Morgunblaðið - 19.04.1991, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1991
A L
N G
N G A R
Hvernig tengjast Davíð Oddsson,
Njáll á Bergþórshvoli o g stefnu-
skrá Alþýðufiokksins?
eftir Vilhjálm
Þorsteinsson
Sjálfstæðisflokkurinn með Davíð
Oddsson í broddi fylkingar hefur átt
í miklum erfiðleikum undanfarið
vegna stefnuleysis flokksins í
stærstu framtíðarmálum þjóðarinn-
ar. A hvetjum fundinum og í sjón-
varpsþættinum á fætur öðrum stama
fulltrúar flokksins út úr sér þoku-
kenndum svörum við spurningum
kjósenda og fréttamanna.
Nú kemur í ljós hve óklókt það
var hjá Sjálfstæðisflokknum að halda
landsfund svo stuttu fyrir kosningar,
úr því ekki var unnt að koma flokks-
brotunum saman um stefnu, því
frambjóðendur flokksins geta vart
sagt afdráttarlausa setningu án þess
að ganga með því út fyrir umboð
sitt frá æðstu valdastofnun flokks-
ins. Niðurstöður landsfundar, eða
öllu heldur niðurstöðuleysi, eru þjóð-
inni enn í fersku minni.
Davíð Oddssyni hlýtur að líða afar
illa yfir því að þurfa að verja setning-
ar úr landsfundarsamþykktum á borð
við „móta skal sjávarútvegsstefnu
er taki til veiða og vinnslu". Nú er
ljóst að aðrir flokkar hafa tiltölulega
skýra stefnu í sjávarútvegsmálum.
Framsóknarflokkur rígheldur í kvó-
tann, Alþýðubandalag vill byggðak-
vóta og afturhvarf til sóknarmarks,
en Alþýðuflokkur leigu veiðileyfa.
Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að
styðja byggðakvóta og sóknarmark
ef hann fer í stjórn með Alþýðuband-
alagi, eða veiðileyfi með Alþýðu-
flokki? Eða semja um óbreytt kerfi
við Framsókn? Einhveija stefnu mun
flokkurinn hafa á endanum, nema
hann kjósi að láta aðra ráða ferðinni
fyrir sig, og væri þá Snorrabúð.
stekkur að mati flestra kjósenda
Sjálfstæðisflokksins.
Vanlíðan Davíðs Oddssonar og
reynsluieysi í þessari óþægilegu að-
stöðu kemur berlega í ljós. Gagnrýni
Jóns Baldvins Hannibalssonar á þok-
usetninguna sem áður var nefnd
svaraði hann í útvarpsfréttum að
kvöldi 10. apríl með því að segja að
í öllum stefnuskrám væri að finna
óljósar setningar og jafnvel tómt
buil; til dæmis stæði í stefnuskrá
Alþýðuflokksins það „rugl“ að „land-
búnaðurinn væri hluti af íslenskri
menningu Orðrétt stendur í kosn-
ingastefnuskrá flokksins (bls. 23) að
Alþýðuflokkurinn leggi „áherslu á
að hefðbundinn landbúnaður er hluti
íslenskrar menningar og gegnir mik-
ilvægu hlutverki í þjóðarbúskap okk-
ar“. Þetta er sem sé setningin sem
Davíð Oddsson tekur sérstaklega
eftir þegar hann vantar sláandi dæmi
um buli í stefnuskrá Alþýðufíokksins.
Það er greinarhöfundi til efs að
margir sjálfstæðismenn og íslend-
ingar fylgi Davíð eftir í þessu út-
spili. Hver heldur Davíð að hafi ver-
ið starfi Njáls á Bergþórshvoli? Hann
heldur kannski að Njáll hafi verið
heildsali og flutt inn kex? Sjá kjós-
endur ef til vill glitta í undirmeðvit-
und Davíðs, þjálfaða af Hannesi
Hólmsteini? Bar hann álit sitt á hlut-
verki landbúnaðar undir féalga sína
Egil Jónsson og Eggert Haukdal?
Hvernig sem menn velta ósjáifráð-
um hugsanaferlum Davíðs fyrir sér,
er ljóst að kosningastefnuskrá Ai-
þýðuflokksins fær vart betri einkunn
en þá sem Davíð hefur nú óvart gef-
ið henni. Ef mesta bull stefnuskrár-
„Kjósendur sem vilja
vita hvað þeir kjósa, og
vilja skýra og skynsam-
lega stefnu, velja Al-
þýðuflokkinn í þessum
kosningum. Island í
A-flokk!“
innar er að finna í ofangreindri setn-
ingu, eftir fínkembingu Davíðs og
aðstoðarmanna í leit að trompspili
gegn Jóni Baldvin, má Alþýðuflokk-
urinn svo sannarlega vera ánægður
með sína skýru og skynsamlegu
stefnuskrá.
Davíð skýtur sjálfan sig í fótinn
þegar hann ver sjávarútvegssetningu
Sjálfstæðisflokksins með því að
benda á aðrar setningar úr stefnu-
skrám stjómmálaflokka sem séu rugl
Vilhjálmur Þorsteinsson
(að hans mati). Með þessari vörn
viðurkennir hann að gagnrýni Jóns
Baldvins Hannibalssonar eigi við rök
að styðjast og að umrædd setning
sjálfstæðismanna flokkist með óhjá-
kvæmilegu rugli í stefnuskrám
stjórnmálaflokka; vömin er sú að
slíkar setningar sé einnig að finna
hjá hinum flokkunum!
Nú hefur Davíð hafnað áskorun
Alþýðuflokksins um opinn kapp-
ræðufund, enda sér hann að -fundir
þar sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf
að veija stefnu sína verða sjálfkrafa
að harmleik fyrir flokkinn og fram-
bjóðendur hans. Davíð segir að hann
hafi þegar haldið fjölmenna fundi
um land allt, reyndar með metað-
sókn, og þurfí ekki að útskýra stefnu
sína frek'ar fyrir kjósendum. Enn er
Davíð seinheppinn í málflutningi;
ekki verður annað séð af niðurstöð-
um nýjustu skoðanakannana úr kjör-
dæmum en að fylgi Sjálfstæðis-
flokksins hafi heldur minnkað en
hitt í kjölfar funda Davíðs. Kjósendur
bjuggust við ferskum vindum með
nýjum formanni og sterkri og ákveð-
inni stefnu flokks sem vill leiða næstu
ríkisstjórn, en hafa í staðinn fengið
fímmaurabrandara og fáránlegt moð
á borð við „hugarfarsbreytingu" sem
á með yfirnáttúrulegum hætti að
lækka skatta og skera ríkisútgjöld
réttlátlega niður.
Kjósendur sem vilja vita hvað þeir
kjósa, og vilja skýra og skynsamlega
stefnu, veija Alþýðuflokkinn í þess-
um kosningum. Island í A-flokk!
Höfundur skipar 11. sæti á lista
Alþýðuflokksins í Reykjavík.
Viðkvæmur tími í sjávarútvegi
eftir Stefán
Guðmundsson
Það væri rangt að segja annað
en „hálfnað er verk þá hafið er“,
þegar talað er um fiskveiðistefnuna
í heiid sinni.
Mikið verk er enn óunnið í frá-
gangi ýmissa mála tengdum þess-
ari stefnu beint eða óbeint. Afla-
kvótinn er kominn til að vera hvort
sem mönnum líkar betur eða verr.
Eflaust hafa margir mátt muna
sinn fífil fegri áður en þessi stefna
var mörkuð. Höfuðmarkmið fisk-
veiðistefnunnar er að stuðla að
verndun og uppbyggingu flski-
stofna og hagkvæmari nýtingu
þeirra, jafnvel því að ti'yggja rétt
byggða til sjávarfangs og atvinnu
eins og kostur gefst til.
Uppboðsmarkaðir gegna
mikilvægu hlutvcrki
Það er erfitt og nær útilokað að
marka ákveðna stefnu sem allir
sætta sig við. En það hefur verið
frekar mikið um árekstra og
óánægju í sambandi við úthlutun
aflakvóta og þar með veiðiheimildir.
Trúlega þarf að endurskoða og
meta þessa stefnu með reglulegu
millibili. Þá þarfnast hún mikillar
einföldunar við.
Nú eru viðkvæmar stundir í sjáv-
arútvegsmálum, miklar hræringar
t.d. með nýju kvótaári, aukinni
markaðshlutdeild í afla landsmanna
ofl. ofl.
Það þarf styrk og áræði til að
meðhöndla þessi mál. Ég get tekið
undir flest sem landsfundur Sjálf-
stæðisflokksins ályktaði um sjávar-
útvegsmálin m.a. það að brýnt er
að hagsmunir útgerðar og fisk-
vinnslu fari saman. Á undanförnum
misserum hafa uppboðsmarkaðir
gegnt veigamiklu hlutverki í fram-
þróun sjávarútvegs. Enda mikil-
vægt skref að virkja markaðslög-
málin til þróunar þessara greina.
Til að efla sjávarútveginn enn frek-
ar er nauðsynlegt að stefna að full-
vinnslu sem flestra sjávarafurða hér
á landi. í því sambandi er nauðsyn-
legt að jafna samkeppnisaðstöðu á
íslandi í fiskvinnslu til samræmis
við vinnslu innan Evrópubandalags-
ins með tilliti til verndartolla EB,
auk þess sem höfð verði hliðsjón
af ríkisstyrkjum bandalagsins.
Einnig skal stefna að því að allur
ferskur flskur veiddur á íslandsmið-
um verði boðinn íslenskum fisk-
„Nú liggur fyrir sam-
þykkt Alþingis um
heimild til kaupa á
nýrri björgunarþyrlu,
og er það vel.“
vinnslustöðvum til kaups eða seldur
um innlenda uppboðsmarkaði eins
og frekast er unnt áður en hann
er fiuttur óunninn úr iandi.
Það er dýrt að spara í
öryggismálum sjómanna
Öryggismál sjómanna hafa lítið
átt upp á pallborðið hjá ráðamönn-
um í gegnum tíðina. Landhelgis-
gæsian hefur því sem næst mátt
lepja dauðann úr skel ár eftir ár.
Varðskipin eru lítið á ferðinni og
halda sig mest í kyrrstöðu inni á
fjörðum og flóum; vegna þess að
það eru einfaldlega ekki til pening-
ar fyrir olíu og frekari rekstri
þeirra.
Ef vel ætti að vera þá þyrfti eitt
skip við hvern landsfjórðung. Gæsl-
an hefur veitt sjómönnum dygga
aðstoð í björgunar- og leitarstörf-
um. Nú liggur fyrir samþykkt Al-
þingis um heimild til kaupa á nýrri
björgunarþyrlu, og er það vel. Mik-
Viðhorf Heimastj órnar-
mannsins til heilbrígðismála
eftir Kristínu
Ottósdóttur
Við sem að Heimastjórnarsam-
tökunum stöndum, leggjum ríka
áherslu á að mjög mikil aukning
verði á forvarnarstarfi í heilbrigðis-
málum. Gífurlegt starf er óunnið í
sambandi við nær alla þætti sem
að því lúta.
Mjög oft hefur borist til eyrna
fólks orðrómur um að matvara sem
hafnað hefur verið annars staðar
og talin óhæf til neyslu, hefur verið
send hingað til lands og sloppið í
gegn hér vegna slælegs eftirlits.
Það þarf ekki að fjölyrða um það
hve alvarleg slík mál geta orðið ef
ekki er brugðið skjótt við og komið
í veg fyrir neyslu heilsuspillandi
matvara.
Vel þekkt dæmi erþegar iðnaðar-
olía var seld í einu Evrópuríki sem
matarolía. Mjög margir létust og
ennþá fleiri urðu öryrkjar og ná
aldrei aftur fullri heilsu. Við íslend-
ingar getum ekki aðgerðarlausir
sætt okkur við að hingað til lands
berist efni sem hugsanlega yllu
varanlegu heilsutjóni. Notkun á alis
konar eiturefnum hefur aukist mjög
mikið í sambandi við ræktun og
framleiðslu matvæla.
Mörg þessara efna eru skaðleg
eða jafnvel stórhættuleg. í sumum
tilvikum getur liðið langur tími þar
til skaðinn kemur í ljós. Þrátt fyrir
að eftirlit með matvælum geti verið #
nokkuð kostnaðarsamt er þó alveg
víst að kostnaður við slíkt eftirlit
er minni en sá kostnaður sem hlýst
af varanlegu heilsutjóni.
Streita er eitt af einkennum nú-
tíma þjóðfélags og getur hún orsak-
að varanlegt heilsutjón eða dauða
ef ekki er brugðist við á réttum
tíma. Mjög stórt átak þarf að gera
„Heimastj órnarsamtök-
in hafa sett sér það
markmið að gert skuli
stórfellt átak í forvarn-
arstarfi í heilbrigðis-
málum á næstu árum.“
á næstu árum til að aðstoða fólk
við að vinna bug á þeim áhrifum
sem streita getur orsakað. Senni-
legt er að með aukinni fræðslu um
hvernig fólk getur unnið gegn
streitu megi koma í veg fyrir mikl-
ar þjáningar og gífurlegan kosntað.
Heimastjórnarsamtökin hafa sett
sér það markmið að gert skuli stór-
fellt átak í forvarnarstarfi í heil-
brigðismálum á næstu árum, því
við erum viss um að það muni skila
sér margfalt til baka til þjóðarinnar
með lækkun á sjúkrahúskostnaði.
Sé áhersla lögð á heilsulindir þá
Kristín Ottósdóttir
skapast miklar gjaldeyristekjur fyr-
ir alla þjóðina.
Uppbygging á heiisu landsmanna
skilar sér sjálfkrafa í betri vinnuaf-
köstum og meiri lífshamingju.
Höfundur er hárgreiðslumeistari
og skipur 4. sæti H-Iistans í
Reykjavík.
Stefán Guðmundsson
ill áróður sjómanna og annarra
hagsmunaaðila liggur að baki þessu
máli. Eitthvað hefur það vafist fyr-
ir ráðamönnum hvernig skuli fjár-
magna þessi kaup. En ég tel eðlileg-
ast að Ríkissjóður fjármagni slíkt
og staðgreiði þyrluna til að ná af-
slætti hjá umboðsaðila eða fram-
leiðanda.
Aðrar leiðir hafa verið viðraðar,
svo sem það happdrætti sem Flug-
björgunarsveitin og Skáksamband-
ið hugðust hrinda af stað. Ég varð
hneykslaður! Flugbjörgunarsveitin
á eitthvað skylt með þyrlukaupum
en Skáksambandið ekki, nema ef
vera kynni að ættingjar fólks, innan
þess, væru á sjónum. Það er fjandi
hart ef fjárvana samband ætlar að
nota þennan málstað til að koma
sér á réttan kjöl. Annars hef ég
ekkert á móti skákinni. Það er for-
kastanlegt að vita til þess að ekki
er hægt, burðargetunnar vegna, að
bjarga stærri áhöfn en 6-8 manns
um borð í þá þyrlu sem nú er til
staðar. Við höfum sioppið með
skrekkinn fram að þessu en því
fyrr sem ný og stærri þyria kemur,
því betra. Ég vil heist ekki hugsa
til þess ef sú staða kemur upp í „of
stórri áhöfn“ að skipstjóri eða stýri-
maður fái það hildarhlutverk að
„velja“ þá sem fara í þyrluna. Og
hinir verða eftir.
Við vonum það besta. Það tókst
að beija þyrlukaupin í gegnum kerf-
ið; virðisaukaskatturinn af flot-
vinnugöllum fylgir fast á eftir.
Höfundur er stýrinmður á
Húsavík.