Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 15
tMÖÍlÖUNÖLAÐlS SUNNtfDÁ'GUR'-21: ÁPRÍL5l'á9:l
Þarf öfluga
fiskmarkaöi
- segir Olafur M . Olafsson
útgerðarmaður
Hér kristallast
allir gallar
kvótakerfisins
- segir Jón Guðmundsson varafor-
maður verkamannafélagsins Fram
„HINGAÐ flytur ekki nokkúr heilvita maður. Menn ganga á eigur
sínar, þ.e.a.s. þær sem þeir geta losnað við en fasteignir eru illseljan-
legar.“ Jón Guðmundsson varaformaður verkamannafélagsins Fram
er skelfingu lostinn yfir ástandinu.
ÓLAFUR M. Ólafsson hefur
um langt skeið verið athafna-
maður í atvinnulífi Seyðis-
fjarðar. Hann á bæði hlut í
útgerð og fiskvinnslu. Hann
er annar aðaleigenda í Gull-
bergi hf. sem á togarann
Gullver NS. Gullberg á einnig
15 milljónir í fiskiðjunni
Dvergasteini hf. Ólafur var
einnig einn af aðaleigendum
Fiskvinnslunnar hf.
/
lafur er tengdur bæði út-
gerð og vinnslu. Margir
telja að fiskvinnslufyrir-
tæki verði að eiga skip til að afla
hráefnis. Þegar Fiskvinnslan hf.
varð gjaldþrota fyrir tveimur árum
tapaði útgerðarfélagið Gullberg
hf. tugum milljóna. Þegar endur-
skipulagning Fiskvinnslunnar var
til umræðu afsögðu eigendur Gull-
bergs hf., Ólafur og Jón Pálsson,
að sameina fyrirtækin en þeir voru
einnig aðalhluthafar í Fiskvinnsl-
unni. Ólafur og Jón kusu frekar
stórfellt tap en að skerða sjálf-
stæði útgerðarinnar. Er fisk-
vinnsla svona vonlaus í saman-
burði við útgerð? „Nei, en Hlutafj-
ársjóður vildi að skipið yrði látið
inn í fyrirtækið fyrir 250 milljónir.
Við tókum þá ákvörðun að hafna
þeim kosti því söluverðið var á
þeim tíma 400-450 milljónir. í
fyrrahaust fengum við tilboð í
skipið og það var um 600 milljón-
ir.“
Ólafi er engin launung á því að
hann telur verðlagningu á fiski á
íslandi vera í hinum mesta ólestri.
Margvíslegt verð og heimalöndun-
arálag tíðkist. Hann telur það hafa
verið mistök koma ekki upp öflug-
um fiskmörkuðum í öllum flórð-
ungum. Ef það yrði gert, yrði
vandinn á Seyðisfirði viðráðan-
legri. Blaðamaður Morgunblaðsins
innti hann eftir því hvort 75 krón-
ur fyrir þorskinn væri ásættanlegt
verð fyrir bæði útgerð og fisk-
vinnslu, en Gullberg hf. hefur lofað
Dvergasteini hf. 1.000 tonnum á
því verði. Útgerðarmaðurinn Ólaf-
ur M. Ólafsson taldi verðið ekki
nógu gott. „Við höfum borgað með
hverju einasta kílói, miðað við
markaðsverð."
— En nú teþa aðrir að fisk-
vinnslan geti alls ekki greitt þetta
verð?
„Hvað fiskvinnslan getur greitt
er háð því hvernig fisk er verið
að kaupa, stærð og gæði, og
FISK-
MARKAÐIR
VÍÐAR.
byggju við, að útgerðarmenn væru
frjálsir af því að fara og leita eftir
hæsta verði sem byðist. Ráðherra
svaraði ekki beinum orðum en hafði
efasemdir um að gagnsemi þess að
beita lögþvingunum til að tryggja
að hveijum einasta ugga yrði landað
í heimabyggð. Hins vegar væri ekki
fullvíst að markaðirnar Suðvestan-
lands skiluðu hæsta verði, það yrði
að líta á endanlegt heildarfram-
leiðsluverð. Menn ættu að sameinast
um að gera sem mest úr hráefninu.
hvernig vara er unnin úr honum.
Úr góðum fiski er hægt að vinna
gæðavöru sem stendur vel undir
þessu verði.“ Ólafur taldi ekki út-
lokað að togarinn Gullver landaði
síðar einhveiju umfram 1.000
tonnin en það yrði háð aflabrögð-
um og afkomu útgerðarinnar.
Viðmælendur Morgunblaðsins
vildu ekki beinlínis álasa
skipveijum á Ottó Wathne
fyrir að vinna um borð. Þeir réðu
engu um hvort landað væri heima.
Skiljanlegt væri að menn vildu
halda í sína vinnu og tekjur fyrir
3 til 3'/2 milijón. En þetta gengi
ekki á meðan aðrir leptu dauðan
úr skel.
Morgunblaðsmaður ræddi
óformlega við tvo skipveija á Ottó
Ólafur M. Ólafsson
útgerðarmaður.
Wathne en þeir vildu lítið segja
annað en að þetta væri leiðinda-
mál sem eitraði samskiptin. Þeir
hefðu ekki orðið fyrir beinum
óbótaskömmum en þeir fengu að
heyra athugasemdir, t.d. í verslun:
„Gastu ekki keypt þetta úti?“
Annað vildu þeir ekki segja en
vísuðu á trúnaðarmanninn um
borð, Sigmar Gunnarsson. Morg-
unblaðinu tókst ekki að ná sam-
bandi við Sigmar.
Atvinnuleysi var umtalsvert á
Seyðisfirði á síðasta ári og
mest hjá konum. í desember
voru 39 á atvinnuleysisskrá, þar
af voru konur 36. Ætla má að at-
vinnuleysi að meðaltali á síðasta
ári hafi samsvarað um 10% árs-
verka á Seyðisfirði. „Hérna kristall-
ast allir gallar kvótakerfisins. Það
gengur ekki að útgerðarmenn
„eigi“ kvóta sem byggðarlögum er
ætlað að lifa á. Það verður að tengja
saman veiðar og vinnslu. Samfélag-
ið hefur sannarlega hjálpað mönn-
um til að eignast togara með ýmissi
fyrirgreiðslu."
Jón var hræddur um að Fiskiðjan
Dvergasteinn stæði ekki á traustum
grunni. Hráefnisöflun óviss og á
alltof háu verði. „Það verður að
taka á þessu. Núna eru stjórnmála-
flokkarnir í kosningaslagnum, en
ég óttast mjög að svo verði þeir
uppteknir við stjórnarmyndun og
Seyðisfjörður verði guði og mönn-
um gleymdur fram til hausts.“
mothercare
póstverslun á íslandi
Barnaföt, barnavörur, tækifærisfatnaður
Pantið vörulista í síma 91 -616957
Opið kl. 13-18 alla virka daga
Sæfell sf.
nsi
1: - ■ m - x mm* m t* m : ■ * i
AÐALFUNDUR
HLUTABREFASJOÐSINS H.F.
Aðalfundur Hlutabréfasjóðsins h.f. verður haldinn
á Hótel Sögu, Ársal, 2. hæð í ráðstefnuálmu,
mánudaginn 29. apríl 1991 og hefsl hann
kl. 17.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 14. gr.
samþykkta félagsins.
2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa.
3. Tillögur til breytinga á 1„ 3., 4. og 14. gr.
samþykkta félagsins.
Dagskrá, ársreikningur félagsins og tillögur liggja
frammi til sýnis fyrir hluthafa á skrifstofu félagsins
að Skólavörðustíg 12, 2. hæð, Reykjavík.
Fundargögn verða afhent á fundarstað.
Stjórn Hlutabréfasjóðsins h.f.
I
* «asosss(K=5<Kaw wasosswwasoas* «k>ssb<k5w rsss >œsrtssa<><=s<)4sa<>aaaií
Spillir
samskiptum
bæjarbúa
Erfiðleikar fiskvinnsiunar eru keðjuverkandi, vinna í þjónustu-
fyrirtækjum dregst saman og fjölmargir búa við skertar tekjur
eða atvinnuleysisstyrk. Pláss á togara er hinsvegar hátekjustarf.
Jón Guðmundsson