Morgunblaðið - 19.04.1991, Síða 37
.
Mo'rgIjnÓláÐIÖ F’IÖSTUDAGUÉ 19. APRÍL 1991
37
Vígreifir aðskilnaðarsinnar
Vígreifir skæruliðar frelsisfylkingar stúdenta í Jammu og Kashmir
(JKSLF) með AK-47 rifla á lofti í borginni Srinagar. Skæruliðasam-
tökin eru ein margra sjálfstæðishreyfinga Kashmir.
Amnesty International:
Handtökur, pyntingar
og líflát algeng í Kúveit
London. Reuter.
HUNDRUÐ manna hafa verið handtekin, pyntuð illilega og jafnvel
tekin af lífi í Kúveit eftir að hersveitir bandamanna gjörsigruðu innr-
ásarher Iraka og frelsuðu landið, samkvæmt skýrslu sem mannréttin-
dasamtökin Amnesty International sendu frá sér í gær. Skoruðu sam-
tökin á furstann af Kúveit að skerast í leikinn í eigin persónu og
stöðva mannréttindabrotin.
í skýrslu Amnesty segir að ýmsir
andspyrnuhópar auk kúveiska
stjórnahersins stundi handtökur,
pyntingar og aftökur. Fyrir barðinu
á þeim verði einkum Palestínumenn,
margir þeirra með jórdanskt ríkis-
fang, en einnig íraskir og súdanskir
þegnar. „Þessi brot halda áfram og
ekkert virðist gert til þess að koma
í veg fyrir þau,“ segir í skýrslunni.
Hún er samin af fulltrúum Amnesty
sem sendir voru í tveggja vikna
rannsóknarleiðangur til Kúveit 28.
mars sl. til þess að kanna hvað
hæft væri í ásökunum um víðtæk
mannréttindabrot þar í landi.
„Fómarlömbin hafa mörg verið
skotin á almannafæri eða tekin föst
. heima eða á götum úti og leidd á
brott til pyntingar og aftöku á leyni-
legum stöðum. Fjöldi manna er horf-
inn sporlaust," segir í skýrslunni.
I skýrslunni er lýst áhyggjum
vegna um 600 manna sem haldið
er við ömurlegar aðstæður í herfang-
elsi fyrir utan Kúveitborg. ^ulltrúar
Amnesty fengu að kynna sér þar
aðstæður og ræða við fanga. „Pynt-
ingar voru sagðar vera þar daglegt
brauð, fangar voru barðir, sviptir
Boða til verkfalla millj-
óna manna í Rússlandi
mat og drykk og þeir hafa verið
pyntaðir með rafmagni. Læknishjálp
er þar nánast enga að hafa.“
Þá kemur fram í skýrslunni að
tekin hefðu verið viðtöl við tugi
manna sem sætt hefðu pyntingum
af hálfu andspyrnuafla eða her-
manna. Margir þeirra báru enn aug-
ljós merki pyntinga þegar viðtölin
voru tekin, m.a. með sýru, rafmagni
og bareflum.
„Þó ástæðan hafi oftast verið
hefndarþorsti vegna meints sam-
starfs viðkomandi við innrárher ír-
aka, virðist sem margir hafi orðið á
barðinu fyrir hinum brotlegu ein-
göngu vegna þjóðernis síns,“ segir
í skýrslunni. Þar segir ennfremur,
að yfirvöld í Kúveit hafi fullyrt að
þau væru að reyna að koma dóm-
skerfinu aftur í gang. Stjórnin hefði
gefið loforð fyrir því að þeir sem
ábyrgð bæru á mannréttindabrotum
yrðu dregnir fyrir rétt.
Moskvu. Reuter.
TALSjVIENN verkalýðsfélaga í Rússlandi sögðu í gær, að milljónir
manna um allt sovétlýðveldið myndu taka þátt í klukkustundarverk-
falli 26. apríl næstkomandi til að mótmæla efnahagsráðstöfunum
sovétstjórnarinnar og bágum lífskjörum. I Georgíu eru járnbrautar-
starfsmenn í verkfalli til að leggja áherslu á kröfuna um sjálfstæði
lýðveldisins og hafa flutningar til og frá því og nágrannaríkinu
Armeníu að mestu lagst niður.
Verkfallsboðunin í Rússlandi
beinist meðal annars að tillögu
Míkhaíls Gorbatsjov, forseta Sov-
étríkjanna, um bann við verkföllum
en hún verður rædd á sovéska þinjg-
inu í næstu viku. ígor Klotsjkov,
forseti rússneska alþýðusambands-
ins, sem hefur 60 milljónir manna
innan sinna vébanda, sagði á rúss-
neska þinginu, að stjórnvöld hefðu
blekkt almenning með skammarleg-
um hætti. Með efnahagsumbætur
að yfirskini hefðu þau stórskert
lífskjörin og nú væri þolinmæði
launþega á þrotum. Tekur rúss-
neska alþýðusambandið undir kröf-
ur 300.000 námamanna, sem enj í
verkfalli, um að Gorbatsjov og öll
sovétstjórnin segi af sér.
Vegna verkfallanna er engin
starfsemi í þriðjungi allra náma í
Sovétríkjunum og vegna kolaskorts
er ýmiss annar iðnaður að stöðv-
ast. Borís Jeltsín, forseti Rússlands,
hefur tekið afstöðu með náma-
mönnum í flestu og Pravcla, mál-
gagn kommúnistaflokksins, sakaði
hann í gær um að beita þeim fyrir
sig sjálfum sér til framdráttar. Fyr-
ir tveimur vikum veitti rússneska
þingið Jeltsín vald til að grípa til
neyðarráðstafana í efnahagsmálum
en blaðið spurði hvað hann hefði
gert fyrir utan „að láta sér líða
Bandarískir hermenn úr landgönguljði flotans gæta matarbirgða í
tyrkneska landamærabænum Silopi. í baksýn eru þyrlur sem notað-
ar eru til að koma birgðunum til flóttamannabúða Kúrda.
skiptabanninu verður'aflétt, hvenær
sem það nú verður.
Afskipti af innanríkismálum
Að sögn heimildarmanna var það
ráðamönnum í EB fagnaðarefni að
loks skyldi vera hægt að sameinast
um stefnu í deilunni við Persaflóa
eftir að bandalagið var bókstaflega
sett út í horn meðan stríðsátökin
stóðu yfir. Francois Mitterrand
Frakklandsforseti varð fyrstur Vest-
urlandaleiðtoga til að taka málstað
kúrdísku uppreisnarmannanna upp
á sína arma. Nýlega fjallaði hann
um réttindi minnihlutahópa í ræðu
og notaði tækifærið til að leggja
áherslu á þá stefnu Frakka að um-
heiminum bæri skylda til að grípa
inn í atburðarásina þegar ofsóknir
gegn slíkum hópum ógnuðu friði
milli ríkja. Franskir embættismenn
segja að forsetinn hafi fyrst og
fremst verið að beina sjónum sínum
að þjóðaátökum sem hafist gætu í
Austur-Eyrópu.
Eftir er að sjá hvaða afleiðingar
sú stefna sem Frakklandsforseti
boðar og Vesturveldin þtjú eru nú í
reynd að framkvæma í norðurhluta
íraks mun hafa á alþjóðasamskipti.
Stofnskrá Sameinuðu þjóðanna
kveður skýrt á um bann við afskipt-
um af innanlandsmálum aðildarrlkj-
anna. Til þessa ákvæðis vitnuðu
Bandaríkjamenn er þeir neituðu að
koma uppreisnarmönnum Kúrda og
shíta til hjálpar. Andstaða Sovét-
manna og Kínveija, hvorttveggja
ríkið hefur fastafulltrúa í öryggis-
ráði SÞ, var að auki talinn mikilvæg-
ur þröskuldur í vegi hugmynda Maj-
ors um vemdarsvæði. Almenningsá-
litið hefur þvingað Bush Bandaríkja-
forseta til að söðla um og herlið
Vesturveldanna fer inn í Norður-
írak án þess að SÞ hafi samþykkt
aðgerðimar. Ekki fer milli mála að
Vesturveldin treysta því að öryggis-
ráð SÞ eigi ekki annars úrkosta en
að sætta sig við orðinn hlut; hvorug-
ur kommúnistarisinn er til stórræð-
anna sem stendur.
En ýmis ijón eru í veginum. Reyn-
ir Saddam að fylkja Irökum gegn
Kúrdum og torvelda aðgerðirnar í
trausti þess að bandamenn muni
ekki hefja hernað gegn honum á ný?
Vesturveldin segja að síðar muni
herlið á vegum SÞ leysa af hólmi
sveitirnar sem nú eru að taka sér
stöðu I fjallendinu við tyrknesku
landamærin. Hætt er við að mörgum
ríkjum sem lagt hafa SÞ til hermenn
muni ekki þykja fýsilegt að skipta
sér meira af þeirri púðurtunnu sem
Mið-Austurlönd eru, ekki síst þegar
deilt er um lagalegt réttmæti af-
skiptanna. Ennfremur er ekki ljóst
hvað á að gera ef flóttafólkið sem
komið er yfir landamærin til Tyrk-
lands neitar að halda á brott til
verndarsvæðisins.
Margir vona að Saddam vei’ði
senn velt úr sessi og Kúrdar geti
snúið heim. Falli Saddain er líkleg-
ast að arftakinn, sennilega annar
herforingi, verði ekki mikið vinsam-
legri í garð Kúrda en Saddam. Þján-
ingasaga Kúrda undanfarna áratugi
og aldir bendir til þess. Vesturveldin
hafa áður svikið heit um stuðning
við Kúrda, hagsmunir annarra þjóða
hafa reynst mikilvægari og þótt
málstaður Kúrda sé nú í sviðsljósinu
er ekki víst að lausn finnist á málum
þeirra að þessu sinni.
(Byggt á Daily Telegraph, Intern-
ational Herald Tribune o.fl.)
vel“ á heilsuhæli og frílysta sig í
Frakklandi.
Járnbrautaiverkfallið í Georgíu
veldur því, að engir flutningar eru
til eða frá kola- og olíusvæðunum
við Svartahaf og þúsundir manna
eru strandaglópar hér og þar. Þá
má einnig heita, að Armenía sé al-
veg einangruð frá öðrum hlutum
Sovétríkjanna því að hún liggur að
Georgíu og Azerbajdzhan og milli
Azera og Armena er fullur fjand-
skapur. Með járnbrautarverkfallinu
vilja Georgíumenn knýja sovét-
sjórnina til að flytja burt hermenn
sína frá Suður-Ossetíu en hún er
sjálfstjórnarsvæði í Georgíu. Býr
þar kristið fólk af tyrkneskum upp-
runa en þótt Georgíumenn hafi lýst
yfir sjálfstæði sínu í síðustu viku
vilja þeir ekki unna Ossetum þess
sama.
NámskeiÓ
setn hefjast
ánaestunni.
,AÖ gera við bílinn sinn“
Verður haldið 23., 24.
og 27. apríl.
Þú lærir aö fylgjast með
bilnum og halda honum
viö, skipta um platínur,
kerti, viftureim og bremsu-
klossa og annast minni
viðgerðir.
Elias Arnlaugsson
kennir í bifreiöadeiid
lðnskólans.18st.
Sfmi 621488
TigerShark
m H
Þriár kyltur í eiiwl!
fyrir 27-90 metra.
RAFBORG SF.,
Rauðarárstíg 1, sími 622130.