Morgunblaðið - 19.04.1991, Síða 58

Morgunblaðið - 19.04.1991, Síða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1991 Sápuhúsið 85 ára SÁPUHÚSIÐ Laugavegi 17 í Reykajvík er elsta snyrtivöruverslun lands- ins. Um þessar mundir eru 85 ár liðin frá stofnun verslunarinnar. Tildrög stofnunarinnar voru þau að árið 1905 kom hingað til lands dönsk fjölskylda sem var ættarnafnið Scouge, en ú ætt átti og rak þekkta verslun í Kaupmannahöfn sem bar nafnið Sæbehuset. Má með sanni segja að Sápuhúsið hafí borið nafn með rentu því að upphaflega var þar eingöngu sápa á boðstólum í hinni fjölbreyttustu mynd og minnast margar eldri frúr þess er þær voru sendar eftir grænsápu í Sápuhúsið og fengu þessi ókjör fyrir tíu aura að þær voru í vandræðum með að rogast heim með byrðina. Og síst er sápuúrvalið látið sitja á hakanum þótt vöruúrvalið h afi færst í aukana með árunum. Sápuhúsið hefur frá fyrstu tíð starfað í hjarta borgarinnar og minn- ast eldri Reykvíkingar ilmsins frá Sápuhúsinu sem lagði um miðbæinn. Var sjaldnast flutt langt á milli húsa svo sem til Lækjargötu 2 frá Austur- stræti 1, auk þess sem verslunin var lengi til húsa að Vesturgötu 2 og Austurstræti 17. En seinustu árin hefur verslunin verið til húsa að Laugavegi 17. Eigendaskipti að Sápuhúsinu hafa verið næsta fátíð frá stofnun þess og eru markverðustu áfangarnir þeir, að árið 1957 kemst verslunin í eigu þeirra Margrétar Helgadóttur og Kristjáns Guðlaugssonar. Annaðist Margrét reksturinn ásamt Kristínu systur sinni, en Margrét lést árið 1982. Tók Kristín þá við rekstrinum og annaðist hann ein til ársins 1986, en þá kaupir Elísabet Magnúsdóttir verslunina og rekur hana til ársins 1989. Það ár keypti Hrafnhildur Vil- helmsdóttir Sápuhúsið og rekur hún verslunina í dag. Vöruúrvalið í Sápuhúsinu hefur aukist jafnt og þétt með árunum og er þar nú á boðstólum hinn fjölbreyti- legasti varningu af snyrtivörum hvers konar, sápum, skartgripum og gjafavörum enda hefur Sápuhúsið jafnan haft með það orð á sér að bjóða góða vöru og góða þjónustu og viðskiptavinahópurinn eftir því fjölbreyttur og á ýmsum aldri. (Fréttatilkynning) Starfsfólk Sápuhússins ásamt eiganda. Frá vinstri: Harpa Iðunn Sig- mundsdóttir, Guðlaug Guðjónsdóttir, Hrafnhildur Vilhelmsdóttir og Agnes Agnarsdóttir. * Helga sýnir í FIM-salnum HELGA Magnúsdóttir opnar laugardaginn 20. april ki. 14.00 málverkasýningu í FIM salnum, Garðastræti 6. Þetta er fyrsta einkasýning Helgu, en áður hefur hún tekið þátt í tveimur samsýningum á veg- um M-hátíðar á Vesturlandi sumar- ið 1990 og á samsýningu sexmenn- inga í Lista- og menningarmiðstöð Hafnfirðinga, Hafnarborg, í októ- ber sl. Helga er fædd í Borgarfirði 1948 og býr í Reykjavík. Hún stundaði nám í Myndlistaskóla Reykjavíkur 1984-85 og Myndlista- og handíða- skóla íslands 1985-89. Hún braut- skráðist úr málaradeild 1989. Sýn- inguna nefnir Helga SKÍMU. Verk- in eru öll unnin á olíu á striga. Opið verður daglega frá kl. 14-18 á meðan á sýningunni stendur eða til 5. maí nk. Helga Magnúsdóttir myndlistar- maður. Nemendur í 9. bekk Ölduselsskóla virða fyrir sér morgunverðarborðið. Heilbrigðisdagar í skólum; Ljósmynd/Jóhannes Long Breytt viðhorf til svefns og mataræðis Nemendum í Ölduselsskóla var bent á að ef þeir drykkju eina dós af gosdrykk á dag myndi það kosta 27.375 kr. á ári. Þrír nemend- anna standa við ársbirgðir af gosi. HALDNIR voru heilbrigðisdag- ar í fimm grunnskólum landsins í mars- og aprílmánuði að til- stuðlan ÆSK-nefndarinnar, sem skipuð fulltrúm frá Æskulýðsr- áði ríkisins, Bandalagi íslenskra skáta, Iþróttasambandi Islands, Ungmennafélagi Islands, land- lækni og heilbrigiðisráðuneyt- inu. Lögð var áhersla á breytt matar- æði nemenda, hreyfingu og heil- brigði. Fjölmörg fyrirtæki í mat- vælaiðnaði bauð nemendum upp á morgunverð þann tíma sem verk- efnið stóð yfir og kynning á úti- vist, líkamsrækt og ýmisskonar félagsstarfsemi var á dagskrá þessa daga. Þórólfur Þórlindsson, forstöðu- maður Rannsóknarstofnunar upp- eldis- og menntamála, sem hafði umsjón með úrvinnslu á mati verk- efnisins, sagði að helstu niðurstöð- urnar væru þær að heilbrigðisdag- arnir virtust hafa umtalsverð áhrif á viðhorf nemenda til ýmissa þátta er snerta heilbrigt lífemi. Viðhorf þeirra breyttust til mataræðis, svefns og hreyfingar. „Þessar at- huganir sýna einnig að þetta verk- efni hafði töluverð áhrif á venjur nemenda," sagði Þórólfur. Athuguð hafa verið svör 600 einstaklinga. Borin voru saman viðhorf og atferli nemendanna fyr- ir heilbrigðisdagana og eftir að þeim lauk. Sagði Þórólfur að ráð- gert væri að skoða fleiri hliðar á þessu máli. Einkum væri á döfinni að athuga hve lengi breytt viðhorf nemenda ríkja. „I heild má segja að heilbrigðisdagamir hafí haft meiri áhrif á stúlkur en stráka og auðveldara virðist að hafa áhrif á yngri nemendur en þá eldri,“ sagði Þórólfur. Sem dæmi um niðurstöður í verkefninu sagði Þórólfur að í ljós hefði komið að rúmlega 80% nem- enda fannst heilbrigðisdagarnir vera skemmtilegir en 3% fannst þeir leiðinlegir. Fyrir heilsudagana settu 12,2% nemenda í 7: og 8. bekk nægan svefn í forgangsröð hjá sér en eftir að heilsudögum lauk var sú tala komin upp í 23%. Fyrir heilsudagana borðuðu 12,9% nemenda í 4. og 5. bekk ávexti í morgunmat en eftir heilsudagana voru þeir orðnir 27,6%. Þórólfur sagði að það væru nokkur nýmæli við þessa könnun að reynt væri að meta það sem gert væri í skólunum. Áður hefði skort mat á því hvort einhver árangur hefði náðst í sambærileg- um verkefnum. Rannsóknarstofn- un uppeldis- og menntamála hefði hug á því að meta oftar þann árangur sem næst í hinum ýmsu þáttum skólastarfsins. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Frá undirritun smíðasamningsins. ’ '%\íAk, ,>HVAt>iY3í1 ,AH'1A8 Í/UJJ8H3V V estmannaeyjar: Skrifað undir smíða- samning á nýjum Heriólfi SKRIFAÐ var undir smíðasamning á nýrri Vestmannaeyjaferju fyrir Herjólf hf. þriðjudaginn. Skipasmíðastöðin Simek as. í Flekkefjord í Noregi mun smíða skipið og er áætlað að það verði afhent í lok maí á næsta ári. Ragnar Oskarsson, formaður stjórnar Heijólfs, og formaður smíð- anefndar flutti ávarp og lýsti lítillega væntanlegu skipi. Skipið, sem hann- að af er Skipatækni hf., verður 70,5 metra langt og 16 metra breitt. Eig- in þyngd þess verður 1.944 tonn og burðargetan 484 tonn. Skipið á að flytja 481 farþega yfir sumartímann og í því eru klefar fyrir 54 farþega og hvílur fyrir 32 farþega. Ráðgert er að skipið geti mest flutt 70 fólks- bíla eða 6 vöruflutningavagna og 35 bíla. Skipið verður búið tveimur aðal- vélum, skrúfum og stýrum og áætl- aður ganghraði í reynslusiglingu er 18 sjómílur. Samningsv'erð .skiþsirís ,ér .iiiicnn'jll qo íibiii.l iiiIIiiM .fiiba/ 1.100.000.000 krónur og er ráðgert að það verði afhent frá Simek as. í Noregi 30. maí á næsta ári. Að loknu ávarpi Ragnars var samningurinn undirritaður af stjórn Heijólfs hf., Övind Ivarsen, fram- kvæmdastjóra Simek as. og Stein- grími J Sigfússyni, samgönguráð- herra. Að undirskrift lokinn fluttu ávörp Bragi I. Ólafsson, forseti bæjar- stjórnar Vestmannaeyja, Ólafur Bri- em, frá Skipatækni, Steingrímur J. Sigfússon, samgönguráðherra, Övind Ivarssen, framkvæmdastjóri Simek, og Atli Gundesen, formaður norska skipasmíðasambandsins. Grímúlé1 oiKi i (kiij jiivl 'iiijsii nnrano g

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.