Morgunblaðið - 19.04.1991, Page 52

Morgunblaðið - 19.04.1991, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1991 Umhverfísmál og alþjóðlegt samstarf að ísland beiti sér fyrir aukinni umhverfisvernd á alþjóðavettvangi ekki síst á þeim sviðum er varða vemdun hafsins gegn mengun. Augljóst er þó, að til að ná skjótum árangri verður að koma til víðtæk alþjóðleg samstaða um raunhæfar aðgerðir, þar sem fjölmörgum svið- um verður óhjákvæmilegt að inn- leiða nýja tækni, ný efni og breytt- an hugsunarhátt. Stefnumörkun Sjálf- stæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn hefur mót- að framsækna heildstæða stefnu í umhverfísmálum þar sem markviss- ar aðgerðir í brýnustu umhverfís- vandamálum þjóðarinnar skapa grundvöll að ötulli baráttu fyrir aukinni umhverfisvernd á alþjóða- vettvangi. Þar er lögð áhersla á auknar rannsóknir á mengun sjávar og samstarf þjóða á norðurslóðum um varnir gegn mengun sjávar og ferskvatns. Einnig er áréttað að umhverfisvernd verði einn af grund- vallarþáttum í utanríkisstefnu þjóð- arinnar. Með þessa stefnumörkun að Ieiðarljósi eigum við íslendingar að geta lagt fram okkar skerf til aukinnar umhverfísvemdar í heim- inum. Höfundur er verkfræðingur. eftir Magnús Jóhannesson Á síðustu árum hefur okkur jarð- arbúum orðið æ ljósara hvernig ýmsar athafnir mannsins geta með beinum eða óbeinum hætti haft margvísleg neikvæð áhrif á um- hverfi okkar og um l'eið skert fram- tíðarmöguleika komandi kynslóðar verði ekkert að gert. Við höfum einnig séð hvernig athafnir okkar á einum stað geta haft áhrif á umhverfíð annars staðar jafnvel víðs fjarri þeim stað þar sem frum- orsakanna er að leita. Þessi áhrif hafa birst okkur með áþreifanlegum hætti á ýmsan hátt undanfarin ár og nægir í því sambandi að nefna fyrirbæri eins og þörungaplágur í sjó, minnkun ózonlagsins og aukn- ing koltvíildis í andrúmslofti (sem veldur svonefndum gróðurhúsa- áhrifum). Það sem einkennir öðru fremur frumorsakir allra þessara fyrirbæra, er sú staðreynd að þær verða ekki raktar til einstakra at- hafna í einstökum ríkjum heldur frekar fjölmargra samverkandi þátta þar sem uppsöfnunaráhrif ólíkra athafna margfaldast í um- hverfinu. Varúðarreglan Telja verður að visst andvara- leysi í ljósi takmarkaðrar vísinda- legrar þekkingar eigi sinn þátt í því hvemig komið er. Viðhorfin til umhverfisverndar í alþjóðlegu sam- starfí hafa fram til þessa of mikið mótast af því að grípa til aðgerða þegar skaðinn er skeður. Þessi við- horf verða að breytast og því er nú mikilvægt að full viðurkenning fáist á alþjóðavettvangi á svo- nefndri varúðarreglu en sú regla gerir ráð fyrir, að sé ekki hægt að sýna fram á að tiltekin athöfn sé skaðlaus fyrir umhverfíð þá skuli hún ekki framkvæmd. Þó nokkuö hafi áunnist í þessa veru undanfar- in ár er langt frá því að varúðarregl- an sé í reynd viðurkennd og virt um allan heim. Alþjóðlegt vandamál Eðli þeirra umhverfísvandamála sem nefnd voru hér í upphafí sem dæmi um þá þróun sem við höfum orðið vitni að undanfarin ár hafa sjrnt okkur tvennt. í fyrsta lagi að brýnt er orðið að gripið verði til róttækra aðgerða og í öðru lagi að orsakir og afleiðingar vandans eru alþjóðlegar. Lausn vandans liggur fyrst og fremst í því að víðtæk sam- staða takist um aðgerðir meðal þjóða heimsins. Minnkun heimsins í efnahagslegu tilliti sem birtist okkur m.a. í stöðugt vaxandi sam- kepppni milli fyrirtækja í fjarlægum löndum og heimsálfum, undirstrikar enn frekar nauðsyn þess að leitað sé alþjóðlegra lausna til að snúa við þeirri neikvæðu þróun sem orð- ið hefur í umhverfismálum. Það er t.d. mjög margt sem mælir gegn því að eitt ríki taki sig út og leggi kvaðir vegna umhverfísverndar á atvinnugrein sem á í samkeppni við erlendan iðnað í þeim eina tilgangi að stuðla að almennri umhverfis- vernd í heiminum. Sérstaða íslands Alþjóðlegt samstarf á sviði um- hverfísverndar hefur að mínum dómi sérstaka þýðingu fyrir okkur íslendinga. Sú staðreynd .að landið liggur í leið öflugra hafstrauma og loftstrauma sem geta borið hættu- leg mengunarefni langt að og ógnað t.d. hreinleika hafsins sem við byggjum að verulegu leyti lífsaf- komu okkar á,- segir í raun allt sem segja þarf. Fullyrða má að mengun af völdum þrávirkra hættulegra efna á hafsvæðinu umhverfís landið sem borist geta langt að svo sem lífræn þrávirk efni (dioxín og toxaf- en) eða geislavirk efni gætu haft margfalt meiri og alvarlegri áhrif á afkomu þjóðarbúsins en sá sam- dráttur sem orðið hefur í fískveiðum nokkur ár vegna lakara ástands fiskistofna. Það fer því vel á því „ Sj álfstæðisflokkurinn hefur mótað fram- sækna heildstæða stefnu í umhverfismál- um þar sem markvissar aðgerðir í brýnustu umhverfisvandamálum þjóðarinnar skapa grundvöll að ötulli bar- áttu fyrir aukinni um- hverfisvernd á alþjóða- vettvangi.“ FRJALSLYNDIR fyrir fólk Magnús Jóhannesson KJOSUM EKKI , YFSR LIFLAUSA SPYTUKARLA BJÓÐUM VORLAUKA OG FRÆ í MIKLU ÚRVALI, OG Á GÓÐU VERÐI. KOMIÐ OG KYNNIÐ YKKUR ÚRVALIÐ OG FÁIÐ LEBBEININGAR HJÁ FAGMÖNNUNUM. REYNSLA - RÁÐGJÖF - ÞJÓNUSTA SÖLUFÉLAG GARÐYRKJUMANNA SMIÐJUVEGI 5, 200 KÓFVXVOGUR, SÍMI 43211

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.