Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 15
* teei iam .a ji'jDAau/.nua GiciAjavrjuMoíÁ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR-5;TVIAÍ 1991 M 15 Morgunbfaðið/Ól.K.M. Davið Oddsson á skrifstofu forsætisráðherra á þriðjudag, fyrsta daginn í hinu nýja embætti. lægja þær öldur sem kunni að risa vegna þessa, áður en til úrslita kem- ur. „Og ef það er þannig að jára er í járn, þá verða menn hugsanlega að gá að einhverjum öðrum valkost- um." Davíð sagði að hægt væri að fara alls konar leiðír, ef sættir nást ekki. „Það er líka hægt að ná í mann utan úr bæ sem er sjáifstæðismaður og mundi vera pólitískur borgarstjóri sem slíkur, þó að hann hafi ekki verið kosinn. Það er hægt ef ekki næst nógu mikil samstaða innan hópsins, því að það er afskaplega mikilvægt og raunar meginkrafa að það verði samstaða innan hópsins. Þetta hefur veríð samstæðasti hópur- inn í flokkskerfinu hjá okkur og það er mjög mikilvægt að það raskist ekki." Þótt Davið Oddsson láti af emb- ætti borgarstjóra þarf það ekki að þýða að hann hætti að vera borgar- fulltrúi, hann var spurður hvorthann hefði gert upp við sig að halda því áfram eða hætta. „Eg bef stefnt að því að vera áfram," sagði hann. „Ég ætla bara að prufa það og sjá hvað gengur. Ef það fer ekki saman með ráðherrastörfum þá hætti ég þvi, en mig langar að vera eins lengi og ég get, ég var nú kosinn tii þess og er búinn að vera borgarfulltrúi í 17 ár, þannig að það er mikil breyting að hættaþvi." FJORIR KMAOIR... Árni þessum sökum heyrast þau sjónar- mið, að séu menn ekki sáttir um einn aðila nú, þá megi velja borgar- stjóra til bráðabirgða, þar til sjálf- stæðismenn í Reykjavík velja í próf- kjöri borgarstjóraefni sitt, að öllum líkindum haustið 1993. Reynir verulega á Davíð í þessu máli reynir verulega á hæfileika Davíðs Oddssonar. Ekki hefur verið gert opinskátt hvern hann styður í embættið. Hann ræðir við alla borgarfulltrúa og varaborg- arfulltrúa, að því loknu gerir hann tillögu um eftirmann sinn. Hugsan- lega tekst honum að leiða fram sátt allra um tillöguna og þótt hann hafi nú ærnum störfum að gegna i lands- stjórninni hlýtur hann að leggja á sig mikið erfiði við þetta verk og skilja þannig við embætti sitt, að einn óskiptur borgarstjórnarflokkur standi að baki nýjum borgarstjóra. Hér fara á eftir samtöl við þá fjóra borgarfulltrúa sem öðrum fremur hafa verið orðaðir við að taka við embætti borgarsjjóra. Margir álitlegir til starfsins Árni Sigfússon sagði mikla ein- földun að halda því fram að aðeins tveir menn komí til greina i embætti borgarstjóra, „þó að mér þyki vænt um að vera þar nefndur. Að mínu mati eru félagar mínir í borgar- stjórn margir álit- legir til þessa starfs þótt að endingu taki einn það að sér," sagði hann. „Við höfum alltaf lagt á það áherslu að standa sameinuð og í því felst styrkur okkar. Það er oft skipst á skoðunum í okkar hópi, en síðan sameinast menn um þá niðurstöðu sem meirihluti er fyrir. Ég veit að menn munu leggja áherslu á skynsamlega niðurstöðu sem mun viðhalda styrk Sjálfstæðis- flokksins til góðra verka i þágu allra borgarbúa. Það er kjarni málsins." Ekki auðveld ákvörðun Katrin Fjeldsted sagði borgar- stjóraskiptin hafa legið í loftinu að sumu leyti um nokkurn tíma, en ekki hafi orðið ljóst fyrr en alveg ný- lega að þessi staða lægi fyrir. „Við borgarstjóraskipti, sem hafa ekki verið mörg, hefur oftar en ekki gerst að það hefur verið til- nefndur eftirmaður af fráfarandi borg- arstjóra," sagði hún. Katrín Katrín sagði að ætlun Davíðs, að ræða einslega við hvern og einn, væri fremur í samræmi við þau vinnubrögð sem verið hafa í borgar- stjórnarflokknum, heldur en bein tilnefning eftirmanns. „Ég tel að það liggi nokkuð ljóst fyrir hverjir gefa •kost á sér, það séu fjórir, án þess að talað sé um það beint opinber- lega. Ég er vissulega ánægð með að vera ein af þeim, en það er auðvitað þessara félaga sem hafa starfað sam- an margir hverjir i mörg ár að taka ákvörðun og hún er ekkert auðveld. Mestu skiptir að samstaða sé um eftirmann, við eigum jú eftir að vinna saman, það eru þrjú ár eftir af kjörtímabilinu, þannig að samstaðan verður að vera útgangspunkturinn." Sækist ekki eftir að verða borgarstjóri Magnús L. Sveinsson sagði ýmis nöfn hafa verið nefnd. „Ég hef gætt þess að gefa ekki upp um mína skoð- un á þessu, enda ekki talið það tíma- bært fyrr en það lægi skýrt fyrir hvort stóllinn losn- aði, nú liggur það sem sagt fyrir. Mitt nafn hefur verið nefnt í þessu, en ég get alveg sagt það núna að ég mun ekki sækjast sérstaklega eftir því að verða borgarstjóri. Ég vil leggja áherslu á það að hver sem verður borgarstjóri, þá verði eining um það. Það er grund- vallaratriði, hitt væri mjög vont mál fyrir okkur og má ekki eiga sér stað að það verði öðru vísi en með fullri einingu." Magnús kvaðst vilja taka skýrt Magnús fram, þar sem sú spurning hefði komið upp hvort til greina komi að velja mann utan borgarstjórnar- flokksins, að það kæmi ekki til greina af hans hálfu, „alls ekki," sagði hann. Ekki kosningakeppni Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sagði hafa verið talað um það á sínum tíma að borgarfulltrúar og varaborgarfulltrú- ar héldu umræðu um val nýs borgar- stjóra innan borgarstjórnar- flokksins. „Ég hef haldið þetta eins og um var rætt," sagði hann. „Þessi hópur er mjög samhentur vilhjálmur og í honum hefur ríkt mjög gott samstarf og menn vilja ógjarnan að því ljúki, þrátt fyr- ir veigamiklar breytingar sem fram- undan eru." Vilhjálmur sagði því ekki að leyna að ýmsir borgarfulltrúar og vara- borgarfulltrúar hafi rætt við sig varðandi mál þetta. „Ég hef vissu- lega velt þessum málum vel fyrir mér og mun skýra borgarstjórnar- flokknum frá afstöðu minni þegar þar að kemur. En, ég lít ekki svo á að þetta sé eitthvert prófkjör eða kosningakeppni, þetta er mál sem okkur ber skylda til að leysa innbyrð- is hjá okkur þannig að menn geti staðið sáttir á eftir. Að minnsta kosti ætla ég að leggja mitt af mörkum til að það takist. Hins vegar er nauð- synlegt að í þessu gildi sanngjörn vinnubrögð, menn fái að hafa sína skoðun í friði og gera það sem þeirra samviska býður." RÆKTAÐU LIKAMANN — en gleymdu ekki undirstöðunni! .. wiHMiwiMpi >9 ýmsum B-vítamínum og gefur zink, magníum, kalíum, A-vítamín og fleiri efni sem eru líkamanum nauðsynleg. §2MJÓLKURDAGSNEFND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.