Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1991 ÞRAUTASAGA u ÞJOÐARBÖKHLÖÐU A inni yfir 750 milljónir af sérstökum skatti sem ekki hefur skilað sér eftir Jóhannes Tómasson Þjóðarbókhlaðan á Melunum í Reykjavík á sér orðið langa byggingarsögn. Og enn er mikið eftir áður en hún verður tekin í notkun. Þessu mannvirki er ætlað að hýsa það sem Landsbókasafnið og Háskólabókasafnið hafa nú að geyma og allt sem við þessi söfn á að bætast um nokkra framtíð. Þótt undirbúningur hafi byrjað um 1970 hófust framkvæmdir ekki fyrr en 1978 og þeim er hvergi nærri lokið nú. Þegar bygging- arsagan er skoðuð kemur í ljós að framkvæmdum hefur alltaf miðað hægt og sum árin legið niðri með öllu. Þessi seinagang- ur er meiri en stjórnendur og starfsfólk safnanna fá við un- að. Hann stafar að sjálfsögðu af naumum fjárframlögum. Það er í svo mörg önnur horn að líta að alltaf verður Þjóðarbók- hlaðan útundan. Þetta átti ekki að vera svo því henni var ein- mitt markaður sérstakur tekjustofn til að hún fengi fram- kvæmdafé. Aðeins hluti þess fjár hefur skilað sér. Hugmyndin um að sameina Landsbókasafn og Há- skólabókasafn er allgöm- ul. Alþingi ályktaðj um slíka sameiningu árið 1957 að fengnu áliti nefndar og árið 1966 tók til starfa önnur nefnd sem kanna átti framtíðarskipulag vísindalegra bókasafna og mælti hún einnlg með sameiningu safn- anna. Byggingarsjóður er stofnaður árið 1967, árið 1970 ályktar Al- þingi að Þjóðarbókhlaða skuli reist I tilefni af 1100 ára afmæli íslands- byggðar, lóð er fengin árið 1971 og teikningar samþykktar árið 1977. Framkvæmdir heQast 1978 og náðist þá að grafa grunn og steypa sökkla og kjallaraplötu en árið eftir var ekkert hægt að gera. Árið 1981 er húsið steypt upp að mestu og hornsteinn lagður. Næstu árin er síðan unnið að ytra frá- gangi húss og lóðar og lauk þeim framkvæmdum árið 1989. Síðan hefur lítið gerst og á meðan kostar 5 milljónir króna á ári að hita upp húsið og hirða um það. Við látum vaxtagjöld liggja milli hluta hér og eins hitt hvort það er viturlegt að láta langt komið hús standa og bíða. Fjölbreytt starfsemi En hvaða starfsemi á að fara fram í Þjóðarbókhlöðu? Hlutverk hennar er að vera í senn þjóðbókasafn og háskólabóka- safn og þannig aðaÍBafn landsins í fjölmörgum greinum mennta og vísinda, Safnið leysir af hólmi nú- verandi Landsbókasafn og Háskóla- bókasafn og þó að lög um starfsem- ina hafi ekki verið samin er ljóst að starfsemin mun einkum snúast um eftirfarandi atriði: Að annast söfnun og varðveislu íslenskra rita og rita er varða ísland eða íslensk efni, fornra og nýrra, að veita viðtöku skylduéintökum, að halda uppi rannsóknum í ís- lenskri bókfræði og gefa út skrár, að geyma og láta í té upplýsingar um Íslen8ka bókaútgáfu, að varð- veita handritasöfn og vinna að frek- ari söfnun handrita og að annast söfnun og varðveislu íslensks efnis á hljóðritum. Verkefnalistinn er mun lengri og má nefna atriði eins og að kynna íslenskar bókmenntir, afla erlendra rita f öllum greinum vfsinda, að sinna þörfum kennslu og rannsókn- arstarfsemi f Háskóla Islands, að gefa safngestum kost á góðri vinnu- aðstöðu, einnig þeim sem þurfa að nota hin verðmætari gögn safnsins, að leiðbeina og örva til bóklestrar og fræðiiðkana, að gegna forystu- hlutverki f bókasafnsstarfsemi og að stuðla að greiðum aðgangi um fjarskiptanet að skrám safnsins svo og þeim samskrám Bem haldið er uppi. Margt er enn óljóst varðandi endanlegan samruna safnanna. Á það við um yfirBtjórn safnsins, hvernig starfsmannaflutningum verður háttað og þvílíku, Vera má að nýfengin reynsla af ýmiss konar samruna fyrirtækja og stofnana geti orðíð hér nokkur fyrirmynd, Byggingarnefndin Byggingarnefnd Þjóðarbókhlöðu skipa nú Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður sem er formaður nefndarinnar, Sigmundur Guð- bjarnason háskólarektor, Árni Gunnarsson skrifstofustjóri f menntamálaráðuneytinu, Jóhannes Nordal seðiabankastjóri og Egil! Skúli Ingibergsson verkfræðingur sem er framkvæmdastjóri nefndar- innar. Einnig starfar Einar Sigurðs- son háskólabókavörður með nefnd- inni. Nefndin annast yfirstjórn fram- kvæmda og á henni hvflir það snúna hlutverk að spila úr þeim fjármun- um sem til framkvæmda gefast hveiju sinni. Hér á eftir fara nokkr- ar tölur í þvf sambandi. Áfallinn kostnaður við fram- kvæmdirnar nú stendur í um 1.000 milljónum króna færður til núgild- andi verðlags, Er þá meðtalin sú upphæð sem unnið er fyrir í ár, Á síðasta sumri var staldrað við og áætlanir um sfðustu áfangana end- urskoðaðar. Auk lokahönnunar er þar um að ræða hluti eins og inn- veggi og ínnréttingar, gólfefni, málningu, loftræsingu, húsgögn, tæki og lausan búnað. Aætlað er að þeir þættir kosti tæplega 1.000 milljónir króna, þannig að heildar- kostnaður við bygginguna sjálfa, tæki og búnað, verði tæplega tveir milljarðar króna. Það er síst hærri upphæð en varið hefur verið til sambærilegra stórbygginga hér á landi á undanförnum árum. Síðan hefur verið samin sérstök verk- og kostnaðaráætlun varðandi aukningu mannafla, sjálfa flutning- ana og það að hefja rekstur stofn- unarinnar. Sé allt þetta talið saman þarf um 1400 milljónir króna til að geta lokið byggingunni og hafið fulla starfsemi í henni. Heildar- kostnaður verður því um 2,4 millj- arðar en athuga ber að þar er ekíri aðeins um byggingarkostnað húss að ræða heldur einnig kostnað við að flytja þangað starfsemi tveggja stofnana úr ýmsum áttum og hefja rekstur hennar og þar með er einn- ig talinn heildarrekstrarkostnaður hinnar nýju stofnunar fyrir árið 1994. Hvert féru yfir 750 milljónir? Árin 1987 til 1989 var lagður á þjóðina sérstakur eignarskattsauki sem eingöngu skyldi renna til Þjóð- arbókhlöðunnar, í árslok 1990 höfðu innheimst um 560 milljónir en innan við helmingur þess hafði þá verið Iagður inn á reikning bygg- ingarsjóðsins eða 244 milljónir króna. Ný lög um Þjóðarbókhlöðu og endurbætur menningarbygginga s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.