Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 6
6 FRETTIR/INNLENT MflBGUNBUBIB 51WW»AWJU<, AfSílJffil Langt í að náma- vinnsla af hafsbotni verði hagkvæm — segir William E. Westermayer sérfræðingnr í hafsbotnsvinnslu ÞÓTT fundist hafi mangan á Reykjaneshrygg, og mangan sé verð- mætur málmur í stáliðnaði, áburðar- og málningarframleiðslu, er ekki þar með sagt að þessi manganfundur þýði verðmæti fyrir Is- lendinga. Að minnsta kosti ekki í náinni framtíð. Þetta er kjarni þess boðskapar sem William E. Westermayer, Ph.D., hafði að færa Islendingum um námavinnslu á hafsbotni. Westermayer er sérfræð- ingur á skrifstofu tækniframfara hjá Bandaríkjaþingi um nýtingu auðæfa í hafinu og á hafsbotni og um umhverfismál. Westermayer flutti meðal annars fyrirlestur um námavinnslu á hafsbotni hjá Orkustofnun í liðinni viku. Morgunblaðið ræddi við hann um mat hans á möguleikum til hagnýtingar auðlinda á hafsbotni. Sýnishorn af mangani sem fannst á Reykjaneshrygg. „Mér finnst þessi manganfundur á Reykjaneshrygg afar áhugaverð- ur frá vísindalegum sjónarhóli og vísindamenn íslands og hugsanlega annarra þjóða geta haft nóg að gera við að rannsaka þetta svæði um allnokkurn tíma,“ sagði West- ermayer. „Á hinn bóginn jafngildir það eitt að vita um málma á sjávar- "botni ekki því að um hagkvæma auðlind sé að ræða. Sennilega líður langur tími þar til þróuð er aðferð til námavinnslu af hafsbotni og til þess liggja margar mismunandi ástæður. Ein er sú að þessar auðlindir eru á miklu dýpi og þótt til séu tilrauna- tæki til vinnslunnar hafa þau ekki enn verið reynd í alvöru. Talsverða kunnáttu og þekkingu þarf í viðbót til þess að gera það sem er í raun- inni vísindaleg uppgötvun að hag- kvæmri auðiind. Þar að auki er ekkert sérstakt við jarðefni af hafs- botni sem gerir nýtingu þeirra hag- kvæmari en jarðefna af landi. Þess vegna þurfa efni af hafsbotni, eins og mangan í þessu tilviki, í öllum grundvallaratriðum að keppa við málmvinnslu úr námum á landi. Kannski eru engar slíkar námur á íslandi, en þær eru í mörgum öðr- um heimshlutum. Ef ekki er hægt að nýta hafs- botnsnámur á ódýrari hátt en hinar ýmsu landnámur, er ólíklegt að hægt verði að nýta þær. Það þýðir þó ekki að það sé óiíklegt einhvern tíma í framtíðinni, því með tíman- um verða námur og auðlindir í öðrum heimshlutum fágætari og erfiðara að hagnýta þær. Verð- mætustu námurnar eru nýttar fyrst og þær sem auðveldast er að vinna. Að því kemur fyrr eða síðar að hafsbotnsnámur verða samkeppn- isfærari, en ég held að það verði ekki í næstu framtíð." — Á liðnum árum og áratugum hafa fjölmiðlar flutt frásagnir af alls kyns hugsanlegri neðansjávar- starfsemi í framtíðinni, þar á með- al námavinnslu, jafnvel fjölmenn- um byggðum. Er þetta eintómur vísindaskáldskapur? „Ekki að öllu leyti,“ sagði West- ermayer, „en þetta er ekki raun- hæfur möguleiki í fyrirsjáanlegri framtíð. Um nokkurt skeið hefur alþjóðleg samvinna verið milli fyrir- tækja sem hafa haft áhuga á náma- vinnslu af hafsbotni, þar á meðal hafa verið nokkur bandarísk fyrir- tæki, þó hafa Japanir verið áhuga- samastir. Þeir hafa verið að þróa tækni til slíkrar vinnslu. Tækni við að vinna mangangrýti er tiltölulega háþróuð, en hvorki Japanir né aðr- ir geta gert nokkuð í þeim efnum fyrr en fjárhagslega hagkvæmt verður að stunda vinnsluna." Westermayer sagði nýjar fram- leiðsluaðferðir einnig gera okkur óháðari því að þurfa að leita eftir námavinnslu af hafsbotni, endur- vinnsla sé að verða meiri og full- komnari, hvort tveggja vinni gegn hagkvæmni neðansjávarvinnslu. — Er einhvers staðar stunduð námavinnsla af hafsbotni? „Ekki af því tagi sem við tölum hér um, af miklu dýpi,“ sagði hann. „En talsvert er um vinnslu efna af grunnsævi, einkum sand- og malarnám til byggingarfram- kvæmda eins og þið þekkið vel hér. Tinvinnsla er einnig stunduð í Suðaustur-Asíu á mjög grunnu vatni. Nýlega var hætt gullvinnslu undan ströndum Alaska, hún var einfaldlega óarðbær. Þeir héldu að hægt væri að vinna gullið á hag- kvæman hátt, en eitt helsta vanda- málið er lagnaðarísinn á veturna. Vegna hans var aðeins hægt að vinna fimm mánuði ársins, en til að vinnslan gæti orðið arðbær þurfti heils árs vinnslu. Þar að auki ollu verðsveiflur á gulli erfið- leikum." Hann sagði einnig vitað um títan-námur á grunnsævi undan ströndum Bandaríkjanna. Tæknin væri fyrir hendi til að vinna það, en vinnslan væri of dýr til að vera samképpnishæf. — Hve djúpt borgar sig að fara í námavinnslu? „Þegar um er að ræða vinnslu með sköfum, sem er algengasta aðferðin, eru mörkin trúlega við um 100 metra, sem er ekki mjög djúpt. Hins vegar er námavinnsla í dag ekki stunduð á svo miklu dýpi, heldur aðallega niður að um 40 metra dýpi. Til að geta stundað vinnslu, jafnvel niður á 100 metra dýpi, þarf líklega töluverða tækni- þróun, þó ekki neitt sem væri óyfirstíganlegt. Þegar námavinnsla á hafsbotni verður samkeppnisfærari er ég sannfærður um að tæknivandamál- in verða yfírstigin," sagði William E. Westermayer. Fjórar frægar rokk- hljómsveitir til landsins FJÓRAR þungarokkshljóm- sveitir frá Bretlandi og Banda- ríkjunum leika á útitónleikum hér á landi þann 16. júní í sum- ar, þ. á m. ein frægasta þunga- rokkshljómsveit heims um þess- ar mundir, Poison. Mikið verður í tónleikanna lagt og er fjár- hagsáætlunin nálægt 30 milljón- um króna. Aðstandendur tón- leikanna gera sér vonir um að minnst 10.000 manns komi á þá. Fyrirtækið Rokk hf. stendur að tónleikunum og verður yfirskrift þeirra „ísinn brotinn“. Hljómsveit- imar sem fram koma eru Poison, Slaughter, Quireboys og Thunder auk tveggja til þriggja íslenskra hljómsveita. Þegar er búið' að ákveða hvar tónleikarnir verða haldnir en beðið er eftir leyfum og því fékkst það ekki upp gefið. Áðilar sem starfað hafa með stærstu þungarokksveitum heims, Whitesnake og Dio, munu koma hingað til að sjá um uppsetningu tónleikanna og alla skipulagningu. MT V-tónlistarsj ónvarpsstöðin hyggst kvikmynda tónleikana. Miðar -verða seldir hér á landi en auk þess í Bretlandi, Danmörku og Noregi. Röng heimilis- föng ferming- arbarna Heimilisfang Gríms Rúnarssonar, sem fermist í Dómkirkjunni í dag kl. 11, var ekki rétt í blaðinu í gær. Rétt heimilisfang er Fannafold 71, Grafarvogshverfi. í blaðinu í gær var einnig farið rangt með heimilisfang Rakelar Þórhallsdóttur sem fermd verður í Fella- og Hólakirkju í dag kl. 14. Rakel á heima í Blöndubakka 9. María í St. María Ellingsen leikkona fékk nýlega hlutverk í bandarísku fram- haldsþáttunum Santa Barbara, sem sýndir eru í Bandaríkjunum fimm daga vikunnar og njóta mikilla vin- sælda. María leikur eitt aðalhlut- Barbara verkið í þáttunum, hina þýsku Kat- arinu sem kemur í heimsókn til Bandaríkjanna. Á myndinni er María í hlutverki Katarinu við tökur á fyrsta þættinum sem hún leikur í og sýndur verður í vikunni. Gjaldþrot í fiskeldi: Landsbankinn tapar mestu - Búnaðarbanki með tryggingar BANKAR og sparisjóðir lands- ins vilja ekki gefa upp töp eða afskriftir vegna útlána til fi- skeldisfyrirtækja en allar lána- stofnanir hafa greitt inn á af- skriftarreikninga á síðasta ári samkvæmt bankalögum. Halld- ór Guðbjarnason, bankastjóri Landsbankans, segir að stefna bankans sé að upplýsa ekki um afskriftir vegna einstakra fyr- irtækja en bankinn hafi greitt um 500 milljónir inn á afskrift- arreikning á síðasta ári sem er nokkurs er konar varúðarráð- stöfun vegna hugsanlegra tapa á útlánum. Um er að ræða óbeinar afskriftir sem eru til þess ætl- aðar að mæta hugsanlegum töpum. Halldór sagði að þar sem búið var að áætla töp í til- teknum málum hefði oft komið í Ijós að um ekkert tap var að ræða. Þetta þýddi það að ári síðar væri afskriftin tekjufærð til baka. I bankalögum er kveðið á um að bankar og sparisjóðir skuli af- skrifa óbeint á þennan hátt að minnsta kosti 1% af útlánsstofni en svo er það hverri bankastofnun í sjálfsvald sett hvort hann af- skrifí hærra hlutfall í varúðar- skyni og fer það þá eftir eðli og umfangi lánastarfseminnar. A síðasta ári afskrifaði Landsbank- inn 79 milljónir kr., tap sem end- anlega er fært út úr bókum bank- ans. 2,7 milljarðar kr. eru nú á afskriftarreikningi Landsbankans og greiðslur inn á reikninginn á síðasta ári voru um 500 milljónir kr., eða rúm 3% af útlánastofni bankans. Hall- dór sagði að greiðslur inn á afskriftareikn- ing væru byggðar á út- tektum á hinum ýmsu skuldurum bankans. Landsbankinn hefði ver- ið með um 80% af öllum afurðar- lánum til fiskeldis og ljóst væri að bankinn yrði fyrir tapi í þess- ari grein. „Það er farið í gegnum málin og þegar þau hafa verið skoðuð er áætlað hvert tap kann að verða af hveiju máli. Þetta þyrfti að gera jöfnum höndum árlega, í hvert skipti og mat gefur til kynna að eitthvað kunni að tapast í framtíðinni. Endanleg afskrift fer hins vegar ekki fram fyrr en viðkomandi fyrirtæki er gjaldþrota og reynt hefur verið á hve mikið bankinn fær greitt af kröfum sínum úr þrotabúinu,“ sagði Halldór Guðbjarnason. íslandsbanki yfírtók við stofn- un lánaviðskipti við Laxalind, Laxalón og Faxalax. Tryggvi Pálsson sagði að bankinn gæfí ekki upplýsingar um einstakár afskriftir vegna lána til fískeldis- fyrirtækja. Islandsbanki hefði þó afskrifað meira en Landsbanki á síðasta ári. Staðan á afskriftar- reikningi útlána hjá íslandsbanka um síðustu áramót var 1.549 milljónir kr., eða 3,7% af útlána- stofni bankans. Greiðsla inn á reikninginn á síðasta ári var 565 milljónir kr. auk endanlega af- skrifaðra krafna. Tryggvi sagði að það hefði ekki komið til tals innan bankans hvort skýra ætti opinberlega frá því hvert hlutfall endanlegra afskrifta væri í þess- ari tölu. Ólafur Haraldsson hjá SPRON sagði að sparisjóðurinn hefði verið í viðskiptum við eitt fiskeldisfyrir- tæki, íslenska fiskeldisfélagið, sem var lýst gjaldþrota á síðasta ári. Hann sagði að tap sparisjóðs- ins af þessum viðskiptum væri ekki orðið ljóst ennþá. Á síðasta ári voru gjaldfærðar 74 milljónir kr. í afskriftarsjóð og var staða sjóðsins um síðustu áramót um 130 milijónir kr., eða 3,03% af útlánastofni. Ólafur sagði að meira hefði verið lagt í afskriftar- sjóð á síðasta ári en undanliðin ár, einkum vegna gjaldþrots Is- lenska fiskeldisfélagsins. Þá er tryggingasjóð sparisjóða ætlað að veija sparisjóðina gegn töpum en hann er fjármagnaður með 0,4% af heildarinnlánum allra spari- sjóðanna og þar fyrir utan ábyrgj- ast sparisjóðirnir önnur 0,4% gagnvart öllum skuldbindingum sparisjóða. Búnaðarbankinn hafði tólf fisk- eldisfyrirtæki í viðskiptum þegar mest var. Stefán Pálsson banka- stjóri sagði að bankinn hefði engu tapað vegna lánaviðskipta við fískeldisfyrirtæki. Bankinn hefði haft baktryggingar hjá þeim fi- skeldisfyrirtækjum sem hafa orðið gjaldþrota og voru í viðskiptum við bankann. Stefán sagði að um væri að ræða tryggingar með veði í öðrum eignum en fískeldis- fyrirtækjunum sjálfum. Bankinn hefði haft allt sitt á þurru. „Við vorum gagnrýndir mjög á sínum tíma og fulltrúar margra fiskeldis- fyrirtækja sem leituðu til okkar gátu ekki sætt sig við þetta. Við vissum að hér var óreynd atvinnu- grein og gerðum stífari kröfur til hennar en aðrir, að minnsta kosti Landsbankinn sem var lofsunginn af ýmsum viðskiptavinum okkar vegna þess að þeir kröfðust ekki sambærilegra trygginga." Stefán sagði að tryggingarnar væru nokkuð háar, hefðu numið mörg- um tugum milljóna, jafnvel yfir hundrað milljónum. Greiddar voru um 400 milljónir kr. inn á afskriftareikning Búnað- arbankans á síðasta ári, eða 1,4% af útlánsstofni, en til afskrifta vegna annarra útlánsviðskipta en til fiskeldisfyrirtækja fóru 140 milljónir kr. á síðasta ári. Baksvió eftir Gudjón Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.