Morgunblaðið - 19.04.1991, Síða 46
&
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1991
i í.i. i—Ttnn t i' . .u:/: i^ar.i r
Er unnt að endurhæfa
framsóknarmann?
eftir Ingólf S.
Sveinsson
Þessi spurning kann að virðast
einföld, en í henni felast tvær hug-
myndir. Onnur er sú að framsóknar-
mennska sé bilun af einhveiju tagi.
Hin er sú að bilunin kunni að vera
áunnin fremur en meðfædd og því
geti þeir e.t.v. endurheimt tapaða
hæfni. Auk þess getur spurningin
vakið aðra spurningar eins og þá
hvort viðkomandi vilji nokkra endur-
hæfingu.
Hvers konar bilun?
Sorgleg dæmisaga lýsir best eðli
hennar:
Gemlingar tveir gengu úti á öræf-
um um vetur og lifðu báðir fram
undir vor. Þá féll annar og er þeir
fundust, var sá sem lifði aðeins skinn
og bein en ullin morandi í færilús.
Hann hafði haldið sig hjá féiaga sín-
um og var allt umhverfis rótnagað.
En engin lús, lifandi né dauð, fannst
í ull þess sem dauður var. Var mönn-
um ljóst að lýsnar höfðu skriðið á
milli.
Það sem einkennir framsóknar-
menn er ekki trygglyndi þessara
gemlinga, heldur hátterni lúsanna.
Framsóknarmenn hafa enga
stjómmálastefnu eða hugsjón aðra
en þá að halda þeirri aðstöðu að lifa
á öðrum, á almannafé. Nú, þegar
kaupfélög hafa ýmist dáið eða aðlag-
ast eðlilegum viðskiptaháttum,
skríða framsóknarmenn í stórum
stíl yfír á ríkið. Stjórnmálamenn
þeirra stofna sjóði og ríkisfyrirtæki
allt hvað af tekur til að haida í sér
lífínu.
Heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytið með undirstofnunum sín-
um er skýrt dæmi um þetta. Þar er
mikið af skattpeningum saman kom-
ið. Framboðslisti framsóknarmanna
í Reykjavík er framan til mannaður
starfsmönnum þess. í þessu mikla
miðstýringarráðuneyti er stöðugt
unnið að ríkisvæðingu heilbrigðis-
þjónustunnar. Má tala um hátt í
100% ríkisútgerð sjúkrahúsa, ríkis-
einokun trygginga og nú síðast hafa
framsóknarmenn komið áuga á að
mikið fé er í lyfjaverslun og gæti
framsóknarstýit ríkisfyrirtæki
framfleytt þar dijúgum hluta flokks-
ins.
Framsóknarmenn skilja alls ekki
hugtakið miðstýring en það þýðir
söfnun og einokun valds. Hún er
þeim svo fullkomlega eðlileg að í
hvert sinn sem meira vald er fært
til ráðherra og hann setur lepp sinn
úr Framsóknarflokki sem millilið í
stjórnkerfínu segist hann auka vald-
dreifíngu. Stjórnkerfi heilbrigðis-
þjónustunnar ber þess merki.
Heilbrigðisráðherra hefur eigin-
lega hagað sér eins og ættflokka-
höfðingi í Afríku sem óvanur lýð-
ræði setur menn af ættflokki sínum
— í öllum tilfelli Framsóknarflokki
— í allar stöður og býr til nýjar eft-
ir þörfum, stundum án ljósra laga-
heimilda.
Framsóknarmenn sklja ekki hug-
tökin valfrelsi og samkeppni.
Skömmtun og einokun hafa löngum
verið helstu aðferðir þeirra í verslun
og viðskiptum. Framsóknarráðu-
neyti eru alltaf skömmtunarráðu-
neyti.
Framsóknarmenn skilja ekki hug-
takið eignarréttur. Þeir geta á vissan
hátt skilið kenningu sóíalismans en
þó aðeins með sama hætti og félagi
Napóleon í sögu George Orwells,
Animal Farm. Hann skildi bræðra-
lagið á þann veg að han ætti sjálfur
að vera yfírsvínið og drekka epla-
vínið. Þetta verður raunar að virða
sem hinn rétta skilning því eins og
mannkynssagan hefur staðfest eru
sósíalismi og lýðræði andstæður.
Kosningaréttur og lýðræði vefst
mjög fyrir framsóknarmönnum sbr.
síðustu tilraun þeirra til prófkjörs í
Reykjavík. Tveir efstu menn höfðu
fyrirfram komið sér saman um að
vera efstir á lista og skipta atkvæð-
um „kjósenda" á milli sín. En sá sem
yngri var og átti að fá færri at-
kvæði hafði lært framsóknaraðferðir
vel og sveik félaga sinn þannig að
kosningarnar urðu honum í hag.
Leiðtogi reykvískra framsóknar-
manna varð að játa sig sigraðan
með aðferðum kenndum við A1 Cap-
one og félaga forðum daga. Eftir
stendur sigurvegari sem hefur snuð-
að alla.
„Bófahasar" þessi virtist um tíma
ætla að tvístra Framsóknarflokkn-
um í borginni. Lá við að aðalsmerki
flokksformannsins, Steingríms Her-
mannssonar, yrði til þess að hann
steingleymdi kjósendum sínum á
Reykjanesi og yfírgæfí þá til að taka
þátt í hasarnum.
Þeir sem halda að pólitík megi
stunda með svona siðferði eru uppi
á röngum tíma og á röngum stað.
Þetta passaði hjá vissum mönnum í
Chicago kringum 1930.
Framsókn í Reykjavík
Framsóknarménn stæra hann sig
af verkum sínum fyrir heilbrigðis-
þjónustu í Reykjavík. Helst er að
skilja að þeir hafí komið þar að ón-
umdu landi og unnið mörg stór-
virki, sbr. grein aðstoðarráðherra í
Morgunblaðinu 10. apríl sl. í heimil-
islæknisþjónustu í borginni hafa
framsóknarmenn reynt að koma á
einlitu skipulagi sem meir tekur mið
af óskum embættismanna en al-
mennings. Til þessa hafa þeir notað
tryggingafé landsmanna á vafa-
saman hátt.
Nýmæli þeirra er aðeins eitt —
að skipta borginni í fímm heilsu-
gæsluumdæmi, líklega með fyrir-
mynd frá sauðfjárveikivörnum. Hef-
ur ráðuneytið valið hólfum þessum
þvílík nöfn að infæddir Reykvíkingar
skilja ekkert í.
í stuttu máli eru afrekin þau að
að fjölga ríkisstarfsmönnum um
nokkra tugi. Síðan Sjúkrasamlag
Reykjavíkur var lagt niður og hætti
að annast að Reykvíkingar hefðu
aðgang að heimilislækni hefur heim-
ilislæknislausum Reykvíkingum
fjölgað úr 6.000 í um 12.000.
Er endurhæfing möguleg?
Sú árátta að vera framsóknar-
maður er andlegs eðlis. Þeir telja
sig þurfa að lifa á öðrum, langmest
af gömlum vana, fremur en af með-
fæddri vangetu. Siðblinda þeirra í
pólitík stafar af þessu getuleysi.
Þeim er eðlilegt að trúa því að allir
þurfí að lifa á styrkjum og skömmt-
Ingólfur S. Sveinsson
„Framsóknarmenn
skilja ekki hugtökin
valfrelsi og samkeppni.
Skömmtun og einokun
hafa löngum verið
helstu aðferðir þeirra í
verslun og viðskiptum.
Framsóknarráðuneyti
eru alltaf skömmtunar-
ráðuneyti.“
un, eins og sauðfé á gjöf.
Sósíalismi er nauðalíkur fram-
sóknarmennsku, en sá er þó munur
að sósíalismi er barnatrú, oft ein-
læg, sem eldist af skynsömu fólki,
nema atvinnustjórnmálamönnum.
Framsóknarmenn lagast sjaldan af
sjálfu sér.
Það er þekkt að enginn sem er
sjúkur eða fatlaður verður endur-
hæfður gegn vilja sínum. Erfitt er
talið að endurhæfa þann sem hefur
beinan hagnað af fötlun sinni. Sé
fatlaður maður á styrk og fái verri
afkomu við að vera sjálfbjarga eru
ekki bjartar horfur. Alkóhólisti með
greiðan aðgang að ódýru vínu þorn-
ar seint.
Af öllu þessu virðist mér ljóst að
það eina sem getur hjálpað fram-
sóknarmönnum eru kosningar sem
svipta þá bitlingum og skattfé,
myndarleg minnkun ráðuneyta og
fækkun ríkisstofnana. Þetta er
hreinlætis- og heilbrigðismál fyrir
allt þjóðlífíð. Þá gætu hæfileikar
framsóknarmanna fyrst komið í ljós.
Vafalaust myndu margir verða heil-
brigðir og sjálfbjarga á sama hátt
og mörg framsóknarfyrirtæki hafa
orðið eðlileg síðari ár vegna eðlilegs
viðskiptaumhverfis.
Hvar eiga framsóknarmenn
að vera?
Forræðis- og forsjárhyggja er ein-
faldlega misskilningur í lýðræðis-
þjóðfélagi. Hún er leifar frá liðinni
tíð eða hæfnisskortur þess sem kann
ekki að standa sjálfur og notar
stuðning annarra ýmist með því að
láta ráða yfir sér eða ráðskast með
aðra. Þess vegna eru hugtökin ein-
staklingsfrelsi, athafnafrelsi og jafn
atkvæðisréttur óvinsæl meðal fram-
sóknarmanna.
Þar sem kosningar nálgast er
freistandi að hugsa fyrst um forsæt-
isráðherra. Verði skipt um stjórn
virðist mér viðeigandi að hann fengi
ráðherrastólinn heim með sér, ná-
kvæma eftirlíkingu af honum eða
forsetastól ella. Maðurinn hefur alla
sína starfsævi verið í stjórnunar-
stöðu hjá ríkinu.
Að öðru leyti tel ég heppilegt að
Framsóknarflokkurinn haldi áfram
að vera til sem minnkandi flokkur
fyrir þá sem þurfa. Við hljótum að
vona að fólk þroskist frá forræðis-
hyggju eins og við verðum að trúa
að lýðræði leysi einræði af í miðstýr-
ingarríkjum.
Hreinsun borgarlandsins
Löggjafarþing þjóðar lögfestir
siðferði hennar. Hlutverk þings er
að ákveða lög samkvæmt því sem
fólkið í landinu telur sanngjarnt og
rétt og skilgreina hvað er rangt.
Bófahasar, nýjasta tilbrigði í fram-
sóknarmennsku, skemmtir e.t.v. ein-
hveijum en siðferðilega, nær hann
engum áttum.
Það er von mín að sunnudagurinn
21. apríl verði góður dagur. Þeim
mun betri verður hann sem fram-
sóknarþingmenn verða færri. Hvað
sem líður fyrri tíð á Framsóknar-
flokkur ekki erindi lengur í íslensk-
um stjómmálum. Það yrði gleðiefni
ef borgarlandið í Reykjavík hreins-
aðist algjörlega. Þeir þingmenn sem
ná kjöri þurfa hins vegar að vita enn
betur en nokkru sinni fyrr að stjórn-
mál eru hvorki bófahasar né hrá-
skinnsleikur. Lög mótast af siðferði
þjóðarinnar. Nothæf löggjöf getur
aðeins orðið ti! í höndum þeirra sem
sjálfír hafa hafa siðferðilega áttun.
Ilöfundur er læknir í Reykjavík
og varaborgarfulltrúi fyrir
Sjálfstædisflokkinn.
Grillveisla Haldin verður grillveisla aldarinnar í kosningamiðstöð ungra sjálf- stæðismanna í Mosfellsbæ að kvöldi föstudagsins 19. apríl kl. 20.00. Stjórnin. Reyðarfjörður Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisfélags Reyðarfjarðar, Austurvegi 19, sími 41491. Opið frá kl. 20.00-22.00. Upplýsingar á daginn í síma 97-41378. Kaffi á könnunni. Akureyringar - Akureyringar Kosningakaffi verður í Glerárgötu 32 á kjördag. Opnum á sama tíma og kjörstaðir með morgunkaffi. Kl. 14.00 hefst glæsilegt hnallþóru- kaffi sem stendur fram eftir degi. Um kvöldið verður síðan kosninga- vaka. Fögnum sigri saman. Sjálfstæðisfélögin á Akureyri. Hafnarfjörður Kjördagur Opið hús verður í Sjálfstæðishúsinu á kjördag frá kl. 8.00. Fólk er hvatt til að lita við, þiggja veitingar og taka þátt í lokasókninni. Bíla- þjónusta veitt þeim sem þurfa. Sími i Sjálfstæðishúsinu er 651055. Fulltrúaráð.
9r ouglýsingor
FÉLAGSLÍF
FERÐAFÉLAG
ÍSIANDS
ÖLDUGÖTU 3 & 11798 1953.'
Gönguferð um gosbeltið.
Raðgangan 1991,1. ferð
endurtekin laugardaginn
20. apri'lkl. 11.00.
Margir misstu af frábærri upp-
hafsferð raðgöngunnar siðast-
liðinn sunnudag, en þess vegna
verður gangan endurtekin nú á
laugardaginn kl. 11.00, Heim-
koma um kl. 16.30 síðdegis.
Tvær gönguferðir:
1. Upphafsganga raðgöngunn-
ar endurtekin, farið um Reykja-
nestá og Krossvíkurberg yfir
Háleyjarbungu á þjóðveg.
2. Ný og áhugaverð ganga í
boði fyrir þá sem voru með
síðast: Valahnúkar-gígaröðin,
Stampar - Skálafell.
Nú er tækifæríð til að vera með
frá byrjun og taka þátt i öllum
12 áföngum raðgöngu Ferðafé-
lagsins um gosbeltið suðvestan-
lands frá Reykjanesi að Skjald-
breið. Ferðagetraun í hverri ferð
og ennfremur fá þeir sem fara
flesta áfangana sérstaka viður-
kenningu. Biðin eftir kosningaúr-
slitunum verður auðveldári eftir
hressandi útiveru með Ferðafé-
laginu.
Sunnudagsferðir 21. apríl
kl. 13.00.
a) Keilir. Ekið inn á Höskuldar-
velli og gengið þaðan á þetta
skemmtilega fjall sem flestir
ráða við.
b) Keifisnes - Staðarborg. Gott
tækifæri til að kynnast þessari
margumræddu strandlengju.
Staðarborg er falleg hringhlaðin
fjárborg. Brottför í allar ferðirn-
ar er frá Umferðarmiðstöðinni,
austanmegin. Hægt að koma í
rútuna á leiðinni t.d. á Kópa-
vogshálsi og við kirkjug. Hafn-
arfirði. Allir eru velkomnir. Það
þarf ekki að panta í dagsferð-
irnar. Sérstakt afsláttarverð kr.
1000 - í allar ferðirnar, frítt f.
börn m. fullorðnum.
Kvöldvaka um íslenska
hraunhella þriðjudags
kvöldið 23. apríl kl. 20.30
i Sóknarsalnum, Skipholti 50a.
Einstakt tækifæri til að kynnast
undraheimi íslenskrar nattúru,
neðanjarðar. Góð myndasýning
og frásögn Björns Hróarssonar,
jarðfræðings. Nánar auglýst í
sunnudagsblaðinu.
Fjölmennið, félagar sem aðrir.
Sumrifagnað
i Landmannalaugum.
25.-28. apríl, 4 dagar.
Brottför á sumardaginn fyrsta
kl. 08. Gengið á skíðum frá Sig-
öldu. Kynnist Landmannalaug-
um í vetrarbúningi. Gist i upphit-
uðu sæluhúsi F.l.
Farmiðar á skrifstofunni, Öldu-
götu 3, símar 19533 og 11765.
Fax 11765.
Ferðafélag íslands.
I.O.O.F. 12 = 1724198’/r=9.0.
Stórsvig 30 ára og eldri
Stórsvigsmóti í flokkum karla og
kvenna 30 ára og eldri, sem
frestað var vegna veðurs þann
14. apríl, verður haldið í Bláfjöll-
um laugardaginn 20. apríl nk.
Skráning við gamla Ármanns-
skálann kl. 15.00.
Mótið er opið öllu skíðaáhuga-
fólki 30 ára og eldra. Flokka-
skípting er: 30 til 34 ára, 35 til
39 ára o.s.frv.
Nefndin,
NY-UNG
laaq—nania
Fyrri hluti: Lofgjörð og vitnis-
burður. Amadeo Werges starfar
sem leiðtogi í KFUM í Sviss og
mun kynna starfiö þar.
Seinni hluti: Opinn deildarráðs-
fundur. Umræðuefni: Sumar-
starf NÝ-UNGar og aukin tengsl
við annað starf i KFUM og K.
Fólk á öllum aldri velkomnið.
I.O.O.F. 1 = 1724198'/2 = 9.0.*
Keflavík
Aðalfundur Slysavarnadeildar
kvenna verður haldinn mánu-
daginn 22. mars kl. 20.30 í Iðn-
sveinafélagshúsinu við Tjarnar-
götu.
Stjórnin.
Frá Guðspeki-
fálaginu
IngótfsatnMl 22.
Aakriftarslml
39673.
í kvöld kl. 21.00 flytur Birgir
Bjarnason erindi i húsi félagsins,
Ingólfsstræti 22. (Athugiö að
samræður Guðrúnar og Guð-
laugs Bergmann frestast um
viku).
Miðvikudaginn 24. apríl kl. 21.00
verður Jón Arnalds með fræðslu
um sálfræði
Á morgun, laugardag, er opið
hús frá kl. 15.00 til kl. 17.00 með
stuttri fræðslu og umræðum kl.
15.30. Allir eru velkomnir og
aðgangur ókeypis.
go -8ÖýIu>lHS6 .-BÍto’Kji itrir nimlYlh
íi ffiirrt j-TJfil önrfKvrnult
no jjni'ÍTOJluíaói'yfgtus
ioi£