Morgunblaðið - 19.04.1991, Page 61

Morgunblaðið - 19.04.1991, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1991 61 Hrefna Jónsdóttir á Hellu - Minning Fædd 5. september 1905 Dáin 11. apríl 1991 Hún amma á Hellu er dáin á áttugasta og sjötta aldursári. Amma var fyrir löngu búin að lýsa því yfir að hennar lífsstarfi væri lokið, og ekkert biði hennar nema að hverfa héðan. Að mörgu leyti taldi maður þetta alveg fráleitt tal í henni, því hún var hraust og í fullu fjöri allt fram að andláti. Ekki fyrir svo mörgum vikum horfði.ég á eftir henni fara út úr húsinu mínu, nánast hlaupa við fót, og vippa sér rösklega uppí jeppa, eins og líkami hennar væri ekki nema rétt svo miðaldra. Amma Hrefna fæddist í Árbæ í Holtum, dóttir hjónanna Jóns Jóns- sonar bónda og Guðlaugar Ólafs- dóttur. Systkini ömmu voru níu og var amma elst í þeirra hópi, síðan komu Ólafur, Eva, Nanna, Nói, Ágústa, Svanur og tvö dóu mjög ung, eftirlifandi systkini í dag eru Eva og Svanur. Amma giftist afa mínum Ólafi Markússyni, fæddur 29. janúar 1905, dáinn 13. desember 1980, árið 1928 og hófu þau fljótlega búskap, fyrst_ í Dískukoti hjá for- eldrum afa. Ári síðar fluttust þau að Árbæjarhjáleigu og voru þar í ein átta ár en lengst bjuggu þau á Bjóluhjáleigu í 27 ár. Ámma og afi hættu búskap 1965 og fluttust þá tii Hellu þar sem þau bjuggu í húsi sínu að Hrafnskálum þar til afi minn féll frá. Þá fluttist amma að elliheimilinu að Lundi og var þar í húsi tengdu elliheimilinu. Eg minn- ist þess þegar amma flutti að Lundi og ég spurði hana hvort hún myndi elda áfram fyrir sig, eða fara fram í matsalinn, þá svaraði hún því til, að hún væri nú búin að elda nógu lengi. Amma og afi eignuðust íjögur börn, þau eru. Alda húsmóðir, bú- sett á Hellu, gift Sigurði Karlssyni, Baldur bóndi á Fit, giftur Sigríði Pálsdóttur, Bragi verkamaður, bú- settur á Hellu og yngstur Jón raf- virki, búsettur í Garðabæ, giftur Lind Ebbadóttur. Þau eignuðust 17 barnabörn, þar af eitt látið, og í dag eru langömmubörnin orðin 22. Eg man lítið sem ekkert eftir búskaparárum á Bjóluhjáleigu því mínar minningar taka ekki að skýr- ast fyrr en þau eru komin á Hellu. Eins og ég upplifði ömmu þá var hún einstaklega sterkur persónu- leiki og umfram allt úrræðagóð. Amma og afi áttu nokkuð stóran hóp af barnabörnum og þar sem það var nokkuð mikil vinna að muna alla afmælisdaga, þá var sett ákveðin regla, við fengum öll úr, þegar við urðum 10 ára. Þau yngstu fengu úrin e.v.t. í kringum níunda aldursárið, því fyrst það átti eftir að gefa þeim einstaklingi úr, því ekki að drífa það af. Þegar ég gifti mig fyrir rúmum fimm árum hringdi amma í mig og sagði; Kolbrún, viltu ekki fá ör- bylgjuofn í brúðargjöf, þeir eru svo góðir fyrir svona ungar konur. Farðu og taktu einn frá fyrir þig. Þannig tók amma ákvarðanir. Hún vissi á þeim tíma mun meira en ég um allar tegundir af örbylgjuofnum og hvar hægt var að fá hvetja teg- und. Amma var líka svolítið stórtæk þegar hún tók sig til. Einu sinni átti að færa að gjöf afskorin blóm, en afskornu blómin í Hveragerði voru ekki nógu góð, því var keyptur 50 sm hár kaktus í leirpotti. Svona var amma. Amma var hress og kát og vildi jafnframt hafa aga á okkur nútíma- börnunum. Eitt var það sem ömmu fannst allra verst með mig og mín systkini, við vorum svo fjári mat- vönd. Við fengum oft að heyra sög- una um fátæku börnin og auðvitað söguna um baunina sem ekki vildi detta af skeiðinni. Þetta var ævin- týri, ekki ætla ég að rekja það hér en við systkinin munum enn í dag þá saumaði hún á þau allar flíkur er þau þurftu á að halda. Brátt kom að því að hún fór einnig að vinna utan heimilis og vann lengst af í niðursuðuverksmiðjunni á Akra- nesi. Mörg sumur fór hún einnig vestur að Bjarkarlundi og vann þar hjá Ingigerði systur sinni, sem var þar hótelstýra. Og síðar er Inga varð skólastýra Húsmæðraskólans á Staðarfelli í Dölum þá fór amma einnig þangað tíma og tíma. Það sem einkenndi fyrst og fremst störf ömmu og athafnir, í hveiju sem hún tók sér fyrir hendur, var fórnarlund hennar sem birtist í ósérhlífni og óeigingirni og kom samstarfsfólki og samferðamönnum ætíð til góða. Stór hluti minninga minna um ömmu tengist heimili hennar og afa á Suðurgötu 23 á Akranesi. Eg sé fyrir mér einn sólskinsdag bernsk- unnar þegar fjölskyldan var sem oftar á leið suður til Reykjavíkur og auðvitað átti að koma við á Skaganum. Og er nær dró sáum við bræðurnir út um bílgluggann háan strompinn í fjarlægð og gráan reykinn liðast til himins. Við vorum að nálgast Akranes og tilhlökkunin jókst. Við vorum að koma til ömmu og afa. Þar var alltaf tekið svo vel á móti okkur, því ekjd vantaði gest- risnina á þetta heimili. Og svo áður en ferðinni var haldið áfram aftur, heyrðist jafnan hringla í peninga- buddunni hennar ömmu og síðan laumaði hlý og góðleg hönd nokkr- um krónum eða jafnvel tíukróna- seðli í litla lófa og kyssti okkur svo á kinnina í kveðjuskyni. Það er margs að minnast og ég er þakklátur fýrir síðasta fund okk- ar ömmu þann 27. mars síðastlið- inn. Þá fór ég til hennar á ellideild sjúkrahússins á Akranesi og ók henni í hjólastólnum hennar yfir á fæðingardeildina, þar sem hún sá yngri dóttur mína fimm daga gamla. Þarna tók ég mynd af dætr- um mínum með langömmu sinni. Og er fram líða stundir mun sú mynd án efa verða þeirra eina áþreifanlega minning um dugmikla hörkukonu, sem var þó svo blíð og góð eins og bros hennar yfir vöggu litla barnsins bara glöggt vitni. Amma var brosmild, þó hún hafi lengi átt við erfið veikindi að stríða. Þegar hún var um sextugt fór liða- gigt að hijá hana og er á leið fór sjúkdómurinn illa með hendur henn- ar og fætur. En hún bar sig vel, tók mótlæti af æðruleysi og kvart- aði ekki, heldur tók frekar garn og heklunál í hönd og heklaði stirðum fingrum fallega dúka, púða og fleira. Þannig bar hún þrautir, af þrótti og þrautseigju til hinstu stundar. Alla tíð bæði góð og glaðlynd varstu geymdir þú djúpan frið í Hjarta þér. þessa tilkomumiklu lýsingu hennar. Amma hafði mjög skýrar og ákveðnar skoðanir á málum, konur og pólitík, það fór ekki saman að hennar mati, utanlandsferðir, hvað var fólkið að sækja þangað. Eg minnist eins símtals um jól við ömmu mína þar sem pólitík og fleira bar á góma. Þar lýsti ég áhyggjum mínum yfir því hvað ís- lendingar væru ósamhent þjóð, þá kvað amma við, við megum nú ekki missa eina þjóðareinkennið. Amma var 85 ára gömul og pijónaði sokka, vettlinga og peysur á langaömmubörnin sín. Ég veit að dóttir mín 5 ára gerir sér í dag ekki grein fyrir því að amma Hrefna fullnægði þörfum hennar fyrir vettl- inga og ullarsokka. En síðar mun hún sjálfsagt í þeirri minningu um langömmu sína einmitt sjá hversu einstök amma Hrefna var. Minningarnar streyma um hug- ann nú þegar við kveðjum ömmu Hrefnu í hinsta sinn, minningar um þessa stóru sterku og stæðilegu persónu. Við sem nutum þess að vera samferðamenn hennar um tíma þökkum þær stundir sem við áttum með henni. Kolbrún Jónsdóttir Með hugrekki og þrótti þrautir barstu, þakkaðir jafnan Guði eins og ber. Allt fram að þínum stranga banabeði brosmild þú varst með ró og stilltu geði. (Jakob Jóh. Smári) Ég sé ömmu og afa fyrir mér standa á tröppunum á Suðurgöt- unni og veifa í kveðjuskyni, þessi hjón sem voru svo ólík en stóðu þó jafnan saman. Hún svo ákveðin, dugleg og kraftmikil og hann svo hógvær, rólegur og skapstilltur. Afi dó 1. febrúar árið 1977 og nú í dag á afmælisdegi hans er amma borin til hinstu hvíldar við hlið hans í kirkjugarðinum á Akranesi. Amma er leyst úr þeim fjötrum sem hinn jarðneski líkami var henni orðinn. Ferðamáttur var henni þorr- inn og hún hafði fullnotið áningar- innar á ævinnar vegi. Er hún hefur ferð sína til nýrra heimkynna í ríki himnanna, og við stöndum eftir og kveðjum, þá finnum við betur en nokkru sinni hvar styrk er að finna. Við getum opnað minningarhirslur í hugskoti, þar sem gamlar fallegar myndir eru geymdar og við getum tekið þær upp og skoðað hvenær sem er, svo leiftur hins liðna megi varpa ljósgeislum fram á veg fram- tíðar, okkur til gleði og hugarhægð- ar, en söknuð slíkrar stundar er best að helga í trúnni á líf lausnar- ans sem gefur okkur fyrirheit um að okkur sé ætlað að heilsast á ný. Þó nú sé kvatt. Tregann helgar trúin hreina, hrekur Ijós burt dimmuský. Kveðjum vininn kæra, eina, að kveðja er að heilsa á ný. Megi minning ömmu og afa verða ljós í lífi okkar sem nú kveðjum og leiða okkur áfram á ferðinni um vandrataða vegi veraldar. Blessuð sé þeirra minning. Bragi J. Ingibergsson Ef þú vilt lækka matarreikning heimilisins, þarftu ekki að velta lengi fyrir þér verði og kostum lambakjöts á lágmarksverði til að sjá augljósa leið til sparnaðar. Gæði kjötsins hafa verið stóraukin með mun meiri snyrtingu, auk þess sem öllu kjötinu í pokanum er nú sérpakkað í fjóra minni poka, tilbúið í ísskápinn. • 6-7 súpukjötsbitar • 4-5 framhryggjarsneiðar eða grillsneiðar • 12-14 kótilettur eða hálfur hryggur • 1/1 heilt læri .—-— abeins 2.900,- kr. Sparaðu og kauptu poka af Iqmbakjöti d lágrparksverði /þvíþaðer =nitiúmlemml SAMSTARFSHOPU UMXSOLU LAMBAKJOl vi&matar / / / / iimkau I hverjum poka eru

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.