Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAÍ ^991 21 þeir langa reynslu. Þarna eru nokkrir Kúrdar, sem tókst að flýja yfir til Sýr- lands eftir að stjórnarher Sadd- ams Husseins gerði gagnsóknina. Þeir vita ekkert rm fjölskyldur sínar, konur og börn. Kannski eru þau í hópnum sem er að berjast við að halda lífi á hrakn- ingunum yfir fjöllin. Eða kannski hafa þau verið drepin af stjórnarhernum. Til Sýrlands kemst enginn lengur yfir flata eyðimörkina, þar sem þyrlur og hermenn Husseins geta tínt upp hvern mann. Einn þessara ungu manna, Triar Ali Hoverbakker, kveðst ekki vilja vera með á mynd af ótta við að það komi niður á fjölskyldunni ef hún birtist einhvers staðar. Treystir ekkert á að Saddam Hussein og hans fólk sjái ekki Morgunblaðið frá íslandi. Hann hefur barist í fjöll- unum með Kúrdahreyfingunni Pesh Merga gegn íraska hernum í 7 ár. Ég spyr hvernig þeir hafi getað barist svona lengi við svo vel búinn her að nýtísku vopnum með riffla eina að vopni. Hann dregur upp myndir af klettalandslagi í fjall- lendi. „Þar földum við okkur á dag- inn og á nóttunni komum við í skjóli myrkurs og réðumst á litla her- flokka, tókum varðstöðvar og hörf- uðum fyrir dagrenningu. Ég var í fjöllunum í Gara. Sjáðu! Þarna geymdum við vopnin í hellunum". Og hann gefur mér myndina af sér í hellisopinu. Honum þykir svo leitt að geta ekki leyft mér að taka andlitsmynd af sér. Hann er einn af þeim sem urðu að flýja og skilja fjölskylduna eftir. Hann kveðst hafa viljað halda áfram að berjast gegn liðsveitum Saddams Husseins. „En það var ekki hægt lengur." Annar segir: „Við trúum ekki að Sameinuðu þjóðirnar geti veitt okk- ur vernd. Þetta verður bara eins og áður. Saddam Hussein stjórnaði sjálfur eiturgasárásunum á fólkið okkar eftir 1988 í hefndarskyni af því Kúrdar studdu hann ekki í átta ára stríðinu við íran. Hann sagði við okkur sem höfðum verið látnir berjast í hernum í þessu skelfilega stríði gegn íran: Allt í lagi, farið þið nú heim til ykkar. Og svo sendi hann yfir okkur eiturgas. Hann lé.t jafnvel taka 76 ára gamla móður mína og setja í fangelsi, þar sem hún var drepin. Nei, við getum aldr- ei treyst neinu þar." Hussein Regieb er háreistur maður með túrban. Hann kveðst vera frá Kirkuk, olíuborginni á Kúrdasvæðinu í írak. Honum tókst að fiýja yfir landamærin til Sýr- lands 28. mars, þegar fiótti var brostinn í lið peshmerga-skærulið- anna. Hann kvaðst hafa verið vörð- ur við landamærin. Her Saddams Husseins kom og brytjaði þá niður. Hann komst einn yfír landamærin til Sýrlands. Um fjölskyld'una vissi hann ekkert.„Hvað á ég að gera? Ef ég fæ einhverjar fréttir af því að fjölskylda mín, konan og börnin sjö, sem öll eru undir 10 ára aldri, hafi komist yfir fjöllin til Tyrk- lands, þá reyni ég að komast þang- að. Öll mín hugsun snýst um að fá fréttir af fjölskyldunni. _En ég get aldrei farið aftur til íraks, þótt Saddam Hussein fari frá. Þar er helvíti og mun ekkert breytast. Við erum búnir að fá nóg af svikum. Grið sem lofað er af Sameinuðu þjóðunum eru bara eins og vindur- inn." Nú talar hver upp í annan. „írak er gott land. Við höfum allt þar, olíu, silfur og hvað eina, en það fer allt í herinn og endalaus stríð. Eft- ir innrásina í Kúveit sjáum við að það verður enginn endir á þessu. Saddam Hussein hefur eyðilagt allt. Hrakinn og landlaus læknir Ungur maður, vel kæddur, í jakk- afötum, vekur athygli mína. Það er ekki auðvelt að halda sér svo snyrtilegum í lágreistu tjaldi þar sem gulur sandurinn smýgur alls staðar inn og hitinn ætlar mann að kæfa. Hann vill ekki tala við mig svo hinir heyri. Við göngum afsíðis. Mohamed Jassi er læknir frá írak. Hann var búinn að vera í framhaldsnámi í skurðlækningum á spítala í Tyrklandi í fjögur ár og var að ljúka sínu í'immta og síðasta Múslimar úr sértrúarflokki. ári. Hann var nýgiftur, búinn að vera giftur tyrkneskri stúlku í 8 daga og hugðist búa áfram í Tyrklandi. Kvöld eitt í ágúst var barið kl. 10. Þar var komiri tyrkneska lög- reglan, sem hafði Jassi á brott með sér. Saddam Hussein hafði ráðist inn í Kúveit. Þeir sögðu að þar sem hann væri íraki væri hann hættu- legur öryggi landsins. Þeir fóru með hann að landamærum íraks og sendu hann yfir, í fangið á íraska hernum. Þar var hann tekinn, tor- tryggilegur af því að hann hafði búið í Tyrklandi og settur í yfir- heyrslur hjá öryggislögreglunni. Þaðan slapp hann og flúði til Sýr- lands. Hvað gat hann nú gert? Hann var búinn að fá leyfi til að fara úr landi í Sýrlandi. Én hvert? Hann á fjölskyldu sína í írak og eiginkonu í Tyrklandi. Ekki þyrði hann að fara til Tyrklands aftur nema hafa tryggingu fyrir því að verða ekki aftur sendur heim. „Þá er öllu lokið fyrir mér," sagði hann dapur. Hann hafði fengið að fara til næsta bæjar og komist í síma. Talað við konuna sína, sem sagði honum að hún hefði lesið að það vantaði tyrkneskumælandi Iækna í Lausanne í Sviss. Bara að hann gæti fengið vinnu í einhverju landi, þar sem hún gæti komið til hans. En hvernig? Fleiri menntamenn virtust vera þarna. Nabin Dasudi Josef sýndi mér skilríki sín. Hann er verkfræð- ingur. Sagðist hafa unnið sem verk- fræðingur í írak síðan 1979. Verið látinn þræla fyrir stjórnina frá 7 á morgnana til 7 á kvöldin fyrir ekk- ert. Ekki upplýsti hann hvers vegna hann flúði, en hann kvaðst hafa komist yfír landamærin áður en Kúrdarnir gerðu uppreisn gegn hernum. Annar ungur maður gefur þá skýringu á flótta sínum, að hann hafi farið af því að hann gat ekki hugsað sér að eyða lífi sínu í íraska hernum að berajst fyrir Saddam Hussein. „Frændi minn þarna var tekinn í herinn og látinn berjast þar í 12 ár. Það er ekkert lát á þessu." Hann er fjölbreyttur hópurinn sem situr þarna fastur í tjaldbúðun- um. „Við flúðum fjöldamorð," segja tveir ungir námsmenn, annar langt kominn í tölvunarfræði að því er hann segir. „En við viljum ekki sitja hér fastir í þessum búðum. Við vilj- um bara fá að halda áfram að læra einhvers staðar. Hvað heldurðu að við þurfum að vera hér lengi?" Þessi , óþægilega spurning er alltaf að Hrakinn og landlaus læknir, Mu- hamed Jassi — en fínn í tauinu. koma upp og maður fær herping í magann af að standa andspænis henni. Hvert getur allt þetta fólk farið, sumt alveg mállaust á önnur mál en kúrdamál eða arabísku. Er þetta líf fyrir kristið fólk? Virðulegu mennirnir í hvítu kufl- unum brosa bara framan í mynda- vélina. Einhver reynir að útskýra fyrir mér að þeir hafi einhver „sér- stök trúarbrögð, séu hliðargrein af kúrdum, en með ólík trúarbrögð". Saddam murkaði þá niður, líka börnin, hirti eigur þeirra og drap þá, hann vildi ekki hafa þá, reyna aðrir að útskýra fyrir mér. Ég er ekki viss um að þeir skilji þá frekar en ég. Mennirnir í hvítu kuflunum vilja komast til Evröpu með fjöl-.- skyldur sínar, vita þó ekki hvort trúarbrögðin þeirra eru nokkurs staðar til annars staðar. Og raunar er ég ekki viss um að ég skilji yfir- leitt þetta ágæta fólk eða það mig, þar sem ég stend undir brennandi sólinni. Enn er ég sest inn í tjald stórrar barnafjölskyldu. Fjölskyldurnar eru raunar tvær, og hafa tengt saman tjöldin. Húsfreyjurnar eru systur, önnur með fjögur og hin með fimm börn. Tvö ungbörn sofa vært á dýnunni sem við sitjum á. Allt er hreint og snyrtilegt. Einhver hleyp- ur og nær í fullorðinn mann, sem talar svolitla ensku, því pabbi hans hafði unnið hjá útlendu olíufélagi. Hann erþarna með þriflega konu og þrjár dætur. „Er þetta nokkurt líf fyrir kristið fólk? Skrifaðu í blað- ið þitt með stórri fyrirsögn: Það verður að hjálpa kristnu fólki frá írak!" Þetta er sunnudagur og þarna eru komnir gestir, fólk frá kristna söfnuðinum í næsta bæ, El Hasaka. Þeir vilja verða að liði og fá að bjóða fjölskyldum úr búðunum til sín í heimsókn. í rauninni hafa Sýrlend- ingar sýnt þessu flóttafólki samúð og eru samvinnuliprir við Flótta- mannabjálpina. Engin girðing er um búðirnar, bara fjöldamörg dökk tjöld í gulum sandinum. Hvert ætti þetta fólk svosem að fara? Sýrlend- ingar hafa strax tekið þá sem höfðu verið í her Saddams Husseins og farið með þá til Damaskus í aðrar flóttamannabúðir. Einhverjir fjöl- skyldumenn höfðu þó fengið að koma aftur. Ekki má gleyma því að þetta er Iögreglurfki, engu síður en landið handan landamæranna. Raunar furðar fólkið frá hjálpar- stofnunum sig svolítið á því að ég hafi fengið að leika svona lausum hala í búðunum, án þess að ein- hverjir frá öryggislögreglunni séu að sniglast á eftir mér, þótt ég sé með skriflegt leyfí frá æðstu stöð- um í Damaskus. Og líka að flótta- fólkið skuli taka mér svona vel og vera svona óhrætt við að leyfa mér að taka af sér myndir. Það hafði það ekki verið við blaðamenn sem komu fyrir 2-3 vikum. Líklega væri það af því að ég kom með þeim í búðirnar. Ég hafði aðra skýringu: Gráhærð kona og ein sem röltir um getur varla virst ógnun við flótta- fólk eða öryggi sýrlenska ríkisins. Þó sáu þau að öryggislögreglumenn komu í jeppa um miðjan daginn af því þeir vissu af gesti. Og eftir á að hyggja hafði ég séð einn mann- inn, sem hafði verið að segja mér að hann væri lögreglumaður frá írak, stíga upp í jeppa hjá tveimur óeinkennisklæddum mönnum. Vona - bara að það sé hugarburður. Maður verður svo hvumpinn í svona landi, sér draug í hverju horni. Þetta fólk er þó hólpið í bili. Það hefur húsaskjól, mat og læknishjálp í spítala í búðunum. Ég fer í skemmuna þar sem verið er að út- hluta matarskammtinum, gjafa- sendingum frá ýmsum Evrópuþjóð- um. Því stjórnar dr. Aziz Kakar frá World Food Program. Þetta er stór og hlýlegur mannfræðingur frá é Afganistan. Hann hefur kennt við háskóla, en fer öðru hverju í slíkt hjálparstarf. Á teppi á gólfínu bíða matarskammtarnir fyrir hverja fjöl- skyldu og hvert tjald og fólkið kem- ur og sækir þá eftir númerum. í eiriu horninu hefur hann látið breic teppi á gólfíð og leggja fram matar- bita handa okkur. Hann er æði al- þjóðlegur hópurinn sem situr þarna flötum beinum og borðar með fingr- unum eins og í útilegu: Janet Lim frá Singapore og stjórnandi neyð- arátaks flóttamannahjálparinnar í Sýrlandi, hinn stóri og glæsilegi Ahmeð Aziz frá Bangladesh, stjórn- andi búðanna, sýrlenska konan frá Alþjóða Rauða krossinum í landinu, Líbanonsbúi og Jórdani frá Barna- hjálparsjóðnum — og svo blaða- maður frá íslandi, líklega eini fulltrúi Evrópu. Allir eru 'að leggja sitt til nema ég. Þegar flóttafólkið spyr hvað ég geti gert fyrir það verður fátt um svör: Ekkert annað en segja heiminum frá því að þið séuð þama! Því miður! FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA Aðalfundur Aðalfundur Félags viðskiptafræðinga og hagfræð- inga verður haldinn mánudaginn 6. maí 1991 kl. 16. Fundarstaður: Þingholt, Hótel Holt. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Erindi: Banki á tíunda áratugnum, Björn Björns- son bankastjóri fjallar um sameiningu, rekstur og breytingar í íslandsbanka. Mætið stundvíslega. Stjórn FVH. "^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.