Morgunblaðið - 19.04.1991, Side 39

Morgunblaðið - 19.04.1991, Side 39
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1991 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.' Ulfur, úlfur! Lýðræðið er bezta stjómarfor- mið, sem fundið hefur verið upp en engu að síður eru veikleik- ar þess stundum æpandi. Það er ekki sízt, þegar barátta er háð flokka á milli fyrir kosningar, sem brestimir í lýðræðinu koma skýrt í ljós og þá fyrst og fremst hjá stjórnmálamönnum og fjölmiðl- um. Menn yppta gjarnan öxlum og segja, að svona sé pólitíkin. En það er ekki sjálfsagt og eðli- legt, að vinnubrögð í stjómmálum séu með þeim hætti, að heiðarlegt og sómakært fólk mundi telja sér til vansæmdar að koma þannig fram í daglegu lífi sínu. Þvert á móti er hægt að gera meiri kröf- ur til stjómmálamanna og raunar fjölmiðla einnig, sem eru ríkur þáttur í stjómmálabaráttunni. Þær kröfur geta kjósendur einir gert. Þegar Morgunblaðið hafði á orði í Reykjavíkurbréfi sl. sunnu- dag, að „kannski væri nauðsyn- legt að ala kjósendur upp fyrst, áður en meiri kröfur eru gerðar á hendur stjómmálamönnum" var einfaldlega átt við það, að kjós- endur þurfa hvatningu til þess að sætta sig ekki við vinnubrögð stjórnmálamanna. Þetta kann að þykja þungur áfellisdómur yfír stjórnmála- mönnum og auðvitað er hæpið að alhæfa með þessum hætti vegna þess, að vinnubrögð manna í stjómmálum eru ákaflega mis- munandi. Það á hins vegar við um marga þátttakendur í stjóm- málabaráttunni, að þeir svífast einskis, hvorki þegar þeir era að beijast fyrir eigin stöðu né í bar- áttu á milli flokka. Nánir sam- starfsmenn geta átt von á því að verða skildir eftir á miðri leið í kosningabaráttunni, ef það hent- ar samstarfsflokki. Dæmi um þetta era vinnubrögð tveggja stjórnarflokka í Evrópumálunum svonefndu, þar sem því hefur ver- ið lætt inn í hugskot kjósenda, að þriðji stjórnarflokkurinn, Al- þýðuflokkurinn, og Sjálfstæðis- flokkurinn hyggist leiða Island inn í Evrópubandalagið án þjóðar- atkvæðagreiðslu og brjóta þannig stjórnarskrá landsins. í þessum umræðum hafa engin málefnaleg rök komizt að. Aróðursaðferðir af því tagi, sem kenndar voru við Jósep Göbbels fyrir meira en hálfri öld hafa verið notaðar eins og ekkert væri sjálfsagðara. Nú hefur verið upplýst, að þeir, sem hafa gengið fram fyrir skjöldu f þessum leik vora fyrstir tii að opna möguleika á veiðiheimildum fyrir erlend fískiskip í íslenzkri fískveiðilögsögu! Að svo miklu leyti, sem rætt hefur verið um fískveiðistefnuna, hefur borið á sams konar vinnu- brögðum. I stað þess að ræða um málefni í því skyni að upplýsa fólk er hrópað: sósíalistar, sósíal- istar (!) að þeim, sem hafa aðrar skoðanir. Þessi aðferð, sem hefur verið notuð í umræðum um fisk- veiðistefnuna og EB-málið, í fyrra tilvikinu að saka menn um sósíal- isma, í síðara tilfellinu að saka menn um eins konar landráð, er auðvitað tekin beint úr kennslu- bókum einræðisseggja. Svona vinna þeir. Er það sæmandi þeim, sem þátt taka í umræðum í lýð- ræðisþjóðfélagi og upplýstu sam- félagi að haga sér með þessum hætti? Lýðræði er ekki alfullkom- ið. Fylgikvillar þess era margir. Það er ófullkomið eins og maður- inn sjálfur, en við getum samt ekki þolað alla fylgikvillana. Höskuldur Þráinsson, prófess- or við Háskóla íslands, skrifaði athyglisverða grein í Morgunblað- ið sl. þriðjudag, þar sem hann fjallaði um orðanotkun í opinber- um umræðum hér á landi og benti á, hvernig hægt er að nota orð til þess að blekkja fólk og gefa ranga mynd af því, sem til um- ræðu er. Prófessorinn tók dæmi um þetta og sagði: „Fyrir örfáum misserum átti, að því er mér skilst, að gera tilraun til þess að jafna lífskjör með óbeinum skatti, skatti, sem átti að leggja á neyzluvörar. Um leið átti að gera hliðarráðstafanir til að tryggja það, að þeir, sem mest þurftu á því að halda, fengju þessa fjár- muni aftur til baka. En þessar upplýsingar komust í raun aldrei almennilega til skila af því, að andstæðingar skattheimtunnar völdu fyrirbærinu nafnið matar- skattur. Þetta bragð heppnaðist vel ... Heitið gerði skattinn þegar mjög óvinsælan enda hljóta menn að sjá að það er ljótt og ósiðlegt að leggja skatt á mat, eða hvað?“ Fólkið í landinu getur með réttu gert kröfu til stjómmála- manna og fjölmiðla um vinnu- brögð, sem eru á hærra plani. Ef þessar kröfur eru ekki gerðar, breytist ekki neitt. Þá halda óprúttnir stjórnmálamenn áfram að beita þeim vinnubrögðum, sem vel hafa gefízt í hinu daglega stríði og óvandaðir fjölmiðlar halda áfram að íjalla um menn og málefni af ábyrgðarleysi og tillitsleysi. Skortur á málefnalegum um- ræðum og vönduðum vinnubrögð- um á opinberum vettvangi er orð- inn alvarlegt vandamál í okkar þjóðfélagi. Raunar má segja, að hér sé um tneinsemd að ræða, sem verði að uppræta. Þetta er merki um þjóðfélag í hnignun, þjóðfélag, þar sem agi í meðferð opinberra fjármuna, þ.e. skattpeninga al- mennings, er á hröðu undanhaldi og virðist í sumum tilfellum ekki til. Við eigum ekki að láta fara svona með okkur. Við eigum að gera meiri kröfur. Davíð Oddsson um fiskveiðistj órnunina: Skynsamlegt að breyta stj órnarskrámii til að tryggja fyrstu grein DAVÍÐ Oddsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, telur að skynsam- legt geti verið að breyta stjórnar- skránni þannig að ákvörðun um að hinn óveiddi afii í sjónum sé sameign þjóðarinnar geti ekki breyst fyrir hefðar sakir. Þetta kom fram í þætti á Stöð 2 í fyrra- kvöld er Páll Magnússon innti Davíð eftir því hvernig tryggja bæri virkni 1. greinar laga um fiskveiðistjórnun. Þar er kveðið á um að fiskistofnarnir við ísland séu sameign allrar þjóðarinnar. Davíð sagði í þættinum að í Iögun- um um fískveiðistjórnun væri ákvæði um að þau bæri að endurskoða. „Við tökum það hátíðlega og munum velta því fyrir okkur með hvaða hætti beri að gera það,“ sagði Davíð. Hann sagði alla þekkja þann rugl- ing sem verið hefði í þessum mála- flokki. Byijað hefði verið á afla- marki, síðan farið út í aflamark og sóknarmark og loks aflamark aftur. Bytjað hefði verið á að hafa engar trillur í kvóta en síðan farið út í að hafa allar trillur í kvóta. „Allur þessi ruglingur, hlaup til og frá með mikil- vægar reglur hafa skaðað hagsmuni í þessari grein.-Við vitum líka að mikið af fiski er hent og það er eitt af því sem við viljum taka á,“ sagði Davíð. Varðandi virkni laganna sagði Davíð að miðin gætu verið sameign þjóðarinnar en hún gæti jafnframt falið ákveðnum aðilum eins og út- gerðarmönnum og fiskimönnum að sjá um að nýta arðinn af þeim í þágu hennar. „Það má hins vegar ekki gerast þannig að ákvæði fyrstu greinar verði marklaust. Ég tel að rétt væri að breyta stjórnarskránni þannig að löng hefð gæti ekki breytt þessum þætti,“ sagði Davíð. Hann sagði ljóst að ef stjórnvöld vildu breyta fyrirkomulagi, afnema kvótakerfið eftir að jafnvægi væri komið á, flotinn hefði minnkað o.s.frv. þá væri sú heimild ekki úr greipum þjóðarinnar gengin. „Þess vegna get ég séð fyrir mér að það væri skynsamlegt að breyta stjómar- skrá þannig að þessi ákvörðun um að hinn óveiddi afli í sjónum, sé sam- eign þjóðarinnar geti ekki breyst fyrir hefðar sakir," sagði Davíð. Davíð sagðist vera andvígur sölu veiðileyfa og jafnframt andvígur því að eignarrétturinn verði færður út- gerðarmönnum endurgjaldslaust. „Það stangast ekkert á að vera andvígur þessu hvorutveggja,“ sagði Davíð „ég tel að sú leið að færa út- gerðarmönnum eignarréttinn endur- gjaldslaust gangi of langt og hún gangi á svig við það sem ég er að tala um í fyrstu greininni.“ Heimastj órnarsamtökin: RUV kært fyrir að mis- muna frambjóðendum TÓMAS Gunnarsson hæstaréttar- lögmaður hefur fyrir hönd Heim- astjónarsamtakanna sent ríkissak- sóknara kæru þar sem krafist er opinberrar rannsóknar vegna meintrar mismununar Ríkisút- varpsins við kynningar á framboð- um vegna alþingiskosninganna og meintra brota starfsmanna RÚV í opinberu starfi við kynningar framboða. Samtökin telja sig hafa sætt grófri mismunun við kynn- ingar frambjóðenda í RÚV, sérs- taklega í Sjónvarpinu. Samtökin telja að almenn fram- kvæmd kynningar á frambjóðendum og fréttaflutnings af framboðum feli í sér mismunun og brjóti gegn ákvæðum útvarpslaga, meðal annars um óhlutdrægni. Þá segir að starfs- menn fréttastqfu Sjónvarps hafí án heimildar frá Útvarpsráði og að því er virðist einnig án heimildar-frá útvarpsstjóra og fjármálastjóra RÚV ráðist í að láta gera víðtæka skoðana- könnun þrátt fyrir að fundargerðir útvarpsráðs staðfesti að brotið hafi verið gegn fyrirmælum ráðsins, sem hafi ákvörðunarvald um dagskrá RÚV lögum samkvæmt. Lögmaður- inn dregur í efa að nefnd skoðana- könnun hafi verið unnin í samræmi við alþjóðareglur Gallupskoðana- kannana, einkum þar sem fyrstu þættir könnunarinnar hafí verið birt- ir áður en þeir síðari voru unnir. Fleiri atriði eru tiltekin í kærunni. Þá er því haldið fram að útvarps- ráðsmenn hafi ekki gegnt þeim starfsskyldum sínum að fylgjast eðli- lega með dagskrá Ríkisútvarpsins og að starfsmenn Sjónvarpsins hafí farið á bak við útvarpsráðsmenn við undirbúning og gerð dagskrár. Stolnar fjaðrir eftirMaríu E. Ingvadóttur Ég heyri það gjarnan í sam- tölum mínum við fólk, að fráfar- andi ríkisstjórn hafí tekist þar sem forverar hennar gátu ekki, það er lækkað blessaða verðbólguna. Það er rétt, að verðbólgan hefur hjaðn- að í stjórnartíð þessarar ríkis- stjórnar, en var þar að koma í ljós árangur af skipulegum aðgerðum ríkisstjómarinnar? Nei, þar ber fyrst og fremst að þakka launa- fólki og einnig á stöðugt gengi þar hlut að máli. Heimavinnan er hins vegar öll eftir. Fráfarandi ríkisstjóm stóð ekki við sinn hluta þjóðarsáttar. Ríkisstarfsmönnum fjölgaði, ríkisumsvif og ríkisaf- skipti jukust, sem leiddi til enn hærri skatta. Það er staðreynd að hækkun á opinberum útgjöldum og þar með háír skattar, stuðla að hærra verðbólgustlgi og lakari samkeppnlshæfni atvinnullfsins. í stað þess að hlúa að starfsum- hverfi fyrirtækja voru skattaálög- ur hækkaðar og kaupmáttur launa minnkaði. Auknar skattaálögur í tíð fráfarandi ríkisstjómar upp á 16 miljarða, voru ekki notaðar í arðvænlega atvinnuuppbyggingu. Hvert stefnir þegar tekjur ríkis- sjóðs af beinum sköttum hafa auk- ist úr 2,9% af vergri landsfram- leiðslu árið 1987 í 5,3% árið 1990, þ.e. beinir skattar ríkisins, tekju- og eignaskattar einstaklinga og fyrirtækja, hafa aukist um 82% að raungildi á þessu tímabili. Hvar sjáum við arðsemi þessa fjár- magns? Það er reyndar ekki sjáanlegt að núverandi ráðherrar reikni með að þurfa að standa ábyrgir gerða sinna eftir rúma viku eins og þeir hafa ausið út gúmmítékkum í allar áttir. Við eigum ekki að venjast slíku raunsæi úr þeirri átt. Aðgerð- ir þeirra minna einna helst á það þegar írakar kveiktu í olíulindum Kúveita áður en þeir yfirgáfu landið. Annað eins siðleysi og ábyrgðarleysi hlýtur að leiða hug- ann að því hvort takmarka verði völd ráðherra síðustu víkur fyrir kosningar til að forða þjóðinni frá slíku eyðsluæðí, Aukinn kaupmáttur — bætt rekstrarumhverfi fyrirtækja Það sem skiptir máli nú, er að halda verðbólgunni niðri, en jafn- framt að auka kaupmátt launa með skattalækkunum. Það þarf að búa þannig að fyrirtækjunum að þau geti tekist á við ört vaxandi sam- keppni komandi ára, bæði á okkar útflutningsmörkuðum og ekki síst hér innanlands. Frá 1988, eða á sama tíma og Evrópubandalags- löndin, okkar helstu samkeppnis- lönd, stefna að tekjuskattslækkun fyrirtækja í 25-30%, hafa íslensk fyrirtæki mátt þola hækkun úr 45% í 50%, framlög í fjárfestingasjóði hafa verið lækkuð úr 30 í 15% og afskriftarreglur þrengdar. Það er staðreynd, að fyrirtæki og einstakl- ingar eru betur hæfir til að ákveða með hvaða hætti tekjum er ráðstaf- að. Of þung skattbyrði dregur úr samkeppnishæfni þeirra og minnk- ar hagnaðinn, sem leiðir til þess að fyrirtækin draga úr fjárfestingum og vöruþróun. Hvaða vit er í því að leggja á fyrirtæki aðstöðugjald, eða veltuskatt sem tekur ekkert mið af afkomu þeirra. Eignaskattar eru aðeíns tvísköttun, ég vil nú kalla það eignaupptöku að skatt- leggja árlega þærtekjur sem lagðar hafa verið í íjárfestingu og þegar hafa verið skattlagðar. Verri afkoma fyrirtækja dregur úr áhuga manna á að fjárfesta í þeim. Það verður til þess að fyrir- tækin verða að leita skammtíma- lausna við öflun rekstrarfjár og þar með hefst vítahringur sem oft end- ar með gjaldþroti. Það er gjarnan MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1991 .,39 A R 50^ % i flokka á landsvísu 45,4 45,1 40,4 40- 30- skv. skoðana- könnunum íapríl 15,2 20- 1B.9 15,2 15 10- 5- 13^------14;»- 12,4---- 20,2 u 19.0 I . :l Kosningar 1987 I I Könnun SKÁÍS I I Könnun Fél.vís.st. ] Hönnun DV SKÁÍS-könnunin var gerö dagana 5.-9. apríl. Úrtakið var 1.000 manns af landinu öllu og svöruðu 81,8%. Könnun Félagsvísindastofnunar var gerö fyrir Morgunblaðiö dagana 13.-15. aprií. Handahófsúrtak 1.500 manns var tekið úr þjóðskrá og svöruðu 1.177 manns eða um 78,5%. Könnun DV var gerð dagana 16. og 17. apríl. Úrtakið var 1.200 manns og 64,6% tóku afstöðu. ö S? 3.3 Qi 2.6 □□□ Aðrir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra: Veiðar fyrir veiðar, aldr- ei veiðar fyrir tolla „ÉG VILDI gjarnan spyija um það fyrst, hvar Davíð Oddsson fékk þá fundargerð sem hann vitnaði í, því allar svona fundargerðir eru trúnaðarmál," sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra þegar hann var spurður álits á því sem fram kom hjá Davíð Odds- syni, formanni Sjálfstæðisflokksins á fundi í Kópavogi í fyrradag, að forsætisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hefðu í apríl í fyrra léð máls á gagnkvæmum veiðiheimildum á fundi með Delors, forseta framkvæmdastjórnar Evrópubandalags- ms. Hef aldrei léð máls á gagnkvæmum veiðiheimildum - segir Jón Baldvin Hannibalsson Steingrímur sagði að það væri alls ekki hægt að líta svo á þessa fúndi hans og Jóns Baldvins með forráðamönnum EB á þann veg að þeir hafi verið að gefa undir fótinn með það að opna íslenska fiskveiðilögsögu fyrir fiskiskipum Evrópubandalagsins. „Það hefur alltaf verið fallist á það að ræða við EB um sameigin- lega fiskveiðistefnu, ef það snertir bæði EB-löndin og ísland. Á þess- um fundum hefur alltaf verið rætt um gagnkvæmar heimildir, því við höfum spurt hvort þeir hjá EB gætu bent okkur á einhvern ugga í sinni fiskveiðilögsögu, sem við hefðum áhuga á og þeir hafa aldr- ei getað það,“ sagði forsætisráð- herra. Steingrímur sagði að á þessum fundi með Delors hefðu forsvars- menn EB strax farið að ræða að .þeir þyrftu að fá fiskveiðiheimildir hjá Islendingum, gegn niðurfell- ingu tolla. „Því höfnuðum við strax og sögðum það er ekki um það að ræða. Þá spurði "Marin hvort við neituðum að ræða við þá á grund- velli bókunar 6 um fiskveiðarnar. Við sögðumst vilja ræða fiskvéiðar fyrir fiskveiðar, en aldrei fiskveiðar fyrir tolla,“ sagði Steingrímur. UTANRÍKISRÁÐHERRA segist aldrci hafa léð máls á að opna fyrir gagnkvæmar veiðiheimildir í samningum við Evrópubandalag- ið eins og haft var eftir Davíð Oddssyni í gær. „Ég stend við það sem ég hef sagt. Það er staðreynd að Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra opnaði fyrir umræðu við Evrópu- bandalagið um veiðiheimildir í íslenskri lögsögu á gagnkvæmis- grundvelli í formlegum viðræðum við sjávarútvegsdeild bandalagsins í mars og október 1989,“ sagði Jón Baldvins Hannibalsson í gær. Á baksíðu Morgunblaðsins í gær er haft eftir Davíð Oddssyni að for- sætisráðherra og utanríkisráðherra hafi rætt um gagnkvæmar veiði- heimildir til handa ríkjum Evrópu- bandalagsins við framkvæmdastjórn bandalagsins í Brussel. „Á þessum fundi kom fram spurn- ing frá sjávarútvegsdeild bandalags- ins hvort íslensk stjórnvöld stæðu við þær hugmyndir um gagnkvæmar veiðiheimildir, sem áður höfðu verið reifaðar. Forsætisráðherra varð fyrir svörum og sagði að það mætti svo sem ræða en spurði um leið hvort Evrópubandalagið byði íslendingum einhverjar veiðiheimildir á móti og ég fylgdi þeirri spurningu eftir. Svar þeirra var hins vegar neikvætt en ég lét orð falla á þá leið að við vær- um tilbúnir að ræða það mál ef ein- hver slík tilboð bærust. Kjarni málsins er að í samninga- viðræðum EFTA-ríkjanna við Evr- ópubandalagið höfum við mótað stefnu sem er algjörlega afdráttar- laus. EFTA-ríkin óska eftir tollfijáls- um aðgangi að evrópumörkuðum fyrir sjávarafurðir en hafna kröfum EB um veiðiheimildir á móti. í þeim samningum hef ég aldrei léð máls á að opna fyrir veiðiheimildir, hvorki einhliða né á gagnkvæmnisgrund- velli,“ sagði Jón Baldvin. EB hefur ekkert að bjóða segir Halldór Ásgrímsson „ÞETTA er margslungið mál. í fyrsta lagi er um að ræða fiski- stofn sem við eigum sameiginleg- an með öðrum þjóðum, kolmunn- ann. Það er venjan að semja um veiðiheimildir úr sameiginlegum stofnum. í öðru lagi hefur Evr- ópubandalagið keypt veiðiheim- ildir af Grænlendingum, karfa, rækju og loðnu,“ sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráð- herra þegar hann var spurður um tilgang þess að orða gagnkvæmar fiskveiðiheimildir við EB í ljósi þess að hann hefur jafnframt sagt að aldrei hafi komið til greina að samþykkja aðgang erlendra fiski- skipa að íslenskri lögsögu gegn aðgangi að markaði. Halldór sagði að búið væri að semja um loðnuna en samningavið- ræður stæðu yfir við Grænlendinga um nýtingu karfa- og rækjustofn- anna. „Við höfum ekkert að bjóða, höf- um ekki næg verkefni fyrir okkar eigin fiskiskip. Við höfum viljað fá það fram hvaða fiskveiðiheimildir þeir eru að tala um, hvað þeir hafa að bjóða. Hvort það væri hagkvæmt fyrir báða,“ sagði Halldór Asgríms- son. María E. Ingvadóttir „Það er rétt, að verð- bólgan hefur hjaðnað í stjórnartíð þessarar ríkisstjórnar, en var þar að koma í ljós árangur af skipulegum aðgerðum ríkissljórn- arinnar? Nei, þar ber fyrst og fremst að þakka launafólki og einnig á stöðugt gengi þar hlut að máli.“ sagt sem svo að fyrirtæki verði að fara þrisvar á hausinn áður en það hefuqöðlast það sterka eiginfjár- stöðu að það geti snúið sér óskipt að rekstrinum í stað stöðugra bankareddinga. Og hveijir borga brúsann, auðvitað við skattborgarn- ir með einum eða öðrum hætti. Því má segja að þungar skattaálögur sem tekjuöflun fyrir ríkissjóð sé skammtímalausn sem hefur aðeins skömm og sárindi í för með sér. Hér þarf að vinna faglegar að málum og láta af skattagleði fráfar- andi ríkisstjórnar. Stjórnvöld verða að hafa skilning á því, að með vel reknu fyrirtæki er von um aukna hagsæld í byggðarlaginu og hagn- aðarvon fyrirtækjanna er nauðsyn- leg ef áframhaldandi uppbygging á að eiga sér stað. Ég vona svo sannarlega að sjálf- stæðismenn komist í þá stöðu að geta tekið á þessum málum af ábyrgð og festu og þannig búið fyrirtækjunum nauðsynleg rekstr- arskilyrði fyrir framtíðina, þar sem ekki verður tjaldað til einnar nætur. Svipað má segja um ofsköttun á einstaklinga, enda á að stefna á því að leggja af eignaskatt af íbúðar- húsnæði. Er ekki meira en lítið að, þegar fólk neitar að vinna auka- vinnu, vegna þess að það borgi sig ekki, helmingur launanna fer í skatta, Við vitum líka að of þung skattbyrði er hvati fyrir svarta hag- kerfíð og þvi má segjti að atjórn* völd á hverjum tíma bera ábyrgð á því hvort blómstrar meira, opinbert hagkerfi eða hagkerfí undirheim- anna. Höfundur skipar 6. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins íReykjaneskjördæmi. _ _________ Svavar lesi lögin sín eftirÞuríði Pálsdóttur Svavar Gestsson skrifar sér- kennilega grein í Morgunblaðið fimmtudaginn 18. apríl undir fyrir- sögninni „Formaður Þjóðleikhús- ráðs á móti framlögum til þess?“. Satt að segja skildi ég lítið af efni greinar þessarar utan það sem við- kom greiðslum úr sjóði Þjóðarbók- hlöðu. En þar stendur orðrétt: „Framlög til Þjóðarbókhlöðunnar hafa verið margfalt hærri að raun- gildi alia mína stjórnartíð en fram- lög til byggingarinnar í tíð Sjálf- stæðisflokksins. Og það sem eftir er. Hvert hefur það farið? í ríkis- sjóð til að borga laun ríkisstarfs- manna? Nei. I vaxtagreiðslur ríkis- sjóðs? Nei. í Þjóðleikhúsið og endur- byggingu þess? Já.“ Það væri kannski rétt að benda menntamálaráðherra á að lesa og læra þau lög sem honum ber að starfa eftir. En í fyrstu grein laga „um Þjóðarbókhlöðu og endurbætur menningarbygginga" er skýrt kveð- ið á um að njóðnum skuli í upphafi varíð til þess aðJjúkn byggingu Þjóðarbókhlöðu. í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar 1988 segir: „Bók- hlaðan verður fullgerð innan fjög- urra ára.“ Raunveruleikinn er sá, að Þjóðarbókhlaðan er hálfköruð og langt frá því að séð verði fyrir endann á byggingu hennar. Á árinu JL990 fékk Þjóðarbókhlaðan aðeins. Þuríður Pálsdóttir „Það væri kannski rétt að benda menntamála- ráðherra á að lesa og læra þau lög sem hon- um ber að starfa eftir.“ 67 milljónir af þeim 265 sem sér- stakur eignarskattur vegna bygg- ingarinnar skilaði. Fjárframlög þau sem fjárveitinganefnd Alþingis veitti til að standa straum af breyt- ingum og viðgerð á Þjóðleikhúsinu má því, lögum samkvæmt, undir engum kringumstæðum taka af þeim framlögum sem greidd eru gagngert til byggingar Þjóðarbók- hlöðu. Sérstakur eignarskattur til byggingar Þjóðarbókhlöðu var í upphafi lagður á til þriggja ára sem þjóðarátak til að reisa og fullgera Þjóðarbókhlöðu. Það sem hér um ræðir er, að brotin eru lög og bygg- ingarsjóður Þjóðarbókhlöðu sviptur því fé, sem fjöldi manna hefur greitt á fölskum forsendum. Að mati Svavars Gestssonar merkir það að hafa ekki vinstri stefnu í menningarmálum hið sama og að hafa enga stefnu. Það var einmitt þetta mat Svavars Gests- sonar og hans flokksbræðra sem ég skrifaði um í þeirri grein, sem Svavar er nú að reyna að svara. Yfirlýsing Svavars án spurninga- merkis og innan greinarinnar þess efnis að ég sé „á móti endurbygg- ingu Þjóðleikhússins" er furðuleg og líkast til fram borin vegna þess að ég vakti athygli á, að hann not- aði viðgerð á leikhúsinu sem kosn- ingaauglýsingu fyrir sjálfan sig. Að lokum smá ábending, gott væri að menntamálaráðherra sem boðar málrækt í skólum ritaði svo greinar sínar „korteri fyrir kosning- ar“, að ekki slæddust með blóts- yrði. Svona skólabarnanna vegna. Höfundur er yfirkennari við Söngskólann í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.