Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 8
s-
xeeí JIH4A.I
MORGUNBLAÐIÐ
MU8 GIGAJ3MU0fl0M
SUNNUDAGUR 21. APRIL 1991
\ /^ersunnudagur21. apríl, 3. sd. eftirpáska.
111. dagur ársins 1991. Árdegisflóðí
Reykjavík kl. 11.38 og síðdegisflóð kl. 24.16. Fjara kl. 5.29
og kl. 17.49. Sólarupprás í Rvík kl. 5.36 og sólarlag kl.
21.19. Myrkur kl. 22.18. Sólin er í hádegisstað í Rvík kl.
13.26 og tungliðí suðri kl. 19.59. (Almanak Háskólaíslands).
Þú ert fulitingi mitt og frelsari, tef eigi, Guð minn. (Sálm
40,18.)
ÁRNAÐ HEILLA
QAára afmæli. Á morgun,
i/V/ 22. þ.m. er níræður
Þórður Jónsson, Sölvholti,
Hvamgerðishreppi, Árn.
Hann stundaði sjómennsku
nær samfellt í tvo áratugi á
yngri árum. Hann hefur búið
á jörð sinni, Sölvholti, í um
fimmtíu ár. Þórður kvæntist
árið 1933 Þórhildi Vigfús-
dóttur frá Þorleifskoti. Hún
lést fyrir rúmum tveim árumi
KROSSGATAN
E
9
3
13
[■21
23 24
___________________
LÁRÉTT: — 1 ósvinna, 5
karlfisks, 8 gerðin, 9 hand-
æði, 11 myrkurs, 14 kassi,
15 rífa, 16 húsgögn, 17 kveik-
ur, 19 notfæra, 21 manns-
nafn, 22 mjög slæma, 25
haf, 26 auli, 27 táknletur.
LOÐRETT: - 2 ræfill, 3
dý, 4 mannsnafn, 6 eðli, 7
gljúfur, 9 druslu, 10 'slær, 12
dútlar, 13 hellirinn, 18 loka-
orð, 20 burt, 21 borðaði, 23
sjór, 24 tveir.
LAUSN SIÐUSTU KROSSGATU:
LÁRÉTT: — 1 skegg, 5 vætan, 8 erfið, 9 skæra, 11 lafði,
14 Níl, 15 valan, 16 aflir, 17 inn, 19 máni, 21 óðan, 22
Indriði, 25 agn, 26 ónn, 27 Rán.
LÓÐRÉTT: — 2 kæk, 3 ger, 4 granni, 5 villan, 6 æða,
7 arð, 9 skvampa, 10 ætlunin, 12 falaðir, 13 iðrunin, 18
norn, 20 in, 21 óð, 23 dó, 24 in.
FRÉTTIR/MANNAMÓT
ÞENNAN dag árið 1971
komu fyrstu handritin tii
landsins frá Kaupmannahöfn.
KOSNINGARNAR. Það
kemur fram í tilk. í Lögbirt-
ingablaðinu að íslendingar á
Grænlandi hafí getað kosið
þar í utankjörstaðakosningu
hjá ræðismanni íslands í
Nuuk, 8. og 9. apríl sl. Ræðis-
maðurinn er Anders Bröns
og rekur fyrirtækið Egede &
Bröns þar í bænum.
SAMVERKAMENN Móður
Tereseu halda mánaðarlegan
fund f safnaðarheimilinu á
Hávallagötu 16, mánudags-
kvöldið kl. 20.30.
NORÐURBRÚN 1. í dag,
21. apríl, eru liðin 17 ár frá
því að félagsstarf aldraðra
hófst á Norðurbrún 1. Verður
þess minnst þar í dag kl.
14—17. Kaffíhlaðborð, þá
verður upplestur og söngur.
SKRAUTDÚFUFÉL. ís-
lands heldur aðalfund annað
kvöld, mánudag, kl. 20 í
Fellahelli. Að fundarstörfum
loknum verða sýnd nokkur
ný afbrigði af skrautdúfum
og sýndar dúfnamyndir af
myndböndum.
FÉL. eldri borgara. I dag
er opið hús í Goðheimum kl.
14, frjáls spilamennska.
Dansað kl. 20. Á mánudag
verður opið hús í Risinu kl.
13—17. Þá kemur Björn Th.
Björnsson, listfræðingur, í
heimsókn og segir frá Ás-
mundi Jónssyni myndhöggv-
ara. Verður síðan farið í
höggmyndasafn hans. Þriðju-
dagskvöld kl. 20.30 verður
haldinn félagsfundur, þá
verða kjömir fulltrúar á aðal-
fund Landssambands aldr-
aðra. Sumardaginn fyrsta
verður svo haldin vorgleði í
Risinu sem hefst kl. 15.
Skemmtidagskrá, kaffiveit-
ingar og matur. Þá verður
dansað kl. 20.30.
ICC-deildir. Mánudagskvöld
kl. 20.30 heldur deildin Ýr
fund í Síðumúla 17. Fundur-
inn er öllum opinn. Þær Anna
s. 611413 og Ester s. 674730
gefa uppl. Deildin Eik heldur
fund á Hallveigarstöðum
mánudagskvöld kl. 20.30.
Inga s. 612046 gefur nánari
uppl. Deildin Kvistur heldur
fund á mánudagskvöldið í
Holiday Inn kl. 20.30. Hann
er öllum opinn. Olga í s.
35562 gefur nánari uppl.
Þessir byggingarverkamenn eru með loftbor að störfum á þaki norðurálmu Hallgrímskirkju. Þar
eru hafnar endurbætur á stuðlunum sem liggja að turni kirkjunnar. Þeir eru illa farnir eftir ára-
tuga veðrun og verða þeir endurnýjaðir. Þessar framkvæmdir eru framhald af hinni umfangsm-
iklu viðgerð sem fram fór á turni kirkjunnar og lokið var við í fyrra. (Morgunblaðið Árni Sæberg).
MORGUNBLAÐIÐ
FYRIR 50 ÁRUM
Lögmaðurinn í Rvík hef-
ur dæmt ríkissjóð til að
greiða ekkju tæplega
26.000 kr. í bætur. Mað-
urinn hennar hafði orðið
fyrir bíl sem var i eigu
ríkisins, suður við
Öskjuhlíð. Maðurinn
hafði látist af völdum
slyssins. Bíllinn hafði ver-
ið keðjulaus á hálku.
*
í loftárásum Þjóðverja á
London höfðu þinghúsið
og St. Pálskirkjan orðið
fyrir sprengjum. í frétt-
um frá Bretlandi sagði
að þá stæðu yfir þijár
stórorrustur. Orrustan
um Grikkland, orrustan
um Egyptaland og orr-
ustan um Atlantshafið,
sem var talin mikilvæg-
ust. I Grikklandi var þá
barist í hríð og frosti.
*
Vatnsveitustjórinn í Rvík
sagði frá því að farið
væri mjög ósparlega með
vatnið í bænum. Hét hann
á borgarbúa að spara svo
ekki hlytust af vandræði.
Hann sagði að yfirmenn
setuliðsins hefðu líka Iof-
að að gera sitt til að spara
vatnið. Myndi t.d. ekki
verða notað vatn i stein-
steypuna í lagningu flug-
brautanna á Reykjavík-
urflugvelli, heldur yrði
notaður snjór.
KVENFÉL. Kópavogs.
Spilakvöld verður nk. þriðju-
dagskvöld í félagsheimili bæj-
arins. Byijað að spila kl,
20.30 og er það öllum opið.
SAMTÖK um sorg og sorg-
arviðbrögð. Næstkomandi
þriðjudagskvöld verður opið
hús í safnaðarheimili Laugar-
neskirkjú kl. 20—22. Á sama
tíma verða veittar uppl. og
ráðgjöf í síma 34516. Aðal-
fundur samtakanna verður
haidinn í safnaðarheimilinu
sunnudaginn 28. apríl kl. 20.
ÁRBÆJARSÓKN. Þjónusta
fyrir aldraða: Fótsnyrting
mánudaga. Leikfimi á þriðju-
dögum og hágreiðsla hjá
Hrafnhildi.
ORLOF húsmæðra í
Reykjavík. Kynningarfundur
verður á Hallveigarstöðum á
sumardaginn fyrsta kl. 15.
Kynntar verða orlofsferðir og
dvöl á sumrinu sem farnar
verða að Hvanneyri í Borgar-
firði tvær og fjórar ferðir og
dvöl suður á Spáni. Byijað
verður á fundinum að skrá
þátttakendur. Skrifstofa or-
lofsins er á Hringbraut 116
og verður opin 25. apríl til
10. maí.
BARÐSTRENDINGAFÉL.
Fundur kvennadeildarinnar
sem átti að halda 23. þ.m.
frestast til 14. maí.
ÁSPRESTAKALL. Safnað-
arfélagið heldur síðasta fund-
inn á vetrinum næstkomandi
þriðjudagskvöld kl. 20.30 í
safnaðarheimili kirkjunnar.
Vorferð félagsins verður farin
4. maí næstkomandi og verð-
ur farið austur að Sólheimum
í Grímsnesi. Guðrún gefur
nánari uppl. um ferðina s.
37788.
BARNADEILD Heilsu-
verndarstöðvarinnar við Bar-
onstíg. Opið hús fyrir foreldra
ungra barna næstkomandi
þriðjudag. Umræðuefnið
verður þá mataræði bama.
KIRKJUR
ÁRBÆJARKIRKJA: Öpið
hús í safnaðarheimilinu mið-
vikudagkl. 13.30. Fyrirbæna-
stund í Árbæjarkirkju mið-
vikudag kl, 16.30. Opið hús
í safnaðarheimili Árbæjar-
kirkju fyrir mæður og feður
ungra barna í Ártúnsholti og
Árbæ, þriðjudag kl. 10—12.
Hansína Einarsdóttir fjallar
um samskipti — sjálfsmynd.
BÚSTAÐAKIRKJA: Æsku-
lýðsfundur í dag, sunnudag
kl. 17.
GRENSÁSKIRKJA: Æsku-
lýðsfundur í kvöld kl. 20.
NESKIRKJA: Æskulýðs-
starf unglinga mánudagsk-
völnd kl. 20. Þriðjudag:
Mömmumorgun. Opið hús
fyrir mæður og börn þeirra
kl. 10—12. Æskulýðsstarf 12
ára og yngri kl. 17.
FELLA- og Hólakirkja:
Fundur í æskulýðsfélaginu
mánudagskvöld kl. 20.30.
Fyrirbænir í kirkjunni þriðju-
daga kl. 14.
SELJAKIRKJA: Mánudag:
Fundur KFUK, yngri deild
kl. 17.30, eldri deild kl. 18.
Æskulýðsfundur kl. 20.
SELTJARNARNES-
KIRKJA: Æskulýðsfundur í
kvöld kl. 20.30. Opið hús fyr-
ir 10—12 ára mánudag kl. 17.
SKIPIN
RE YK JA VÍKURHÖFN:
í gær kom Esja úr strandferð
og fór aftur í ferð samdæg-
urs. Þá kom togarinn Ásgeir
inn til löndunar. í dag er
frystitogarinn Freri væntan-
legur inn af veiðum. Á morg-
un er Brúarfoss væntanlegur
að utan og togarinn Snorri
Sturluson inn til Iöndunar.
HAFNARFJARÐAR-
HÖFN: í fyrradag kom
Svanur að utan og þá fór
Haukur á ströndina og
grænl. togari fór út aftur. I
gær fór Urriðafoss á strönd-
ina og Oddeyrin hélt til
veiða. Hofsjökull kom af
strönd. I dag fer togarinn
Sjóli til veiða á djúpkarfaslóð-
ina. Á morgun verður landað
úr Helgu og Skúm, frystitog-
urum og Lagarfoss er vænt-
anlegur að utan.
ÁHEIT OG GJAFIR
ÁHEIT á Strandarkirkju, af-
hent Morgunblaðinu: Bjarni
Finnsson 10.000, Phobe
10.000, NN 8.000, MLPO
5.000, Sigurlaug 5.000, BJ
3.000, SJ 3.000, NN 2.500,
GJT 2.400, Elín 2.000,NN
2.000, HB 2.000, Helga B.
Guðmundsd. 2.000, Ónefnd
2.000, ÞV 2,000, Ágúst
1.800, Dagmar Ólafsd. 1.500,
Matthildur 1.200, ASK 1.000,
RB 1.000, Steinunn 1.000,
BSE 1.000, HLJ 1.000, Ingi-
björg Guðmundsd. 1.000, JS
1.000, Sigurvin Hannibalsson
1.000, SB 1.000, ÞJ 1.000,
Helga Ágústsd. 500, BS 500,
Sigrún 500, Anna Þórðard.
500, SJL 500, NN 500, Gerð-
ur Gunnlaugsd. 500, ES 500,
Sig NAT 500, RSL 500, OÞ
500, Margrét Finnbogad.
500, BÓ 500, SA 500, SA
420, SK 300, SK 300, KÞ
300, Laufeý Kristinsd. 250,
RI 200, Lilja 200, Elin
Björnsd. 100, KA 100.
ORÐABOKIN
Viðnám
í stefnuyfirlýsingu
Sjálfstæðisflokksins má
lesa þetta m.a.: „Dugnað
og þekkingu þjóðarinnar
þarf að virkja sem best
og gefa öllum tækifæri til
að veita kröftum sínum
viðnám í samræmi við
hæfíleika og getu.“ Þegar
ég las þessa málsgrein,
hnaut ég, satt bezt að
segja, um notkun no.
viðnám í þessu sambandi,
enda fæ ég ekki betur séð
en það sé hér notað í al-
rangri merkingu og það
svo, að smiðir yfírlýsing-
arinnar segi í reynd allt
annað en þeir hafa að
sjálfsögðu ætlað sér.
Samkv. OB og OM merkir
viðnám nú orðið sama og
andstaða, og orðasam-
bandið að veita e-u við-
nám það að standa gegn
e-u. Þetta mun hins vegar
örugglega ekki það, sem
fulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins ætla okkur,
óbreyttum borgurum, að
skilja með téðu orðalagi.
Hér hefði no. útrás átt
einna bezt við. Samkvæm
OM er ein merking þess
orðs talin afleidd af no.
farvegur eða framrás.
Menn fá útrás fyrir ýmis-
legt, m.a. fyrir krafta
sína, og það eiga menn
áreiðanlega að lesa úr of-
angreindri málsgrein. Þá
var no. viðnám áður fyrr
einnig haft um viðstöðu
eða dvöl, en sú merking
mun horfin úr mæltu
máii. í gömlum annál má
lesa þetta: „Hafís hafði
ekki lengi viðnám“, þ.e.
hann hvarf fijótt frá landi.
- JAJ