Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRUT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1991 ERLEIMT INNLENT Kosið til Alþingis Rúmlega eitt þúsund manns skipuðu framboðslista í alþingis- kosningunum sem fram fóru í gær, en alls buðu ellefu stjóm- málaflokkár fram í kosningunum. Tæplega 183 þúsund kjósendur voru á kjörskrá, og er það um 6,7% fleiri en í kosningunum 1987. Af þeim höfðu 16.700 at- kvæðisrétt í fyrsta sinn, en það eru 9,1% af kjósendum. Stórbruni á Selfossi Brauðgerð og kjötvinnsla Kaupfélags Ámesinga á Selfossi eyðulögðust af völdum elds er kviknaði þegar sprenging varð í bakarofni í brauðgerðinni. Starfs- fólki tókst að forða sér og slapp það án meiðsla. ístak bauð lægst í Vestfjarðagöngin ístak sf. í samvinnu við þijú erlend fyrirtæki átti lægsta tilboð í gerð jarðganga um Breiðadals- og Botnsheiði á Vestfjörðum. Til- boðið hljóðaði upp á tæpar 2.475 milljónir króna. Áætlað er að verkið hefjist í sumar og ljúki í árslok 1995. ERLENT Hermenn til hjálparstarfa í Norður-írak BANDARÍSKIR hermenn fóru inn í N-írak á miðvikudag til að koma þar upp flóttamannabúðum fyrir Kúrda og veija þær hugsan- legum árásum íraska hersins. Bretar og Frakk- ar hafa sömu- leiðis ákveðið að senda þangað hermenn. Segja ríkin þetta nauð- synlega ráðstöf- un vegna þján- inga flótta- manna sem hrakist hafa á fjöll á flótta undan hersveitum sem hlið- hollar eru Saddam Hussein ír- aksforseta. Stjóm hans mótmælti þessari ákvörðun en Kúrdar hafa fagnað henni þótt þeir óttist um leið hvaða framtíð bíður þeirra þegar hermennimir fara. George Bush Bandaríkjaforseti sagði að hörmungar um tveggja milljóna flóttamanna ,í norðurhluta íraks hefðu neytt sig til að breyta þeirri stefnu að hafa engin frekari af- skipti af ástandinu í írak. Yfir- maður bandaríska heraflans, sem falið hefur verið að fara flóttafólk- inu til hjálpar, fór í fyrradag til fundar við íraska herforingja til þess_ að freista þess að tryggja að Irakar reyni ekki að hindra stofnun griðlands fyrir Kúrda í norðurhluta íraks. Irakar undir- rituðu á fimmtudag samkomulag við Sameinuðu þjóðimar til að tryggja kúrdísku flóttamönnunum „öryggi og lífsviðurværi". Bretar kunna að styðja hvalveiðar Bresk stjómvöld eru að endur- skoða afstöðu sína til hvalveiða, samkvæmt fréttum breska blaðs- ins Sunday Times, en þar er John Gummer, sjávarútvegsráðherra Breta sagður hafa sagt í bréfi til nokkurra breskra þingmanna, að Viðræður um Hatton-Rockall Fulltrúar íslenskra og breskra stjórnvalda héldu fund hér álandi í vikunni um hafsbotnsréttindi á Hatton-Rockall svæðinu. Rædd var sameiginleg skýrsla um hafs- botnsmál á svæðinu, og ákveðið að stefnt skyldi að því að ljúka við gerð hennar í haust. Skógræktarf élagið fær umhverfisverðlaun Ákveðið hefur verið að Skóg- ræktarfélag íslands hljóti Nor- rænu umhverfisverðlaunin fyrir Landgræðsluskógaátakið og ára- tuga baráttu fyrir gróðurvernd á íslandi. Verðlaunin nema 50 þús- und dönskum krónum, og verða þau veitt í fyrsta sinn í júní næst- komandi. Samið um fiskverð Samningar um nýtt fiskverð tókust í vikunni við sjómenn á Djúpavogi og Neskaupstað. Sjó- menn á Djúpavogi fá greitt 32% heimalöndunarálag og 15% af afla í útflutning eða með markaðs- tengingu, en sjómenn á Neskaup- stað fá greiddar 60 kr. fast verð fyrir kíló af þorski og 15% af afla verða seld á markaði hér á landi eða erlendis. Sjóminjasafninu býðst gömul skúta Sjóminjasafni íslands hefur verið boðin til kaups í Englandi nýlega uppgerð skúta, sem áður hét Fríða RE 13 og var gerð út frá Reykjavík og Hafnarfirði á árunum 1897 til 1913. Skútan kostar 15,8 milljónir króna, og verði hún keypt hingað til lands verður hún ,leigð almenningi til siglinga. samkvæmt upplýsingum sérfræð- inga ráðuneytisins um hvalamál hefði hrefnustofninn vaxið svo á síðustu árum, að í fyrsta skipti í níu ár væri -engin gild vísindaleg ástæða til að andmæla veiðum. EB vill réttarhöld yfir Saddam Utanríkisráðherrar Evrópu- bandalagsins (EB) samþykktu á fundi sínum sl. mánudag tillögu Hans-Dietrichs Genschers, ut- anríkisráðherra Þýskalands, um að leiða bæri Saddam Hussein íraksforseta fyrir rétt vegna stríðsglæpa. Ákæra þyrfti hann fyrir innrásina í Kúveit 2. ágúst, hemám íransks landsvæðis í Persaflóastríðinu 1980-88, notk- un efnavopna gegn óbreyttum borgurum og grimmdarverk gegn Kúrdum. Lítill árangur af Japansheimsókn Gorbatsjovs Fjögurra daga opinberri heim- sókn Míkhails Gorbatsjovs Sov- étforseta til Japans lauk á föstu- dag en þetta er í fyrsta sinn frá dögum Nikulásar Rússakeisara að sovéskur leiðtogi heimsækir Japani. Forsetinn sagði að ríkin tvö hefðu stórbætt samskipti sín en stjómmálaskýrendur töldu þó að árangur ferðarinnar hafí verið lítill þar sem samkomulag náðist ekki í áratuga langri deilu um fjór- ar japanskar eyjar sem Sovét- menn hemámu í stríðslok. Japan- ir munu ekki veita Sovétmönnum stórfellda efnahagsaðstoð sem Gorbatsjov mun hafa gert sér vonir um þar sem árangur náðist ekki í þessu deilumáli. Heimsókn Míkhaíls Gorbatsjovs, forseta Sovétríkjanna, til Suður- Kóreu lauk í gær. Þetta var fyrsta heimsókn Sovétleiðtoga til lands- ins. Gorbatsjov kvaðst hlynntur því að Suður-Kóreumenn fengju aðild að Sameinuðu þjóðunum. Á myndinni heilsar hann Roh Tae- woo, forseta landsins, áður en þeir ræddust við í gær. Gorbatsjov lagði áherslu á að viðskipti ríkjanna yrðu aukin og undirritaður yrði vináttu- og samvinnusamningur. J Reuter Gorbatsjov í Suður-Kóreu Ríkisstjórn í burðarliðnum í Finnlandi Helsinki. Frá Sigurbjörgu Árnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. SAMKOMULAG hefur náðst um mikilvægustu ráðherraembættin í nýrri ríkisstjórn. Miðflokkurinn - sigurvegari kosninganna - fær embætti forsætis-, utanríkis- og viðskipta- og iðnaðarráðherra. Hægriflokkurinn fær stóla fjár- mála- og utanríkisviðskiptaráð- herra og embætti þingforseta. Esko Aho, formaður Miðflokks- ins, verður því efalítið næsti forsæt- isráðherra Finnlands og sá yngri í sögu landsins, 36 ára. I stól utanrík- isráðherra er talið víst að Paavo Váyrynen setjist. Jöm Donner, þingmaður Sænska þjóðarflokksins, sagði að refskákin um mikilvægustu ráðherraembætt- in hafí verið hörð og á kostnað litlu flokkanna, sem hafí verið sópað burt af taflborðinu eins og peðum. Sænski þjóðarflokkurinn hafði sótt fast að fá embætti viðskipta- og iðnaðarráðherra en talið er líklegt að hann fái tvö ráðherraembætti og flokkur Kristilegra eitt. Japansheimsókn Míkhaíls Gorbatsjovs; Arangurinn lítill vegna ástandsins heima fyrir Raisa Gorbatsjov átti líklega ánægjulegri daga í Japansheimsókn- inni en eiginmaður hennar, Míkhaíl, enda virtist hún njóta henn- ar vel. Hér ér hún ásamt Michiko keisaraynju þegar þau hjónin gengu á fund Akihitos Japanskeisara. MÍKHAÍL Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, lék á als oddi í heimsókn sinni til Japans í vik- unni og Japanir létu heillast af mælsku hans og heimsmanns- legri framgöngu. Það breytti hins vegar engu um það, að ferðin var að mestu árangurs- laus. Gorbatsjov viðurkenndi sjálfur, að ekkert hefði breyst í samskiptum ríkjanna en varði um leið þá ákvörðun sína að fara til Japans á sama tíma og efnahagsleg og pólitísk upp- lausn blasir við í Sovétríkjun- um. Gorbatsjov og Toshiki Kaifu, forsætisráðherra Japans, voru í 12 klukkustundir að koma saman sameiginlegri yfírlýsingu að fund- unum loknum og þar viðurkenna Sovétmenn þó í fyrsta sinn, að deilt sé um fjórar syðstu Kúriíeyj- arnar, sem Rauði herinn lagði undir sig árið 1945. Ekkert var þó um, að þeir ætluðu að skila þeim eða viðurkenna tilkall Jap- ana til þeirra. Sovétstjómin hefur að vísu viðurkennt tilkall Japan til tveggja smærri eyjanna, í samningi, sem gerður var 1956, en þegar Japanir sömdu um ör- yggis- og varnarmál við Banda- ríkjamenn vildi hún ekki lengur standa við hann. Gorbatsjov kom til Tókýó bund- inn í báða skó og hafði í raun ekkert um að semja. Harðlínu- mennimir í Moskvu eru andvígir öllum tilslökun- um og segja, að verði ferþuml- ungur lands lát- inn af hendi muni það verka sem olía á eld og kynda undir sjálfstæðiskröfum einstakra sov- étlýðvelda. Herforingjamir em sama sinnis og segja, að yfírráð yfír eyjunum séu nauðsynleg til að tryggja siglingaleiðina til flota- stöðvarinnar í Vladivostok, og meira að segja Borís Jeltsín, for- seti Rússlands, hefur lagst á þessa sveifina. Skilaboðin, sem Kaifu hafði frá Fijálslynda Iýðræðisflokknum, stjómarflokknum í Japan, voru enn skýrari: Annaðhvort skila Sovétmenn eyjunum eða ekkert verður af undirritun formlegs frið- arsamnings eða efnahagslegri aðstoð. í Japansferðinni skoraði Gorb- atsjov á vestræn ríki og Japan og koma Sovétmönnum til hjálpar og sagði, að störf sín væru í sam- ræmi við það, sem landsmenn vildu, „ákveðnar aðgerðir, sem ekki eiga neitt skylt við ein- ræði“. í Japan talaði hann þó fyrir daufum eyrum enda líst Japönum illa á ástandið i Sovét- ríkjunum auk þess Sovétmenn skulda japönskum fyrirtækjum 400 milljónir dollara, sem þeir hafa ekki getað greitt vegna gjaldeyrisskorts. Það er þó deilan um eyjarnar, sem öllu máli skipt- ir. Ef þeim væri skilað er talið, að Japansstjórn myndi ábyrgjast að verulegu leyti hugsanlegar fjárfestingar í Sovétríkjunum. Japanir vildu raunar ræða um fleira en eyjamar. Á síðustu dög- um stríðsins féllu 600.000 japan- skir hermenn í hendur Sovét- manna og margir þeirra voru í fangabúðum í Síberíu í allt að 13 ár. Þar voru þeir látnir vinna við að leggja vegi og járnbrautir og við aðrar framkvæmdir við ákaf- lega ómannúðlegar aðstæður. 60.000 þeirra létu lífíð í fangabúð- unum og Japanir hafa lengi viljað fá að vita hvar jarðneskar leifar þeirra eru niðurkomnar. í Japans- ferðinni lofaði Gorbatsjov, að skýrt yrði frá nöfnum allra þeirra, sem létust í fangabúðunum í Sí- beríu og hvar þeir væru grafnir, og á fundi með fyrrverandi föng- um vottaði hann þeim samúð sína. Hann bað þá hins vegar ekki af- sökunar eins og þeir höfðu kraf- ist. Raunar er talið mjög ólíklegt, að Sovétstjórnin geti yfirleitty komist að því hvar japönsku stríðsfangarnir voru grafnir enda voru þeir settir í fjöldagrafir ásamt föngum af ýmsu öðru þjóð- erni. Árangurinn af ferð Gorbatsjovs var lítill en þó kannski meiri en við var að búast. Með því að viður- kenna, að hún eigi í deilum um eyjarnarfjórar hefur sovétstjórnin opnað fyrir frekari samningavið- ræðum síðár og að lokum verður það þróunin í Sovétríkjunum sjálf- um, sem sker úr um framhaldið. BAKSVIÐ eftir Svein Sigurdsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.