Morgunblaðið - 19.04.1991, Side 62

Morgunblaðið - 19.04.1991, Side 62
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1991 62 Minning: Gísli Ólafsson bakarameistari Nú þegar leiðir skiljast um sinn, langar mig til þess að kveðja Gísla frænda minn með nokkrum orðum. Gísli fæddist 21. nóvember 1898 á Gamla-Hrauni á Eyrarbakka og var þriðji í röð sex barna þeirra Ólafs Arnasonar og Guðrúnar Gísladóttur, en móðir mín, Magnea, var elst þessara systkina. í mínum huga hefur Gísli alltaf verið mjög sérstakur maður og til fyrirmyndar í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Sem barni og unglingi fannst mér Gísli eiginlega vera eini frændinn, vegna þeirrar miklu frændrækni sem hann sýndi okkur systkinunum á Grettisgötunni. Eru mér minnisstæð afmælis- og jóla- boðin í Þingholtsstrætinu en Gísli og Kristín kona hans voru ákaflega gestrisin. Það var meira en að segja það að bjóða heim svona stórri fjöl- skyldu eins og okkar, með fimm fyrirferðarmiklum strákum, því stóra systir gat nú ekki alltaf stjórn- að liðinu. Þá eru einnig ógleyman- legar ferðirnar í sumarbústað Gísla og Stínu í Fossvoginum. Þegar Gísli hafði komið sér upp eigin atvinnurekstri við Bergstaða- stræti og „Gíslabakarí" var tekið til starfa, þá taiaðist svo til milli mömmu og hans að undirritaður tæki að sér sendiferðir fyrir bakar- íið. Upp úr því æxlaðist það að ég fór að hjálpa til innan dyra við að hreinsa plötur og aðra tiltekt. Síðar treysti Gísli mér til þess að aðstoða sig við baksturinn og byrjaði ég að sjálfsögðu á því að vigta í trogið. Eftirfarandi saga sýnir vel hvernig Gísli fór að því, með lagni, að kenna mér lexíurnar. Hvern morgun þegar ég bytjaði að vigta spurði ég Gísla sömu spurninganna um hve mikið væri af hveiti, mjólk, sykri o.s.frv. Þar kom að Gísli svaraði „eins og vanalega". Vaknaði kauði þá af Minning: Fæddur 4. júlí 1974 Dáinn 11. apríl 1991 Síminn hringir, „amma, ég er að koma í bæinn, verðið þið heima?“ Þannig var það hjá okkur. Himmi kom í sumum fríunum sínum að hitta Sidda frænda sinn og vin. Þessi síðasta heimsókn hans til okk- ar var eins og svo oft áður, að taka strætó niður í bæ, skoða mannlífið og fá sér pylsu og kók. Þennan síð- asta sunnudag þeirra saman skein sólin í allri sinni fegurð og næstum því alveg logn. Vor var í lofti og fólkið í bænum fann það, því að „ flestir voru með gleðibros, bæði ungir sem aldnir. En tíminn leið allt of fljótt. „Ég verð að fara að koma mér heim, ég á að fara á sjóinn á morgun.“ Hann vildi vera vel hvíldur því að hafið er kreljandi vinnustaður. í þennan •róður fór Himmi aldrei og Iaxveiði- ferðin, afmælisgjöfin til hans 4. júlí, verður heldur ekki farin. En minn- inguna munum við geyma um allar ferðimar í sveitir okkar fagra lands. Við eigum marga áningastaði, þar sem nesti var borðað við undirspil fuglasöngs, þá var galsi og gleði til staðar. Nú er komið að kveðjustund. Ég vil biðja góðan Guð að vernda dótt- ur mína Hafdísi, Helga og syni þeirra svo og ættingja og vini. Einn- ig vil ég þakka starfsfólki gjör- gæsludeildar Borgarspítalans fyrir vinsemd og hlýju. Eg fel í forsjá þína. Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nóth værum blundi og varð að muna það sem honum hafði verið sagt undan- farna morgna. Annað minnisstætt atvik úr bak- aríinu er að eitt sinn hafði afmælis- kringla verið sérpöntuð. Þetta var í dagslok og þegar kringlan var fullbökuð, bað Gísli mig um að taka hana úr ofninum og setja upp í rekka. Svo slysalega vildi til að plat- an rann á höndina á mér og brenndi og skipti það engum togum að ég kippti að mér hendinni og kringlan rann í gólfið og var þar með úr sögunni. Gísli sagði ekki orð en fór þess í stað að hnoða upp í nýja kringlu. Á þessu sést hve gott vald Gísli hafði á skapi sínu og finnst mér að þau uppeldisáhrif sem hann hafði á mig þennan stutta tíma sem ég var undir hans handleiðslu hafi verið mér gott veganesti; Til stóð að Gísli tæki mig í læri og gerði úr mér bakara en þá kom „blessað stríðið" og skortur var á efnum til brauðgerðar. Því samdist okkur Gísla um að ég fengi mér tímabund- ið vinnu hjá bretanum. Bretavinnan gaf 50 kr. í kaup á viku en laun lærlings í bakaríi voru 50 kr. á mánuði. Þetta varð til þess að ég sneri ekki aftur í bakaríið því í þá daga leit maður ekki til framtíðar- innar heldur var meira hugsað um líðandi stund. Gísli var heilmikill listamaður og sást það bæði á skreytingum hans í bakstrinum og hans fallegu rit- hönd. Ég tel það enga tilviljun hversu vel og lengi hann lifði. Ég man hér áður fyrr þegar ég vann hjá honum, þá fór hann eftir langan vinnudag í bakaríinu upp í ÍR og stundaði leikfimi með félögum sín- um í „old boys“. Hann lifði mjög heilsusamlegu lífi og stundaði ein- hverja h'kamsrækt alla ævi, göngur og sund núna síðustu árin. Um Ijósið lát mig dreyma og Ijúfa engla geyma öll þömin þín, svo blundi rótt. (Matt. Jochumsson) Amma Rósa Lífið er eins og leiksvið, þar sem mannfólkið allt fær tækifæri á að skapa leikþáttinn sjálfan. 011 erum við þátttakendur og öll erum við áhorfendur hjá hvoru öðru. Hverjum og einum er falið misstórt hlutverk í sköpunarverkinu, en hlutverkin hafa öll sama mikilvægi, hvort sem þau eru yfirgripsmikil og spanna yfir langan tíma eða örstutt með hnitmiðað innlegg. Eins og á fjölum leikhúsa, leggja leikendur sig alla fram um að gera sinn þátt sem bestan. Þannig geymist persónan í minningu áhorfandans og vinnur sér þar sess um aldur og ævi. Á miðjum áttunda áratugnum kom inn á leiksvið þessa lífs lítill drengur, sem snemma vann hugi og hjörtu allra áhorfenda með kátínu og fjöri og glaðværu brosi. Ljós kollur hans og bjart yfirlit virt- ist lýsa upp Ieiksviðið í kringum hann og fólk tók strax eftir, að þarna var á ferð einlægur þátttak- andi í lífsins leik, er náði til fólks- ins. Drengurinn stækkaði og dafr,- aði og tók hlutverk sitt alvarlega. Hann lagði sig allan fram um að gera eins vel og hann mögulega gat. Með góðri hjálp foreldra og fjöl- skyldu tókst honum að vinna sér sæti í huga okkar, sem fylgdumst með, oft úr fjarlægð. Eftir því, sem tíminn leið, breyttist hlutverk drengsins frá því að vera fjörrnikið Ákaflega kært var með Gísla og Kristínu konu hans alla tíð og er missir hennar mikill. Því sendi ég henni mínar innilegustu samúðar- kveðjur og bið góðan Guð að styrkja hana og afkomendur hennar nú við fráfall Gísla og saman eigum við minninguna um mikinn heiðurs- mann. Árni G. Ferdinandsson Svo sem að líkum lætur kynnast menn samborgurum sínum með margvíslegum hætti og á misjöfn- um tímum og tímaskeiðum lífsins, en sumt er það fólk þó sem hefur verið hluti tilverunnar frá því fyrsta að maður man nánast eins óbrigð- ultpg óbreytilegt og dagmálin sjálf. Ég hefi enga tilveru þekkt að Gísli Ólafsson bakarameistari væri ekki með einu eða öðru móti tengd- ur henni, stundum nokkuð sem í bakgrunni en æði oft mjög í for- grunni ogj)á svo sem persónuleika hans hæfði til trausts og fegurðar- auka þess mynsturs sem við köllum mannlíf._ Gísli Ólafsson var fágætur maður á margan hátt, reyndar svo að það verður seint fullþakkað að hafa átt þess kost að þekkja hann og um- gangast á þeim árum sem hver ein- staklingur mótast mest, til fullorð- insára. Gísli Ólafsson var staðfastur og stefnufastur maður sem stóð báðum fótum á jörðinni, átti sér ákveðnar skoðanir í grundvallaratriðum en var jafnframt svo fijálslyndur og víðsýnn að undir hans handaijaðri var bæði rúm og tími til að viðra og ræða hinar margvíslegustu skoð- anir og stefnur og enda láta á þær reyna um stund sumar hveijar ef svo bar við. Hann var í senn málafylgjumaður og mannasættir, hann var bjartsýnn ákafamaður og um leið raunsær og gætinn og hann var maður glæstrar framkomu og orðsnilldar og um leið alveg tildurlaus, lítillátur og hógvær. Ég veit ekki til að hann hafi átt óvini en vinum sínum var hann einstakur og bjargfastur vinur hvað sem á gekk. ■ Það var á hans tíma ekkert auk- visastarf að vera bakari. Upp fyrir kl. 4 hvern morgun með vinnulok og galsafengið yfir í alvörugefna og ábyrgðarmeira hlutverk. Á svið- inu stóðu nú með honum þrír yngri bræður, sem þurfti að leiðbeina og gæta og sem elsti bróðir í hópi fjög- urra bræðra, hafði drengurinn mikið ábyrgðar- og forystuhlutverk. Bræðrahópurinn hafði á að skipa kraftmiklum einstaklingum, sem allir höfðu sína eigin sjálfstæðu skoðanir. Urðu því samskiptin innan hópsins stundum með hressilegra móti, éins og gengur og gerist í fjönniklum systkinahópi. Yngri drengimir voru þó stoltir af elsta bróður sínum og litu upp til hans, og við hin, sepi stóðum til hliðar, dáðumst oft að hópnum, hversu vel hann sigldi á milli skers og báru í lífsins ólgu sjó. í erfiðleikum stóðu þeir saman og voru foreldrum sínum styrkur og ánægjuefni. Eins og lífs- ins gangur gerir ráð fyrir, óx dreng- urinn úr grasi og varð að unglingi, sem hafði þróað sínar eigin skoðan- ir á hlutum þessai.lífs, Éftir vand- oftast ekkert fyrr en þeir sem 3-4 tímum síðar byijuðu vinnu og samt var tími Gísla nógur til að vera mikill og góður heimilisfaðir rækja vináttu við fjölda fólks þ.m.t. stóra fjölskyldu, nema tungumál í kvöld- skólum og vera slíkur félagsmála- maður að alls staðar var sótt eftir honum hvort sem var í „oldboys" eða í hin margvíslegustu trúnaðar- störf innan iðnar hans og starfsvett- vangs. Það er auðvitað sérstakt lán að hafa haft „standard" Gíslabakarís sem einu viðmiðun á bakaríisbrauð- um og annarri slíkri framleiðslu og hefur enda oft sannast síðar, stund- um í íjarlægum löndum, að við þá viðmiðun gengur maður lóðbeint fram hjá öllu sem er neðar á lista en úrvalsflokkur. Þannig voru kröf- ur Gísla Ólafssonar alla tíð til sjálfs sín og verka sinna. Gísli Ólafsson var maður sem hófst af eigin afli og frumkvæði og þó stendur hann mér ætíð fyrir sjón- um sem hluti heildar sem ýmist hét Gísli og Kristín eða Kristín og Gísli enda var Kristír. kona Gísla æsku- og einkavinkona móður minnar. Þau giftu sig rétt hálfþrítug og áttu því að baki saman meira en hálfan sjöunda áratug er lát Gísla bar að höndum. Þau voru glæsilegt par sem klæddu hvort annað, stór- lynd en samstíg og farsæl og veit- andi allt sitt líf. Gísli Ólafsson var fæddur að Gamla-Hrauni við Eyrarbakka 21. nóvember 1898 sonur Ólafs Árna- sonar sjómanns og verkamanns og konu hans Guðrúnar Gísladóttur, elstur sex systkina. Hann nam bak- araiðn í Reykjavík og var bakara- meistari með eigið bakarí þar í rétt 40 ár starfsmaður Landsbanka ís- lands í 10 ár og um leið kennari við Iðnskólann. í stjórn Bakara- meistarafélagsins í nær 30 ár þar af formaður tæp 20 ár sat iðnþing í 30 ár í fræðsíunefnd bakara um 30 ár og í framkvæmdastjórn Iðn- ráðs í 20 ár svo talin séu helstu störf Gísla og er þó fjölmargt ótalið. Gísli var heiðursfélagi Bakara- meistara- og Iðnaðarmannafélags- ins í Reykjavík og með gullmerki iðnaðarmanna á íslandi og bakara- meistara í Finnlandi og Svíþjóð. lega íhugun og vangaveltur gerði unglingurinn upp hug sinn, hvert hann vildi'stefna í lífinu. Hann ák- vað að reyna sig við sjómennsku og er þar ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Sjómennskan hefur þótt ein af erfiðustu atvinnu- gi-einum okkar lands og sýnir þar vel, hversu viljugur hann var að takast á við vandamál af öllum stærðum og gerðum. Ekki valdi hann auðveldasta árstímann til að heíja sína sjósókn, heldur sigldi í sinn fyrsta roður í janúar síðastliðn- um, þegar allra veðra var von. Og á sjónum líkaði honum vel, enda ef til vill engin furða, þar sem faðir hans stundaði áður sjómennsku og afi hans og nafni var einn af feng- sælustu aflaklóm íslands. Unglingurinn var að breytast í fullorðinn karlmann með enn nýtt hlutverk í gangverki lífsins. Hann horfði fram á veginn og var fullur bjartsýni og vonar. Hann hafði fund- ið verkefni, sem krafðist mikils af honum og hann hafði hugrekki og kraft til að takast á við þær hætt- ur, er því fylgdu, enda þótt ungur væri, aðeins sextán ára. En rétt i byijun þessa mikilvæga skrefs kom kallið frá leikstjórnand- anúm mikla, Drottni, er boðaði hann á sinn fund eftir svo stutta viðveru á sviðinu. Við áhorfendurnir, sem eftir sitjum, erum skilpingsvana yfír þessari ákvörðun og-.' getum með engu móti áttað okkur á, hvað gerð- ist. Hilmar Þór, sem hafði skilað sínu svo vel og Iagði sig allan fram um að uppfylla kröfur þessa lífs, hafði lokið sínu framlagi og þátttöku á þessu leiksviði. Við trúum því, að vegna góðrar frammistöðu sé hon- um ætlað annað og stærra hlutverk á einhveijum allt öðrum vettvangi. Söknuðurinn er því mikill og sérs- taklega er sársaukinn nístandi hjá foreldrum og bræðrum, sem þurfa að sjá á eftir góðum syni og bróður. Við biðjum góðan Guð að styrkja Hafdisij Helga^ Hafþór, Hlyn og Hilmar Þór Helga- son, Grindavík Konu sinni Kristínu Einarsdóttur giftist Gísli 1923 og varð þeim þriggja barna auðið, Önnu hús- stjórnarkennara, Einari Ólafi flug- stjóra og Erlings Gísla leikara. Gísli lést fimmtudaginn 11. apríl sl. _ Ég hygg að óhætt sé að fullyrða að Gísli hafi verið gæfumaður, þó hygg ég að á sinni tíð hafi hugur hans e.t.v. staðið til frekari mennta enda hafði hann alla andlega burði til þess, en hin veraldlegu efnin skömmtuðu för. Á hinn bóginn lagði hann lóð sitt þar á skálar að oft dugði ýmsum öðrum en sjálfum honum til meira og frekara náms. Farsælt fjölskyldulíf, virðing og vinátta samstarfsmanna og sam- borgara og vinsældir verka hans og afraksturs þeirra voru sannar- lega gæfa og lífsfylling þessa grandvara og góðviljaða heiðurs- manns. Við leiðarlok flyt ég Gísla Ólafs- syni þakkir og kveðjur mínar og minna fyrir órofa tryggð við öll okkuru frá fyrstu tíð til hinsta dags. Við Jóhanna biðjum Kristínu og öðrum ástvinum Gísla Guðs bless- unar. Einar Birnir Það hefur komið í minn hlut að minnast eins af okkar virtasta og Heiðar 'við göngu þeirra í gegnum erfitt tímabil tómleika og vonleysis. Við vitum að minningin um góðan dreng lifir og gefur þeim kraft til að horfa fram á veginn og er það nokkuð, sem ekki verður frá þeim tekið. Einnig sendum við ömmu hans og tveimur öfum innilegustu samúðarkveðjur svo og öðrum að- standendum. Hilmari Þór þökkum við ánægjuleg kynni og friður veri með honum. Gulli, Birkir og Einir. Boston, Bandaríkjunum. Mánudaginn 8. apríl sl. hringdi dóttir mín í mig og sagði mér, að þá um morguninn hefði Hilmar Þór, elsti sonur þeirra hjóna, orðið fyrir áfalli, sem væri það alvarlegt að læknar segðu að honum yrði ekki bjargað. Mig setti hljóðan við þessa harmafregn. Það er ekki á hveijum degi, sem allur almenningur hugsar um eilífðarmálin, líf og dauða, en þegar eitthvað óvænt gerist í þeim efnum og hittir mann sjálfan, þá beinist hugurinn ósjálfrátt að tilver- unni og tilgangi lífsins. Það er ákaf- lega erfítt að skilja, þegar ungir menn eða konur, að því er virðist fullfrísk og í blóma lífsins, eru skyndilega og fyrirvaralaust burt kölluð úr þessum heimi og það er jafnvel ekki auðvelt að sætta sig við slíkar ráðstafanir almættisins, en tilgangurinn hlýtur að vera fyrir hendi, um það megum við aldrei efast því að vegir Guðs eru og verða órannsakanlegir. Hilmar Þór Helgason var fæddur í Reykjavík 4. júlí 1974, og var því aðeins sextán ára er kallið kom. Hann ólst upp á kærleiksríku reglu- heimili foreldra sinna, Hafdísar B. Hilmarsdóttur og Helga V. Sæ- mundssonar. Fimm fyrstu árin bjuggu þau í heimabyggð Hafdísar, Vestmannaeyjum, en árið 1980 flutti fjölskyldan til Grindavíkur en þaðan var Helgi ættaður og á þar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.