Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 44
Bögglapóstur um ollt Iflfld PÓSTUR OG SÍft/II MORGUNBLAÐID, AÐALSTRÆTI 6. 101 REYKJAVÍK TELEX 2127, PÚSTFAX 681811, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: IlAFNARSTRÆTl 85 Grímnur Landsbanki íslands Banki allra landsmanna SUNNUDAGUR 21. APRIL 1991 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Unglingur stunginn með hnífi Vestmannaeyjar. Sextán ára unglingur var stung- inn með hnífi í Eyjum aðfarar- nótt laugardags. Pilturinn slas- aðist alvarlega og þurfti að gang- ast undir aðgerð vegna áverka sem hann hlaut. Maður á fimmtugsaldri stakk drenginn 3 stungum og særði hann alvarlega. Að sögn rannsóknarlög- reglunnar í Eyjum er rannsókn málsins á frumstigi og því lítið hægt að segja um tildrög atburðar- ins._ Árásarmaðurinn var handtekinn og situr í fangageymslum lögregl- unnar. Grímur Oðu í land frá strand- aðri trillu Morgunblaðið/RAX Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksms, var krafinn um skilríki er hann kom á kjörstað í Melaskóla í gærmorgun ásamt konu sinni Ástríði Thorarensen. Mörgum skilríkja- lausurn var vísað frá MORGUM kjósendum var vísað frá kjörstað í gær þar sem þeir höfðu ekki meðferðis persónu- skilríki eins og krafist er í ný- samþykkri lagabreytingu. Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins segir að slælega hafi verið staðið að kynningu á hinum hertu reglum kosningalaganna. Hann taldi í sam- tali við Morgunblaðið líklegt að margir þeir sem vísað væri frá vegna þess að þeir hefðu ekki skilríki meðferðis kæmu ekki aftur á kjörstað. „Þegar gerð er breyting í jafn- miklum grundvallaratriðum er það skylda allra stjórnvalda sem bera ábyrgð að kynna þessar breytingar vandlega fyrir almenningi,“ sagði Kjartan Gunnarsson. „Hér er það verkefni alfarið Iátið stjórnmála- flokkum og framboðsaðilum eftir. Manni dettur stundum í hug að stjórnvöld telji að ekki einungis kosningaathöfnin sjálf heldur kosn- ingarnar allar eigi að fara fram með leynd.“ Sjá myndir frá kjörstöðum bls. 18 og 19. ÞRIGGJA tonna trilla, Kórall HF 109, strandaði i blíðviðri við inn- siglinguna í Sandgerðishöfn um miðnætti á föstudagskvöld. Tveimur mönnum, sem á voru, var bjargað í land og trillan losnaði af strandstað á flóðinu á laugar- dagsmorgun. Að sögn Sigtryggs Pálssonar, formanns björgunarsveitarinnar Sig- urvonar, virtist sem trillan hefði ekki hitt á innsiglinguna og steytt á skeri. Hálffallið var út þegar trillan strand- aði. Björgunarsveitarmenn færðu skipveijunum tveimur galla sem þeir klædust áður en þeir óðu í land. Á háfjöru var hægt að ganga þurrum fótum út í bátinn. Hann losnaði þeg- ar flæddi að og virtist lítið skemmd- ur, að sögn Sigtryggs. Bifhjólamað- ur slasaðist í árekstri 16 ÁRA piltur slasaðist illa í árekstri létts bifhjóls og bifreið- ar á Hafnarstræti á ísafirði um miðnætti á föstudag. Pilturinn, sem var ökumaður bif- hjólsins, hlaut meðal annars opin beinbrot og var fluttur með sjúkra- flugi til Akureyrar. Gjöld gefin eftir í vildarþjónustu Islandsbanka: Þjónustugjöld fyrir aðra viðskiptavini hækka ekki segir Tryggvi Pálsson bankastjóri ÍSLANDSBANKI hefur ákveðið að fella niður ýmis þjónustugjöld hjá þeim viðskiptavinum sínum, sem eiga samtals yfir 500.000 króna innstæðu í bankanum og kjósa að nýta sér svokallaða vild- arþjónustu. Ljóst er að þarna getur verið um þúsundir króna að ræða. Tryggvi Pálsson, bankastjóri íslandsbanka, segir að þessi nýja þjónusta muni standa undir sér með því að hún afli bankanum væntanlega auk- inna innlána, og því séu engin áform um að hækka þjónustu- gjöld hjá öðrum viðskiptavinum bankans til að standa undir þess- um kostnaðarauka. Að sögn Tryggva felst í vildar- þjónustunni að felld eru niður ýmis gjöld, sem verið hafa „pirrmgs- gjöld“ hjá traustum viðskiptavinum bankans. Bankinn mun greiða eitt almennt greiðslukort fyrir þá, sem nýta sér þjónustuna, láta þeim í té ókeypis tékkhefti, gefa 200.000 króna yfirdráttarheimild á tékka- reikningi ókeypis og veita ókeypis innheimtuþjónustu. Viðskiptavinur- inn hefur sérstakan þjónustufull- trúa og verður starfræktur þjón- ustusími, sem hægt er að hringja í utan vinnutíma og koma skilaboð- Islenskur blaðamaður heimsækir flóttamannabúðir í Irak: míii r oik ueyr ems völdum sára og vosbúðar KRISTJÁN Guðlaugsson blaðamaður, sem búsettur er I Noregi, heimsótti í síðustu viku flóttamannabúðir á landamærum íraks og Tyrklands, og jafnframt fór hann í fylgd kúrdískra skæruliða í flóttamannabúðir sem eru um 100 km inn í Irak. Hann segir ástand- ið í flóttamannabúðunum hafa verið skelfilegt, og fólk deyji þar eins og flugur úr hungri, kulda og vosbúð, auk sára af völdum napalmsprengja. „Ég heimsótti sjúkrahús í litlum bæ á landamærunum sem heitir Hakkari, en þar eru venjulega 75 sjúkrarúm. Þarna voru nálægt 300 sjúklingar, sem voru sundurtættir, napalmbrenndir og deyjandi," sagði Kristján í samtali við Morg- unblaðið. „Það voru engin lyf handa fólk- inu, matur né sáraumbúðir, og að sögn yfirlæknis sjúkrahússins var ekkert hægt að gera nema hjálpa því að deyja annars staðar en í leðjunni í flóttamannabúðum sem þarna eru. Þarna voru smábörn sem voru sundurtætt og með brennd andlit eftir napalmsprengj- ur, og gamalmenni sem þjáðust af vosbúð, kulda og sulti. Tyrknesk yfirvöld hafa lítið gert til að hjálpa þessu fólki, en í flóttamannabúð- um.þarna búa 90 þúsund Kúrdar, og aðeins eru þar 50 kamrar og Kristján einn vatnskram. Nú eru vorrigningar á þessum slóð- um og ef ekkert verður gert varð- andi hreinlætisaðstöðu þarna næstu daga er augljós hætta á farsóttum." Kristján ferðaðist fótgangandi og á ösnum með kúrdískum skæru- liðum um 100 km inn í írak að nóttu til, en skotið var á þá meðal annars af tyrkneskum landamæra- vörðum. „Við heimsóttum flótta- mannabúðir sem þarna eru, og blaðamenn hafa ekki komið í áður. Ástandið þar var hryllilegt, og mun verra en i búðunum á landamærun- um. Algjör hungursneyð ríkti, og flestir voru sjúkir og deyjandi. Það eru ólýsanlegar hörmungar, sem þetta fólk þarf að þola,“ sagði Kristján. til þjónustufulltrúans símsvara. Tryggvi segir að vildarþjónustan sé byggð á „vinningsliðinu", sér- þjónustu, sem Verzlunarbankinn rak. „Við sjáum að vaxtamunurinn er að lækka, en við erum líka bún- ir að ná töluverðri hagræðingu í bankanum. Þessir viðskiptamenn leggja mikið til arðsemi bankans og við viljum skapa tryggð þeirra við okkur og vinna ný innlánsvið- skipti. Á móti minni tekjum okkar vegna eftirgjafar gjalda og kostnað- ar við að bæta gæði þjónustunnar, kemur að við vonumst til að vinna innlánsviðskipti. Við ætlum á engan hátt að rýra þjónustu annarra við- skiptamanna eða hækka gjöld þeirra vegna þessa. Við vonum að aukin gæði þjónustunnar skili sér til allra viðskiptavina," sagði Tryggvi í samtali við Morgunblaðið. „Slagurinn um innlánsféð er á fullu og Landsbankinn mun ekki láta sitt eftir liggja," sagði Sverrir Hermannsson bankastjóri Lands- bankans þegar hann var spurður hvort bankinn myndi svara þessu útspili Islandsbanka á einhvern hátt. „En þessa leið myndi ég ekki velja. Ég vil líka láta litla manninn, með færri krónur, njóta góðs af því sem við getum bezt boðið.“ Stefán Pálsson, bankastjóri Bún- aðarbankans, sagði í samtali við blaðið að þegar einn banki auglýsti eitthvað sérstakt, þá hlytu aðrir að fara af stað. „Við munum skoða þetta sem samkeppnisaðilar," sagði Stefán. „Menn verða aldrei einir í heiminum lengi. Það er slagur um innlánsféð."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.