Morgunblaðið - 03.05.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.05.1991, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C/D *fgUMlll*fcÍfe STOFNAÐ 1913 98. tbl. 79. árg. FOSTUDAGUR 3. MAI 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins írak: Stjórnin sögð fallast á frjálsar kosningar innan sex mánaða Nikosíu, Bagdad, Lundúnum, Washington. Keuter. SKÝRT var frá því í gær að írösk stjórnvöld hefðu gengið að helstu kröfum kúrdískra uppreisnarmanna. Einn af leiðtogum Kúrda, Jalal Talabani, sagði að íraska sljórnin hefði fallist á að leggja niður helstu valdastofnun landsins, Byltingarráðið, og efna til frjálsra kosninga í landinu innan sex mánaða. Talabani fór fyrir sendinefnd kúrdískra leiðtoga, sem ræddi við Saddam Hussein íraksforseta í síðustu viku. „íraska stjórnin féllst á að efnt yrði til frjálsra kosninga með þátttöku allra flokka og kom- ið yrði á fjölflokkakerfi í írak. Nýtt þing kemur í stað gömlu valdastofnananna," sagði Tala- bani í samtali við breska útvarpið BBC. Hann bætti við að samkomu- lag hefði náðst um að Byltingar- ráðið yrði leyst upp. Kúrdíska sendinefndin hefði einnig fengið því framgengt að uppreisnar- mönnum úr röðum Kúrda og shíta yrði veitt sakaruppgjöf. Samningaviðræðunum er ekki lokið en vestrænir stjórnarerind- rekar sögðu í gær að svo virtist sem Saddam Hussein hefði léð máls á því að Kúrdar fengju yfir- ráð yfir olíuborginni Kirkuk. Frá borginni komum þriðjungur olíu- framleiðslu íraka fyrir innrás þeirra í Kúveit 2. ágúst. Hersveitir Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra héldu lengra inn í írak í gær og er nú griða- svæðið fyrir Kúrda í norðurhluta landsins tvöfalt stærra en í upp- hafi. íraskir hermenn munu ekki hafa veitt mótspyrnu. Griðasvæðið er nú orðið 120 km langt og 60 km breitt. Heimildarmenn í Bagdad sögðu að Saddam Hussein hefði fyrir- skipað hermönnum sínum að eyði- leggja höll hans á griðasvæðinu til að koma í veg fyrir að Banda- ríkjamenn gætu notað hana sem herstöð. Talsmenn Bandaríkjahers sögðu að hersveitirnar myndu leita að þungavopnum í höllinni en leyfa síðan liðsmönnum úrvalssveita Saddams að vera þar áfram. I skýrslu, sem lögð var fyrir utanríkisnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær, segir að vernda þurfi Kúrda fyrir íraksher þar til Saddam Hussein fer frá völdum. Bandaríkjastjórn er þar einnig gagnrýnd fyrir að hafa ekki stutt Kúrda og shíta í uppreisn þeirra gegn Saddam og misst þar með af kjörnu tækifæri til að steypa forsetanum af stóli. Bangladesh: Reuter Gífurlegt Ijón varð í þorpinu Madarbari við strönd Bangladesh í fellibylnum, sem gekk yfir landið á mánudag. Ottast er að meira en 100.000 manns hafi farist í ofviðrinu og mikil hætta er á farsóttum í kjölfar þess. Ottast að fellibylurinn hafi kostað 100.000 manns lífið Dhaka, Bazar. Reuter, The Daily Telegraph. ÓTTAST er að meira en 100.000 manns hafi farist í fellibylnum, sem gekk yfir Bangladesh á mánudag, að því er embættismenn í landinu sögðu í gær. Mikil hætta er talin á hungursneyð og farsóttum, svo sem kólerufaraldri, í kjölfar fellibylsins. „Til þessa höfum við fengið stað- fest að 37.524 hafi beðið bana og tala látinna gæti farið yfir hundrað þúsund," sagði embættismaður í höfuðborg landsins, Dhaka. Björg- unarsveitir áttu í gær fullt í fangi með að grafa þúsundir líka og dreifa matvælum til milljóna manna. „Það er ljóst að ástandið mun versna til muna og alþjóðlegar hjálparstofnan- ir þurfa að grípa til jafn viðamikilla aðgerða og gert var til að bjarga Kúrdum," sagði embættismaðurinn. Hungursneyð yfirvofandií Eþíópíu Meira en milljón Eþíópíumenn hefur aðeins tíu daga birgðir af matvælum og berist þeim ekki meiri matur bráðlega kynnu fleiri að svelta í hel en í hungursneyð- inni í landinu árið 1984, að sögn bresku hjálparstofnunarinnar Oxfam í gær. Eþíópíumennirnir eru í héraðinu Ogaden í austur- hluta landsins þar sem þessi mynd var tekin af vannærðu barni. Ennfremur er óttast að 27 milljónir Afríkumanna í Súd- an, Eþíópíu, Líberíu, Sómalíu, Ahgóla, Malawi og Mozambique eigi á hættu að verða hungur- morða á árinu verði þeim ekki komið til hjálpar. Reuter Alain Deloche, heiðursforseti lækna- samtakanna Medecins du Monde, taldi mikla hættu á kólerufaraldri í landinu. Háttsettur embættismaður sagði að fellibylurinn væri sá mesti sem gengið hefur yfir landið frá því það öðlaðist sjálfstæði fyrir tuttugu árum og ef til vill sá öflugasti á öld- inni. Ofviðrið olli miklu flóði og öldu- hæðin var um sex metrar. Vindhrað- inn var um 235 km á klukkustund. Að minnsta kosti 100.000 manns fórust í mun minni fellibyl, sem gekk yfir landið árið 1970. Seint gekk að koma matvælum, vatni og öðrum hjálpargögnum til þeirra svæða, sem verst urðu úti, vegna skorts á flugvélum og hrað- skreiðum bátum. Að sögn flug- manna eru íbúar þessara svæða afar illa á sig komnir. Örvæntingin var mikil á meðal þeirra og þyrla þurfti að snúa aftur með matvæli eftir að hungrað fólk hafði ráðist á hana. Stjórn Bangladesh hvatti stjórn- völd allra vinveittra þjóða til að senda sem allra fyrst þyrlur og hjálp- argögn til landsins. Khaleda Zia, forsætisráðherra landsins, sagði að Bangladeshmenn réðu ekki einir við ástandið. Áætlað er að fellibylurinn hafí kostað landsmenn meira en 400 milljónir dala (24 milljarða ÍSK). Bangladesh er í hópi allra fátækustu landa heims. Talsmaður Evrópubandalagsins sagði að framkvæmdastjórn þess hefði ákveðið að kaupa matvæli fyr- ir átta milljónir ECU (576 milljónir ÍSK) af stjórn Bangladesh og dreif- ing þeirra hæfíst þegar í stað. Auk þess myndi Rauði krossinn dreifa hjúkrunargögnum, teppum og tjöld- um fyrir bandalagið að andvirði tveggja milljóna ECU (144 milljóna ÍSK). Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi lofuðu einnig aðstoð. Norðmenn um EES-viðræður: Ljóst að verið er að herða á taugastríðinu Ósló. Frá Helge SBrensen, fréttaritara Morgunblaösins. „ÞAÐ er greinilega verið að herða á taugastríðinu áður en lokahrinan hefst," sagði Eldrid Nordbös, viðskiptaráðherra Noregs, um þá ákvörð- un íslendinga að hunsa viðræðurnar um evrópska efnahagssvæðið vegna óánægju með afstöðu eða afstöðuleysi Evrópubandalagsins í deilunni um fiskinn. Kom þetta fram í viðtali, sem Aftenposten átti við Nordbös í gær. Nordbös sagði það miður, að ís- lendingar teldu sig þurfa að grípa til þessa ráðs en hún lagði jafnframt áherslu á, að hún skildi, að þeir væru orðnir óþolinmóðir með að bíða eftir ákveðnum tillögum frá EB varð- andi fiskinn og tollamálin. Hún taldi þó hagsmunum Norðmanna best borgið með því að taka áfram þátt í viðræðunum. Ráðherrann bætti þvi við, að Norð- menn hefðu eins og íslendingar mikl- ar áhyggjur af óeiningunni innan EB og þeim drætti, sem orðið hefði varðandi tollamálin. „Tala djöfuls- ins" tekin úr umferðinni Lundúnum. The Daily Telegraph. í Opinberunarbók Jóhann- esar er varað við tölunni „666", enda er hún þar tengd djöflinum. Þau varnaðarorð virðast enn eiga við því bresk- uin yfirvöldum hafa borist svo margar kvartanir vegna bíl- númersins „666" að þau hafa ákveðið að framvegis verði engar bifreiðar skráðar með þessari lölu. „Fólk var alltaf að kvarta yfir undarlegum atvikum í tengslum við þetta skráningarnúmer," sagði talsmaður skráningar- skrifstofu breska bifreiðaeftir- litsins. „Við vorum orðin svo leið á nöldrinu út af árekstrum og slysum, sem bifreiðar með þetta númer áttu að hafa lent í, að við hættum að nota það. Fólk trúir því að talan tengist djöflin- um og þegar menn fá þessa flugu í höfuðið er ómögulegt að tjónka við þá."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.