlendis að
meðaltali tæp 6% eða rúm 4,5% á
mann í samanburði við 0,5-1,0% á
mann sem gera má ráð fyrir næsta
áratug.
Slakar hagvaxtarhorfur nú sam-
anborið við fyrri tíma mótast fyrst
og fremst af að öðru óbreyttu er
ekki lengur unnt að gera ráð fyrir
vaxandi fiskafla. Á áttunda ára-
tugnum tvöfaldaðist hins vegar afli
og aflaverðmæti landsmanna í kjöl-
far útfærslu fiskveiðilandhelginnar.
Jafnframt er hæpið að ætla að til
frambúðar vaxi atvinnuþátttaka
mikið frá því sem nú er en atvinnu-
þátttaka jókst verulega á áttunda
áratugnum, einkum vegna aukinnar
atvinnuþátttöku kvenna.
Auðlindir og efnahagssvæði
Þær vonir sem nú eru bundnar
við aukinn afrakstur af fiskistofn-
um eru meðal annars tengdar því
að auka megi afla til frambúðar
með því að draga úr sókn í bráð.
Jafnframt þýðir frjálst framsal
veiðiheimilda að á næstu árum mun
tilkostnaður á sóknareiningu
minnka. Nokkrar vonir eru einnig
bundnar við þróun nýrra afurða og
bætta markaðssetningu.
Upptalningin leiðir í ljós að auk-
inn afrakstur af fiskistofnunum
næst varla án nokkurra fóma á
næstu misserum. Þetta er skýrast
hvað varðar aukningu afla til fram-
búðar þar sem slíkt krefst minni
IÚr fiokki greina
háskólamanna þar
semreifuðeru
þjóðmál nú þegar
kosningar fara í
hönd.
sóknar og aflasamdráttar um nokk-
urra ára skeið. Af þessum sökum
er ekki óeðlilegt að þjóðin hugi að
frekari nýtingu annarra auðlinda
sinna og er þá helst að líta til orku-
linda landsins. Jafnframt eru
nokkrar vonir bundnar við að með
aðild að evrópsku efnahagssvæði
megi ná fram samræmingu
rekstrarumhverfis hér og í sam-
keppnislöndum. Það þýðir að þau
tækifæri sem þjóðin hefur á al-
þjóðavettvangi verða skýrari og
betri grundvöllur hagkvæmrar
ákvarðanatöku. í þessu samhengi
má minna á góða reynslu af EFTA-
aðild frá 1970 og fríverslunarsamn-
ingum við EB frá 1972.
Starfsskilyrði atvinnuveganna
Jafnvel þótt binda megi nokkrar
vonir við að aðild að evrópsku efna-
hagssvæði bæti samkeppnisskilyrði
iðnaðar og þjónstugreina er fyrir-
sjáanleg afar erfið sambúð þessara
atvinnugreina við sjávarútveginn.
Annars vegar gæti samkeppnis-
staða iðnaðar og þjónustugreina
versnað tímabundið vegna fyrirsjá-
anlegrar hagræðingar í rekstri út-
gerðar. Tímabundin verri sam-
keppnisstaða iðnaðar og þjónustu-
greina sem eiga í erlendri sam-
keppni mun valda varanlegum
skaða og tefja fyrir myndun nýrra
atvinnutækifæra. Hins vegar er um
Yngvi Harðarson
að ræða miklar sveiflur sem berast
frá sjávarútveginum og hafa ásamt
fjármálastjórn hins opinbera verið
ein helsta undirrót verðbólgunnar
hér á landi. Undirritaður hefur áður
bent á að bæta má sambúð annarra
atvinnugreina við sjávarútveginn
mikið með því að taka upp sölu
veiðileyfa.
Nýting orkulinda
Hvað uppbyggingu atvinnuveg-
anna varðar er mikilvægt að þjóðin
snúi sér í auknum mæli að fram-
leiðslu sem hún getur leyst betur
af hendi en aðrar þjóðir. Slíkt ræðst
fyrst og fremst af sérstæðum nátt-
úruauðlindum þjóðarinnar, náttúru-
skilyrðum, þekkingu og af erlendum
markaðsaðstæðum. Þannig eru hér
ákjósanlegar aðstæðúr frá náttúr-
unnar hendi til að nýta fallvötnin
til raforkuframleiðslu en einnig á
þjóðin mikið af ónýttri orku á jarð-
hitasvæðum landsins. Talið er að
enn hafi einungis verið nýtt um 10%
af þeirri vatnsorku sem nota má til
raforkuframleiðslu með sama eða
lægri tilkostnaði og raforka frá
kola- eða kjarnorkustöðvum kostar.
Orkumálastjóri hefur bent á að
samkvæmt spá um orkunotkun mun
þjóðin einungis hafa nýtt 12,5%
þessarar vatnsorku árið 2015 ef
ekki kemur til nýr raforkufrekur
iðnaður.
Hvað nýtingu jarðhitasvæða
varðar þá er enn alls óþekkt hve
mikinn jarðvarma má vinna með
hagkvæmum hætti. Orkumálastjóri
hefur hins vegar nefnt tölur sem
gefa til kynna að með núverandi
tækni væri unnt að vinna árlega
um 1000 sinnum meiri varmaorku
en nú er gert miðað við að orkulind-
in sé tæmd á næstu 100 árum.
Þótt vera kunni að þessi tala ýki
stærð orkulindarinnar þá gefur hún
eigi að síður til kynna hversu feikn-
astór hún er. Sá helsti fyrirvari sem
gera þarf varðandi nýtingu jarðvar-
mans er að enn er lítið vitað um
mögulegan nýtingarhraða. Af þess-
um ástæðum virðist fúll ástæða til
eflingar rannsókna á jarðhitasvæð-
unum og hagkvæmni nýtingar
þeirra ásamt átaki í markaðsrann-
sóknum innanlands sem á alþjóða-
vettvangi.
Samkeppnishæfar orkulindir
Miðað við stærð orkulindanna og
nýtingarstig annarra auðlinda virð-
ist þjóðin eiga mikla möguleika í
orkufrekum iðnaði á alþjóðavett-
vangi. Hér er vísað til nýtingar
bæði vatnsorku og varmaorku.
Samtímis því að fiskistofnar íslend-
inga eru ofnýttir og orkulindir van-
nýttar þá eru fiskistofnar ríkja í
Suður-Ámeríku enn að miklu leyti
vannýttir. Aðrar þjóðir eiga því enn
ónýtt tækifæri þar sem tækifærum
hefur fækkað hjá okkur. Sum ríki
búa vissulega yfir miklum orkulind-
um sem í beinum samanburði eru
enn stærri en orkulindir íslendinga.
Þrátt fyrir það virðist þjóðin geta
verið vel samkeppnishæf í vinnslu
orku til orkufreks iðnaðar. Það sem
einkum gerir nýtingu orkulindanna
hagkvæma er lágt nýtingarstig
þeirra, staða þjóðarbúsins út á við
og fæð annarra framleiðslutæki-
færa. Þetta á ekki síst við þegar
jafnframt er tekið tillit til atriða
eins og viðskiptatengsla þjóðarinn-
ar við önnur ríki og væntanlegrar
þróunar í þeim efnum sem og
stjórnmálalegs stöðugleika.
Reykjavík, 11. apríl 1991
Höfundur er hagfræðingur lijá
Félagi íslenskra iðnrekenda og
stundakennari við Háskóla
Islands.
Vantar kennara í
framhaldsskólana
eftir Eggert Briem
Vítt og breitt um landið hafa ris-
ið framhaldsskólar og hefur verið
staðið myndarlega að byggingu
þeirra flestra. Það er ekki seinna
vænna, því að nú virðist hafa verið
ákveðið að unglingar eigi að sækja
framhaldsskóla í fjögur ár að loknu
grunnskólaprófí. Nokkuð misjafn-
lega hefur hins vegar gengið að
fylla þær kennarastöður sem þann-
ig hafa orðið til.
Fyrir fáum árum voru tveir menn
fengnir til að þess að ferðast um
landið og kanna ástand stærð-
fræði- og íslenskukennslu í fram-
haldsskólum. Úrþessu urðu til tvær
skýrslur. í skýrslunni um stærð-
fræðina kom fram að mikill skortur
er á kennurum með menntun í
stærðfræði, einkum úti á landi. Nú
ber þess að geta að ekki alls fyrir
löngu tóku gildi iög um réttindi
kennara. Til þess að hijóta þessi
réttindi, þarf viðkomandi að hafa
lokið BA- eða BS-prófí og eins árs
námi í kennslu- og uppeldisfræðum.
Mann með slíka menntun má ráða
til kennslu í hvaða fagi sem er, jafn-
vel þótt hann hafí ekki sótt eitt
einasta námskeið í viðkomandi fagi
í námi sínu. Hliðstæða þessa væri
t.d. að heitið iðnaðarmaður yrði lög-
verndað. Síðan mætti hvaða iðnað-
armaður sem er stunda hvaða iðn
sem er. Þannig gæti bakari komið
í stað smiðs annars staðar en í
gálganum.
Auðvitað er það þó í reynd þann-
ig, að stjórnendur skóla reyna að
ráða þá kennara til starfa í hinum
einstöku fögum, sem hafa menntun
í viðkomandi fagi.
Stærðfræðin er stór námsgrein í
framhaldsskólunum. Allir þurfa á
einhverri stærðfræðikunnáttu að
halda til að átta sig á ýmsum flókn-
um þáttum í daglegu lífi. Alls kon-
ar upplýsingar eru settar fram í
formi línurita og súlurita, stundum,
að því er virðist, vísvitandi settar
fram til að blekkja almenning. (Ég
ætla alls ekki að minnast á núver-
andi fjármálaráðherra í þessu sam-
bandi.) Hugtök eins og nafnvextir,
raunvextir, afföll og verðbætur
koma hveijum manni við. í auglýs-
ingum banka og verðbréfasjóða er
sýnt hvernig mánaðarlegur sparn-
aður verður að digrum sjóði með
vöxtum og vaxtavöxtum á löngum
tíma. (Ein króna lögð á bók, með
4% ársvöxtum, verður að milljón
krónum á 352 árum. Hefði Ingólfur
Arnarson lagt krónu á verðtryggða
bók með 4% ársvöxtum og bókin
bundin í 1056 ár, þá hefði upphaf-
lega innleggið milljónfaldast þrisvar
sinnum og væri orðið að milljarði
milljarða króna, eða 26 milljón millj-
örðum dollara sem er meira en öll
heimsins auðævi, og við erfingjar
hver um sig ríkari en Krösus.)
Ætla má að fjöldi starfa við
stærðfræðikennslu í framhaldsskól-
unum og skólum á háskólastigi
(Háskólinn ekki meðtalinn) sé eitt-
hvað nálægt 130. Hins vegar hafa
Úr flokki greina
háskólamanna þar
sem reifuð eru
þjóðmál nú þegar
kosningar fara í
hönd.
vart fleiri en 30 kennarar próf í
stærðfræði. Hinir sem fást við
kennslu í stærðfræði hafa menntun
í öðrum fögum. Sumir hafa ekkert
lært í stærðfræði, aðrir talsvert.
Frá því að Háskóli íslands hóf
að útskrifa fólk með BS-próf í raun-
greinum hafa útskrifast 75 nem-
endur með BS-próf í stærðfræði.
Af þeim stunda aðeins u.þ.b. 15
kennslu í framhaldsskólum, hinir
eru í alls konar störfum eða þá í
framhaldsnámi. Ástandið væri all-
gott, ef segjum 40 til viðbótar
stunduðu kennslu í framhaldsskól-
um. Raunar er hægt að ná þessu
marki, meira að segja með einu
pennastriki. Tvöföidun launa kenn-
ara. En menn virðast reiðubúnir að
prófa flestar aðrar leiðir fyrst. Þess
má geta að á írlandi, þar sem
ástandið í þessum málum hefur
þótt slæmt, var sett á laggirnar
nefnd til að koma með tillögur til
úrbóta. Hún setti fram ýmsar hug-
myndir en sagði jafnframt, að hin
eina sem líkleg væri til að bera
nokkurn árangur, væri sú að tvö-
falda laun stærðfræðikennara. Hér
hefur undanfarið verið í gangi átak
til úrbóta. í samvinnu við mennta-
Eggert Briem
málaráðuneytið skipulögðu nokkrir
stærðfræðikennarar við Háskólann
1 Vi árs nám í stærðfræði fyrir starf-
andi kennara sem vildu afia sér
meiri menntunar í faginu. Þetta til-
tæki tókst vel og luku 20 kennarar
náminu. En ástandið er enn ekki
nærri nógu gott. Það getur orðið
tii þess að það myndi gerast sem
við Islendingar eru hræddastir við
af öllu: Við munum dragast aftur
úr öðrum þjóðum. í Japan og Þýska-
landi, svo dæmi séu tekin, eru kenn-
arar hátt launaðir og njóta mikillar
virðingar, og þar er ekki skortur á
kennurum með góða ménntun í
þeim fögum sem þeir kenna.
Mig langar að lokum að varpa
fram hugmynd sem ég tel að eflt
geti skólastarf í landinu. Eitt af
síðustu verkum Alþingis á þessum
vetri, var að samþykkja lög um
grunnskóla. Þar stendur meðal ann-
ars að grunnskólinn skuli í áföngum
gerður einsetinn. Þannig getur
skóladagur orðið samfelldur frá 8-9
á morgnana til 2-3 á daginn. í fram-
haldi af þessu er tilvalið að halda
níu ára skyldunámi, en hefja það
við sex ára aldur. Þannig lykju
unglingar skyldunámi 15 ára gaml-
ir í stað 26 ára nú. Þetta er hægt
að gera án þess að lengja skóla-
árið. Síðan mætti, ef menn vilja,
gera framhaldsskólann að þriggja
ára skóla. Þetta er þó ekki gerlegt
án þess að lengja skólaárið og gera
meiri kröfur til nemenda um
ástundun og vinnuframlag. Þannig
gætu nemendur útskrifast úr fram-
haldsskóla 18 eða 19 ára gamlir í
stað 20 ára nú. Sjá ekki einhveijir
ávinning af þessu?
Eggert Briem er prófessor í
stærðfræði við Raunvísindadeild
Háskóla Islands.
Vaktþj ónustan
hf. tekur til starfa
NÝTT fyrirtæki, Vaktþjónustan lands og utan, svo dæmi séu tekin.
hf,, hóf starfsemi þriðjudaginn Eigendur og jafnframt starfs-
16. apríl sl. menn Vaktþjónustunnar hf. eru ail-
ir starfandi rannsóknarlögreglu-
Markmið starfseminnar er að menn og hafa mikla reynslu á því
bjóða einstaklingum og fyrirtækjum svigj
ráðgjöf á sviði afbrotavarna og að Skrifstofa fyrirtækisins er í
hafa eftirlit með eignum þegar far- Hamraborg 5, Kópavogi.
ið er í frí, eða viðskiptaferðir innan- (Frfttatiikynning)