Morgunblaðið - 19.04.1991, Page 60
r
öo
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1991
Guðmunda E. Sigur
jónsdóthr
Fædd 20. júní 1907
Dáin 9. apríl 1991
í dag fer fram útför elskulegrar
ömmu minnar og því langar mig
til að minnast hennar í nokkrum
orðum. Amma hét fullu nafni Guð-
munda Eirný Siguijónsdóttir, en
var þó þekkt af flestum undir nafn-
inu Gunda. Þó svo að amma hafi
búið frá unga aldri á Akureyri var
alltaf hægt að heyra á henni hvað-
an hún var, slík var virðing hennar
fyrir uppruna sínum. Amma var
fædd á ísafirði, dóttir hjónanna
Rósu Jóhannsdóttir og Siguijóns
Sigurðssonar. Ung missti hún föður
sinn og vegna erfiðrar afkomu á
þessum tíma tvístraðist systkina-
hópurinn, en auk ömmu voru það
Sigurður, sem ætíð bjó á ísafirði
en er nú látinn, Kapítóla, sem lengst
bjó á Vatnleysuströnd og er einnig
látin, Hrólfur og Herbert, sem búa
í Reykjavík. Amma minntist systk-
ina sinna ætíð með hlýju og alltaf
þegar þau hittust var glatt á hjalla
og margs að minnast.
Þeim sem þekktu ömmu ber sam-
an um að hún hafi verið frábær
kona. Við bamabörnin að sunnan
eigum margar yndislegar minning-
ar af heimsóknum okkar til Akur-
eyrar. Amma var fljótt næm á þarf-
ir okkar barnanna og sá næmleiki
hvarf ekki þótt við börnin stækkuð-
um og eltumst. Það var t.d. alltaf
til kískalt Vallas og súkkulaðistaur
(eitthvað sem við annars áttum
ekki að venjast) í skápnum hjá
ömmu. Kunnar eru einnig blikkdós-
imar hennar með hinu ýmsu góð-
gæti í sem hver og einn sem heim-
sótti ömmu fékk leyfi til að stinga
hendi í.
Amma hefur alla tíð unnið mikið
og aldrei hlífði hún sér við vinnu.
Hún var skemmtileg að vinna með
því léttleiki hennar og glaðværð
smitaði út frá sér og hún gat verið
mjög hnyttin í tilsvörum. Þó svo
að efni. voru ekki alltaf mikil var
hún ávallt aflögufær þegar aðra
vanhagaði um eitthvað.
I mörg ár hafði amma það að
fastri venju að heimsækja aldraða
vini sína sem búsettir voru á Dvalar-
heimilinu Skjaldarvík og Hlíð og
færði þeim eitthvert góðgæti í hvert
sinn. Eg fór nokkrar ferðir þangað
með ömmu og mér er minnisstætt
hve glaðnaði yfir andlitum fólksins
er amma birtist í dyrunum. Mér er
einnig minnisstæður sá tími sem
við amma áttum saman er ég bjó
hjá henni er ég var að komast af
unglingsárunum. Það var alltaf svo
gott að tala við ömmu og þrátt
fyrir mikinn aldursmun hafði hún
fullan skilning á málefnum æskunn-
ar og talaði við mann sem fullorðinn
væri. Já, það er margs að minnast
og margs að þakka þegar rifjaðar
eru upp stundimar með ömmu.
Amma átti alla tíð trú á almátt-
ugan Guð sem vakir yfir og varð-
veitir börn sín. Á hveiju kvöldi bað
hún bænirnar sínar og alltaf var
maður kvaddur með ósk um blessun
Guðs. Ég veit að hún bar á bænar-
örmum sitt fólk fram fyrir Drottin
og ekki er víst að við tökum alltaf
eftir öllum þeim bænasvörum er
Drottinn hefur veitt henni. Þrátt
fyrir mikinn sjúkleika og þjáningar,
sérstaklega nú síðustu ár, bifaðist
ekki trú hennar á Guð. Um skeið
hefur bæn hennar verið sú að hún
fengi að kveðja þennan heim, til
þess var hún tilbúin, hún treysti
náð Guðs.
Ég veit að nú hvílist hún ogjiján-
ingar og kvalir eru horfnar. Ég vil
fyrir mína hönd og systkina minna
þakka Guði fyrir ömmu og þann
lærdóm sem við höfum þegið af
henni. Blessuð veri minning hennar.
Eirný Asgeirsdóttir
í dag er borin til grafar amma
okkar Guðmunda Eimý Siguijóns-
dóttir sem ávallt gekk undir nafninu
Gúndai
- Minnmg
Amma fæddist á ísafirði 20. júní
1907, foreldrar hennar voru Rósa
Jóhannsdóttir ættuð úr Húnavatns-
sýslu og Siguijón Sigurðsson ætt-
aður úr Garðinum. Amma átti fjög-
ur systkini sem komust til vits og
ára, þau voru Sigurður og Kapitóla
sem bæði eru látin, og Hrólfur og
Herbert sem búa í Reykjavík.
Sex ára gömul missti hún föður
sinn í sjóslysi og ári seinna var hún
tekin í fóstur af frænku sinni Guð-
rúnu Símonardóttur og manni
hennar Lofti Jónssyni sem búsett
voru á Akureyri.
Amma átti fimm fóstursystkini
en þau voru Guðmundur, Sveinn,
Ólafur, Ingibjörg og Guðbjörg. Þau
eru öll látin. Ung kynntist hún afa,
Stefáni Friðrikssyni sem var ættað-
ur frá Nesi í Eyjafirði. Þau giftust
1925 og fyrstu hjúskaparár sín
bjuggu þau í Holtakoti í Eyjafirði.
í byijun fjórða áratugarins fluttu
þau til Akureyrar og bjuggu þar á
ýmsum stöðum þar til þau fluttu í
Litlu-Reykjavík 1937 og bjuggu þar
öll sín hjúskaparár. Afi dó 1967
eftir að hafa verið sjúklingur síð-
ustu fjórtán árin.
Þeim varð fjögurra barna auðið.
Þau voru Ingiþjörg Sigrún Eyfjörð,
fædd 1926, dáin 1956, Guðrún
Lovísa, fædd 1929, dáin 1970, Þór-
ey Rósa, fædd 1933 og Rafn, fædd-
ur 1943. Eftir fráfall elstu dóttur
sinnar gekk amma bömum hennar
í móður stað.Amma eignaðist tíu
barnabörn og sautján barnabarna-
börn.
Þrátt fyrir mikla og erfiða vinnu
á sínu lífshlaupi þá kvartaði hún
sjaldan og bar höfuðið jafnan hátt.
Ætíð var stutt í léttleikann og bros-
ið þó tímarnir væra erfiðir. Amma
var ein af þeim manneskjum sem
sagði alltaf það sem henni bjó í
bijósti og var oft ekki að skafa
utan af hlutunum.
Við systkinin eigum mjög góðar
minningar um ömmu sem gleymast
seint. Vinsælt var það á meðal okk-
ar að fara út í garð og ná sér í
rabarbara, fara síðan inn og dýfa
honum í sykurskúffuna hjá ömmu.
Hún sá alltaf um að nægur sykur
væri til. Amma hafði alltaf mikinn
áhuga á fjölskyldu sinni og bar
velferð hennar fyrir bijósti.
Amma flutti á dvalarheimilið
Skjaldarvík 1980 og var þar í níu
ár. Síðustu æviár sín dvaldist hún
á hjúkrunardeild á elliheimilinu
Hlíð. Síðustu þijú árin sem hun lifði
var hún mjög veik en þrátt fyrir
það sýndi hún mikinn dugnað í veik-
indastríði sínu.
Að lokum viljum við þakka
starfsfólki og lækni á sjúkradeild A
fyrir alla þá umönnun, skilning og
hlýhug sem hún fékk.
Við kveðjum ömmu með trega
en hún þurfti þó á hvíldinni að
halda. Blessuð sé minning hennar.
Ingibjörg Sigrún E. Maríusdóttir,
Guðmundur Stefán Maríusson,
Guðrún Rós Maríusdóttir.
í dag er lögð til hinstu hvíldar
Guðmunda Eirný Siguijónsdóttir,
eða Gúnda eins og allir kunnugir
kölluðu hana. Gúnda vat' fædd á
Isafirði, dóttir hjónanna Rósu Jó-
hannsdóttur og Siguijóns Sigurðs-
sonar, sjómanns. Hún var ein af tíu
systkinum en fimm létust á barns-
aldri og eru nú aðeins á lífi tveir
af bræðrum hennar. Þegar hún var
sex ára missti hún föður sinn. Sjö
ára gamalli er henni komið í fóstur
til föðursystui' sinnar Guðrúnar
Símonardóttur og manns hennar
Lofts Jónssonar í Hörgslandi á
Ákureyri. Þangað var hún send án
vitundar móður sinnar og var það
gert af góðum hug því heimilishag-
ir voru erfiðir. Ætlaði Rósa alltaf
að sækja dóttur sína aftur en hafði
ekki fjárhagslegt bolmagn til slíkrar
ferðar, þannig að aldrei fór Gúnda
aftur til ísafjarðar. Fannst mér hún
alltaf hanria það að hún skyldi ekki
komast til baka, en sambandi hélt
hún bæði við móður sína og systk-
ini. Sem ung stúlka fer Gúnda í
vist fram í Eyjafjörð og kynnist hún
þar mannsefninu sínu en átján ára
gömul giftist hún Stefáni Friðriks-
syni frá Nesi og hefja þau búskap
á litlu býli í Saurbæjarhreppi, Holta-
koti. Þar búa þau í nokkur ár og
þar fæðast tvö af fjórum börnum
þeirra. Börn þeirra voru Ingibjörg
Sigrún, gift Ingólfi Guðmundssyni,
þau slitu samvistir, síðar gift Ás-
grírrn Stefánssyni; Guðrún Lovísa,
gift Ásgeiri Ólafssyni; Þórey Rósa,
gift Maríusi Guðmundssyni, og
Rafn, en þau eru bæði búsett í
Reykjavík. Frá Holtakoti flytja þau
til Akureyrar og fljótlega festa þau
kaup á suðurenda Gránufélagsgötu
53, litlu Reykjavík eins og húsið
var alltaf kallað. Þar búa þau allan
sinn búskap. Oft mun hafa verið
erfítt atvinnuástand á þessum áram
og var Stefán stundum atvinnulaus,
Gúnda tók því að sér alla þá vinnu
sem bauðst, aðallega gekk hún í
hús og þvoði þvotta og gerði hreint
fyrir „fína fólkið“ eins og hún kall-
aði það, einnig vann hún við fisk-
verkun ef einhvetja vinnu var þar
að hafa. Seinni árin vann hún í
Sláturhúsi KEA, og síðast í Kjötiðn-
aðarstöðinni. Alltaf vann hún fulla
vinnu utan nokkur síðustu árin. Auk
alls þessa gerði hún hreint á kvöld-
in í Nýja bíói og síðar nokkrum af
Kaupfélagsbúðunum í fjöldamörg
ár. Víst er að oft hefur þetta verið
erfíð vinna með heimilishaldi, enda
sagði hún mér að oft hefði hún
farið á fætur klukkan fjögur á nótt-
unni til að vinna heimilisverkin.
Elsta dóttir hennar, Ingibjörg,
lést aðeins 29 ára gömul frá tveim-
ur börnum sínum og Ingólfs, 9 og
6 ára, þeim Guðmundu Eirnýju,
gift Erlingi Pálssyni, og Stefáni
Friðrik, giftur þeirri er þetta skrif-
ar, og Gúnda ásamt Ásgrími, komu
þeim í foreldrastað, en Ásgrímur
reyndist henni sú stoð er á þurfti
að halda. Mann sinn missir hún
árið 1967 en þá hafði hann verið
heilsulaus um alllangt skeið. Aðra
dóttur sína, Guðrúnu, missir hún
einnig á besta aldri svo að enn
knýr sorgin dyra hjá henni. Ég
kynntist Gúndu þegar hún var orð-
in roskin kona, þá var hún orðin
slitin af mikilli vinnu gegnum árin.
I fyrstu þótti mér hún orðhvöss, og
dálítið snögg upp á lagið og alltaf
gat hún svarað fyrir sig og varð
aldrei orðlaus. Fljótt eftir að ég fór
að þekkja hana betur fann ég að
undir hijúfu yfírborði sló hlýtt
hjarta. Til marks um það má nefna
að margar ferðir voru farnar út á
Skjaldarvík á sunnudögum, en þá
hafði hún meðferðis sælgæti í
mörgum pokum sem hún gaf vist-
mönnum, bæði vinum og vandalaus-
um. Þá sagði hún að þegar hennar
tími kæmi vildi hún vera á Skjald-
arvík. Eins vildi hún muna eftir
öllum afmælisdögum afkomenda
sinna og stinga einhveiju lítilræði
að þeim, eins á jólum. Gúnda átti
marga vini, og oft var gestkvæmt
hjá henni og glatt á hjalla. Heimilið
var hennar helgidómur, og var hún
mjög nákvæm hvað það varðaði,
matartímar skyldu vera á réttum
tíma og lagði hún metnað sinn í
það að alltaf væri til nógur matur.
Þrifín var hún svo af bar. Duglegri
konu hef ég ekki þekkt. Hún hafði
til að bera þann persónuleika sem
gleymist fáum er hana þekktu, sína
léttu lund og glaðværð, við sem
umgengumst hana síðustu árin vit-
um að hún var oft mjög þjáð og
lífið hafði tapað þeirri birtu og yl
sem áður var, en alltaf gat hún
Þorsteina Guðjóns-
dóttir - Minning
Fædd 30. október 1907
Dáin 10. apríl 1991
Vegferð mannsins í veröldinni er
eins og áning á lengri leiðum, áning
sem er andartak í ljósi eilífðarinn-
ar. Ævin getur þó á okkar mæli-
kvarða geymt langa sögu, þar sem
hver einstakingur er hluti stærri
heildar og Ieggur sitt af mörkum
til samfélags manna með orðum og
gjörðum. Tengsl myndast, sem ofin
eru tilfínningaþáttum ættingja og
vina og treystast með tjáningu í
regluleguin samskiptum er l’ram
líða stundir.
Slík tengsl gæða tilverana til-
gangi og viðhalda á allan hátt fram-
gangi lífsins sem okkur er falið í
hendur um stundarsakir hér á jörðu.
Er áningu einnar kynslóðar lýkur,
tekur ný við og varðveitir í huga
veglegan sjóð minninga um sam-
verustundir við hina eldri og reynsl-
umeiri. Sá sjóður getur í mörgum
tilvikum oi'ðið óþrjótandi auður,
sem ávallt er hægt að leita í til
eftirbreytni og uppbyggingar.
Minningar mínar á ég sem mynd-
ir fyrir sjónum hugans og ætla að
varðveita þær vel, — minningarnar
um ömmu mína, sem hefur nú hald-
ið för sinni áfram til nýrra varan-
legra heimkynna. Að leiðarlokum
hér vil ég færa þessi minningarorð
á blað, því þó amma sé dáin, þá
er það víst að
aldrei deyr þótt allt um þrotni,
endurminning- þessýsem; var.;
Þorsteina Guðjónsdóttir var fædd
þann 30. október 1907 í einni af-
skekktustu sveit Iandsins, í Skjalda-
bjarnai-vík á Ströndum, sem nú er
löngu komin í eyði og telst vart
byggileg á mælikvarða nútímans.
Foreldrar hennar Anna Jónasdóttir
og Guðjón Kristjánsson voru ábú-
endur þar og eignuðust þau níu
börn og var amma næstelst í systk-
inahópnum.
Hjá foreldrum sínum ólst hún upp
til 8 ára aldurs, en var þá send í
vist til frændfólks að Dröngum, sem
var næsti bær, þó leiðin þar á milli
væri löng og ógreiðfær. Á Dröngum
átti hún að vera aðeins skamman
tíma, en sá tími varð að árum, svo
ekki fór hún aftur heim til foreldra
sinna til að eiga þar heima í faðmi
ástkærrar íjölskyldu.
Strax á þessum bernskuárum
sínum lærði hún að vinna og þau
ár sem móta hveija manneskju til
frambúðar áttu þátt í, ásamt per-
sónulegu upplagi, að gera ömmu
að dugmikilli og óvenju þrautseigri
konu. Er hún náði fullorðinsaldri
réð hún sig um skeið sem vinnu-
kona á bæi, en fór svo til Hnífs-
dals, þar sem hún var við fang-
gæslu, sem svo var kallað og fólst
í því að sjá um mat og plögg vertíð-
armanna á staðnum.
Þrátt fyrir mikla vinnu og harða
lífsbaráttu. Þá hafa líka aðrar
stundir gefist ánægjulegri og
áhrifaríkari fyrir framtíðina. I
Hnífsdal lágu leiðir ömmu og afa
gert að gamni sínu og séð björtu
hliðarnar á öllum málum. Einnig
átti hún bjargfasta trú á æðri mátt-
arvöld og oft leitaði hún huggunar
þar. Ég kom í húsið til hennar korn-
ung þegar við Stefán hófum búskap
og var hún mér ætíð skilningsrík
og góð. Reyndist hún mér sú tengd-
amóðir sem ég kynntist aldrei. Oft
hefur henni fundist áfátt um kunn-
áttu mína til heimilishalds og snér-
ust áhyggjur hennar helst um það,
hvort drengurinn hennar fengi nú
nóg að borða. Sjaldan skipti hún
sér af, en gaf oft góð ráð með sín-
um hætti. Einhveiju sinni hafði ég
hengt út þvott, og hengt hann í
þeirri röð sem hann kom upp í hend-
urnar á mér. Kallar hún þá á mig
yfir í sína íbúð og bendir út um
gluggann þar sem þvottasnúrurnar
sáust vel og segir. „Þegar ég hengi
út þvott raða ég stykkjunum eftir
stærð á snúruna, heldurðu að það
færi ekki betur?“ Fleiri orð voru
ekki höfð um það í þetta sinn en
seinna sagði hún mér að illa upp-
hengdur þvottur væri það ljótasta
sem hún sæi.
Frá árinu 1982 dvaldi hún á Elli-
heimilinu Skjaldarvík og meðan hún
var ferðafær kom hún alltaf með
reglulegu millibili á heimili mitt og
var hjá okkur tvær til þijár vikur
í einu, eins á jólum og öðrum hátíð-
um. Var hún alltaf tilbúin að rétta
hjálparhönd ef hún gat og var
langömmubörnunum góður félagi
og kærkominn gestur. Þegar heils-
una brast alveg síðustu tvö árin
dvaldist hún á Hjúkrunarheimilinu
Hlíð, þar sem hún naut bestu hugs-
anlegrar umönnunar. Gúnda hefur
nú hlotið langþráða hvíld og horfið
á vit betri heima, þar sem ég veit
að vel hefur verið tekið á móti henni.
Tótu og Rabba, sem notuðu hvert
tækifæri til að létta henni síðustu
stundirnar með því að koma norð-
ur, vera hjá henni, veita henni
ómælda umhyggju og hringja í hana
á hveijum degi, sendi ég mínar inni-
legustu samúðarkveðjur, einnig
Ásgrími, sem lagði á sig margar
ferðir á hjóli eða skíðum út í Skjald-
arvík eða upp í Hlíð til að heim-
sækja Jiana, svo og öðrum ástvin-
um. Ég og fjölskylda mín minn-
umst hennar með þakklæti.
Kristín
saman og árið 1934 hétu þau hvort
öðru eiginorði er þau gengu í heil-
agt hjónaband. Afí hét Hannes
Guðjónsson og var fæddur þann 19.
apríl 1‘898 að Grandarhóli í Bolung-
arvík, en ólst upp frá unga aldri í
Hnífsdal hjá fósturforeldrum sínum
Jónasi Bergmann og Ingibjörgu
Kristjánsdóttur. Á heimili þeirra
hófu afi og amma búskap og bjuggu
þar til ársins 1949, er þau tóku sig
upp með börnin sín fímm og fluttu
til Akraness.
Amma og afi eignuðust sex börn
og þau eru: Ingiberg Jónas, 'prófast-
ur á Hvoli i Dalasýslu. Eiginkona
hans er Helga Steinarsdóttir og eiga
þau fjögur börn. Pálína Guðrún var
næst í röðinni, en hún lést á öðru
ári. Páll Guðjón, útgerðarmaður og
fiskverkandi á Akranesi, er kvænt-
ur Mörtu Guðlaugsdóttur og eiga
þau þijú börn. Hansína er banka-
starfsmaður og er gift Guðmundi
Siguijónssyni. Þau búa á Akranesi
og eiga fjögur börn. Anna er hús-
móðir á Ákranesi, gift Jens Magn-
ússyni og eiga þau fjögur börn.
Yngstur systkinanna var Aðalsteinn
Björn, en hann hafði nýlokið skip-
stjórnarprófi frá Stýrimannaskólan-
um er hann lést árið 1972 aðeins
24 ára að aldri. Sambýliskona hans
var Ásta Jósepsdótir og eignuðust
þau tvö börn. Bamabarnabörn
ömmu og afa eru orðin ellefu tals-
ins.
Amma og afí bjuggu sér og fjöl-
skyldu sinni heimili til frambúðar á
Akranesi. Fyrstu árin var oft þröngt
í búi og erfiðir tímar hjá ömmu, er
hún þurfti ein að hugsa um heimili
og fjölskyldu þegar afi var á sjón-
um, en hann var sjómaður lengst
af sína starfsævi. En amma var
vinnusöm og hafði mikið úthald til
margvíslegra starfa. Auk þess að
hugsa um daglegar þarfir barnanna