Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR/INIMLEIMT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1991 EFNI Dalurinn á uppleið Bandarikjadalur var nú fyrir helgina skráður á meira en 60 krónur í fyrsta sinn um nokkurt skeið. Siðast var dalurinn skráð- ur á yfir 60 krónur í júní á siðasta ári, en á föstudag var hann seld- ur á 60 krónur og 41 eyri. Að sögn Ólafs ísleifssonar hag- fræðings í Seðlabankanum, hefur dalurinn verið á hraðri uppleið und- anfarið og verið að ná sér gagnvart Evrópumyntunum og japanska jen- inu eftir að hafa dalað um skeið. Lægst fór Bandaríkjadalur í um það bil 53 krónur í febrúar síðastliðnum. Leiðrétting1 Vegna mistaka í vinnslu Morgun- blaðsins. birtist útvarpsdagskrá fyr- ir daginn í dag í blaðinu í gær. Lesendur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Morgunblaðið/Björn Blöndal Heiðdís í fíota Flugleiða Keflavík. 43 Ný dís, Heiðdís, bættist í flugflota Flugleiða í gær og er hún íjórða Boeing-vélin af gerðinni 737-400 sem félagið hefur keypt á síðustu tveim árum. Peggy Helgason, eiginkona Sigurðar Helgasonar, gaf nýju vél- inni nafnið Heiðdís við komuna til Keflavíkur í gær og eru einkennisstafir hennar TF-FID. Eins og í fyrri skipti þegar dísunum hefur verið gefið nafn var notað íslenskt vatn við nafngiftina og að þessu sinni var tekinn ísmoli úr Vatnajökli. Hingað til lands var vélinni flogið frá Seattle í Bandaríkjunum þar sem vélin var smíðuð með viðkomu í Kanada. Flugstjórar í ferðinni voru Garðar Steinarsson og Jóhannes Viðar- Haraldsson og flugmenn þeir Vilmundur Kristjánsson og Guðmundur Magnússon. Myndin er frá komu Heiðdísar í gærmorgun, en við komu vélarinnar voru 18 flugfreyjur og flugþjónar útskrifaðir. -BB Töluverðir möguleikar taldir á útflutningi heilbrigðisþjónustu Nokkurrar fjárfestingar þó talin þörf sé hugað að verulegum umsvifum TÖLUVERÐIR möguleikar eru taldir á því að Islendingar geti flutt út heilbrigðisþjónustu, sem inyndi bæði skapa atvinnu og útflutningstekjur. Sérstaða lands og þjóðar í þessu tilliti er, I áfangaskýrslu frá Útflutnings- ráði, talin mikil og eftirsóknar- verð á ýmsan hátt. Hins vegar er þess getið í skýrslunni, að skipulag og uppbygging hérlend- is á sviði heilbrigðis- og ferða- mála sé með þeim hætti, að tölu- verðar breytingar og endur- skipulagningu þurfi áður en bú- ast megi við umtalsverðum ár- angri á þessu sviði. Skýrsla þessi er unnin af Gunn- ari Rafni Birgissyni, markaðsstjóra hjá Útflutningsráði. í tilefni af af- mæli forseta íslands_ á síðastliðnu ári, var ákveðið að Útflutningsráð íslands myndi athuga möguleika íslendinga á því að tengja heilbrigð- is- og ferðamál og hvort grundvöll- ur væri fyrir nýsköpun í útflutningi á sviði heilbrigðisþjónustu. í niðurstöðu skýrslunnar segir svo: „Ætla má að mestir möguleik- ar séu tengdir uppbyggingu ferða- þjónustu, þar sem erlendir ierða- menn kæmu hingað í heilsuferðir og gistu á heilsudvalarstöðum og heilsuhóteium, þar sem sérhæft starfsfólk innan heilbrigðisgeirans starfaði. Möguieikar í tengsium við uppbyggingu annarrar heilbrigðis- V estmannaeyjar; Lundinn sestur upp Vestmannaeyjum. LUNDINN, einn vorboðanna í Eyjum, er sestur upp. Nokkrar vikur eru síðan sjó- menn urðu varir við hann á sjónum en í vikunni sást hann fyrst setjast upp^ Óskar Sigurðsson, vitavörð- ur á Stórhöfða, sagðist hafa séð fyrstu lundana setjast upp í Stórhöfða sl. miðvikudags- kvöld. Lundinn tekur yfirleitt heima um miðjan apríl og þeg- ar hann er sestur upp finnst Eyjamönnum vorið vera komið. þjónustu eru einnig fyrir hendi, en þó má áætla að lengra sé í það, að sérhæfð heilbrigðisþjónusta eða verkefnaútflutningur verði að um- talsverðri atvinnugrein. Til þess að ná frekari árangri í tengslum við möguleika íslendinga til útflutnings heilbrigðisþjónustu er nauðsyniegt að koma á fót sjálf- stæðum einkafyrirtækjum, sem hefðu útflutning á heilbrigðisþjón- ustu að meginmarkmiði og gætu tengt hina ýmsu hópa og aðila, sem málið er skylt.“ í skýrslunni segir, að sé miðað við að nýta þá aðstöðu, sem hér sé fyrir hendi, þyki sýnt að ekki sé hægt að reikna með umtalsverðum gjaldeyristekjum á þessu sviði nema til komi fjárfesting í mannvirkjum, þekkingu og markaðsstarfi hérlend- is. Þá sé ennfremur nauðsynlegt, sé stefnt að einhveijum umsvifum á þessu sviði, að leita eftir erlendri markaðsþekkingu og erlendu fjár- magni. Hitt sé svo annað mál, að með góðri markaðssetningu og góð- um undirbúningi megi finna smug- ur á markaðnum, sem hægt væri að byggja á miðað við núverandi aðstæður, en slíkt kæmi þó varla til að skipta sköpum í atvinnuupp- byggingu hérlendis. Hugsanlegt sé, að í umræðu um möguleika á sviði heilbrigðisþjónustu til útflutnings, hafi aðstaða íslands verið ofmetin að því er varðar vitneskju erlendra aðila um ágæti íslenzkrar heilbrigð- isþjónustu og gera megi ráð fyrir að í markaðsleit þurfi að selja vænt- anlegum viðskiptavinum jiá stað- hæfingu að heilbrigðisþjónusta hér- lendis sé eftirsóknarverð samanbo- rið við heilbrigðisþjónustu annarra Evrópulanda. Bjartara framundan — segir Þorvaldur Jóhannsson bæjarstjóri á Seyðisfirði Skuttogarinn Ottó Wathne NS 90 landaði síðastliðinn fimmtu- dag 48 tonnum í heimahöfn sinni, Seyðisfirði. Þorvaldur Jóhanns- son bæjarstjóri á Seyðisfirði seg- ist fagna þessum tíðindum og telur að bjartara sé framundan í atvinnumálum á staðnum. Erfiðleikar í atvinnumálum á Seyðisfirði hafa verið mjög til um- ræðu í fjölmiðlum undanfarið, m.a. hefur komið fram að Ottó Wathne hefur ekki landað á Seyðisfirði í njmlee-a tvö nor hnlfl. ár. FnrrAðn. , - ...-r-. — ~ “ -»5 - - V* » menn útgerðarinnar hafa talið sig knúna til að leita eftir hæsta verði fyrir aflann og það hafi ekki verið að fá á Seyðisfirði. Fiskiðjan Dvergasteinn sem hóf fiskvinnslu í vetur hefur ítrekað farið fram á að Ottó Wathne landaði afla sínum hjá fyrirtækinu en við því hefur ekki verið orðið þangað til síðasta fímmtudag. Trausti Magnússon skipstjóri og annar aðaleigandi Ott- ós Wathne sagði að útgerðin hefði verið beitt miklum þiýstingi til að landa heima. Þorvaldur Jóhannsson bæjarstóri á Seyðisfírði fagnaði því mjög í samtali við Morgunblaðið að Ottó Wathne hefði landað í heimahöfn. Vonandi boðuðu þessi tíðindi veðra- brigði í þeim harðindakafla stór- áfalla sem yfír Seyðisfjörð 'hefðu dunið undanfarin ár. Staðurinn hef- ur einnig orðið harkalega fyrir erf- iðleikum í síldarsöltun og loðnu- vinnslu. Óvíst er um frekari landanir Ott- ós Wathne á Seyðisfírði en Þoi-vald- ur Jóhannsson sagði að hann og allir bæjarbúar yrðu að vera bjart- sýnir. Menn ættu ekki að horfa um of til fortíðar heldur beina sjónum fram á veg. Enda væri löngu kom- inn tími til að allir tækju höndum sarnan um að endurreisa atvinnulíf- ið á staðnum. Sjá einnig: Byggðavandi á Seyðisfirði, bls. 10. Fundur um Hatton- Rockall tókst vel - segir Evjólfur Konráð Jónsson FUNDIR íslenskra og breskra sérfræðinga og vísindamanna á fimmtudag um hafsbotnsréttindi á Hatton-Rockallsvæðinu tókust vel að mati Eyjólfs Konráðs Jóns- sonar alþingismanns. „Þama settust vísindamenn beggja þjóða að sameiginlegum störfum og þeir unnu mjög vel á þessum fundi. Það var ákveðið að hefja störf strax og reyna að ljúka störfum í haust þannig að þá yrði hægt að leggja sameiginlega skýrslu fyrir nýjan fund,“ sagði Eyjólfur Konráð. Fundurinn áfímmtudagvarhald- inn í samræmi við ákvörðun á fundi Jóns Baldvins Hannibalssonar ut- anríkisráðherra og William Wal- degrave varautanríkisráðherra Breta sl. sumar. Er hann áfangi á leið þjóðanna til að ná póiitískri lausn á deilu um hafsbotnsréttindi á Hatton-Rockallsvæðinu. > Ok stolnum bíl á staur 16 ÁRA piltur ók bíl, sem hann hafði tekið í Ieyfisleysi á Ijósa- staur í Keflavík í fyrrinótt. Tveimur mínútum eftir að lög- reglu var tilkynnt um hvarf bílsins, Daihatsu-fólksbíls, á sjötta tíman- um í morgun vai; honum ekið á ljósastaur við Vesturgötu. Ökumað- urinn, sem er grunaður um ölvun, slapp með lítils háttar skrámur, að sögn lögreglu en bíllinn skemmdist mikið. I IMægur kvóti - ónóg vinna ►Fiskvinnsla á Seyðisfirði hefur átt undir högg að sækja vegna hráefnisskorts þrátt fyrir að út- gerðarfýrirtæki á staðnum hafí til- tölulegan rúman kvóta, þar sem nægum afla er ekki landað í heima- höfn. /10 Þrautasaga Þjóðar- bókhlöðu ►Þjóðarbókhlaðan á inni 750 milljónir af sérstökum skatti sem ekki hefur skilað sér /16 Mýrarnar að hverfa ► Rætt við Þóru Ellen Þórhalls- dóttur líffræðing./22 Hef ndarhugur færir okkur ekki föðurland ►Yasser Arafat í einkaviðtali við Jóhönnu Kristjónsdóttur, blaða- mann Morgunblaðsins, sem er á ferð um Miðausturlönd. /26 B HEIMILI/ FASTEIGNIR ► 1-28 Ný tækni við múrverk ► Rætt við Stefán Sigurðsson framkvæmdastjóra hjá Islenskum múi-vörum /14 Töfraheinnar undirdjú- panna ►Hafið býr yfir litskrúðugu lífríki og óvenjulegri fegurð sem fáir fá notið nema af myndum. Ungur, íslenskurkafari, TheódórBl. Ein- arsson, veitir okkur hér innsýn í töfraheim undirdjúpanna við Ba- hamaeyjar. /1-16,17 Kvikmyndarisi deyr ►Kvikmyndaleikstjórinn David Lean, sem stundum hefur verið nefndur síðast stórmyndaleikstjór- inn, erfallinn frá /2 Erlend hringsjá ►Um þátt flughernaðar í Persaf- lóastríðinu /4 Með tryllta glóð í aug- unum ►Vinnsla á kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, Hvíta útlagan- um, er nú á lokastigi, Hér ræðir Hrafn um gerð myndarinnar, sem verður frumsýnd samtímis á öilum Norðurlöndunum næsta haust. /10 Aftur í austurveg - til Moskvu ► Pameia Sanders, fyrrum sendi- herrafrú Bandaríkjanna á Islandi, skrifar um dvö! sína í Sovétríkiun- um./12 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Útvarp/sjónvarp 40 Dagbók 8 Hugvckja 9 Mannlífsstr. 6c Leiðari 22 Fjölmiðlar 18 Helgispjall 22 Dægurtónlist 20 Reykjavíkurbréf 22 Kvikmyndir 21 Myndasögur 24 Minningar 24c Brids 24 Bió/dans 26c Stjumuspá 24 A íornum vegi 28c Skák 24 Velvakandi 28c Fólk i frétlum 38 Samsafnið 30c Karlar 38 INNLENDAR FRÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.