Morgunblaðið - 19.04.1991, Page 59

Morgunblaðið - 19.04.1991, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1991 59 Minning: Katrín Krístleifsdótt- ir frá Stóra Kroppi Fædd 20. september 1894 Dáin 10. apríl 1991 Hún fæddist á Uppsölum í Hálsa- sveit. Þar bjuggu þá foreldrar henn- ar hjónin Kristleifur Þorsteinsson frá Húsafelli og Andrína Guðrún Einarsdóttir frá Urriðafossi í Flóa. Þau fluttu að Stóra Kroppi árið 1897 og þar áttu þau heima síðan til dauðadags og Katrín var þar hjá þeim þar til yfir lauk. Andrína Guð- rún lést 1899 og ári seinna kvænt- ist Kristleifur Snjáfríði Pétursdóttur frá Grund í Skorradal. Snjáfríður lést árið 1951 og Kristleifur 1952. Kristleifur var sonur Þorsteins Jakobssonar á Húsafelli, Snorra- sonar prests á Húsafelli. Móðir Kristleifs var Ingibjörg Jónsdóttir frá Deildartungu. Kristleifur hafði afburða trútt minni og gerðist rit- höfundur á efri árum og þykja rit- smíðar hans hinar merkustu, fram- úrskarandi áreiðanlegar og vel stíl- aðar. Andrína Guðrún var dóttir Einars Einarssonar hreppstjóra á Urriðafossi og Katrínar Eyjólfsdótt- ur þriðju konu hans. Til er bréf frá Kristleifi þar sem hann lýsir konu sinni og tengda- fólki. Um Katrínu tengdamóður sína segir hann að hún hafi verið ágæt kona sem vildi „breiða yfir hvers manns lýti og öllum gott eitt gjöra“. Einnig segir hann um konu sína að hún hafi verið rík af mann- kærleik og öllum hafi þótt vænt um hana. Ingibjörg móðir hans sagði um hana að hún væri „besta tengdadóttir sín“. Það hef ég líka eftir Þórði Kristleifssyni sem þekkti Katrínu ömmu sína, að hún hefði verið sú fallegasta og besta kona sem hann hafi kynnst. Þau Kristleifur og Andrína áttu 8 börn og náðu 7 þeirra fullorðins- aldri. Elst var Katrín sem lést á öðru ári, fallegt barn harmdauði foreldrum sínum. Næstur var Þor- steinn. Hann lést 7. desember síð- astliðinn og vantaði þá 27 daga í tírætt. Þriðja í röðinni var Ingi- björg, húsfreyja á Húsafelli. Hún dó fyrir aldur fram 38 ára að aldri. Þá kom Þórður kennari og fræði- maður sem lifir enn 98 ára gamall, og fimmta í röðinni var Katrín sem riú er kvödd í hárri elli. Einar bóndi í Runnum var sá sjötti, látinn 1982, sjöunda var Jórunn húsfreyja á Sturlureykjum. Hún andaðist árið 1972 og sú áttunda var Andrína Guðrún húsfreyja í Sveinatungu sem fæddist þremur vikum fyrir andlát móður sinnar og er látin fyrir 7 árum. Sem fyrr er sagt kvæntist Krist- leifur árið eftir Snjáfríði Pétursdótt- ur, mikilli myndarkonu. Þau áttu saman eina dóttur Guðnýju sem lést í blóma lífsins árið 1932. Katrín þjónaði föður sínum og stjúpu á Stóra Kroppi eins og fyrr segir. Hún var hæglát og geðprúð, flugnæm og listelsk. Hún hafði þessi sömu einkenni og Kristleifur lýsir á móður hennar og ömmu. Það sópaði að Snjáfríði. í skjóli hennar stóð höfðinginn Kristleifur og undi vel í því skjóli, en það lýsti af Katr- ínu góðmennskan eins og af Katrínu ömmu hennar. Þorsteinn skáld á Ulfsstöðum sagði einhveiju sinni þessa setningu: „Viljirðu boða komu vorsins og vinna að komu þess þá farðu að dæmi sólarinnar, hún að- eins skín“ og á þetta vel við Katrínu. Gömlu hjonin á Stóra Kroppi önduðust eftir þung veikindi og hjúkraði Katrín þeim til hins síð- asta. Þó að hún hefði á unga aldri verið heilsuveil svo að henni var ekki spáð langlífi var nú eins og ekkert gæti bugað hana. Hún tók nú við jörðinni en var svo lánsöm að ung hjón tóku við búinu, þau Sigríður Agústsdóttir og Andrés Jóhannesson sonur Jórunnar systur hennar og Jóhannesar hreppstjóra á Sturlureykjum. Þau eignuðust 4 börn sem urðu skærasta ljósið í lífi Katrínar. Enginn veit hvaða vonir, ástir og sorgir Katrín hefur alið með sér á unga aldri en á gamals aldri sá hún vaxa upp þessi börn sem veittu henni hamingju í lífinu. Það er mikið happ að kynnast góðu fólki. í óveðri mannlegs lífs eru þessi ljós sem aldrei eru reið, aldrei rífast og það stafar ekki af aumingjaskap heldur af einhverri óbilandi ljúfmennsku. Þetta hefur gengið mann fram af manni í ætt Katrínar Eyjólfsdóttur sem var hús- freyja á Urriðafossi og Þórður Kristleifsson kynntist blindri í elli Hermann Sigurðs- son — Kveðjuorð Fæddur 10. október 1918 Dáinn 15. apríl 1991 Hann afi okkar, Hermann á Þórs, er dáinn. Andlát hans bar mjög brátt að og það er mjög erfitt að sætta sig við það, að fá aldrei að sjá hann aftur. Afi var okkur mjög kær og mikill vinur okkar. Heimili hans, Þórsberg, var okkur sem ann- að heimili, þangað gátum við alltaf komið hvernig sem á stóð og hann tók alltaf á móti okkur með hlýju. Hann var barngóður, umhyggju- samur og kærleiksríkur maður og þótti okkur öllum afar vænt um hann. Við barnabörnin eigum margar og góðar minningar um afa okkar. Okkur er það þó einkar minnis- stætt þegar við fengum að fara í bíltúr með honum á sparibílnum hans, þá fengum við alltaf að læðast í hanskahólfið og fá okkur bijóst- sykursmola. Við eigum stóra og samheldna fjölskyldu sem hittist oft og það var sama hvert tilefnið þá hann lét sig aldrei vanta, þar með taldar sumar- bústaðaferðir Ijölskyldunnar í Grímsnes. Þar höfum við átt marg- ar ánægjulegar stundir saman síð- astliðin ár. Tjlvpra okkar er tómleg án hans og énginn getur fyllt upp í það tómarúm. Við erum þakklát fyrir þær stundir sem við áttum með afa á Þórs, þótt hann sé okkur horfinn úr Iifanda lífi munum við varðveita minningarnar um hann. Þú gafst mér akurinn þinn, þér gef ég aftur minn. Ást þína á ég ríka, eigðu mitt hjartað líka, H. Pétursson. (Ps. 17) Megi Guð varðveita hann afa okkar. ' Fyrir þönd þarnabarna, in„ ; Asdís, Malla, Linda og Hermann. uppi á Gilsbakka í Hvítársíðu. Ekki ber að skilja það svo að lítið hafi kveðið að Katrínu Kristleifsdóttur. Hún ræktaði framúrskarandi fagr- an blómagarð á Stóra Kroppi af mikilli elju og safnaði fallegum steinum. Hún var mikill náttúru- unnandi eins margir af frændum hennar voru. Ég var hálfan vetur í vinnu á Sturlureykjum þegar ég var ungur. Þar kynnist ég einni af þessum góðu konum, Helgu Jakobsdóttur, þá orðin farlama en hver maður, ekki síst unglingar og börn, nutu geðprýði hennar og þolinmæði. Katrín á Stóra Kroppi og hún voru bræðradætur. Næsta vetur var ég á Stóra Kroppi og kynntist Katrínu. Það sem líkt var með þessum kon- um var manngæskan og geðprýðin. Það undrar engan sem til þekkir að eldri dóttir hjónanna á Stóra Kroppi var látin bera nöfn þessara ágætu kvenna, Katrínar og Helgu. Þegar Andrés og Sigríður urðu að bregða búi á Stóra Kroppi vegna heilsuleysis settist Katrín að á Dval- arheimili aldraðra í Borgarnesi. Þar hefur hún átt heima undanfarin ár og notið umönnunar þess góða fólks sem þar annast gamla fólkið. Andr- és og fjölskylda hans sinnti henni einnig eftir föngum. Þó að líkaminn virtist farinn að heilsu hélt hún andlegu heilbrigði og minni óskertu til hinsta dags. Þorsteinn Þorsteinsson OPNUNARTILBOD qjjf-h txti opnor verslun í Borgartúni 26, Reykfavík í tilefni þesso og árs afmælis fyrirtækisins, bjóðum við ykkur velkomin á báða staðina til að gera góð kaup. ZANUSSI uppþvoltavélareru til í tveimur gerðum ZW 106 m/ 4 valk. og ID-5020 til innb. m/7 valkerfum. Báðarf. borðb.fyrir 12. Hljóðlátar-einfaldarínotk- un. Verð frá kr. 60.640,- Tilboðkr. 56.728,- GufugleyparfráZANUSSI, CASTOR, FUTURUM og KUP- PERSBUSCH eru bæði fyrir út- blástur eða gegnum kolsiu. Verðfrá kr. 9.594,- Tilboðkr. 8.786,- RAFHA, BEHAog KUPPERS- BUSCH eldavélareru bæði með eða án blæstri. Með glerborði og blæstri. 4 hellurog góðurofn. 2ja ára ábyrgð á RAFHA vélinni -fri uppsetning. Verðfrákr. 44.983,- Tilboð kr. 41.196,- Um er að ræða mjög margar gerðir af helluborðum: Glerhellu- borð m/halogen, helluborð 2 gas/2 rafm. eða 4 rafm. hellur með eða án rofa. Verðfrákr. 21.655,- ZANUSSI og KUPPERBUSCH steikar/bökunarofnar í fjölbreyttu úrvali og litum. Með eða án blæstri - m/grillmótor m/kjöthita- mæli - m/katalískum hreinsi- búnðaiog fl. Verðfrákr. 34.038,- ZANUSSUI örbylgjuofnar i stærð- um 18 og 23 Itr. Ljós í ofni, bylgju- dreyfir, gefur frá sér hljóðmerki. 23 Itr. verð kr. 28.122,- Tilboðkr. 26.308 ihS Bjóðum uppá 5 gerðirþvottavéla. 700-800-1000-1100 sn./mín. Með/án valrofa á hitasparnaöar- rofa. Hraðvél, sem sparar orku, sápu og tíma. Þvottavél með þurrkara og rakaþéttingu. 3ja ára ábyrgð-uppseting. Verð f rá kr. 54.512,- Tilboðkr. 49.922,- Þurrkarar3 gerðirhefðbundnir, með rakaskynjara eða með raka- þéttingu (barki óþarfur). Hentar ofan á þvottavélina. Verðfrákr. 30.786,- Tilboð kr. 28.194,- 7 gerðirkæliskápa: 85, 106, 124, 185 sm hæð. Með eða án frysti- hólfi. Sjálfv. afhríming. Hægt að snúa hurðum. Eyðslugrannir - hljóðlátir. Verðfrá kr. 29.727,- Tilboðkr. 27.810,- Bjóðum upp á 9 gerðir kæli/frysti- skápa. Mjög margirmöguleikarí stærðum: Hæð 122,142, 175 og 185sm. Frystiralltaf4stjörnu. Sjónersögu ríkari. Fjarlægjum gamlaskápinn. Verð frá kr. 42.229,- Tilboðkr. 39.505,- Tilboðkr. 44.063,- Tilboðkr. 49.420,- Frystiskápar: 50, 125, 200 og 250 Itr. Lokaöir með plaslokum - eyðslugrannir - 4 stjörnur. Verð frá kr. 30.903,- Verð er miðað við staðgreiðslu. Tilboðið stendur út mánuðinn. ZANUSSI frystikistur 270 og 396 Itr. Dönsk gæðavara. Mikil frysti- geta. Ljós í loki. Læsing. 4 stjörnur. Verð kr. 41.060,- Verð kr. 49.276,- Okkarfrábæru greiðslukjör! Útborgun aðeins 25% og eftirstöðvar á allt að 12 mánuðum. Opið sem hér segir: Virka daga til kl. 18.30. Laugardag til kl. 16.00. VERSLUNIN RAFHA, HAFNARFIRÐI. SÍMI 50022 - LÆKJARGÖTU 22 VERSLUN RAFHA, REYKJAVÍK, SÍMI620100- BORGARTÚNI26

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.