Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 12
ai2 !M<®»ÍÍMBLAÐIÍí) iStóNNURAjSUJð 81, lAPRÍLlími NÆGUR KVOTI ÓNÓG VINNA Ottó Wathne hf.: Óskapa fjöl- miólaáróður — segir Trausti Magnússon skipstjóri Skipstjórarnir Trausti Mag'nússon og Páll Agústsson eru eigendur að Ottó Wathne hf. sem gerir út samnefndan togara. Sjómenn eru 19. Trausti Magnússon skipstjóri taldi ólíklegt að skipið landi heima eftir þann „óskapa fjölmiðlaáróður" sem rekinn hefði verið gegn Otto Wat- hne hf. ingu. Skömmu síðar fór fyrirtækið fram á aðstoð Atvinnutrygginga- sjóðs, en beiðni fyrirtækisins var hafnað. Þá var leitað til Hlutafjár- sjóðs Byggðastofnunar. Sjóðurinn setti það skilyrði fyrir aðstoð að fyrirtækið yrði sameinað Gullbergi hf. og þar með útgerð togarans Gullvers. Eigendur Gullbergs hf. sem jafnframt voru aðaleigendur Fiskvinnslunnar-Norðursíldar höfn- uðu þessum kosti. Því var ekki neina fyrirgreiðlu að hafa frá Illutafjár- sjóði. Fiskvinnslan-Norðursíld lýsti sig því gjaldþrota í september 1989. Þá voru áhvílandi kröfur að frá- dregnum veltuíjármunum taldar nema rúmum 300 milljónum en brunabótamat fasteigna var talið 500 milljónir. Stærsti kröfuhafinn var Landbankinn en auk þess var fyrirtækið í verulegri skuld við bæjarsjóð Seyðisfjarðar og enn- fremur við Gullberg hf. sem hafði landað afla hjá fyrirtækinu. Dvergasteinn Eftir gjaldþrot Fiskvinnslunnar hf. var reynt að ná samstöðu um stofnun nýs fyrirtækis. í júní var undirritað samkomulag allra helstu aðila á staðnum, eigendur Ottó Wathne voru þar á meðal en þeir féllu síðan frá þátttöku. í ágúst í fyrra var fískvinnslufyrirtækið Fiskiðjan Dvergasteinn hf. stofnað og samkomulag gert við Lands- bankann og Byggðastofnun um kaup á eigum Fiskvinnslunnar- Norðursíldar fýrir 102 milljónir króna. Þar að auki samþykkti Byggðastofnun að lána 20 milljónir króna til endurbóta á frystihúsi fé- lagsins. Hluthafar í Dvergasteini hf. eru Seyðisfjarðarbær 15 milljónir króna, Hafnarsjóður 5 millj. kr. Gullberg hf. 15 millj., Verkamanna: félagið Fram 5 millj. kr., og ein- staklingar 2 millj. kr. Fyrir liggur vilyrði frá ríkisstjóm um hlutafé fyrir 20 milljónir króna sem á að koma í gegnum Byggðastofnun. Um- mánaðamótin janúar/febrúar í vet- ur sýndist loks vera að rofa til á Seyðisfirði. Dvergasteinn hf. hóf botnfiskvinnslu. Gullberg hf. hefur lofað að landa 30%, um 1.000 tonn- um, af afla Gullvers NS hjá fyrir- tækinu. Fiskverðið er þó nokkuð hærra en hefur tíðkast annars stað- ar á Austfjörðum, t.a.m. eru greidd- ar 75 kr/kg fyrir þorsk en annars staðar á fjörðunum hefur til skamms tíma verið greiddar 63 kr/kg. Auk 1.000 tonna afla af Gullveri NS má gera ráð fyrir því að aflaheimildir smábáta frá Seyð- isfirði geti fært allt að 1.000 tonn- um til vinnslu og þá væntanlega á sama verði og greitt er fyrir aflann af Gullveri. Greinargerð Byggðastofnunar Til að tryggja enn frekar hráefni til vinnslu leituðu forráðamenn Dvergasteins hf. eftir kaupum á togaranum Hjörleifi frá Reykjavík sem var í eigu Granda hf. Kaup- verð skyldi vera 125 milljónir en meðfylgjandi aflaheimildir, 450 þorskígildistonn, skyldu fylgja með í þessum viðskiptum. 450 tonn eru ekki nóg til að standa undir rekstri togara; forráðamenn Dvergasteins gerðu því ráð fyrir að leita eftir kaupum á viðbótarkvóta, a.m.k. 1.000 þorskígildistonnum. Til þess að þessi áform fengju framgang leituðu bæjaryfirvöld á Seyðisfirði eftir ríkisaðstoð. Var farið fram á um 60 millj. kr. Ríkis- stjórnin vísaði þessu erindi til Byggðastofnunar til athugunar. í greinargerð sem stofnunin skilaði um miðjan febrúar kom m.a. fram að Byggðastofnun t’aldi áætlanir Dvergasteins hf. vart raunhæfar. Til að pndurbæta Hjörleif og kaupa viðbótarkvóta yrði mun hærra fjár- framlag að koma til. Eigið fé fyrir- tækisins þyrfti að vera miklu meira. Auk þess væri fyrirsjáanlegt að þegar fram í sækti þyrfti fyrirtækið lánsfé sem næmi hundruðum millj. kr. og fyrir því þyrfti tryggingar sem tæpast væru fyrir hendi. í umsögn Byggðastofnunar komu fram miklar efasemdir almennt um rekstrargrundvöll Dvergasteins hf. Stofnunin taldi að samkomulag fyr- irtækisins við Gullberg hf. byggi á fiskverði ,sem skuldsett’vinnsla geti ekki staðið undir. Frá rekstrarlegu sjónarmiði sé lítil skynsemi í því að borga 15-20% hærra fiskverð en aðrir. Byggðastofnun taldi að þrátt fyrir nokkuð skárri afkomu í sjávarútvegi væri líklegt að hefð- bundin fiskvinnsla á þessu fiskverði myndi engu skila til afskrifta eða fjármagnskostnaðar. Ekki varð af kaupum á togaran- um Hjörleifi en hann var seldur Skagstrendingi hf. á Skagaströnd. Eins og fram hefur komið ér vandi Seyðisfjarðar að því leytinu sérstæður að aflaheimildir á staðn- um eru umtalsverðar en vandinn er í því fólginn að önnur útgerðin á staðnum vill ekki landa heima, nema greitt sé fiskverð sem sé sam- bærilegt við það sem gerist á er- lendum og innlendum fiskmörkuð- um. Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða er umráðaréttur útgerðar- innar á veiði- heimildum skýlaus og samningsað- staða vinnsl- unnar heldur veik. Víðast á landsbyggð- inni er útgerð- in og fisk- vinnslan í eigu eins og sama aðila og hefur það yfirleitt dugað til að tryggi'a fisk- vinnslunni hráefni. — Reyndar æði oft á verði sem sjómenn hafa talið of lágt. í greinargerð Byggðastofnunar segir m.a: „Sú sérstæða staða sem komin er upp á Seyðisfirði hlýtur að tengjast þeim umræðum sem verið hafa um að tengja kvótann við byggðarlögin með einhverjum hætti. Jafnframt hljóta að vakna upp spumingar um hvort réttlætan- legt sé að ríkissjóður hjálpi Seyð- firðingum til að auka við aflaheim- ildir sínar þegar þeir hafa engar aflaheimildir misst. Hér kemur upp spurningin um fordæmi gagnvart öðrum, t.d. Reyðarfirði. Geta aðrir staðir látið sinn togara leggjast í siglingar og fengið síðan tilstyrk ríkisjóðs til að bæta við aflaheimild- um fyrir vinnsluna?" Hvers vegna landar togarinn Ottó Wathne ekki í heima- höfn? „Það eru mörg svör við því en fyrst og fremst er það að við höfum fengið betra verð erlendis og greitt strax. Við lönduðum heima áður fyrr, töpuðum hátt á þriðju milljón í gjald- þrotinu. Við keyptum hlut bæjarins í fyrirtækinu með fullum verðbótum og tilheyrandi og eru því með gríðar- lega erfið lán sem við verðum að stánda skil á. — Og höfum staðið í skilum með,“ — Hvað þarf verðið að vera hátt til að það borgi sig fyrir útgerðina að landa heima? I „Við fengum nýlega 191,5 kr. fyr- ir kílóið af þorski og ýsu sem við sendum til Englands í þrem gámum. Meðalverð í siglingu er oft 130 kr./kg. til 150-60 kr./kg. Dverga- steinn hefur hæst boðið 85 krónur. Við þurfum eitthvað hærra verð.“ — Stímið út kostar nú sitt? „En aðföngin eru ódýrari, við fengum olíuna á rétt rúmar 9 krónur lítrann en hún er 17-18 krónur hér að virðisaukaskattinum frádregn- um.“ — í greinargerð frá Byggðastofn- un segir að þið hafið eignast skipið með stuðningi sveitarfélagsins og verkalýðsfélagsins, er það rétt? „Við lítum þannig á að við höfum stutt bæinn til að halda skipinu sem annars hefði farið til Hornafjarðar. Með 18-19 störfum og útsvarstekjum af þeim fyrir bæjarsjóð." — Hvers vegna vilduð þið ekki gerast hluthafar í Dvergasteini? „Við lítum þannig á að það sé al- gjörlega vohlaust fyrirtæki, eins og það er rekið. Miklar endurbætur sem þurfti að gera, frystiklefar og raf- magn voru á undanþágum. Fyrirtæk- ið var alltof skuldsett í bytjun. Og persónulega höfum við engan áhuga á frystihúsarekstri." — En nú voruð þið í júní fyrra búnir að undirrita samkomulag um þátttöku í fyrirtækinu?. „Við ætluðum að vera með en sáum að okkur í tíma sem betur fer.“ — Telurðu einhvetja möguleika á því að löndunarsamningar geti tekist milli ykkar og Dvergasteins hf.? „Ákaflega ólíklegt eftir þann óskapa fjölmiðlaáróður sem rekinn hefur verið gegn okkur.“ — Fjölmiðlumræðan og kvóta- kerfið. Hvert er þitt álit á kvótakerf- inu eða hugmyndum um byggða- kvóta eða sölu veiðileyfa? „Að mörgu leyti lítið álit. Ég hef verið 48 ár á sjó og er andvígur öll- um lögþvingunum en maður við- urkennir að það þarf að vera einhver stjórnun. Persónulega sé ég eftir sóknamarkinu. Sölu veiðileifa er ég algjörlega andvígur. Útgerðin þarf að hafa ráðstöfunarrétt á kvótanum til að fiska með sem hagkvæmustum hætti." Trausti Magnússon skipstjóri. Rétti fylgir ábyrgó - segir Þorvaldur Jóhannsson bæjarstjóri VANDI fiskvinnslunnar er líka vandi bæjarfélagsins. í janúar síðastliðnum birtist í bæjarblaðinu áskorun frá bæjarstjórn Seyðisíjarðar þar sem skorað var á eigendur Ottó Watne NS að ráðstafa hluta af aflakvóta skipsins til vinnslu á Seyðis- firði. Seyðfirðingar allir sem einn yrðu að leggja sitt af mörk- um til að tryggja atvinnuöryggi bæjarbúa. Erfiðleikarnir og öryggisleysið koma fram með ýmsum hætti, t.d. fækkaði íbúum um 45 á síðasta ári og voru sam- kvæmt bráðabirgðatölum Hag- stofunnar taldir 977 í desember 1990. „Já, það hefur fækkað í bæjarfélaginu og það stafar af þessu ástandi. Fiskvinnslan hf. var langstærsti atvinnurekandinn í bæjarfélaginu með um 100-120 manns í vinnu. Þetta skánar ekki fyrr en við tökum okkur til í and- litinu og tryggjum rekstur físk- vinnslunnar í landi,“ sagði Þor- valdur Jóhannsson bæjarstjóri. — Dvergasteinn skortir enn hráefni? „Já, við höfum ekki náð nægi- legri samstöðu um að leysa vand- ann. Það er nánast vonlaust í dag að stofna til vinnslu án tengsla við útgerðina, t.d. Ottó Wathne hf. sem er' því miður ekki aðili að Dvergasteini. Til að fiskvinnsl- an geti staðið undir sér og veitt fólki atvinnu þarf mikið hráefni á verði sem vinnslan ræður við. Og við höfum ekki náð utan um nægi- legt magn. Hugmyndin var að fá um helm- ing af togarakvótanum 2.000- 2.500 tonn og síðan um 1.000 tonn frá smábátunum. Við treyst- um því að við myndum ná samn- ingum.“ Rétt verð? — Nú komu fram í greinargerð frá Byggðastofnun miklar efa- semdir um að Dvergasteinn gæti staðið undir því fiskverði sem fyr- irtækið byði í aflann? „Já það er rétt. En hver veit hvert raunverulegt verð er í dag? Þegar Dvergasteinn var tilneydd- ur til að bjóða 75 krónur varð allt vitlaust hér í kringum okkur. Hvað eru sömu aðilar að borga í dag? Skýrsla Byggastofnunar var gerð í febrúar og það hafa marg- ar forsendur breyst síðan — sér- staklega varðandi fiskverðið. Það eru margs konar verð í gangi sem hafa það helst sameiginlegt að hækka stöðugt. Mér sýnist allt stefna í það að við komust ekki hjá því að allur íslenskur fiskur fari í gegnum fískmarkað hérlendis, þá myndi verðlagið jafnast og jafnframt lækka. Það myndi auðvelda rekst- urinn fyrir aðila sem hafa ekki skip til að afla hráefnis.“ — Nú átti Seyðisfjarðarbær hlut í skipi, Ottó Wathne, hvers vegna var sá hlutur seldur? Það hefur verið stefna bæjar- yfirvalda að láta aðra sjá um al- mennan atvinnurekstur og vera ekki að vasast í atvinnulífínu .nema í sérstökum tilvikúm. Við höfum talið farsælast að skapa gott urnhverfí fyrir atvinnulífið og einnig verið reiðubúnir til að- stoða með ábyrðum og tíma- bundnu hlutafé. Því íjármagni sem losnaði við söluna á hlutafé okkar í Ottó Wathne hf. var varið til að treysta jámiðnaðinn með byggingu dráttarbrautar." Þorvaldur Jóhannsson bæjarstjóri. — Kaupin á Hjörleifi? „Eins og staðan hefur verið, hefur Dvergasteinn verið í hinu mesta basli með að fá hráefni og því varð algjör samstaða um að kaupa Hjörleif og viðbótarkvóta. En það er óhætt að segja að umhverfíð hafí verið þeirri hug- mynd mjög mótdrægt. Lands- bankinn, Byggðastofnun og jafn- vel aðrar sjávarbyggðir hér fyrir austan lögðust hart gegn því. Það var haft á orði að nægur kvóti væri á Seyðisfírði og líka það að fyrirtækið hækkaði fiskverðið.“ Seyðisfjörður virðist þokkalega settur með kvóta sem nýtist byggðinni illa. Viltu einhvers kon- ar byggðakvóta? „Miðað við aðstæður hér er það ákaflega freistandi en þá þarf að ákveða hver á að fara með úthlut- un hans. Eru það vinnslustöðvarn- ar? Eru það sveitarstjórnirnar? Eða hveijir eru það? í núverandi kerfí er útgerðinni treyst fyrir þessum rétti; því hvíl- ir mikil ábyrgð á útgerðarmönn- um að misnota ekki þennan rétt. Og þeir eiga ekki að ráðstafa kvóta óháð hagsmunum byggða- lagsins, lögin um stjórnum físk- veiða segja: „Nytjastofna á ís- landsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þess- ara er að stuðla að vemdun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun sam- kvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallan- legt forræði einstakra aðila yfír veiðiheimildum.““ Byggdavcmdi á Seyðisfirdi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.