Morgunblaðið - 19.04.1991, Síða 72
72
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1991
© 1990 Universal Press Syndicate
„ þa munt þurfisa þerm&n. •"
Þarna sérðu: Bara gefa sér
tíma til að leita að kyrrlátu
tjaldstæði.
Skattaánauð sljórnvalda
Til Velvakanda.
Enn um skattaánauð ríkisstjóm-
ar Steingríms Hermannssonar og
fjármálaráðherra hans.
Fjármálaráðherrann Ólafur
Ragnar Grímsson tekur sér oft ein-
ræðisvald eins og nú og gefur út
að öllum óspurðum rit sem á að
vera kosningaáróður fyrir ríkis-
stjórnina og kostar þá sem skatt-
ana greiða vemlega upphæð fyrir
litla þjónustu en afhjúpar þó rang-
lætið í fari stjórnvalda um þessar
mundir og er það eina jákvæða í
bæklingi fjármálaráðherrans.
Ólafur Ragnar telur sér þó þetta
tiltæki til ágætis í næstu kosning-
um og er það dálítið skrítið að
ýmsir virðast trúa því og bera það
fram í fjölmiðlum, að þetta sé ráð-
herranum til málsbóta, en það get-
ur hver maður séð sem ekki vill
breiða yfir skammir ríkisstjómar-
innar i þessum málum að er þveröf-
ugt, þó að fjármálaráðherrann telji
þessar aðfarir að kjömm þeirra sem
greiða skattana sjálfsagða og þó
meira væri enda hugsar hann sér
gott til glóðarinnar að ná meim
fram í arðránsstefnu sinni og gjald-
þrotsbúskap sem hans ríkisstjóm
hefur staðið að og er ríkissjóður
síðasta takmarkið í kollsteypum
þeirra vinstristjórna sem ríkt hafa
síðustu áratugina. Þá þarf nefni-
lega ekki og er ekki hægt að greiða
allt það lánsfé sem ríkið skuldar,
það verður bara eitt rautt strik og
Röng þýðing
í tilefni greina Eyjólfs Konráðs
Jónssonar í Morgunblaðinu þann
5. apríl og Steingríms Gunnarsson-
ar, Morgunblaðinu 12. apríl, er ég
með fyrirspurn til Blaðamannafé-
lags íslands og Kennarafélags Há-
skóla íslands svo og annarra sem
láta sig málið varða. Hvað er því
til fyrirstöðu að taka upp rétta
heitið á „Eropean comunity" sem
er rétt þýtt Evrópusamfélagið á
íslensku. Þeir Eyjólfur og Stein-
grímur benda réttilega á í greinum
sínum að leiðrétta þarf hugtaka-
brenglunina sem fram kemur í þýð-
ingunni Efrópubandalagið. Þessi
þýðing er röng og það sér allt ról-
fært tungumálafólk. Láta blaða-
menn, sem og aðrir sem láta sér
málið varða, sér lynda að nota
rangt hugtak í jafn mikilvægu
máli? Hafa skal það sem sannara
reynist í þessu sem öðru.
Guðmundur Brynjólfsson
búið. Þetta plagg Ólafs Ragnars
er lítið annað en káf og blekking
þar sem aðalatriðunum er sleppt
og klórað yfir dellurnar.
Stjórnsvið fjármálaráðherrans
virðist mjög takmarkað, þar sem
hann vill ekki líta á afleiðingar
stefnu sinnar sem allstaðar blasir
við, ekki einungis hér á landi, held-
ur á sviði félaga hans í austurvegi
þar sem öreigatal kommúnismans
hér áður fyrr er orðið að veruleika
undir stjórn þeirra sjálfra. Ekki
geta þeir enn talað um arðrán at-
vinnurekenda því enginn er af-
raksturinn og öll framleiðsla rekin
með lánsfé, þó eru það þeir, atvinn
urekendumir, sem bera uppi það
litla af sjálfsvirðingu sem eftir er
og viðhalda því sem stendur enn
uppi af framleiðslunni með öflun
gjaldeyristekna. Stjórn Steingríms
Hermannssonar og Ólafs Ragnars
stefnir í hrun efnahagsmálanna ef
þið kjósendur kastið þeim ekki úr
stólunum í næstu kosningum.
Framsóknarflokkurinn og stjórn-
endur hans hafa gefið fordæmi í
stjórnun efnahagsmálanna með
þeirri ótrúlegu ósvífni að nota fé
ríkissjóðs til að halda uppi atvinnu-
fyrirtækjum sínum með fjármunum
úr ríkissjóði sem þeir svo aldrei
borga, því það er stefnan að láta
fólkinu blæða. Sambandinu er um-
tumað í mörg fyrirtæki, til að geta
náð inn á á breiðari gmndvelli og
í þessu liggur öll stjórnun Fram-
sóknarflokksins, eins og kollsteyp-
ur kaupfélaganna sýna gleggst.
Álafoss er búið að gera upp og er
á leið í aðra kollsteypu, eins og svo
mörg önnur fyrirtæki Framsóknar-
flokksins, þeir hafa komið miklu
af óráðsíu sinni inn í Landsbankann
og er það mikið rannsóknarefni og
fyrir stuttu skiptu skuldir þeirra
milljörðum króna. Fróðlegt væri að
heyra frá Landbankanum, hvernig
skuldastaða framsóknarfyrirtækj-
anna er nú, það væm þarflegar
upplýsingar, ekki síður en plagg
fjármálaráðherrans, bíræfna. Ut
yfir allan þjófabálk tekur, þegar
Landsbankinn ábyrgist að útvega
Rússum lán til að kaupa íslenskar
ullarvörur frá Álafossi. Rússarnir
hafa þá nokkuð til að skemmta sér
við á næstunni, að lítill vandi er
að vefja íslendingum um fingur
sér. Er kominn í þjóð vora stærsti
þjóðarspillir efnahagslífs vors,
Framsóknarflokkur og Alþýðu-
bandalag?
Plaggið frá fjármálaráðherran-
um veitir litlar upplýsingar umfram
það sem maður veit, en ósannindin
eru það ef hann telur sig hafa gef-
ið þjóðinni svör við skattalögmáli
núverandi ríkisstjórnar. Arðrán
stjómarinnar er takmarkalaust og
langt mál væri að rekja það allt,
en augljóst er að mikið vantar inn
í dæmið hans Ólafs Ragnars. Skatt-
arnir og afleiðing þeirra er miklu
verri og meiri en fjármálaráðheiT-
ann vill vera láta, það er augljóst.
Eyjólfur Konráð Jónsson lýsir í
Morgunblaðinu afleiðingum verka
núverandi ríkisstjórnar. Þó það
þjóni öðrum tilgangi og sé lögleysa
og siðleysi af stjórn sem sagt hefur
af sér að hlaða upp auknum skuld-
um ríkissjóðs með kosningavíxlum
handa stjórnmálaflokkunum og í
óþökk við meirihluta þjóðarinnar,
þá er það brot á réttindum kjós-
enda og mannvirðingu.
Sjálfstæðismenn hefðu verið
stimplaðir glæpamenn ef þeir hefðu
hagað sér svona. Stjórnarferill
þeirra stjórnarliða virðist ætla að
enda eins og hann byijaði með rógi,
baktjaldamakki og hnífstungum, í
bak þegnanna í efnahags- og við-
skiptalífi þjóðarinnar, svo notuð séu
orð þeirra sjálfra yfír samsuðu
þjóðargrautsins hans Steingríms
Hermannssonar' með íblöndun
fjallagrasa af ræktarsvæðum Júl-
íusar Sólnes austur á heiðum.
Óteljandi mörgu gerir Ólafur
Ragnar Grímsson engin skil og
væri langt mál að rekja það, saga
hans er ekki hálfsögð og afleiðing-
ar stefnunnar hrikalegar. „Roðinn
í austri“, ljóð Jóhannesar frá Kötl-
um, tilheyrir nú öfugmælavísum til
og lygin þar er nú afhjúpuð.
Þorleifur Kr. Guðlaugsson
♦ ♦ t---------------
Rangfærslur
Vegna orða frú Ásdísar Erlings-
dóttur í Velvakanda í gær vil ég
taka fram eftirfarandi:
Breyting á lögum um fóstureyð-
ingar og ófijósemisaðgerðir hafði
þegar verið gerð er Kvennalistakon-
ur komu á þing. Kvennalistakonur
hafa ekki gert kröfur um breyting-
ar á þeim lögum sem nú eru í gildi.
Kvennalistakonur hafa aldrei
aldrei lagt það til málanna að
nauðgarar væru ekki dæmdir til
fangavistar. Hins vegar höfum við
sannarlega vakið athygli á nauðsyn
þess að slíkir menn fengju meðferð
við hæfi.
Guðrún Agnarsdóttir
HOGNI HREKKVISI
Víkverji skrifar
Kosningabaráttan er senn á
énda. í kvöld verður síðasti
umráðuþátturinn í sjónvarpi, þar
sem foringjar flokkanna mætast í
sameiginlegri útsendingu beggja
stöðvanna. Ætla má að þessi þáttur
verði sá mikilvægasti í kosninga-
baráttunni, eins og reyndin hefur
verið í undanförnbum kosningum.
Margir bíða líka spenntir eftir um-
ræðuþættinum í kvöld því nú leiðir
nýr maður stærsta flokkinn, Sjálf-
stæðisflokkinn, og marga fýsir að
sjá hann spreyta sig í fyrsta skipti
á vettvangi landsmálanna.
Kosningabaráttan hefur verið
stutt en snörp að þessu sinni. Vík-
veiji kann þessu vel og veit að svo
er um fleiri. Fátt er leiðinlegra en
þegar kosningabarátta dregst á
langinn. Eins og fyrri daginn hafa
stjórnmálamennirnir beitt billegum
brögðum, sem fólk hlýtur að sjá í
gegnum, t.a.m. eins og hjá fram-
sóknarmönnum í EB-málinu. En
það ógeðfelldasta í þessari kosn-
ingabaráttu er án efa misnotkun
ráðherra Alþýðubandalagsins á al-
mannafé. Víkveiji hefði haldið að
kjósendur myndu veita slíkum
mönnum ærlega ráðningu. En ef
marka má nýjustu skoðanakannan-
ir, virðist þjóðin þvert á móti ætla
að verðlauna þá með góðri kosn-
ingu! Þetta er óskiljanlegt.
XXX
Fréttirnar sem berast af hörm-
ungum Kúrda eru hryllileg-
ar. Hundruð þúsunda flýja undan
morðsveitum Saddams Hussein og
margar þjóðir reyna eftir föngum
að veita hjálp. Þegar bandamenn
voru að undirbúa frelsun Kúveit
hafði hópur manna hér á landi uppi
mótmæli. Frá þessu fólki hefur
hvorki heyrst hósti né stuna á með-
an hersveitir Saddams hafa verið
að murka lífið úr Kúrdum. Þögn
þessa fólks er æpandi.
ýzkur maður kom í heimsókn
á Morgunblaðið í vikunni. í
kaffistofunni kom hann auga á
mjólkurfernu og skildi að á henni
stóð orðið nýmjólk. Hann spurði
fullur undrunar. Hvers vegna stend-
ur ekki bara mjólk á fernunni, varla
er seld gömul mjólk hér á landi?
Góð spurning!
XXX
ITímanum í gær er fjallað um
mismunandi styrk á sendingum
útvarpsstöðva. Þetta er vissulega
hvimleitt fyrirbæri og þýðir að fólk
þarf að hækka og lækka þegar stillt
er milli stöðva. En það eru ekki
bara útvarpsstöðvarnar sem eru
með mismunandi styrk. Sama á við
um sjónvarpsstöðvarnar tvær. Þeg-
ar skipt er milli þeirra þarf líka að
hækka og lækka. Geta stöðvarnar
ekki komist að samkomulagi um
sama styrk? Gaman væri að fá svar
við því. j