Morgunblaðið - 19.04.1991, Page 19

Morgunblaðið - 19.04.1991, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1991 19 Ef vinstri flokkarnir treýsta ekki kjósendum, af hveiju ættu kjósend- ur þá að treysta vinstri flokkunum? eftir Kjartan Magnússon Að undanförnu hafa margir, aðallega ungir kjósendur, kvartað yfir því að þeir eigi erfitt með að átta sig á raunverulegum stefnu- málum flokkanna í slíkri kosninga- baráttu sem nú fer fram. Lái þeim hver sem vill. Kosningaáróður er hannaður fyrir þá sem fylgjast ekki vandlega með stjórnmálum heldur móta sér skoðun í sjálfri baráttunni. Hætt er við því að sú mynd sem margir stjómmála- flokkar reyna að draga upp af sér rétt fyrir kosningar sé fjarri raun- veruleikanum. Oft vilja mál þróast þannig að kosningabaráttan hættir að skipta máli eftir kosningarnar. Þau verk sem þingmennirnir vinna að á kjörtímabilinu er það sem skiptir máli þegar upp er staðið. Þegar óráðnir kjósendur eru að velja á milli flokka ættu þeir ef til viíl að láta skrúðmælgi og gaspur stjórn- málamannanna í kosningabarátt- unni sem vind um eyrun þjóta en líta nokkur ár aftur í tímann og kanna fyrir hverju flokkarnir hafa raunverulega barist. Sé fólk reiðu- búið til að líta um öxl til síðasta áratugar og skoða hann ætti ýmis- legt að koma í ljós sem greinir flokkana að. Þegar litið er til stjórnmála níunda áratugarins vekur það at- hygli hve skattar hafa hækkað gífurlega á þessu tímabili. Vinstri flokkarnir eiga mesta sök á þess- um hækkunum. Sjálfstæðisflokk- urinn hafði því miður ekki þing- styrk til þess á tímabilinu að skera niður í ríkisbákninu og lækka skatta en á meðan hann var í stjórn, tókst þó að koma í veg fyrir meiri háttar skattahækkanir. Almenningur getur gengið að því visu að með því að kjósa einhvern vinstri flokkanna eru þeir um leið að óska eftir hærri sköttum. Sjálf- stæðismenn telja það ranghug- mynd hjá vinstri mönnum að þjóð- in verði ríkari eftir því sem skatt- arnir hækka og óska nú eftir þing- styrk sem dugi ekki eingöngu til að stöðva sjálfvirka þenslu ríkisút- gjalda, heldur einnig til þess að hefja raunhæfan niðurskurð í rík- isrekstri. Þannig er hægt að skila launafólki raunverulegum kjara- bótum. Kjósendur eiga heimtingu á að vita hvort stjórnmálamenn ætla að hækka eða lækka skatta á næsta kjörtímabili. Sjálfstæðis- menn hafa gefið skýr svör. Orð vinstri manna verða hins vegar ekki skilin á aðra lund en að þeir ætli sér að stórhækka skatta. En það er ekki eingöngu stefna flokkanna í skattamálum sem kemur að gagni þegar kjósendur velja á milli flokka. Næg eru dæm- in frá síðasta áratug sem snerta nú daglegt líf almennings. Bjórmálið þvældist lengi fyrir þingmönnum áður en það var af- greitt. Segja má að um þverpólit- ískt mál sé að ræða en þó var það svo að það voru nær eingöngu sjálfstæðismenn sem áttu frum- kvæðið að umræðunni. Sjálfstæð- ismenn telja það ekki vera hlut- verk ríkisins að ákveða hvað fólk lætur ofan i sig. Hlutfallslega átti bjórfrumvarpið mestu fylgi að fagna meðal þingmanna Sjálf- stæðisflokks. Þó að frjálslyndir þingmenn úr öðrum flokkum hafi einnig átt hlut að máli, er óvíst að frumvarpið hefði náð fram að ganga ef frumkvæði sjálfstæðis- manna hefði ekki notið við. 1 Að lokum er hægt að nefna frjálsan útvarpsrekstur. Hveijum dettur nú í hug að hverfa til fortíð- ar og banna útvarpsstöðvar einka- aðila? Allir líta nú á frjálsan út- varpsrekstur sem sjálfsagðan hlut þó að aðeins séu fimm ár síðan einkarekstur Ríkisútvarpsins var afnuminn. Það var ekki vinstri- mönnum að þakka að svo fór. Það var sjálfstæðismaðurinn Guð- mundur H. Garðarsson sem hóf baráttuna fyrir fijálsu útvarpi um „Kjósendur eiga heimt- ingu á að vita hvort stjórnmálamenn ætla að hækka eða lækka skatta á næsta kjörtímabili. Sjálfstæðismenn hafa gefið skýr svör. Orð vinstri manna verða hins vegar ekki skilin á aðra lund en að þeir ætli sér að stórhækka skatta.“ miðjan áttunda áratuginn. Sú bar- átta tók tíu ár og í henni voru sjálfstæðismenn alltaf í farar- broddi. Að lokum vannst sigur í því máli. Auk þingmanna Sjálf- stæðisflokksins voru það eingöngu þingmenn Bandalags jafnaðar- manna sem greiddu atkvæði með frumvarpinu ásamt stöku þing- manni úr öðrum flokkum. Þessi stutta uppriíjun ætti áð leiða einhveijum kjósendum fyrir sjónir hvert eðli vinstri flokkanna er. Það er að minnsta kosti ekki þeim að þakka að fólk velur nú sjálft útvarps- eða sjónvarpsefni eða hvort það kýs að drekka bjór. Fyrst að vinstri menn treysta ekki kjósendum, af hveiju ættu kjós- endur þá að treysta vinstri mönn- um? Höfundur er sagnfræðinemi við Háskóla íslands. EINRÆÐI - LÝÐRÆÐI „Ef við förum og túlkum lýðræði með þeim hætti að til að mynda Sjálfstæðisflokkurinn annars vegar og Flokkur mannsins hinsvegar til að mynda, eigi að hafa sama tíma í sjónvarpi til að útskýra hvað þeir ætli að gera næstu 4 árin í stjórn landsins. Þetta finnst mér vera afbökun á lýðræðinu." Davíð Oddsson á kosningafundi á Blönduósi. Frjálslyndir telja skoðanir formanns stærsta stjórnmálaflokks landsins í þessum efnum hættulegar og beinlínis til þess fallnar að stofna til einræðis á íslandi. Frjálslyndir leggja áherslu á virðingu fyrir einstaklingnum og frelsi hans. Málfrelsi og fundarfrelsi er grunnur þess lýðræðisþjóðfélags sem við lifum í. Þann grunn vilja Frjálslyndir styrkja. FRJÁLSLYNDIR fyrir fólk Ef þú vilt vita meira um þessar kerfisbreytingar eða önnur stefnumál Frjálslyndra, hafðu þá samband við kosninga skrifstofur okkar. ATKVÆÐI GREITT F-LISTANUM ER ATKVÆÐI GREITT SJÁLFUM ÞÉR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.