Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMÁ SUNNUDAGUR 5. MAI 1991 31 ATVINNUAUarS/NGAR „Au pair" Þýskumælandi fjölskylda í Sviss óskar eftir „au pair", 18-25 ára, f rá 1. júní í 6-12 mánuði. Upplýsingar í síma 92-27938. Skipstjórnarmenn Skipstjórnarmann með 2. eða 3. stigs próf vantar til sumarafleysinga 15. maí til 15. september hjá Tilkynningaskyldu íslenskra skipa. Um er að ræða vaktavinnu í eftirlits- miðstöð Tilkynningaskyldunnar. Gerð er krafa um góða enskukunnáttu. Upplýsingar gefnar í síma 91-27000. Slysavarnafélag íslands. ¦ „Au pair" í Þýskalandi Við erum þýsk 5 manna fjölskylda með 3 börn, 3ja, 4ra og 6 ára gömul. Búum í Mett- mann, nálægt Dusseldorf. Einhver kunnátta í þýsku æskileg. Má ekki reykja. Ökuskírteini kæmi til góða. Ef þú hefur áhuga vinsamlegast hringdu í síma +90 49 2104-13467 eða skrifaðu til Ute og Gerhard Wegener, Hándelstrasse 14, D-4020 Mettmann, Þýskaland (W). „Au - pair" Kanada „Au-pair" stúlka óskast til vestur-íslenskrar fjölskyldu í Toronto Kanada,, í 1 ár frá nk. hausti. Leitað er ábyggilegrar og samvisku- samrar stúlku um tvítugt, sem m.a. mun þurfa að gæta þriggja ungra bama. Vinsamlega sendu umsókn með upplýsing- um um aldur og almenna reynslu ásamt heimilisfangi og símanúmeri á aulýsingadeild Mbl. merkt: „Au-pair - 14493". Tæknival hf. auglýsir eftir þjónustustjóra Tæknival hf. auglýsir eftir þjónustustjóra fyr- ir þjónustudeild sína. Um er að ræða krefj- andi starf. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af PC tölvum og tölvunetum, hafa góða fram- komu og eiga gott með að umgangast fólk. Góð laun eru í boði fyrir hæfan starfsmann. Starfið er laust nú þegar en hægt er að bíða eftir réttum aðila ef þörf krefur. Hér er eingöngu um framtíðarstarf að ræða. Með allar umsóknir verður farið sem trúnað- armál. Umsóknum skal skila til Tæknivals hf., Skeif- unni 17, 128 Reykjavík, Pósthólf 8294, fyrir miðvikudaginn 15. maí. STÆKNIVAL Framreiðslunemar Veitingahúsið á Öskjuhlíð, óskar að ráða framreiðslunema til starfa frá og með 1. júní nk. Reglusemi og snyrtimennska er áskilin. Umsóknareyðublöð fást afhent á skrifstofu Guðna Jónssonar, Tjarnar- götu 14. Mynd og prófskírteini þarf að fylgja með. Umsóknum skal skilað . á sama stað fyrir 11. maí nk. GUDNlTÓNSSON RÁÐCJÓF&RÁDNINCARMÓNLISTA TJARNARGÖTU 14. 101 REYKJAVÍK, SÍMl 62 13 22 Bílstjórar Óskum eftir að ráða bílstjóra á dráttarbíl, tækjastjóra á beltagröfu og tækjastjóra á hefil. Aðeins vanir menn koma til greina. Upplýsingar í síma 653140 á skrifstofutíma. Meinatæknir Sjúkrahúsið Patreksfirði óskar eftir meina- tækni sem fyrst til afleysinga. Góð starfskjör í boði. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í vinnu- síma 94-1110 og í heimasíma 94-1543. Læknaritari - sumarafleysingar Læknaritari óskast til sumarafleysinga í júlí/ágúst á Hrafnistu, Reykjavík, í 75-100% starf. Upplýsingargefur læknafulltrúi, Sigrún Dúfa, í síma 689500. Sundkennarar Okkur bráðvantar góðan sundkennara sem er tilbúinn að vinna mikið á stuttum tíma. Ef þú ert sá sem við leitum að þá þarftu helst að geta byrjað 13. maí, í síðasta lagi 22. maí. Við gerum ráð fyrir að námskeiðið taki 10-12 daga. Þú kennir í sundlauginni Flateyri og færð frítt húsnæði á meðan þú dvelur á Flateyri. Síðast en ekki síst færðu einstakt tækifæri til að njóta vorfegurðarinn- ar í Önundarfirði. Nánari upplýsingar gefur Vigfús í síma 94-7670 og 94-7814. Grunnskólarnir Flateyri, Holti og Þingeyri. Skrifstofustarf Traust fyrirtæki leitar að skrifstofumanneskju. - Starfið: Dagleg skrifstofustörf. - Tölvunotkun og enska. Æskilegir eiginleikar umsækjenda: - Mannleg samskipti. - WordPerfect 5.0. - Reynsla æskileg. IMánari upplýsingar veitir Adolf Ólason í síma 679595 fyrir 11. maí nk. RÁÐGARÐURHE STJÓRNUNAR OG REKSTRÁRRÁÐGJÖF NÓATÚN 17 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI68 66 88 § k i n &" H a ir C a r e Preparations Body shop á íslandi auglýsir eftir starfsfólki til framtíðarstarfa í verslun okkar sem opnar í Kringlunni 8-12 þann 6. júní 1991. Við leitum að fólki í heilsdags- og hlutastörf (fimmt., föstud., laugard.). Æskilegur aldur umsækjenda ekki yngri en 20 ára. Umsóknareyðublöð liggja frammi á auglýs- ingadeild Mbl. og skal umsóknum skilað bangað. Vélstjóri óskast á 88 tonna stálbát sem fer á rækjuveiðar. Upplýsingar hjá skipstjóra ísíma 93-81461. Skólastjóra og kennara vantar við Grunnskólann í Hrísey. Helstu kennslugreinar: Byrjendakennsla, sérkennsla og almenn bekkjarkennsla í 3.-9. bekk. Umsóknarfrestur til 31. maí. Upplýsingar hjá skólastjóra í símum 96-61763 og 96-61765. Meiraprófsbílstjórar óskast Óskum eftir að ráða meiraprófsbílstjóra til starfa nú þegar. Upplýsingar veittar í síma 673828. B.M.VALLÁ H Símavarsla Stórt fyrirtæki í miðborginni óskar að ráða starfskraft til símavörslu. Vaktavinna (dag- og kvöldvaktir). Aldur 24 til 35 ára. Skilyrði að viðkomandi reyki ekki. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstof u okkar til og með 7. maí nk. GUDNlJÓNSSQN RAÐCJÖF&RAÐNINCARÞJONLISTA TIARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 Egilsstaðir Kennarar - sérkennarar Nokkra kennara vantar að Egilsstaðaskóla næsta skólaár m.a. sérkennara, tónmennta- kennara, mynd- og handmenntakennara. Einnig vantar kennara til kennslu í stærð- fræði og dönsku auk almennrar kennslu. Útvegum húsnæði. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 97-11146. Staða læknis við Heilsugæslustöðina og Sjúkrahúsið á Egilsstöðum er laus til umsóknar og veitist frá 1. október 1991 eða fyrr, ef óskað er. Um er að ræða heila stöðu við heilsugæslu- stöðina, þar sem að jafnaði starfa 3 læknar allt árið en 4 hluta úr ári. Læknarnir sinna jafnframt læknisþjónustu við sjúkrahúsið. Ráðið verður í stöðuna til eins árs en skemmri ráðning kemur einnig til greina. Umsóknarfrestur er til 7. júní. Upplýsingar gefa yfirlæknir, Ólafur Stefáns- son, og framkvæmdastjóri, Einar R. Haralds- son, í síma 97-11400. mjíl.Uiim.LMJU.Jai v.tJUUUrjUUUiM* >!"¦ IfMWWWf ¦¦¦¦!! ¦ ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.