Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ' SUNNUDAGURT21'. APRÍL '1991
17
voru samþykkt á Alþingi árið 1989.
Þar er enn lagður á þjóðina sérstak-
ur eignarskattsauki sem er í raun
framlenging á hinum fyrra skatti
og skal honum í fyrstunni eingöngu
varið til að ljúka við Þjóðarbók-
hlöðu. Alls innheimtust 229 milljón-
ir króna á síðasta ári. Ekki rötuðu
þær allar í byggingarsjóðinn heldur
aðeins 67 milljónir og á yfirstand-
andi ári er einnig augljóst að meira
verður tekið af skattborgurum í
eignarskattsaukann en skilar sér til
Þjóðarbókhlöðunnar. Vantar þar
190 milljónir króna miðað við álagn-
ingu. Séu þessar upphæðir reiknað-
ar til núverandi verðlags vantar
rúmlega 750 milljónir króna upp á
að skattheimta ætluð Þjóðarbók-
hlöðu hafi skilað sér til fram-
kvæmdanna.
Menntamálaráðherra hefur lýst
því yfir að framkvæmdum við Þjóð-
arbókhlöðu skuli lokið 17. júní 1994
á 50 ára afmæli lýðsveldisins. Egill
Skúli segir að það sé ennþá hægt
- miðað við ákveðnar forsendur:
-Sú framkvæmdaáætlun sem við
vinnum eftir í dag gerir ráð fyrir
334 millj. króna framlagi á þessu
ári, sem þegar er ljóst að hefur
verið skert og er einlmgis 145 millj-
ónir króna, á næsta ári þurfum við
543 milljónir, árið 1993 um 382
m. kr. og um 238 árið 1994. Þar
sem þegar er ljóst að framlag þessa
árs er minna en við gerðum ráð
fyrir höfum við í hyggju að kanna
hvort hægt verður að bæta úr því
þegar næsta ríkisstjórn hefur tekið
til starfa. Áætlunin er þannig gerð
að fresta má vissum þáttum hennar
og vinna meira síðar. Ef það geng-
ur hins vegar ekki er ljóst að safn-
ið verður ekki tekið í notkun suma-
rið 1994, segir Egill Skúli.
Ýmsar þarfir bókasafns og gag-
namiðstöðvar sem þessarar hafa
breyst á hinum langa bygging-
artíma. Kallar það á töluverða end-
urskoðun á forsögn og teikningum
enda þótt breytingar á því sem þeg-
ar hefur verið byggt séu ekki mikl-
ar. Breytingarnar snúast mest um
búnað og aðstöðu sem tengist
rekstrinum. Má þar nefna þjófa-
varnir, símakerfí, netvæðingu og
svo sjálfan tölvubúnaðinn. Starf-
semi bókasafna, ekki síst vísinda-
bókasafna, Verður sífellt fjölbreytt-
ari og slík söfn eru í dag ekki að-
eins hús þar sem lánaðar eru út
bækur, heldur nánast alhliða gag-
namiðstöðvar, sem bjóða upp á að-
stöðu til margs konar rannsókna
og fræðastarfa. Þeir sem stunda
vilja rannsóknir þurfa aðgang að
fjölbreyttum bókakosti, tímaritum,
geisladiskum með rituðu máli og
erlendum gagnabönkum og þeir
vilja koma með einkatölvur sínar í
les- eða vinnustofurnar til að vinna
á þær þar.
Flóknir flutningar
Sjálfur flutningur safnanna er
viðamikið verkefni. Ljóst er að ekki
verður sópað úr hillum á gamla
staðnum og bókunum skelit upp í
hillur af handahófi í nýja húsinu.
Verkefnið er flóknara fyrir það að
verið er að sameina tvö stór söfn
sem raunar eru með ritakost sinn
dreifðan út um allan bæ. Grisja
þarf ritakostinn af gagnslitlum rit-
um, hreinsa hann, gera við, binda
o.s.frv. Samræma þarf flokkun ri-
tanna og skráningu og koma skrán-
ingunni í tölvutækt form. Þá þarf
að setja strikaletursmiða á bækurn-
ar vegna tölvuvæðingar útlána.
Ekki má heldur gleyma því að bóka-
verðir starfa náið með hönnuðum,
lýsa þörfum og kröfum um búnað
og fyrirkomulag. Allt er þetta mjög
mikil vinna.
Núverandi starfsmenn safnanna
bæta, naumast á sig þessum undir-
búningi því þeir eru þegar önnum
kafnir og gera vart meira en að
sinna daglegum rekstri, afgreiðslu
og þjónustu safnanna. Því þarf að
ráða viðbótarstarfsmenn til að ann-
ast flutninginn og þann viðbúnað
sem honum fylgir, blandað starfslið
sem yrði bæði bókaverðir og ófag-
lært aðstoðarfólk.
Sem dæmi um umfang þessara
flutninga má nefna að í verkáætlun-
inni er gert ráð fyrir að undirbún-
ingur flutnings hefjist þegar á þessu
Einar Sigurðsson háskólabókavörður (t.h.) og Finnbogi Guðmundsson
landsbókavörður eru hér í hinu ólokna húsi þjóðarbókhlöðunnar.
Mkr
Innheimt af álagningu 1987-1989
Fjárfest í I’jóðarbókhlöðu
1987 1988 1989 1990
400
1990 1991
A þessum súluritum sést hvernig minna skattfé hefur skilað sér til
Þjóðarbókhlöðunnar heldur en innheimst hefur.
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
Barnainniskór
Stærðir: 20-30 Stærðir 18-27
Litir: Rautt og blátt.
Efni: Leður.
Sóli: Skinn.
5% staðgreiðsluafsláttur.
Póstsendum samdægurs.
Domus Medica, Kringiunni, Toppskórinn,
s. 18519. s. 689212. Veltusundi,
s.21212.
Skattfé sem ekki hef ur skilað
sér til Þjéðarbókhlöðu
(ó verðlagi érsins 1991)
Mkr
Skattur 1987-1989 397
Skattur 1990 168
Skattur 1991 190
Heild 1987-I991~ 755
ári þegar ráða átti 6 nýja starfs-
menn. Ekki fékkst þó leyfi fyrir
nema 1,5 stöðugildi og það raunar
ætlað til annars, en á næsta ári er
sótt um að ráða 6 nýja menn og
líka árin 1993 og 1994. Gert er ráð
fyrir að starfsemi safnanna verði í
lágmarki og þeim raunar að mestu
lokað sumarið 1994 þegar sjálfir
flutningarnir fara fram. Er vart
hægt að loka slíkum söfnum á öðr-
um árstímum og má því segja að
komi þessi verkáætlun ekki til með
að standast er ljóst að opnun Þjóð-
arbókhlöðunnar verður ekki frestað
um nokkrár vikur eða mánuði held-
ur heilt ár.
Vandræðamál
Byggingarmál bókhlöðunnar er
skelfilegt vandræðamál og stendur
safnrekstrinum meira fyrir þrifum
en með orðum verði lýst, segir Ein-
ar Sigurðsson háskólabókavörður.
Hefur hann áreiðanlega á réttu að
standa því þrátt fyrir yfirlýsingar
síðustu menntamálaráðherra og
góðan ásetning þeirra sem og sér-
staka fjáröflun til byggingarinnar
hefur ekki tekist að þoka verkinu
markvisst áfram. Ráðamenn hafa
samþykkt lög og ijárveitingar með
annarri hendinni og tekið þær til
baka með hinni.
Hver getur verið skýringin? Hún
er í raun einföld: Þjóðarbókhlaðan
á sér ekki þrýstihóp. Engin hags-
munasamtök hafa tekið hana upp
á arma sína. Hún er ekki eins og
byggðarlag sem hefur orðið fyrir
atvinnubresti og þingmenn slá
skjaldborg um til að byggja upp á
ný. Þjóðarbókhlaðan virðist í augum
of margra vera eitthvert óskilgreint
fyrirtæki, stofnun sem þjónar að-
eins sérvitringum og grúskurum
sem geta bara haldið áfram að
hafa sitt dót í kössum án þess að
við hin skiptum okkur af því.
Það er raunar eftirtektarvert hve
margar stofnanir sem hafa orðið
þjóð í nafni sínu hafa átt undir
högg að sækja í þessu landi rétf
eins og því fylgi einhver ófarnaður.
Er þetta ekki umhugsunarefni nú
á dögum taumlítillar efnishyggju?
Grundvöllur
menningarsamfélags
En þjóðarbókhlaðan er ekki
hreiður fyrir grúskara eina saman.
Starfsemi hennar er ákveðinn
grundvöllur fyrir menningu, vísindi
og atvinnulíf. Eigi menning og vís-
indi að þrífast í þessu landi verður
að vera til aðstaða fyrir rannsóknir
og fræðistörf. Eigi að vera hér
áframhaldandi skilyrði fyrir þróun
og nýsköpun í atvinnulífi verður að
veita tækifæri til vísindaiðkana.
Þjóðarbókhlaðan er með öðrum orð-
um ein undirstaða þess að hér þríf-
ist íslenskt nútímasamfélag í sam-
félagi þjóðanna.
Margar af menningarþjóðum
Evrópu eru þessi árin að byggja
yfir þjóðbókasöfn sín af miklum
metnaði. Nefna má Breta og
Frakka. Mitterand Frakklandsfor-
seti hefur gert byggingu risastórs
þjóðbókasafns að sínu aðalmáli á
menningarsviðinu. Einn af stjórn-
endum þess safns heimsótti Island
fyrr á þessu ári og í Morgunblaðinu
10. febrúar sl. er langt og fróðlegt
viðtal við hann.
Ljúkum verkinu 1994
Drátturinn á byggingu yfir
aðalsöfn okkar er þjóðarskömm.
En verði framfylgt lögunum um
eignarskattsaukann, bæði hinum
eldri og yngri, og honum skilað
að fullu til bókhlöðunnar, ætti
að vera svigrúm til að finna ráð
og fé til að ljúka henni svo að
unnt reynist að sameina söfnin á
50 ára afmæli lýðveldisins 1994
eins og rætt hefur verið um.
SKIPARADÍÓ HF.
FURUNO
KENNSLA/SÝNING
Dagana 22., 23. og 24. apríl milli kl. 14.00
og 17.00, verður kennsla/sýning á staðsetn-
ingartækjum (GPS/LC Loran) og fiskleitar-
tækjum.
Komið og lærið á þessi tæki og kynnið ykkur
hvaða Furuno-tæki við höfum upp á að bjóða
í bátinn, skipið eða togarann. Allir velkomnir.
Skiparadíó hf.,
Fiskislóð 94, Reykjavík,
simi 20230, Fax 620230.
Metsölublcid á hverjum degi!