Morgunblaðið - 19.04.1991, Page 32

Morgunblaðið - 19.04.1991, Page 32
 Leigja má fleiri stöðv- um not af dreifikerfi Ríkisútvarpsins sagði Davíð Oddsson DAVÍÐ Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins segist telja að nýta mætti þann dreifibúnað sem Ríkisútvarpið hefur komið sér upp fyrir fé almennings, og leigja öðrum stöðvum, sem vildu út- varpa á landsvísu. Hann sagði á fundi Sjálfstæðisflokksins í Reykj- aneskjördæmi í fyrrakvöld að starfsmenn Rásar 2 hefðu ekki túlk- að ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins rétt, því hugmyndin hefði ekki verið sú að Ieggja niður starfsemi Rásarinnar heldur að fela öðrum að reka hana, jafnvel á ódýrari og skemmtilegri hátt. Trausti Jónsson fyrirspyijandi úr Hafnarfírði greindi frá því að hann hefði hringt í Þjóðarsálina á Rás 2 á þriðjudag, þegar Davíð Oddsson sat þar fyrir svörum og spurt eftirfarandi spumingar, sem umsjónarmenn þáttarins hefðu neitað að bera upp við Davíð: „Þegar Jón Baldvin Hannibalsson, var fjármálaráðherra, lýsti hann því yfir að selja bæri Rás 2. Þetta vakti þá enga athgyli, en þegar sjálfstæðismenn ályktuðu á lands- fundi um að selja bæri Rásina ruku starfsmenn Rásarinnar upp til handa og fóta og dagskráin snérist nánast öll um þetta atriði. Segir þetta okkur ekki að það sé kominn tími til að stemma stigu við uppivöðslu róttæklinga hjá Ríkisútvarpinu - mannanna sem nota hvert tækifæri sem gefst til að koma höggi á Sjálfstæðisflokk- inn?“ Davíð kvaðst ekki hafa vitað til þess að Trausti fékk ekki að bera upp ofangreinda spumingu. „Ef Rás 2 hefði sýnt öllum ályktunum landsfundar Sjálfstæðisflokksins jafn mikinn áhuga og þessari hálfu setningu, þá hefðu þeir haft nægt efni til haustsins og ekki þurft að spila eitt einasta lag....Það sem ályktun landsfundarins snýst um er eingöngu það að koma þessum rekstri fyrir með öðrum hætti. Það var ekki verið að álykta um að leggja bæri niður þessa starfsemi. Á ferðum mínum um landið hef ég orðið var við að fólk hefur haft áhyggjur af þessari túlkun Rásar- innar á þessari ályktun. Fólk úti á landi heyrir ekki jafnmargar stöðvar og heyrast hér í þéttbýl- inu. Því fólki fannst sem þéttbýlis- fólkið á landsfundinum hefði í hyggju að skrúfa fyrir þetta eina dægurútvarp sem það hefði. Hugsunin var og er þessi: Mega ekki aðrir aðila eiga og reka þessa sömu þjónustu, kannski á ódýrari, öflugri og jafnvel skemmtilegri hátt? Þessi viðbrögð öll vöktu svo upp aðrar spumingar: Væri ekki skynsamlegt að nýta það dreifí- kerfi sem hefur verið komið upp fyrir fé almennings, þannig að það mætti leigja það fleiri stöðvum og fólk úti á landi heyrði fleiri stöðv- ar en það heyrir nú,“ sagði Davíð Oddsson. Frambjóðendur á ferð ogflugi Það er í nógu að snúast hjá fram- bjóðendum stjórnmálaflokkanna þessa síðustu daga kosninga- baráttunnar, þar sem þeir hend- ast um kjördæmi sín og reyna að ná til sem flestra kjósenda. Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra er þar engin undantekning. í gær var Stein- grímur í heimsókn hjá vistmönn- um Hrafnistu í Hafnarfirði og eins og sjá má á efri myndinni renndu öldungarnir niður fram- sóknarboðskapnum með síðdegis- kaffínu. Myndin til hliðar er frá kosningahátíð framsóknarmanna í gærkvöldi í Skútunni í Hafnar- firði. Meðal annars kom Jóhannes Kristjánsson eftirherma fram í gerfi formanns Framsókn- arflokksins. Morgunblaðið/Sverrir A L Þ NGIS KOSNINGAR Yerðbólgan nú minni en um nær tveggja áratuga skeið VERÐB OLGA VERÐBÓLGAN sl. 4 ár Lánskjara- byggingar- og framfærsluvísitala (þriggja og tólfmanaða breytingar) U TT'i apr.'87 jan.’8l /0 2. Verðstððvun ~CÍ Lánskjaravísitala 12 mánaða hœvtino Þriggja mánaða breyting . , , - 1. Rikisstj. Þorst. P. i i i i i 'i" i i i jan. I jan.’90 jan.'91 ap. cco/ ^ o n : ' « oyggmgarvisitaia Æsl. /ÍJa\ io ^ ttj/ u apr.’87 jan/88 1 1 ■ ■ 1 1 1 1 | |TT l- l ’I-TT'T T' T1 | 1 1 1 jan'89 jan.’90 jan.’91 ap. /Q2. — II \\ rramrærsiuvisitaia 30 Irr-jl/* >0\\ 25 ,M, on ... .yQr’* </4.\ 15 GS2T ,v^r 10 _ _ \\ 1 VV 0 v ^ apr.’87 jan.’88 jan.’89 i i i i i i « ■ | 1 ■ ' ■ ' ' i' i i i i |í jan.’90 jan.’91 ap. | eftir Kristin Briem VERÐBOLGAN nú undir lok kjörtímabilsins mælist minni en verið hefur um nær tveggja ára- tuga skeið eða um 5,8% miðað við síðustu 12 mánuði. Annað var uppi á teningnum við upp- haf kjörtímabilsins árið 1987 en þá var í uppsiglingu enn ein verðbólgualdan vegna þeirrar þenslu sem þá ríkti. Verðlags- hækkanir á árunum 1987-1989 urðu um og yfir 20% á ári og yfir allt kjörtímabilið hefur framfærslukostnaður hækkað um tæplega 92% á mælikvarða samnefndrar vísitölu. Þáttaskil urðu í verðlagsmálum í upphafi árs 1990 þegar heildarkjara- samningar voru undirritaðir og þá komst loks á langþráður stöð- ugleiki. Við upphaf kjörtímabilsins í apríl 1987 ríkti hið margnefnda þensluskeið í efnahagslífinu þar sem saman fóru miklar launa- hækkanir, hallarekstur á ríkissjóði, erlendar lántökur og nokkur hækk- un á gengi gjaldmiðla sem vógu þungt í innflutningi. Launatekjur jukust langt umfram vöxt þjóðar- tekna og innflutningur jókst gey- simikið. Við þessar aðstæður magnaðist verðbólgan og hækkaði vísitala framfærslukostnaðar um 24,4% frá upphafi til loka ársins 1987. Miklar verðlagshækkanir urðu undir lok ársins og í bytjun janúar mánaðar 1988 mældist hækkun framfærsluvísitölunnar 3,71% frá því sem hún var í des- ember sem samsvarar 54,8% hækkun miðað við heilt ár. Verð- bólgan lækkaði í febrúar og mars en jókst eftir það á nýjan í kjölfar gengisbreytinga og launahækk- ana. Verðbólguhraðinn miðað við þriggja mánaða hækkun á árs- grundvelH var um og yfir 40% um sumarið. í ágúst var sett á verð- stöðvun sem leiddi ásamt sam- drætti í efnahagslífínu til þess að verðbólgan hjaðnaði snögglega. Þannig hækkaði framfærslukostn- aður aðeins um 0,6% frá því í byij- un september þar til í byijun des- ember þrátt fyrir 3% gengisfellingu í septemberlok en gengi krónunnar var fellt þrisvar á árinu um sam- tals 17,9%. Verðbólgan varð því nokkru minni árið 1988 en árið á undan eða 20,6% frá upphafi til loka ársins. Verðbólga eykst þrátt fyrir verðstöðvun Þrátt fyrir verðstöðvunina tók verðbólga að aukast enn á ný í upphafi ársins 1989 vegna breyt- inga á óbeinum sköttum og 5% gengisfellingar. Við afnám verð- stöðvunarinnar í lok febrúar jókst verðbólgan enn frekar og komst hæst í rúm 32% í maí miðað við þriggja mánaða hækkun á árs- grundvelli. Frá upphafi til loka árs hækkaði framfærsluvísitalan um 23,7% miðað við janúar til janúar. I upphafí ársins 1990 hafði dregið verulega úr verðbólguhrað- anum og þáttaskil urðu í efnahags- málum með kjarasamningunum í febrúar. Verðbólgan lækkaði úr þeim 20-30% sem hún háfði verið um árabil og varð aðeins rúmlega 7% frá upphafi til loka ársins. Að mati Þjóðhagsstofnunar má rekja þennan árangur bæði til heildar- samninganna á vinnumarkaðnum í febrúar og aðhaldssamrar efnahagsstefnu. Spáð 6,5% verðbólgu á þessu ári Á þessu ári gerir Þjóðhagsstofn- un ráð fyrir að framfærsluvísitalan á þessu ári verði um 6,5% hærri en á síðasta ári. Sú spá gerir ráð fyrir að ráðstöfunartekjur hækki um 8% en einnig er reiknað með að meðalgengi krónunnar verði óbreytt. Tekið er mið af þeim kjar- asamningum sem gilda fram til september nk. og ekki er gert ráð fyrir að launaskriðs muni gæta að neinu marki. Ennfremur er reiknað með að þær launahækkanir sem um semst í september verði hóf- samar. Til samanburðar má nefna að OECD spáir 5% verðbólgu í aðildarlöndum sínum á þessu ári. Það er hins vegar ástandið á fjármagnsmarkaðnum sem veldur Seðlabankanum áhyggjum um að stöðugt verðlag haldist. í árs- skýrslu sinni bendir bankinn á að eigi verðlag að haldast stöðugt þurfi að koma í veg fyrir peninga- lega þenslu. Ein helsta uppspretta slíkrar þenslu sé fjármögnun Seðlabankans á halla ríkissjóðs eða fjármögnun ríkishallans með er- lendum lántökum. Bankinn telur hins vegar ekki miklar líkur á aft- urhvarfi til þeirrar miklu verðbólgu sem ríkti í upphafi níunda áratug- arins. Verulegir vaxtarmöguleikar séu ekki fyrir hendi í sjávarútvegi, Verðtrygging fjárskuldbinda ásamt markaðsákvörðun vaxta eigi að stuðla að meiri yfirvegun í fjár- festingu óg auknu jafnvægi í þjóð- arbúskapnum til langs tíma litið, er þau skilaboð sem fólgin eru í jákvæðum raunvöxtum komast til skila. Þá stuðli endurbætur í skatt- amálum og efling Verðjöfnunar- sjóðs sjávarútvegsins einnig að minni sveifium.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.