Morgunblaðið - 19.04.1991, Side 64
1
64
'MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDA'GUR' 19! ÁPÍÍÍL'Í99Í
+
JÓN SIGURÐUR HALLDÓRSSON,
Austurströnd 10,
lést af slysförum 17. apríl.
Louise Dahl,
Caroline Dahl Jónsdóttir,
Anna Einarsdóttir, Halldór Jónsson,
Hildur Jónsdóttir, Sandra Jónsdóttir,
Einar Halldórsson, Gunnar Þorsteinn Halldórsson
Fríður M. Halldórsdóttir.
Hjartkær eiginmaður minn, faðir og afi,
KRISTJÁN G. GUÐMUNDSSON
frá Beruvik á Snæfellsnesi,
lést á Hrafnistu í Reykjavik þann 17. þessa mánaðar.
Sigurjóna Danelíusdóttir,
börn og barnabörn.
+
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GESTUR SÓLBJARTSSON
frá Hrappsey,
verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 20. apríl
kl. 14.00.
Fyrir hönd ættingja,
Bergsveinn Gestsson.
+
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐLAUGUR GUÐMUNDSSON
útgerðarmaður,
Mýrarholti 14,
Ólafsvík,
sem lést 12. apríl, verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju laugar-
daginn 20. apríl kl. 14.00.
Ingibjörg Steinþórsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
+
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HERMANN SIGURÐSSON,
Þórsbergi,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í
Hafnarfirði í dag, föstudaginn 19. april,
kl. 13.30.
Blóm og kransar afþakkaöir, en þeim,
sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið.
Ragnheiður Hermannsdottir,
Böðvar Hermannsson,
Þórunn Hermannsdóttir,
Lovísa Hermannsdóttir,
Haraldur Hermannsson,
Herdis Hermannsdóttir,
Jóhanna Sveinsdóttir,
Runólfur Skaftason,
Gunnlaugur Óskarsson,
Sigriður Jóhannsdóttir,
Jóhann Gunnarsson
og barnabörn.
+
Eiginmaöur minn og faðir okkar,
SVEINN SIGURÐSSON
tæknifræðingur,
Stuðlaseli 18,
verður jarðsunginn frá Langholtskirkju, í dag, föstudaginn
19. apríl kl. 15.00.
Blóm og kransar afþökkuð, en þeir, sem vildu minnast hans, vin-
samlegast láti Slysavarnafélag (slands, björgunarsveitina Ingólf
njóta þess.
Margrét Björk Andrésdóttir,
Ólöf Adda Sveinsdóttir,
Sigurður Rúnar Sveinsson,
Bjarki Már Sveinsson.
+
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinsemd við
fráfall og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
BJARNA SVEINSSONAR
múrarameistara,
Álfaskeiði 64,
Hafnarfirði.
Steinunn Bjarnadóttir,
Matthías Bjarnason,
Áslaug Hrefna Bjarnadóttir,
Ólafur Sveinn Bjarnason,
Rut Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Gunnlaugur Fjólar Gunnlaugssor
Sonja Einarsdóttir,
Brandur Sigurðsson,
Lára Öfjörð Guðmundsdóttir,
Ólafur Sigurjónsson,
Minning:
Sveinn Sigurðsson
tæknifræðingur
Fæddur 13. mars 1938
Dáinn 11. apríl 1991
Það er vandi að velja og hafna
í stuttri minningargrein um góðan
dreng, sem nú er horfinn til hærri
sviða, Sumarlandsins, en miklu fyrr
en fjölskylda og vinir höfðu búizt
við. Guð ræður.
Sveinn var Skagfirðingur af góð-
um, gömlum og merkum ættum,
og aldrei fór hann í felur með það,
svo mikil var ást hans og áhugi til
sveitar sinnar og héraðs. Um störf
hans'er ég varla dómbær og aðrir
munu víkja að, en ég hygg að hann
hafi verið verkmaður í bezta lagi,
ákaflega vandvirkur. Sveinn var
traustur og einbeittur maður og
rækti öll sín verk með dugnaði og
samvizkusemi. Bros vináttu hans
varpaði fegurð vorsins og sumars-
ins. En hann þekkti einnig vetrar-
hríðina. Hann gladdist við yl hækk-
andi sólar, og leit á vetrarkvöldum
alstirndan himinn.
Hugur Sveins var næmur fyrir
kallandi röddum frá vor og sumri,
frá hausti og vetri. Ársól lífsins
stráði geislum á æskubrautir systk-
inanna á Varmalandi, Sveins og
systra hans, Sigurbjargar, maki
Magnús Jónasson, Ingibjörg, maki
Þorsteinn Ásgrímsson, er voru í
hinum hollasta skóla hjá mikilhæf-
um foreldrum, hjónunum frú Önnu
Sveinsdóttur frá Lóni í Rípurhreppi
og Sigurði Konráðssyni frá
Skarðsá. Gott var að kynnast
Sveini. Indælt að eiga vináttu hans,
eiginkonu og barna. Ég sakna hans
mjög.
Ung gaf Margrét Björk Andrés-
dóttir, Skagfirðingur að ætt, Sveini
hjarta sitt og eignaðist þar tryggan
og góðan mann, unaður hennar að
vera með honum, sem hún mat svo
mikils og unni svo heitt, að leggja
fram krafta sína til þess að annast
um hann og börnin, búa þeim sem
notalegast og ánægjulegast heimili.
Börrr þeirra hjóna eru: Ólöf Adda
skrifstofudama, Sigurður Rúnar
húsasmiður, Bjarki Már mennta-
skólanemi.
Vinir hans þakka honum alla
góðvildina og tryggðina.
Helgi Falur Vigfússon
„Allir hlutir koma fram í tilvist-
ina, og menn sjá þá hverfa aftur.
Eftir blóma ævinnar fer hvað eina
aftur til upphafsins.
Að hverfa aftur til upphafsins
er friðurinn; það er að hafa náð
takmarki tilvistar sinnar."
(Lao-Tse; Bókin um veginn)
Við vorum ung systkinabörnin,
er við fórum fyrst í sveit i Skaga-
fjörðinn að Varmalandi í Sæmund-
arhlíð til móðurbróður okkar Dodda,
Ebbu konu hans og barna þeirra
Grímsa og Lóu. Þarna vorum við
eins og börn þeirra hjónanna og
Anna og Sigurður foreldrar Ebbu
voru okkur eins og besti afi og
amma. Á hveiju sumri komu Sigur-
björg systir Ebbu og Magnús maður
hennar til sumardvalar ásamt börn-
um sínum Loga og Önnu Eygló.
Þá komu og líka í heimsókn bróðir
Ebbu, Sveinn, kona hans Margrét
og börnin þeirra þrjú, Adda, Sigurð-
ur og Bjarki. öll þessi börn voru
meira og minna samtíða okkur þessi
sumur, og saman urðum við eins
og einn stór systkinahópur. Margt
var gert sér til gamans og stundum
tók fullorðna fólkið þátt í leikjunum
með okkur og lét þá Sveinn ekki
sitt eftir liggja, varð drengur á ný
og fór á handahlaupum eftir hlaðinu
eða tók hvert heljarstökkið á fætur
öðru, svo að við krakkarnir stóðum
á öndinni ' af aðdáun og okkar
dýpsta löngun var að geta leikið
listirnar eftir honum. Mörgum
kvöldum lauk með fótboltaleik á
túninu fyrir framan bæinn og þar
lék Sveinn á als oddi, enda var
hann frár á fæti.
Nú erum við vaxin úr grasi og
æskuleikir okkar að baki, en minn-
ingin um góðan dreng mun ekki
gleymast.
Elsku Margrét, Adda, Siggi og
Bjarki og systurnar Ebba, Sigur-
björg og fjölskyldur ykkar. Við
sendum ykkur innilegar samúðar-
kveðjur.
íris, Kolla, Þröstur,
Svava Kristín og Dóra Ósk
Þar sem góðir menn fara þar eru
Guðsvegir. Ég var svo heppiiy að
kynnast Sveini og fjölskyldu hans
í gegnum störf mín. Sveinn var
enginn meðalmaður hvorki að hæfi-
leikum né störfum. Hann var af
skagfirskum ættum, ólst upp í sveit-
inni við venjuleg störf. Það reyndist
honum góður skóli. Sveinn var
óvenjulega vel gefinn, stálminnugur
og snillingur í höndum. Hann var
tæknifræðingur að mennt. Að loknu
námi hér heima fór hann ásamt
eiginkonu sinni til Danmerkur og
síðar til Bandaríkjanna og lauk þar
sínu námi. Hér heima stundaði hann
kennslu pg stjórnun með góðum
+
Hjartans þakklæti fyrir auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar
móður okkar og tengdamóöur,
ÞÓRDÍSAR SÍMONARDÓTTUR,
Suðurkoti,
Vatnsleysuströnd.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Sjúkrahúss Keflavíkur.
Inga Kristjánsdóttir,
Ólafía Guðmundsdóttir,
Símon Kristjánsson,
Hannes Kristjánsson,
Sigríður Kristjánsdóttir,
Magnea Kristjánsdóttir,
Hrefna Kristjánsdóttir
og tengdabörn.
+
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð við andlát og
jarðarför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
JARÞRÚÐAR ÞORLÁKSDÓTTUR,
Grænuhlíð4,
Reykjavík.
Una Kjartansdóttir,
Elfnborg Kjartansdóttir,
Bára Kjartansdóttir,
Sólrún Helgadóttir,
Sigurður Helgason,
Þorlákur Helgason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Soffía Ólafsdóttir,
Arnþór Guðnason,
Ragnheiður Guðmundsdóttir,
Sjöfn Helgason,
árangri. Ég vann undir hans stjórn
um árabil og bar aldrei skugga á.
Það var gott að leita ráða hjá hon-
um. Hann var réttsýnn, gaf sér tíma
og leysti vandann. Hann trúði á líf-
ið og það góða í hverjum manni —
það sigraði í lokin.
Sveinn kvæntist Margréti Björk
Andrésdóttur. Það var honum mikið
lán að hafa hana sér við hlið. Þau
eignuðust þijú börn: Ólöfu Öddu,
Sigurð Rúnar og Bjarka Má. Ólöf
Anna fæst við skrifstofustörf, Sig-
urður Rúnar er húsasmiður og
Bjarki Már er í menntaskóla. Það
ríkir sorg í Stuðlaseli 18. Á heimil-
inu sem þau hjón hafa byggt upp
saman af mikilli smekkvísi og fögru
handbragði.
Einhver besta gjöfin sem hægt
er að eignast hérna megin tjaldsins
eru góðir vinir. Um leið og ég bið
um blessun fyrir fjölskylduna og
alla hennar vini, þökkum við Frið-
rik fyrir að hafa eignast þau að
vinum. Guð blessi ykkur öll.
Magnea Hjálmarsdóttir
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja,
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem)
Fyrir nokkrum dögum barst mér
andalátsfregn góðs vinar. Skyndi-
lega dimmdi og mér fannst sem
draegi fyrir sólu.
Ég kynntist Sveini, þegar hann
heitbast æskuvinkonu minni,
Margréti Björk.
Sveinn Sigurðsson fæddist á
Varmalandi í Sæmundarhlíð, Skag-
afirði, 13. mars 1938. Foreldrar
hans voru hjónin Anna Sveinsdóttir
og Sigurður Konráðsson, sem bæði
eru látin. Tvær systur átti Sveinn,
en þær eru: Ingibjörg, gift Þorsteini
Ásgrímssyni, þau búa að Varmal-
andi og Sigurbjörg, gift Magnúsi
Jónassyni, og eru þau búsett í
Reykjavík.
Þá kom sem ungur drengur á
heimilið Emil Vilmundarson og
dvaldi þar 7 sumur. Voru þeir
Sveinn jafnaldrar og kölluðu sig
fóstbræður og var ávallt afar kært
með þeim.
Sveinn hélt mikilli tryggð við
æskuheimili sitt alla tíð og voru
ófáar ferðirnar norður heim í átt-
hagana.
17 ára gamall hélt hann til
Reykjavíkurtil að afla sér menntun-
ar og nam fyrst rennismíði í Vél-
smiðjunni Héðni, en settist síðan í
Vélskólann og lauk vélstjóraprófi
1960. Á námsárunum stundaði
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
viÓ öll tækifæri
ITH blómaverkstæði
OINNÁfe'
Skólavörðustíg 12
á horni Bergstaðastrætís
sími 19090