Morgunblaðið - 19.04.1991, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 19.04.1991, Qupperneq 35
i MQRGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. AP,RÍL )1991 mz Biskup Islands við- staddur biskups- vígslu í Niðarósi Fyrsta biskupsvígslan í dómkirkjunni í Niðarósi frá árinu 1537 BISKUP íslands, herra Ólafur Skúlason og kona hans, frú Ebba Sigurðardóttir, eru nú á Englandi. í dag, föstudag, verða þau við- stödd innsetningu erkibiskupsins í Kantaraborg og á sumardaginn fyrsta vísiterar biskup íslenska söfnuðinn í London. Frá London fara biskupshjónin til Þrándheims, þar sem biskup verður vígslu- vottur er Finn Wagle verður vígður Niðaróssbiskup. í frétt frá biskupsstofu segir, að Norðmenn hafi lagt mikla áherslu á að biskup íslands tæki þátt í vígslu Niðaróssbiskups, sem er sú fyrsta síðan árið 1537, enda hafi tengsl íslensku kirkjunnar við erkibiskupsstólinn í Niðarósi verið mikil fyrr á tíð. Biskupsvígslan verður sunnudaginn 28. apríl og verður biskup íslands vígsluvottur, en Andreas Aarflot biskup í Ósló vígir. Meðal gesta verður erki- biskupinn í Litháen, Karlis Gailit- is, en kirkjur Norðurlanda efla nú mjög samstarf sitt og stuðning við kirkjur Eystrasaltslanda, segir í tilkynningu Biskupsstofu. í dag verða biskupshjónin við- stödd þegar George Carey biskup verður settur inn í embætti erki- biskups anglíkönsku kirkjunnar með aðsetri í Kantaraborg. Pjöldi biskupa víðs vegar úr heiminum verður viðstaddur embættistökuna og situr biskup íslands síðan fund með hinum nýja erkibiskupi sem hann býður höfuðbiskupum Norð- urlanda til. Frá Kantaraborg halda biskups- hjónin til Grimsby í boði biskups- ins þar, herra David Tustin. Bisk- up Islands prédikar við hátíðar- guðsþjónustu sunnudaginn 21. apríl og situr daginn eftir biskupa- fund í Lincoln. Á sumardaginn fyrsta vísiterar biskup íslenska söfnuðinn í London og prédikar í guðsþjónustu safnað- arins. Seljakórinn í Reykjavík syngur við guðsþjónustuna og séra Valgeir Ástráðsson þjónar fyrir altari ásamt séra Jóni Aðalsteini Baldvinssyni sendiráðspresti. Gullboltinn boðinn til sölu Gullboltinn verður seldur um allt land um helgina til styrktar Handknattleikssambandi íslands, en sambandsins bíða mörg og mikil verkefni á næstu árum. Gullboltinn kostar 400 krónur og verður sérstök áhersla lögð á sölu hans á morgun, á kjördag. Bogdan Kow- alczyk fyrrverandi landsliðsþjálfari var hér á landi fyrir skömmu og hér sést hann með gullbolta af stærri gerðinni ásamt núverandi þjálfara, Þorbergi Aðalsteinssyni. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð í söngferð KÓR Menntaskólans við Hamrahlíð verður á söngferðalagi í Vestur-Skaftafellssýslu um helgina. Flutt verða bæði innlend og erlend tónverk í söngferðinni og er efnisskráin fjölbreytt og skemmtileg, að sögn Þorgerðar Ingólfsdóttur stjórnanda kórsins. Kórinn, sem er skipaður 74 nemendum Menntaskólans við Hamrahlíð, heldur tónleika í fé- lagsheimilinu Leikskálum í Vík á morgun, laugardag, kl. 15:00. Sama dag kl. 18:00 syngur kór- innfyrir eldri borgara staðarins. Á sunnudag heldur kórinn tón- leika í félagsheimilinu á Kirkju- bæjarklaustri kl. 15:00. Aðgang- ur að öllum tónleikunum er ókeypis. Kveikt í gluggaljöld- um í herbergi sof- andi unglingsstúlku LÖGREGLAN var kölluð að húsi í Teigahverfi á þriðjudagskvöld, þar sem gerð hafði verið tilraun til íkveikju í íbúðarhúsi. Tveir gluggar í húsinu voru sviðnir, sem og teppi fyrir neðan þá, og gluggatjöld fyrir þeim voru brunnin. íbúi hússins telur víst hver var að verki. Rannsóknarlögregla ríkisins fer með rannsókn málsins. Þegar eldurinn kom upp var íbú- inn, maður um sjötugt, heima ásamt 15 ára stúlku, sem var gestkom- andi. Hún var sofnuð og maðurinn var að taka á sig náðir, þegar hann varð var við að eldur logaði í her- berginu, þar sem stúlkan var. Hon- um tókst að slökkva .eldinn. Þegar lögreglan kom á staðinn benti maðurinn henni á að tala við konu, sem hann grunaði um verkn- aðinn. Konan fannst ekki þá um nóttina. Ekki fengust upplýsingar hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins í gær um hvort konan hefði verið færð til yfirheyrslu. Metsölublad á hverjum degi! ABGV er ávfsun á vinstri stjóm Sjálfstæðisflokkurinn - gegn glundroða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.