Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 10
>Í0 eftir Pól Lúðvík Einarsson/Myndir: Sverrir Vilhelmsson UNDANFARIN ár hafa verið Seyðfirðingum mótdræg í atvinnumálum. SUdarsöltun varð minni en efni stóðu til, og loðnuvertíðin brást í vetur. — Ensýnu verst er að þessi áföll koma ofan í erfiðleika fiskvinnslunnar á staðnum. I september 1989 varð einn helsti burðarásinn í atvinnulíf- inu, Fiskvinnslan hf., gjaldþrota. Um 18 mánaða skeið var nánast engin bolfiskvinnsla á Seyðisfirði. Mánaðamótin janúar/febrúar í vetur hófst vinnsla í fyrirtækinu Fiskiðj- unni Dvergasteini hf. á nýjan leik en það hefur skort fisk til vinnslunnar. Seyðisfjörður er til þess að gera ekki illa settur með fiskveiðiheimildir. Auk smábáta eru þaðan eru gerðir út tveir togarar með umtalsverðan kvóta, á síðasta ári var aflamark þeirra um 4.300 þorskígildistonn. — En lög um sljómun fiskveiða kveða á um að kvótinn sé bund- inn við skip og togararinn Ottó Wathne NS siglir með all- an sinn afla og en Gullver NS landar a.m.k. 1.000 tonnum í heimabyggð. Vandi Seyðfirðinga er um margt frekar nýstárlegur og nokkuð sérstæður a.m.k. enn sem komið er. Tengsl fiskvinnslunnar og útgerðarinnar ér lauslegri en víða annars staðar. Botnfiskvinnslan þar hefur ekki átt skip síðan 1984. Þessi staða í at- vinnumálunum á sér sögulegar skýringar. Fiskvinnlan hf. starfaði frá árinu 1969 en þá keypti Ólafur M. Ólafsson eignir af ríkissjóði. Árið 1984 voru mikil fjárhagsvand- ræði hjá fyrirtækinu og var það til skoðunar hjá Framkvæmdastofnun og Landsbankanum. Niðurstaðan varð sú að Fiskvinnslan hf. seldi togara þann sem hún átti og hét Gullberg NS. Til að forða því að . togarinn færi af staðnum lagði Byggdavandi á Seybisfirbi sveitarfélagið og verkalýðsfélagið nokkuð hlutafé í Otto Wathne hf. sem keypti Gullberg NS og var nafni skipsins breytt í Ottó Wathne NS. Aðalhluthafar í Ottó Wathne hf., skipstjóramir Páll Ágústsson og Trausti Magnússon, keyptu síðar hlutafé sveitarfélagsins. Þeir Páll og Trausti áttu áður hlutafélagið Gylli hf. en það fyrirtæki gerði út 149 rúmlesta stálskip, Otto Wathne eldra. Til að greiða fyrir fyrrgreind- um viðskiptum keypti ríkissjóður þann bát og er hann nú rannsóknar- skipið Dröfn. Við þau kaup ríkis- sjóðs féll niður kvóti bátsins sem var um 1.000 tonn. í greinargerð sem Byggðastofnun skilaði til for- sætisráðherra um miðjan febrúar segir m.a: „Eftir að Páll og Trausti höfðu með aðstoð sveitarfélagsins og verkalýðssfélagsins keypt tog- arann Ottó Wathne NS af Fisk- vinnslunni voru gerðir nokkrir lönd- unarsamningar við fyrirtækið en ósætti kom upp og þeir héldu ekki. Árið 1985 landaði Ottó Wathne NS um 600 tonnum hjá Fiskvinnslunni hf. en hefur síðan nær alfarið selt erlendis og í gáma.“ Fiskvinnslan hf. var þó ekki með öllu án hráefnis. Árið 1983 keypti fyrirtækið Gullberg hf. togarann Gullver NS nýjan frá Noregi en hann kom í stað eldri togara með sama nafni. Gullberg hf. er að mestu leyti í eigu sömu aðila og áttu fiskvinnsluna hf., Ólafs M. Ólafssonar og Jóns Pálssonar. Gull- ver lagði upp hjá Fiskvinnslunni að mestu. Árið 1988 keypti Fiskvinnslan hf. fyrirtækið Norðursíld hf. sem var síldarsöltunar- og fiskvinnslu- fyrirtæki. Tilgangur þessara kaupa var að ná fram aukinni hagræð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.