Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SL'NNl'OÁGUR 21. 'ÆSL'íwi plöntutegundir, og kanna hvort mjög lítið er af einhveijum gerðum af vot- lendi,“ segir Þóra Ellen. Svæðin hafa þegar verið grófflokkuð samkvæmt hefðbundinni skiptingu íslenskra mýra, þ.e. í hallamýrar, flóa og gul- stararengi eða flæðiengi. Að gróðurfari eru svæðin misfjöl- breytt. Gulstararengin, sem eru svo falleg á að sjá, eru mjög fijósöm en gróður tiltölulega fábreyttur, segir hún. Hina frægu Safamýri í Landeyj- um ber á góma, en sagt var að gul- störin væri þar svo há að hægt væri að hnýta stráin saman yfir bak á hesti. Nú er mýrin horfin, enda var auðvelt að ræsa þarna fram með skurðum, jarðvegur grunnur og árset undir. Hallamýramar eru miklu fjöl- breyttari að gróðurfari en gulstarar- engin. En þótt þær hafi áður verið útbreiddasta votlendisgerðin er mjög lítið orðið eftir af þeim. Hallamýrarn- ar er þægilegast að ræsa fram. Það sem helst er eftir er blautasta tandið, oft gulstararflóð, því ill- eða ómögu- legt er að ræsa þau fram I þessu rannsóknastarfi hefur vot- lendinu líka verið skift í flokka eftir því hve mikið því hefur verið raskað. Þar eru líka þrír flokkar.. í þeim fyrsta er óröskuð mýri. E.t.v. með skurðum í jöðrum eða stökum skurð- um, sem þó eru taldir hafa lítil áhrif. í öðrum flokknum er hálfröskuð mýri. Mýri er talin lítið röskuð þótt grafinn hafí verið skurður í gegnum hana eða hluta hennar ef skurðirnir eru ekki taldir hafa mikil áhrif. í þriðja flokkinn fellur svo mikið rösk- uð mýri. Þar eru margir skurðir og þeir hafa greinileg áhrif á mýrina, sem er þornuð eða að þorna upp. Ef litið er yfír svæðin í þessum þremur flokkum, þá reyndist útkom- an þessi: A) Óraskaðar mýrar eða því sem næst reyndust vera níu, um 26 fer- kílómetrar að flatarmáli. BjHálfraskaðar mýrar reyndust vera 15, um 37 ferkílómetrar að flatar- ináli. Þar af eru Ölfusforir, sem eru blautar þótt þar séu að vísu skurðir, um helmingurinn. C)Mikið raskaðar mýrar reyndust 9 talsins, 12 ferkílómetrar að flatar- máli. Votlendinu eytt á hálfri öld „Nú vildum við vita hve mikið votlendi hafí verið á þessu svæði áður fyrr og var miðað við árið 1930. Alltaf er álitamál hvernig staðið er að slíkri heimildasöfnun. Við leituð- um aftur til Landmælinga og fengum sömu góðu fyrirgreiðsluna. Þar fór- um við í gömlu kortin. „Það var ekki fyrr en eftir stríð sem byijað var að ræsa fram og ekki í stórum stíl fyrr en eftir 1950,“ útskýrir Þóra Ellen. Hér er gripið fram í til að spyija um skurðina sem grafnir voru fyrir þenn- an tíma á Suðurlandsundirlendinu. Hún minnir á að skurðimar sem far- ið var að grafa á fyrsta ijórðungi aldarinnar hafi verið af allt öðrum toga. Það voru grunnir áveituskurð- ir, sem ætlað var að veita næring- arríku vatni á landið. Ekki gerðir til þess að þurrka landið heldur þver- öfugt. Við spjöllum um stund með eftir- sjá um þessar fallegu gulstararengj- ar, sem voru á sínum tíma mikilvæg hlunnindi, enda brugðust aldrei af þeim nytjar þótt vorin væru köld og engin spretta annars staðar. Fólkið stóð þá í hné í vatni við sláttinn og vagaði heyið upp á þurrt land til að þurrka það. Þóra Ellen og samstarfsfólk henn- ar báru semsagt saman kortin frá 1930 og svarthvítar loftmyndir sem teknar voru 1984 og 1985 og lögðu þau saman. „Við gáfum okkur að þar sem var merkt votlendi 1930 og skurðir voru 1984-85, þar hafi verið votlendi áður. í flestöllum tilfellum var flatarmál mælt eftir loftmyndum, en stærstu svæðin eftir kortum og loftmyndum. Við höfðum ekki ætlað að taka með svæði sem voru minni en einn ferkílómetri, en gerðum það þó í nokkrum tilfellum. Frá drógum við tún eða svæði kringum bæi eða rústir. Með þessu móti var áætlað að votlendi á Suðurlandi hafi um 1930 verið nálægt 1.100 ferkílómetr- um. ■ Þegar ræst er fram breytist allt, jarðvegur- inn, lífiðíjarð- veginum og að sjálfsögðu gróð- urfarið. Og f uglalífið tekur breytingum Eins og fram kemur hér að ofan er sáralítið eftir af þessu votlendi á Suðurlandi. Nýjasta stóra mýrlend- ið, sem hefur verið tekið, er í landi Mosfells í Grímsnesi, þar sem Skóg- rækt ríkisins ræsti fram 1988-89 til að planta skógi. Þóra Ellen bendir á að samfelldustu votlendissvæðin sem eftir eru séu efst í Biskupstung- um. Þau eru Almenningur, Pollengi, Skálholtstunga, Höfðaflatir, Iðu- mýri og Torfastaðamýri. Þau eru öll á svipuðum slóðum beggja megin Hvítár. Þegar líffræðingar voru að kortleggja og skoða þessar mýrar áttu þeir oft tal við ábúendur, sem sýndu málinu áhuga og virtust flest- ir hafa áhuga á að vernda einhveij- ar þessara mýra. „Stærsta svæðið, nærri 6 ferkílómetrar að flatarmáli, er austan Apavatns. Það er þó ekki samfellt. Næst að stærð er Torfu- staðamýrí", segir Þóra Ellen. Og hún talar um sérstæða votlendisbletti, nefnir t.d. lítið votlendi við Reykja- nes, þar sem er jarðhiti og sjaldgæ- far plöntutegundir. '• _ „Þegar ræst er fram breytist allt, jarðvegurinn, lífið í jarðveginum og að sjálfsögðu gróðurfarið. Og fugla- lífið tekur breytingum, sem ekki er minnst um vert. Við eru komin í samstarf við tvo menn frá Fugla- verndarfélaginu, Jóhann Óla Hilm- arsson líffræðing og Einar Þorleifs- son, sem byrjuðu í fyrra að gera úttekt á fuglalífinu á þessum sömu stöðum. Fengu þeir til þess styrk úr pokasjóði Landverndar. Þeir eru með kortin okkar og bæta við svæðum sem þeim finnst vanta. Þannig fáum við á þessum stöðum grasafræði- flokkun, ítarlegar upplýsingar um gróðurfarið og þessi skrá sýnir hvaða svæði eru mikilvægust fyrir fuglalíf- ið,“ segir Þóra Ellen. Ekkert votlendi friðlýst Það vekur furðu okkar að ekkert votlendi er friðlýst á öllu svæðinu frá Salthöfðamýrum í Öræfum og allt vestur að Varmárósum í Mosfells- sveit, en það friðland er mjög lítið, innan við 0,1 ferkm. Mörg votlendis- svæði eru þó skráð á Náttúruminja- skrá. Þegar Náttúruverndarráð hafði hug á að friðlýsa einhver votlendis- svæðanna kom í ljós að upplýsingar skorti, eins og áður hefur komið fram. Prófessor Arnþór Garðarsson hafði unnið votlendisskrá fyrir allt landið um 1970 og þau svæði sem tekin hafa verið upp í Náttúruminja- skrá eru flest af lista hans. Á nokkr- um stöðum hefur ekki náðst sam- komulag um að friðlýsa, enda hafa menn ekki gert sér grein fyrir því hve lítið er eftir af votlendi. Því hef- ur stundum verið slegið fram að 10-15% af votlendi hafi verið ræst fram á öllu landinu, en Þóra Ellen segir að það hljóti að vera miklu meira, sem sjáist af því að við áttum mest af slíku votlendi á Suðurlandi. Eftir er að teikna nokkur svæði, m.a. austast í Landeyjum og vinna úr gögnum. Ætlunin er að ljúka úti- vinnunni í sumar. Roth forstjóri Isals hefur spurst fyrir um málið og eiga þau von á einhverri fjárveitingu í sumar til að geta lokið verkinu. Væntanlega verður svo hægt að vinna endanlega úr gögnunum næsta vetur. Gróðurflokkunin ætti að sögn Þóru Ellenar að verða tilbúin ein- hvern tíma á næsta ári. Varla verða fuglaskoðunarathuganir Jóhanns Óla og Einars Þorleifssonar, sem eftir eru á svæðinu þó búnar jafnsnemma, því á þeim var byijað mun seinna. Þegar búið verður að vinna úr öll- um gögnum er ætlunin að léggja mat á þau og flokka þau eftir vernd- argildi. Þetta hefur verið mikil vinna, sem Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasa- fræðingur og samstarfsfólk hennar hefur unnið á skömmum tíma. En þarna er lagður grunnurinn að því að taka út þau votlendissvæði sem helst þyrfti að friða. Það er ekki seinna vænna, eins og sést af þess- ari úttekt. Að varðveita brot af upp- runalegri náttúru landsins hefur vís- indalegt og menningarsögulegt gildi. ísland yrði mun fábreyttara án vot- lendisins. „Talið er að votlendi hafi áður verið um 40% gróins lands á Islandi. Ef ekkert verður að gert er líklegt að náttúrulegt votlendi verði hrein- lega ekki til á láglendi í sumum landshlutum og nú er orðið mjög lít- ið eftir af sumum gerðum, t.d. halla- mýrum, á Suðurlandi,“ segir Þóra Ellen. Fuglarnir hverfa „í votlendi lifír sérstakt lífríki plantna og dýra og þegar það er ræst fram - og jafnvel tekið til rækt- unar - breytast flestallir þættir þess. Miklar breytingar verða á jarðvegi, dýr og örverur í jarðvegi breytast, gróðurfar tekur stakkaskiptum. Þeir fuglar sem áður treystu á landið sem varpland og fæðuuppsprettu, verða að leita annað. Þegar gengið er á votlendi þýðir það semsagt að þessir fuglar finna ekki varpstaði eða fæðu og þeim fækkar þess vegna. Minkin- um hefur oft verið kennt um að ýmsum fuglategundum hafi fækkað undanfarna áratugi, en líklegra er að miklu oftar megi kenna fram- ræslu mýra um. Af þekktum fuglum sem treysta á votlendi og eru mest á láglendi má t.d. nefna flórgoða, jaðrakan, margar andategundir, keldusvín, stelk, óðinshana, blesgæs (í Ölfusforum), álftir, lóuþræl og hrossagauk.“ Þvi má að lokum bæta við að mýraijarðvegurinn fýkur ekki út í buskann. Ekki veitir af að halda í allan þann jarðveg sem mögulegt er meðan hann tapast jafn ört og raun ber vitni á hveiju ári á íslandi. Erum búnir að fá vinsæla, ítalska gæðakaffið frá IMóatúnsbúðirnar AUGLÝSING Tívolístemmning í Kolaportinu Kolaportið á sunnudögum: Skemmtun fyrir alla fjölskylduna Kolaportsmarkaðurinn er nú einnig opinn á sunnudöguin og gamli góði miðbærinn aftur að ná fyrri vinsældum fyrir sunnu- dagsgöngutúra fjölskyldunnar. Lækjargatan iðar af mannlifi frá Tjörninni að Kolaprotinu þar sem ungir sem aldnir skemmta sér konunglega við margvíslega tívolíleiki, sem boðið er upp á alla sunnudaga, að ógleymdum sölubásunum með allt milli him- ins og jarðar. „Við fáum mikið af nýjum gestum í Kolaportið á sunnudögum," seg- ir Helga Mogensen. „Það eru svo margir uppteknir í vinnu eða við aðra hluti á laugardögum, að þeir nota nú tækifærið til að heim- sækja okkur þegar opið er á sunnudögum. Þá breytum við líka um áherslur og höfðum meira til allrar ijölskyldunnar.“ Skotbakkar ag lukkuhjól Á sunnudögum er hluta Kola- portsins breytt í tívolí þar sem allir aldurshópar geta keppt í skotfimi, reynt krafta slna eða gáð hvort heppnin sé með þér; Þeir eldri við lukkuhjólið eða fisk- veiðar og þeir yngstu við happa- endurnar þar sem allir fá verð- laun. Ókeypis ljósaperur í Kolaportinu eru að jafnaði yfir eitt hundrað söluaðilar, sem bjóða upp á ótrúlegt vöruúrval. Og það er ekki út í bláinn að margar versl- anir eru farnar að auglýsa Kola- portsstemmningu og Kolaports- verð þegar mikið stendur til. En það er hætt við að fáir geti slegið út sölubásinn, þar sem boðið er upp á ókeypis ljósaperur eða verk- færabásinn með skrúfjárnasett á hundraðkall. Kompudótið vinsælt Um helmingur sölubásanna er venjulega með notaða muni, sem fólk er að týna út úr kompunum og slíkur varningur virðist alltaf jafn vinsæll. „Ég finn alltaf marga góða dýrgripi hérna“, segir Helga. „Og það er alltaf jafn gaman að sjá fólk koma hingað með dót, sem það hefði annars bara hent og fara eftir daginn með tugþúsund- ir i vasanum." Gott fyrir seljendur Það hefur ekkert dregið úr aðsókn á laugardögum og því um hreina viðbót að ræða á sunnudögum, sem kemur sér auðvitað vel fyrir seljendur. Þeir geta nú verið báða dagana ef þeir vilja og þurfa ekki að taka saman pjönkur sínar milli daga. Söiubásar í Kolaportinu kosta 2.800 og 3.800 krónur eftir stærð, en á sunnudögum er nú gefinn sérstakur 20% kynningarafslátt- ur. Borð og fataslár má leigja á staðnum fyrir 500 krónur en selj- endur geta einnig komið með slíkt með sér. Kolaportið er opið á sunnudögum kl. 11-17, en opnunartími á laug- ardögum eróbreyttur, kl. 10-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.