Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. APRÍL L991 Xá Eiginf járstaéa góö - Hráefnisstaöa slæm — segir Svanbjörn Stefánsson framkvæmdastjóri Fiskvinnslufyrirtækið Fiskiðjan Dvergasteinn hf. er vonarneistinn í drungalegu atvinnuástandi Seyðfirðinga. Fyrirtækið hefur um 60 manns í vinnu, þar af um 45 konur í frystihúsinu. Svanbjörn Stefáns- son er framkvæmdasljóri fyrirtækisins og kom hann til starfa 1. september síðastliðinn. vernig líst framkværndastjór- anum á deemið? „í sjálfu sér líst mér ekk- ert illa á þetta dæmi, Ef nægt hrá- efni fæst og á viðunandi verði, verð- ur þetta gott fyrlrtæki, Vaiur heit- inn Arnþórsson bankastjóri Lands- bankans sagðist vilja ^já stórt og öflugt fiskvinnsluíyrirtæki á Seyð- isfirðl, og vonandi á það eftir að rætast, En eins og fyrr er sagt, stendur þetta og fellur með hráefn- inu.“ — Viðunandi verð, Byggðastofn- un hafði miklar efasemdir um að skuldsett fiskvinnsla getl staðið undir þv( fiskverðl sem þið borgið? „Ég er mjög ósammála þeirri greinargerð sem Byggðastofnun hefur látið frá sér fara um Fiskiðj- una Dvergasteinn hf. og skil ég ekki hvaða forsendur mennimir hafa gefið sér, Fyrirtækið er tiltölu- lega lítið skuldsett. Miðað við kaup- verð eigna og endurbótalán og 62 milljónlr (hlutafé er eiginfjárstaðan 51% sem verður að teljast mjög gott, Mér er ekkl kunnugt um neitt fiskvinnslufyrirtækl af þessari stærðargráðu sem hefur eins góða eiginfjárstöðu. Fiskverðið of hátt? Til þess að fá hráefni yfirleitt verðum við að bjóða samkeppnisfært verð, Við borgum 75 krónur fyrir þorsk og ýsu og okkar áætlanir gera ráð fyrir að við þurfum 3,000 tonn ( vinnsluna til að hafa viðunnandi stöðu," — En þið hafið engin 3,000 tonn? „Nei, i dag höfum við ekki tryggt okkur nægjanlegt hráefni, I»að ejna sem við höfum fast er þriðjungur af afla Gullvers NS, um 1,000 tonn. En við gerum okkur vonir um að smábátamir landi sínum afla alfar- ið hjá okkur, það gerir sennilega um 500 tonn, Við eigum um 250 þorskígildistonn og hugmyndin er að kaupa fleiri. Við viljum bjóða útgerðaraðilum til samvinnu um að leggja saman okkar heimildir og þær sem þeir eíga, báðum aðilum til hagsbóta. Og við verðum að vona að Qttó Wathne fálst til að landa ( sinni heimabyggð á samsvarandi hátt og Gullver." — Öttó Wathne og aðrir togarar geta fengið mun hærra verð á mörkuðum erlendis, oft 130-150 kr./kg. og stundum mun hærra. Getur íslensk fiskvinnsla greitt það verð að það borgi sig að landa hér heima? „Já það tel ég, að minnBta kosti þegar verðlð er ( lægri kantinum, Það sem sklptir máli er nettóverðið; endanleg útkoma eftir að kostnaður hefur verið dregin frá, Sigling ti! Bretlands eða Þýskalands kostar Bitt, jafnvel þótt olían sé þar eitt- hvað ódýrari, Sölukostnaður og fleira er einnig nokkur, Og ef togar- inn siglir er hann llka frá veiðum. Hann verður svo Hka fyrir 20% skerðingu á kvóta þegar hann selur erlendis. Að öllu samanlögðu og frádregnu, það að landa heima get- ur skilað álíka miklu eða meiru I nettóverði." — En ef þið fáið ekki afla af Ottó Wathne, hvar ætlið þlð að ná I það sem á vantar í 3.000 tonnin, á fiskmörkuðunum fyrir sunnan? „Miðað við það verð sem þar hefur verlð, 95 krónur eða hærra fyrir þorskinn, þá gengur það ekki til langframa," — Fiskmarkaðir of dýrir, og fisk- vinnslan hefur ekki togara, hvað er þá til ráða? „Það er (sjálfu sér fátt sem kem- ur tll greina, Ef Ottó Wathne fæst ekki til að landa hluta af afla sínum heima, þá er aðeins ein leið, Reyna að auka hlutaféð og kaupa skip. Það mætti vel íhuga að allur fisk- ur færi í gegnum innlenda mark- aði, þá myndi verðið væntanlega lækka eitthvað, Þau fiskvinnslufyr- irtæki sem ættu útgerð stæðu samt alltaf betur að vígi, Þau væru l rauninni að kaupa fisk af sjálfum sér, en óneitanlega myndi kostnað- ur þeirra hækka við þetta fyrir- komulag, Það er slæmt hvað veiði- heimildir eru fortakslaust bundnar við skíp, Maður gæti Imyndað sér að hluti af kvótanum væri bundin fiskvinnslunni og/eða bæjarfélög- unum. Hvernig þessum kvóta yrði svo útblutað er ekkert einfalt mál. Ég hef ekki lausn á reiðum hönd- um. Einfaldast er að hafa þetta eins og það er, en þá verða útgerð- armenn að skilja að þeir hafa ekki bara réttindi heldur einnig skyldur." Fiskvinnslukonur ræddu við sjávarútvegsráðherrann. $Íávarútvegsráóherrann Grundvallarbreytingar á tisk- veióist jórnun eru hættulegt f ikt Sjávarútvegsráðherra, Halldór Ásgrímsson, var á ferð á Seyðisfirði fyrir nokkru. Ráðherrann er fyrsti þingmaður kjördæmisins og efsti maður á lista Framsóknarflokksins. Gagns- laus kvóti - segja fisk- vinnslukonur FISKVINNSLUKONUR hjá Dvergasteini álitu að togarar frá Seyðisfirði ættu að landa í heimahöfn og vildu setja hölm- ur á siglingar. Það var gest- kvæmt í kaffitímanum þegar Morgunblaðmenn litu þar inn fyrir nokkru. Morgunblaðs- menn fiskuðu eftir skoðunum á málunum. Það gerði Halldór Ásgrimsson sjávarútvegsráð- herra líka — en reyndar einnig eftir atkvæðunum. Fiskvinnslukonum bar saman um að þetta væri búið að vera ömurlegt ástand, engin, eða lítil vinna. Þeim lá sumum heldur þungt orð til útgerðarinnar Ottó Wathne hf. Þær Ragna Sigurðar- dóttir og Sveinfríður Sigmarsdóttir sögðu físk sárvanta í vinnsluna en þeir Páll Ágústsson og Trausti Magnússon útgerðarmenn „færu örugglega frekar suður með aflann úr næsta túr heldur en að láta okk- ur fá hann“. Þær töldu að byggða- lagið þyrfti aðstoð til að fá nýtt skip. Ottó Wathne nýtist byggða- laginu alls ekki. Bogga hefði reynd- ar sagt að Ottó Wathne gæti þess vegna verið gerður út frá Grimsby. Morgunblaðsmaður bar þessi um- mæli undir Sigurbjörgu Jónsdóttur sem hefur stundum verið í fyrir- svari fyrir fiskvinnslukonur hjá Dvergasteini. Hún staðfesti að rétt væri eftir sér haft. „Það er engin lygi, hann tekur ekki einu sinni ís hér. Þessi kvóti gagnast okkur ekk- ert. Það væri jafnvel betra að togar- inn færi alveg. Þá væri kvóti sann- anlega tapaður byggðalaginu og við hefðum einhvern möguleika á því að fá aðstoð til styrkja atvinnulífið, lagfæra þessa vitleysu." Ráðherrann og aðrir frambjóð- endur Framsóknarflokksins héldu fund til að kynna Seyð- firðingum og öðrum fundargestum, þ. á m. Morgunblaðsmönnum, helstu stefnumál Framsóknarflokksins. Sjávarútvegsráðherrann gerði m.a, stjórnun fiskveiða; kvótakerfið að umtalsefni. Ráðherrann varði kvóta- kerfið með oddi og egg, taldi að ekki hefði verið bent á aðrar betri eða í það minnsta skárri lausnir. Sjávarútvegsráðherrann sagði að auðvitað væru margir gallar á kvótakerfinu miðað við þá miklu hagsmuni sem um væri að tefla. En hann sagði hættulegt að fikta við að gera grundvallarbreytingar. Hugmyndir um byggðakvóta taldi ráðherrann vera óljósar í hæsta máta. Halldór var þess líka fullviss að aldrei gæti nokkur sátt tekist um sölu veiðileyfa. Fyrsti frambjóð- andi Framsóknarmanna sagði Sjálf- stæðisflokkinn vera stefnu- og ábyrgðarlausan í sjávarútvegsmál- um. — Ráðherrann taldi reyndar næstum útilokað fyrir Framsóknar- flokkinn sitja með sjálfstæðimönn- um í ríkistjórn á næsta kjörtímabili vegna þessara og fjölmargra ann- arra ávirðinga. Sjávarútvegsráðherra var spurð- ur um afstöðu sína til innlendra fisk- markaða m.a. á Austurlandi. Hall- dór var þeirri skoðun sammála að nauðsynlegt væri að fiskmörkuðum yrði komið víðar á fót en á Suðvest- urlandi en það væri eðlilegast að frumkvæðið kæmi frá fiskverkend- um og útgerðarmönnum. Þorvaldur Jóhannsson bæjarstjóri innti ráðherrann eftir afstöðu hans á því vandamáli sem Seyðfirðirigar Byggdavandi á Seydisfirdi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.