Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR
21. APRIL 1991
SH VERKTAKAR
M
Oskum eftir að ráða
múrara eða mann, vanan múrviðgerðum, í
Blönduvirkjun, sem getur byrjað strax.
Upplýsingar gefa Guðmundur eða Ásgeir í
síma 95-30230 og Gunnar í síma 91 -652221.
Lausar eru til umsóknar eftirtaldar rann-
sóknastöður við
Raunvísindastofnun
Háskólans
sem veittar eru til 1-3 ára.
a) Ein staða sérfræðings við Eðlisfræði-
stofu.
b) Þrjár stöður sérfræðinga við Stærðfræði-
stofu. Einum sérfræðingnum er einkum
ætlað að starfa að rannsóknum í stærð-
fræðilegri eðlisfræði. Fastráðning í þá
stöðu kemur til greina.
Gert er ráð fyrir að stöðurnar verði veittar
frá 1. september nk. Laun eru samkvæmt
launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjend-
ur skulu hafa lokið meistaraprófi eða tilsvar-
andi háskólanámi og starfað minnst eitt ár
við rannsóknir.
Starfsmennirnir verða ráðnir til rannsókna-
starfa, en kennsla þeirra við Háskóla íslands
er háð samkomulagi milli deildarráðs raun-
vísindadeildar og stjórnar Raunvísindastofn-
unar Háskólans, og skal þá m.a. ákveðið,
hvort kennsla skuli teljast hluti af starfs-
skyldu viðkomandi starfsmanns.
Umóknir, ásamt ítarlegri greinargerð og
skilríkjum um menntun og vísindaleg störf,
auk ítarlegrar lýsingar á fyrirhuguðum rann-
sóknum, skulu hafa borist Raunvísindastofn-
un Háskólans, Dunhaga 3, 107 Reykjavík,
fyrir 21. maí 1991.
Æskilegt er, að umsókn fylgi umsagnir frá
1-3 dómbærum mönnum á vísindasviði
umsækjanda um menntun hans og vísinda-
leg störf. Umsagnir þessar skulu vera í lok-
uðu umslagi sem trúnaðarmál.
Raunvísindastofnun Háskólans.
Ióntœknistofmin vinnur aö tœkniþróun og aukinni fratn
leiöni í (slensku atvinnuiífi. A stofnuninni eru stundaöar
hagnýtar rannsóknír, þróttn, rúögjöf gœöaeftirlit, þjón-
usta, frceösla og stöölun. Áhersla er lögö cí hceft stcirfsfólk
til ctö trygg/d gceöi þeirrctr þjónustu setn veitt er.
Ritari
Staðladeild Iðntæknistofnunnar óskar að ráð
ritara í fullt starf. Um er að ræða fjölbreytt
og sérhæfð ritarastörf í náinni samvinnu við
aðra starfsmenn deildarinnar. Leitað er eftir
manneskju með starfsreynslu og góða sam-
starfshæfileika.
Starfið krefst.
- Góðrar þekkingar í ritvinnslu (WP 5.0).
- Góðrar kunnáttu f fslenskri og enskri
stafsetningu, ásamt nokkurri þekkingu á
einu Norðurlandamáli.
- Sjálfstæðra vinnubragða, nákvæmni og
frumkvæðis.
í umsókn þarf að koma fram aldur, mennt-
un, fyrri störf og meðmæli.
Öllum umsóknum verður svarað og gögn-
um skilað.
Upplýsingar gefur Jóhannes Þorsteinsson
eða Arnhildur Arnaldsdóttir.
Iðntæknistofnun ■ I
IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS
Keldnaholt, 112 Reykjavik
Sími (91)68 7000
Byggingastjóri
Stórt verktakafyrirtæki í borginni óskar að
ráða byggingastjóra til starfa sem fyrst.
Leitað er að dugmiklum, drífandi og áhuga-
sömum tæknifræðingi eða byggingafræð-
ingi.
Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýs-
ingar fást á skrifstofu okkar til 27. apríl.
Guðnt TÓNSSON
RÁÐGJÖF &RÁÐNINGARÞJÓNUSTA
TJARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22
Raftækjaverslun
Óskum eftir að ráða starfskraft í raftækja-
verslun. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af
sölu rafmagnsheimilistækja. Þarf að geta
hafið störf fljótlega.
Þeir, sem hafa áhuga, hafi samband við fram-
kvæmdastjóra í síma 50022 eða 620100.
JL jÍMm mÆJL
Lækjargötu 22, Hafnarfirði,
Borgartúni 26, Rvk.
Sölumaður
- dreifingarstjóri
- bílstjóri
Óskum eftir að ráða starfsmann til að sjá
um útkeyrslu sem felur í sér dreifingu á vör-
um og sölumennsku.
Um er að ræða framtíðarstarf. Æskilegur
aldur er 25-35 ára.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl.
merktar: „B - 1f136“ fyrir mánudaginn 29.
apríl 1991.
íöh Starfsmaðurá
skrifstofu
U.M.F. Stjarnan, Garðabæ, vill ráða starfs-
mann í fullt starf á skrifstofu félagsins sem
fyrst. Verksvið: Starfið felst í umsjón með
bókhaldi félagsins, áætlana- og skýrlslugerð
og fleiri störfum í samvinnu við allar deildir
félagsins.
Umsókn, er greini menntun, fyrri störf og
óskir um laun, sendist á skrifstofu félagsins,
Goðatúni 2, Garðabæ, fyrir 30. apríl nk.
Ferðaskrifstofustarf
Ferðaskrifstofa Vestfjarða hf. á ísafirði óskar
að ráða starfsmann. Aðeins kemur til greina
einstaklingur með víðtæka þekkingu og
reynslu af farseðlaútgáfu og ^lmennum
ferðaskrifstofustörfum og sem hefur frum-
kvæði og þjónustulund.
Starfið er kjörið fyrir einstakling sem getur
unnið sjálfstætt og hefur áhuga á uppbygg-
ingu og nýjungum í ferðaþjónustu úti á landi.
Ferðaskrifstofa Vestfjarða hf. annast alla al-
menna farseðlaútgáfu, skipulagningu ferða
innanlands sem til útlanda, auk þess sem
skrifstofan annast móttöku ferðamanna á
Vestfjörðum og starfar sem upplýsingamið-
stöð ferðamanna. Viðkomandi þarf að geta
hafið störf sem fyrst.
Frekari upplýsingar veitir Björn Hermanns-
son, í símum 94-3557 og 94-3457.
Ferðaskrifstofa Vestfjarða,
Aðalstræti 11,
400 Isafirði.
ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI
Fóstra
Við erum með lítið heimili í Vesturbæ og
okkur vantar fóstrur. Aldur barnanna er 1-
3ja ára og er heimilið mjög vel útbúið.
Nánari upplýsingar gefur Arna Heiðmar, for-
stöðumaður, í síma 604364.
Glerið sf.,
Bíldshöfða 16
Óskum að ráða mann á verkstæði vort nú
þegar.
Glerið sf.,
sími 686510.
Laus staða
tónlistarkennara
Tóniistarskóli Húsavíkur auglýsir lausa til
umsóknar stöðu kennara á blásturshljóðfæri
frá 1. september 1991.
Æskilegt að umsækjandi geti kennt á þver-
flautu og klarinett. Kennsla á önnur hljóð-
færi kemur einnig til greina.
Reynsla af kór og hljómsveitarstjórn er æski-
leg.
Einnig er laus hálf staða tónmenntakennara
við barnaskóla Húsavíkur frá 1. ágúst nk.
Nánari upplýsingar gefur skólastjóri tónlist-
arskólans í síma 96-41560 og heimasíma
96-41741.
Umsóknir sendist til Tónlistarskóla Húsavík-
ur, pósthólf 135, 640 Húsavík.
Umsóknarfrestur er til 20. maí nk.
Skólastjóri.
Framkvæmdastjóri
Óskum að ráða framkvæmdastjóra til starfa
hjá stóru fyrirtæki í fiskvinnslu og útgerð.
Starfssvið framkvæmdastjóra: Stjórnun og
ábyrgð á daglegum rekstri. Stefnumótun og
markmiðasetning. Samræming á starfsemi
útgerðar og fiskvinnslu.
Við leitum að hæfum manni til að stjórna
stóru og öflugu útgerðar- og fiskvinnslufyrir-
tæki. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi
reynslu á sviði fyrirtækjastjórnunar og geti
axlað ábyrgð.
Starfið er umfangsmikið og erilsamt ábyrgð-
ar- og stjórnunarstarf, sem krefst áræðni
og frumkvæðis.
Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson.
Farið verður með allar fyrirspurnir og um-
sóknir sem trúnaðarmál.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar
„Framkvæmdastjóri 136“, fyrir 25. apríl nk.
Hagvangur M
I Grensásvegi 13 I Reykjavík 1 Sími 83666 Ráðningarþjónusta 1 Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir