Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 44
Bögglapóstur um flllt land PÓSTUR OG SÍMI ttgttttfybiMfr Gmmmr m Landsbanki Islands Banki allra landsmanna MORGUNBLAÐID, ADALSTRÆTI 6. 101 REYKJAVÍK TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, PÓSTIIÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 5. MAI1991 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Höfn í Hornafirði: Björguðu ^ skólabróð- ur sínum frá drukknun TVÖ níu ára börn, Einar Páll Benediktsson og Guðrún Arna Kristjánsdóttir úr Nesjaskóla í Hornarfirði, náðu að bjarga átta ára skólabróður sínum frá drukknun í sundlaug Hafnar- hrepps á Höfn síðdegis á fimihtu- dag. „I sundtímanum var allt í lagi með hann en þegar við vorum að leika okkur í djúpu lauginni eftir '-—¦•- tímann gerðist eitthvað og hann sökk. Hann náði ekki að hrópa á hjálp en eitthvert hljóð heyrðist í honum og einn bekkjarbróðir hans, sem tók eftir þessu, kallaði á hjálp því hann treysti sér ekki að fara á eftir honum. Ég heyrði kallið og kafaði á eftir honum en stuttu seinna kom Guðrún Arna, sem var uppi á bakkanum, og hjálpaði mér að toga hann upp á bakkann þar sem Guðbrandur og Ólöf, sund- kennararnir okkar, tóku við honum. ^V-<Uppúr honum kom vatn og hann var máttlaus en þegar hjúkrunar- fólkið kom var hann búinn að þurrka sér, kominn í föt og stóð úti á stétt," sagði Einar Páll Bene- diktsson í samtali við Morgunblaðið. Drengurinn, sem börnin björg- uðu, var að sögn Einars Páls flug- syndur. Bjargveiði- menn verð- leggja nytjar Vestmannaeyjum. Bjargveiðimannafélag Vest- mannaeyja hefur nú komið sam- an og ákveðið verð á bjargnytj- um sumarsins. Að sögn Hlöðvers Johnsen fór verðlagningin fram í anda þjóðar- sáttar og sagði hann verðið í lægri kantinum sem fyrr. Verð á lunda, ófrosnum í fiðrinu, verður 50 krón- ur en eftir að búið verður að frysta hann verður verðið 55 krónur fyrir stykkið. Hamflett lundabringa verðu svo seld á 65 krónur frá lundakörlunum. En bjargveiðimenn verðleggja fleira en lundann því áður en lunda- ^veiðitíminn kemur er það eggjatím- inn sem kallar og I ár verða svart- fugls- og fýlsegg seld á 60 krónur stykkið. — Grímur Morgunblaðið/Árni Sæberg Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, tekur á móti Francesco Cossiga, forseta Italíu, á Reykjavíkurflugvelli í gær. ítalíuforseti í opinberri heimsókn FRANCESCO Cossiga forseti ítalíu kom til íslands í tveggja daga opinbera heimsókn í gær. Flugvél forsetans lenti á Reykjavíkur- flugvelli klukkan 11 og tók forseti íslands, Vigdís Finnbogadótt- ir, á móti honum ásamt ráðherrum úr íslensku ríkisstjórninni. Francesco Cossiga er fyrsti ítalski þjóðhöfðinginn sem heim- sækir fsland. Þegar forsetinn steig út úr flugvélinni var veður með mildasta móti, logn og þurrt. Lúðrasveit Reykjavíkur lék þjóð- söngva ítalíu og íslands þegar forsetar landanna höfðu heilsast. Af hálfu ríkisstjórnar og Alþingis tóku á móti forsetanum Davíð Oddsson forsætisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra, Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra, Ólafur G. Einars- son menntamálaráðherra, Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, Eiður Guðnason um- hverfismálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra, Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegs-, dóms- og. kirkjumálaráð- herra og af hálfu Alþingis Salóme Þorkelsdóttir, alþingismaður. ítalíuforseti snæddi hádegis- verð á Bessastöðum í boði forseta íslands. Síðan heimsótti hann Árnastofnun og að því loknu var haldið I Háskólabíó þar sem Francesco Cossiga var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við laga- deild Háskóla íslands. ítalíufor- seti fór síðan til Höfða í boði borg- arstjórans í Reykjavík og þar tóku á móti honum Davíð Oddsson borgarstjóri og kona hans, Ástríð- ur Thorarensen. Að lokum var hátíðarkvöldverður í boði forseta íslands á Hótel Sögu í gærkvöldi. í dag fer ítalíuforseti árla dags og gróðursetur tré í Vinaskógi og síðan að Almannagjá, þar sem forsætisráðherrahjónin taka á móti honum. Forsætisráðherra 1 heldur hádegisverð til heiðurs for- seta ítalíu á Hótel Holti í hádeg- inu og síðdegis lýkur heimsókn- inni og Francesco Cossiga heldur af landi brott. Með í för ítalíuforseta er Gianni de Michelis, utanríkisráðherra ít- alíu, og átti hann í gær fund með Jóni Baldvin Hannibalssyni ut- anríkisráðherra. Lánsfjármarkaður: Útlit er fyrir mun minni sparnað en á síðasta ári Lántökuáf orm ríkisins mun hærri en sem nemur sparnaði ÚTLIT er fyrir að innlendur sparnaður verði mun minni á þessu ári en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Seðlabankinn telur nú að nýr peningalegur sparnaður muni nema tæpum Færeyska lögþingið: Sljórnarandstæðingar mót- mæla sölu laxveiðikvótans ÞINGMENN allra stjórnarand- stöðuflokkanna á færeyska lög- þinginu hafa mótmælt sölu á laxveiðikvóta þeirra og segja furðulegt að ekki skyldi rætt um málið á þinginu áður en gengið var frá samningum. Undir fyrirsögninni „Landa- svik!" segir dagblaðið Dimmalætt- ing irá því að þingmenn stjórnar- andstöðunnar í Færeyjum hafi sent Anfinni Kallsberg, forseta lögþingsins, bréf þar sem sölunni á laxveiðikvótanum er mótmælt. í frétt blaðsins segir að þrátt fyrir að viðskiptanefndinni sé heimilt að gera fiskveiðisamninga milli landa þá hafi verið eðlilegra að færeyska lögþjngið fjallaði um málið áður en samningar voru gerðir. Eins og skýrt hefur verið frá gerði Alþjóða laxakvótanefndin, undir forustu Orra Vigfússonar, samning við Færeyinga um að kaupa laxveiðikvóta þeirra í fram- tíðinni og greiða fyrir hann 700 þúsund dali á ári næstu þrjú árin. 27 miHjörðum króna á þessu ári, en endurskoðuð spá í janúar gerði ráð fyrir 38 miujarða sparnaði. Hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs og opinberra sjóða á árinu er talin geta orðið tals- vert hærri en þessi tala. Eiríkur Guðnason aðstoðar- bankastjóri Seðlabankans sagði við Morgunblaðið, að því hefði verið spáð í lok síðasta árs, að peningalegur sparnaður yrði á þessu ári svipaður og á síðasta ári, eða 37-38 milljarðar. En þegar líða fór á árið 1991, hafí komið í ljós að framvindan var miklu hæg- ari en á síðasta ári. Nú sé talið að sparnaðurinn muni nema 26,6 milljörðum króna, en það væri raunar mjög lausleg áætlun. Eiríkur sagðist ekki geta áttað sig á, hver hrein lánsfjárþörf opin- berra aðila og sjóða væri á þessu ári, þar sem ýmsar tölur væru á sveimi. Þó væri ljóst að lántöku- áform ríkisins, ásamt með venju- legum lánum annarra, gengju tals- vert lengra en ætla mætti að hægt væri að fá á innlendum lánamark- aði. Morgunblaðið hefur heyrt nefnda töluna 28 milljarða í þessu sambandi en Eiríkur vildi ekki staðfesta hana. Með hreinni láns- fjárþörf er átt við þá upphæð sem eftir stendúr þegar greitt hefur verið af eldri lánum, en verg láns- fjárþörf er mun meiri. Eiríkur Guðnason sagði, að til- tölulega stutt væri síðan Seðla- bankinn hefði náð þannig utan um lánakerfið í heild, að hægt væri að búa til stærð, sem héti peninga- legur sparnaður. Það væri með öðrum orðum það fé, sem lagt sé til hliðar. Hins vegar væru áætlan- ir um þennan sparnað frekar óná- kvæmar, þar sem ekki væri byggt á mikilli reynslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.