Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1991 HEFNDARHU6UR FÆRIR OKKUR EKKI FÖDURLAND Einkaviðtal Morgunblaðsins við Yasser Arafat, formann Frelsissamtaka Palestínu Yasser Arafat. Eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur „EF meirihluti lýræðislega kjðr- inna fulltrúa á þingi okkar telur rétt að fá annan í minn stað mun ég að sjálfsögðu hlíta því að fara í stjórnarandstöðu. En meðan ég nýt meirihluta sit ég, það segir sig alveg sjálft,“ sagði Yasser Arafat, formaður Frelsissamtaka Palestínu (PLO), í cinkaviðtali við blaðamann Morgunblaðsins á skrifstofu hans í Túnisborg. Arafat hefur undanfarið átt undir högg að sækja og ýmsir hafa viljað að hann viki sæti eins og komið hefur fram. Hann ítrekaði, að fyrst hann hefði stuðning 51% full- trúa væri hann með það fylgi sem krefðist þess að hann hlypi ekki af vettvangi. Arafat sagðist gera sér grein fyrir því að ekki væru allir Palestínumenn á hemumdu svæðunum, þ.e. Vestur- bakkanum og í „Gaza-gettóinu“, eins og hann orðaði það, sáttir við það að hann hefði gefíð grænt Ijós á að Palestínumenn, sem ekki eru opin- berir félagar í PLO, töluðu við James Baker, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, á ferð hans um Austurlönd á dögunum. En gæti þetta orðið til friðar í heimshlutanum og til fram- dráttar málsstað Palestínumanna vildi forysta PLO ekki taka á sig ábyrgð að ganga gegn tilraunum í þá átt. Þeir vildu ekki taka Banda- ríkjamenn sér til fyrirmyndar í því að segja alltaf NEI, NEI, NEI í því sem snerti rétt Palestínumanna. „Við viljum bara það sem er okkar og Bandaríkjastjórn axlar nú mikla ábyrgð og verður að ryðja veginn til friðar og þar með eðlilegra réttinda fyrir Palestínumenn, ella verður áfram óstöðugleiki á þessu svæði, þ.e.a.s. Palestínu, en við förum fram á að alþjóðlegar samþykktir Samein- uðu þjóðanna séu látnar ganga í gildi og ekki virtar einlægt að vettugi." KÚROAR OG STRÍflH) HÖRMULEGA Ég spurði hvort hann áliti að al- mennur stuðningur væri við sam- bandsríki við Jórdaníu eins og nýleg skoðanakönnun meðal Palestínu- manna gaf til kynna. Hann sagði að þetta væri eitt þeirra mála sem semja þyrfti um á jafnréttisgrundvelli eins og tíðkaðist í samskiptum tveggja fullvalda ríkja og hann fylgdi þeirri ákvörðun sem tekin yrði á lýðræðis- legan hátt. „Við viljum ekkert frum- skógalýðræði né byssukjaftalýð- ræði,“ sagði Arafat. „Og svo eru það málefni Kúrd- anna,“ sagði ég. „Æ, guð minn góð- ur, enn ein afleiðingin af þessu hörmulega stríði. Við leituðum frið- samlegrar lausnar en allt kom fyrir ekki. Það verða ljót ör eftir þessa styijöld og gjár milli fólks og mikill- ar og ákveðinnar viðleitni er þörf nú. Irak hefur verið lagt í rúst. Alvarleg- ir eldar loga í olíulindum Kúveit og ógnunin frá þessum harmleik er ekki bara gagnvart fólkinu í þessum heimshluta, íraskir Kúrdar eru aðeins einn þáttur umfangsmikils harm- leiks. Kúrdar eru víðar; í Sýrlandi, Tyrklandi, íran og ein milljón Kúrda er innan landamæra Sovétríkjanna. Ég efa ekki að það geti orðið flókið og þjáningarfullt fyrir arabaríkin að finna lausn sem dugar til frambúð- ar. Palestína er það mikilvægasta eins og ég sagði. Án lausnar fyrir Palestínumenn er lítil von. Veistu að Saladdín var Kúrdi? Hann frelsaði Palestínu á sínum tíma. Palestína er mikilvæg kristnum mönnum, gyðing- um og múslimum. Palestína er kjarni alls og þetta skelfilega stríð hefur engan vanda leyst nema síður sé.“ OFSÓKNIR 00 ÁBYRGÐ RISAVELDANNA „Og svo eru hafnar ofsóknir og brottrekstur á Palestínumönnum í Kúveit.“ Arafat fórnaði höndum. „Enn er- um við að horfast í augu við afleið- ingar styrjaldar sem skílaði engri lausn. Þetta hófst meðan hernám íraka á Kúveit stóð og það vita allir sem vilja vita að Palestínumenn hjálpuðu mörgum Kúveitum þann tíma. Það verður að koma til alþjóð- legur þrýstingur til að stöðva þetta því við verðum að vernda börn okkar og konur. Stórveldin verða að binda endi á þetta. Á þeim hvílir pólitísk og siðferðileg ábyrgð. Gleymum ekki, að það voru ekki hvað síst Palestínu- menn sem lögðu fram liðsinni sitt við að bvggja upp Kúveit á sínum tíma. Ég veit vel um þetta því ég vann í Kúveit í sjö ár á árunum 1956-1963 og ástandið í landinu var óskaplega frumstætt þá. Það varð t.d. að flytja allt vatn frá Basra og loftræsting í húsum í þessum miklu hitum þekktist alls ekki. Þegar ég féllst á á sínum tíma að ég og mínir menn færum frá Beirút lofaði fjöl- þjóðaherinn þar að vernda konur okkar og börn. Og hvað gerðist? Fjöldamorð voru framin i Sabra og Chatilla. Eftir að írakar fóru frá Kúveit eru menn samt ekki öruggir. Það er auðvitað óafsakanlegt að stöku Palestínumenn unnu með írök- unum, en það gleymist að það gerðu margir Kúveitar einnig. En það verð- ur að stöðva þetta áður en í fullkom- ið óefni er komið og hefndarhugur færir okkur Palestínumönnum ekki föðurland." Ég sagðist hafa veitt athygli eftir viðræður í Kairó rriilli utanríkisráð- herra Egyptalands og Svíþjóðar að þá hefði aðeins sænski ráðherrann tekið sérstaklega fram að PLO væri eini rétti fulltrúi Palestínumanna á friðarráðstefnu. Hvernig yrði hún samansett? Hvort hann héldi að Egyptar styddu þá ekki að PLO væri þessi fulltrúi? Arafat bandaði frá sér hendinni og sagði að það yrði utanríkisráðher- rann og Mubarak forseti hefði tekið af öll tvímæli um hver væri afstaða Egypta í þessu efni. Samtal okkar fór að sjálfsögðu fram í mesta bróðerni en þó fann ég að hann skipti skapi þegar ég sagðist hafa heyrt nýverið í Líbanon og fundið mikla andúð í garð Pal- estínumanna. „Það getur bara ekki átt sér stað. Við hveija talaðir þú eiginlega?" sagði hann. „Það eiga sér stað í vin- semd viðræður milli okkar og líbönsku stjómarinnar og það er full- ur skilningur á báða bóga. Sérstakir sendiboðar hafa farið á milli og okk- ar menn koma aftur með jákvæð svör. Þú færð mig ekki til að trúa því að það sé almenn andúð á Palestínumönnum í Líbanon." BREYTT HEIMSMYND „Altso," sagði ég. „Þegar við hitt- umst síðast sagðir þú að við myndum sjást í Jerúsalem og halda veislu. Trúir þú því enn?“ „Það er enginn vafi í huga mér,“ sagði Yasser Arafat. „Við erum með söguna á okkar bandi og þeir sem nú ráða í landinu okkar eru ekki síst innrásarseggirnir þar, allir hafa orðið að hörfa. En heimsmyndin er líka orðin önnur og við hikum ekkert við að aðlaga okkur að breyttum heimi. Það var um aldir hernám í þessu landi okkar. Hvað með Rómveija? Hvað með krossfarana? En, vel á minnst, komu víkingarnir nokkurn tíma? Ég skal segja þér sögu. Á sínum tíma sendum við palestínskan fiskimann til Rómar. Það var Pétur postuli. Og ekki fór hann þangað með báli og brandi en áhrif hans hafa orðið óafmáanleg. Spartakus var Palestínumaður og Jesú Kristur var Palestínumaður. Þetta er bara hluti sögunnar og arfleifðarinnar og engin ný sannindi.“ „Er það rétt að það sé valdabar- átta innan æðstu stjórnar PLO?“ spurði ég? Arafat hallaði sér afturábak í stólnum og hló. „Veistu, ég hef nú engar áhyggjur af því. Við erum með lýðræðislega uppbyggt kerfi og erum stoltir af því. Við erum engar strengjabrúður, hvorki eins né neins, og hver hefur sjálfstæðan vilja og skoðanafrelsi, skárra væri líka ann- að.“ LENGSTA BYLTING SÖGUNNAR Verður hann aldrei þreyttur og vondapur? Baráttan hefur staðið lengi og enn eiga Palestínumenn sér ekkert land. Hann leit á klukkuna, langt gengin í fimm á föstudags- morgni. „Þreyttur?," sagði harm, „ef einhver er þreyttur, þá er það að minnsta kosti ekki ég. Þetta er bylt- ing, lengsta bylting sögunnar og henni verður haldið áfram þar til sig- ur vinnst. Frelsun lands með bylt- ingu, lýðræðislegri og réttlátri. Palestínumenn eru mikilvægasta þjóð Mið-Austurlanda og við í PLO erum stoltir af því að vera sál og andi palestínsku þjóðarinnar." Það er alltaf einhver sjarmi yfir því þegar við Arafat hittumst. Það hafði verið fastmælum bundið að ég yrði sótt kl. 21.30 á fimmt'udags- kvöldið, „eða kannski aðeins síðar“, eins og elskulegur blaðafulltrúi Ara- fats, Khaled Salameh, sagði við mig fyrr um daginn. Klukkan korter fyrir eitt um nótt- ina, þegar ég hafði hring ótal sinnum að leita að Salameh, og drukkið allar kaffibirgðir hótelsins, eða svo gott sem, hringdi Salameh hress í bragði. „Ég sendi bílinn klukkan hálftvö," sagði hann afsakandi þegar ég kom á staðinn. „Ég sagði þér að það gæti dregist aðeins." Arafat sat á fundi með sendinefnd frá Jórdaníu og Salameh hélt mér áelskap næsta klukkutímann eða vel það og við ræddum hvað það væri helst sem blaðamenn spyrðu Arafat um. Hann sagði að það væri auðvitað breytingum undirorpið og þó væru sumar spurningar alltaf gegnum- gangandi sem væri ósköp eðlilegt. Loks var okkur Salameh vísað inn á skrifstofu Arafats. Þá var klukkan langt gengin í íjögur aðfaranótt föstudags. Hann tók mér hlýlega og minntist þess þegar við hittumst í Sanaa í Jemen fyrir rúmum fimm árum. Hann sagði að þetta væri að- eins venjulegur vinnudagur hjá sér. Það væri í svo mörg horn að líta og hann vildi hitta sem flesta. Hann setti klútinn upp fyrir myndatöku. Ég horfði á hann og fannst augun í honum hafa elst um meira en þessi fimm ár en kannski var hann bara orðinn syfjaður, þó það væru ekki þreytumerki á honum að sjá. STUDDIALDREIINNRÁSINA Í KÖVEIT Stuðningur Yassers Arafats við Saddam Hussein hefur vérið svo rækilega tíundaður, eða kannski sönnu nær að segja rangtúlkaður, að mér fannst töluvert út í hött að fara að spyija þar um. Staðreyndin er að Arafat studdi aldrei innrás og töku Kúveit og yfirlýsingar voru margsinnis gefnar út frá PLO um það mál. Hins vegar féllu þær fullyrð- ingar Saddams Iraksforseta í fijóan jarðveg meðal Palestínumanna jafnt sem annarra araba víðs vegar, að tengja málefni Palestínumanna öðr- um ágreiningsefnum Mið-Austur- landa, svo sem hernámi ísraela á Vesturbakkanum og Gaza og Sýr- lendinga á Líbanon. Leiðtogar PLO, Jemen og Jórdaníu veigruðu séreinn- ig við að samþykkja refsiaðgerðir gegn írak sem myndu fela í sér þján- ingar óbreyttra borgara og þaðan af síður vildu þeir styðja ákvörðun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að heimila stríðsaðgerðir ef Irakar færu ekki frá Kúveit. Þetta eru tvær sögur og það er einlægt verið að rugla þeim saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.